Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýr sýslu-
maður á
Hólmavík
• EMBÆTTI sýslumannsins á
Hólmavík var auglýst laust til um-
sóknar. Umsóknarfrestur rann út
hinn 4. ágúst 1998,
umsækjendur, sem
voru sjö, eru eftir-
taldir:
Áslaug Þórar-
insdóttir, deildar-
stjóri í dóms- og
kirkjumálaráðu-
neytinu, Bjami
Stefánsson, sýslu-
maður í Neskaup-
stað, Guðjón
Bragason, fulltrúi sýslumannsins í
Rangárvallasýslu, Hilmar Baldurs-
son hdl., Logi Egilsson hdl., Þorfínn-
ur Egilsson hdl. og Þorsteinn Pét-
ursson hdl.
Dómsmálaráðherra skipaði í gær
Bjarna Stefánsson til þess að vera
sýslumaður á Hólmavík frá og með
1. október nk. Frá sama tíma hefur
Áslaug Þórarinsdóttir verið sett
sýslumaður í Neskaupstað til 30.
júní 1999.
Fjárskuldbindingar sveitarfélaga í landinu vegna kaupa á íbúðum
í félagslega kerfínu nema 9.500 milljónum króna
Kaupskyldu sveitar-
félaganna verður aflétt
SAMANLÖGÐ upphæð, sem hvflir á sveitarfélög-
um víðs vegar um land vegna innlausnarskyldu
þeirra á félagslegum íbúðum samkvæmt gildandi
húsnæðislögum, nemur nú um níu og hálfum millj-
arði. Innlausnarskylduákvæðið hefur verið þungui-
baggi á sumum sveitarfélögum, en nú hefur hús-
næðislögunum verið breytt á þann veg að ákvæðið
hefur verið fellt út. Taka nýju lögin gildi um ára-
mót.
I stefnumarkandi byggðaáætlun forsætisráð-
herra er minnst á að taka þurfí frá fé til að létta
sveitarfélögunum þá byrði sem innlausnarskyldu-
ákvæðið hefur haft í fór með sér. Byggðaáætlunin
hefur ekki verið samþykkt enn og enginn samn-
ingur liggur fyrir milli ríkis og sveitarfélaga um
hvort eða hvernig grynnka eigi á skuldum sveitar-
félaga vegna innlausnarskyldunnar.
Ný húsnæðislög taka gildi um áramót
„Við höfum hins vegar breytt lögum til þess að
auðvelda sveitarfélögunum að afsetja íbúðirnar,
þ.e. að breyta þeim í leiguíbúðir,“ segir Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra. Hann segir að með
nýju húsnæðislögunum sem taka giídi um næstu
áramót verði farið inn í nýtt kerfí þar sem inn-
lausnarskyldan verður ekki fyrir hendi.
„Þá getur sá sem á rétt á félagslegu húsnæði
valið sér það sjálfur þar sem hann vill og kaupgeta
hans segir til um. Hann fær til þess húsbréfalán
og viðbótarlán á ábyrgð sveitarfélagsins. Ef kaup-
andinn selur íbúðina hefur sveitarfélagið ekki
kaupskyldu heldur fær hann það fyrir íbúðina sem
markaðurinn segir til um, borgar upp lánið og ger-
ir aðrar ráðstafanir eftir efnum og ástæðum." Páll
bendir á að gamla kerfíð verði samt að fá að ganga
úr sér þannig að þeir sem keypt hafa sér húsnæði í
góðri trú verði ekki sviptir réttindum sínum.
Gamall vandi
Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonai- formanns
Sambands íslenskra sveitarfélaga er sá vandi sem
sveitarfélögin glíma við vegna kaupskyldunnar
ekki nýr af nálinni. Árið 1994 hafí fyrst verið byi-j-
að að ræða um þessi mál og í október 1995 hafi fé-
lagsmálaráðherra skipað nefnd til að fara í
saumana á því. Þá hafi Samband íslenski'a sveitai'-
félaga skipað samskonar nefnd ári seinna og innan
þem-a hafi þetta mál fengið ítarlega umfjöllun.
Hann segir jafnframt að vandinn sé tilkominn
vegna flutnings fólks milli landshluta og þá ekki
síst til höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hann að
vandamálið sé orðið alvarlegt og úrbóta sé þörf.
„Það er ljós að taka verður á þessu máli og óskyn-
samleg nýting á almannafé að láta íbúðirnar
standa auðar.“
Hann vonast til að með nýju hússnæðislögunum
um áramótin fari vandinn að leysast en þar þurfí
ríkið að koma til aðstoðar. Bendir hann á þau
ákvæði sem fjalli um framlög þess vegna afskrifta
og niðurgreiðslna eldri lána Byggingasjóðs verka-
manna. „Um þessi framlög ríkissjóðs á eftir að
semja milli ríkisins og sveitarfélaganna. Sveitarfé-
lögin líta á þetta ákvæði sem mjög skýra viljayfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við
þau sem eiga í miklum erfiðleikum vegna inn-
lausnar á íbúðum," sagði Vilhjálmur.
SKYGGNST eftir laxi í Laxá í Kjós.
Miklar göngur sjóbirt-
ings á Vesturlandi
SVO virðist sem mikið af sjóbirtingi
gangi nú í ýmsar ár á Vesturlandi.
Er sums staðar umtalsvert magn,
en hann er yfír höfuð langt frá því
að vera jafn vænn og í ám á Suður-
landi, en á þeim slóðum er hann
ekki farinn að ganga enn að neinu
gagni, nema í Skaftá neðanverða og
sjálfsagt einnig í Kúðafljót.
Sjóbirtingsgöngurnar á Vestur-
landi eru einkum í Laxá í Kjós,
Laxá í Leirársveit, Hvítá í Borgar-
firði, Þverá, Grímsá neðanverða og
Álftá á Mýrum. Svo virðist sem sjó-
bleikja taki við er vestar dregur á
Mýrar, Snæfellsnes og þar fyrir
norðan. Dæmi um göngur eru t.d.
frá Brennunni í Hvítá, þar sem
Þverá sameinast henni. Hópur sem
lauk veiðum á hádegi sunnudags
veiddi milli 40 og 50 físka og var
það nær allt sjóbirtingur. Þrjátíu
komu í hollinu á undan. Þetta er yfr
irleitt 1-2 punda fiskur og 3 punda
innan um. Þvottaklöpp og Straum-
arnir í Hvítá hafa einnig verið
nefnd að undanförnu. í Laxá í Kjós
eru vænni birtingar innan um þann
hefðbundna og hafa t.d. veiðst þó
nokkrir 5 til 7 punda það sem af er
sumri og fullyrða menn að enn
stærri fískar séu innan um þó þeir
hafí ekki veiðst.
Nú í vikubyijun voru komnir 230
laxar á land af Brennunni, ármótum
Hvitár og Þverár og er það feikna-
veiði á því svæði. Mikill sjóbirtingur
hefur einnig veiðst eins og greint er
frá að ofan. Að sögn Dags Garðars-
sonai', eins leigutaka Brennunar, er
þetta mesta veiði á svæðinu sem
menn muna eftir og þó er drjúgur
veiðitími eftir. „Það er ekki mikill
lax að ganga í bili, en það glæðist
alltaf hjá okkur undir lokin,“ sagði
Dagur. Veitt er út mánuðinn.
Stórgóður bati í Miðfjarðará
Maðkurinn mætti í öllu sínu veldi
í Miðfjarðará eftir hádegi á laugar-
dag og hefur verið mikil og góð veiði
síðan. Er fluguveiðitímanum lauk
voru komnir um 830 laxar á land og
eru nú komnir um eða yfir þúsund.
Nálgast veiðin hratt að að verða
helmingi meiri en allt síðasta sumar,
en þá veiddust aðeins rúmir 600 lax-
ar allt sumarið. Mikill lax hefur ver-
ið að ganga í Miðfjarðará að undan-
fömu, vænn og fallegur smálax.
Hins vegar er lítið af vænni físki.
Selá stefnir á þúsund
í gærdag voru komnir 650 laxar
úr Selá, en allt síðasta sumar veidd-
ust þar 680 laxar. Að sögn Vífils
Oddssonar hefur veiði verið jöfn og
góð og að aukast síðustu daga. Holl
sem var á efra svæðinu í fjóra daga
fékk t.d. 66 laxa á þrjár stangir fyr-
ir skömmu. Vífill sagði aflann að
lang stærstum hluta vænan smálax,
en eitthvað væri af mjög vænum
tveggja ára fiski innan um, 15 til 18
punda.
Breiðdalsá tekur við sér
Að sögn Vilhjálms hótelstjóra á
Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík hefur
veiði verið að glæðast mjög í Breið-
dalsá að undanförnu. „Það eru að
koma nokkrir fískar á land á hverj-
um degi og eru svæði 2 og 3 drýgst,
Beljandasvæðið og Tinnan. Sjó-
bleikjuveiðin niður frá hefur einnig
verið góð á köflum,“ bætti Vil-
hjálmur við.
Líflegt á Tannastaðatanga
„Það hefur verið líflegt á Tang-
anum að undanfömu. Ég er ekki al-
veg viss um heildartöluna, en það
hafa verið að koma þetta frá einum
laxi upp í fímm til sex á hverjum
degi um tíma. Einn útlendingur
sem var á mínum vegum skrapp
dagspart til að drepa tímann fyrir
skömmu og tók fímm flugulaxa,"
sagði Árni Baldursson leigutaki
Tannastanatanga í Sogi, en veiði-
staðurinn liggur á vatnaskilum
Sogsins og Hvítár. Sjóbirtingur
hefur einnig veiðst á svæðinu.
Rekstur olíubirgðastöðva varnarliðsins
Tólf fyrir-
tæki sendu inn
forvalsgögn
TÓLF fyrirtæki sendu inn forvals-
gögn vegna reksturs olíubirgða-
stöðva varnarliðsins í Hvalfirði og í
Helguvík á síðasta ári. Varnar-
málaskrifstofa utanrikisráðuneyt-
isins tikynnti varnarliðinu á haust-
mánuðum í fyrra um átta fyrirtæki
sem gætu tekið að sér verkefnið,
en síðan hefur ekkert gerst í mál-
inu. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi
varnarliðsins, segir að á vegum
varnarliðsins sé unnið að undirbún-
ingi þessarar samningagerðar.
Islenskir aðalverktakar hafa sagt
upp tæplega tuttugu starfsmönnum
olíubirgðastöðvar NATO í Hval-
firði, eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu á sunnudaginn var. Fyiir-
tækið hefur undanfarna áratugi
rekið stöðina í Hvalfirði, en samn-
ingur þar um rennur sitt skeið í
næsta mánuði.
Samkvæmt samkomulagi ís-
lenskra og bandarískra stjórnvalda
frá árinu 1996 ber að bjóða út
framkvæmdir á vegum vamarliðs-
ins í því skyni að lækka reksturs-
kostnað þess. Fyrirkomulagið er
með þeim hætti að varnarliðið til-
kynnir varnai'málaski'ifstofunni
um verkefni sem á að bjóða út. Þau
eru auglýst og forvalsnefnd fer síð-
an yfir þau gögn sem send eru inn
og velur þau fyrirtæki sem talin
eru eiga erindi í sjálft útboðið og
tilkynnir varnarliðinu um þau.
Málið til
skoðunar
Þórður Ægir Óskarsson, skrif-
stofustjóri varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, sagði að
varnarliðið hefði ekki gengið frá
samningum ennþá. Ýmsir þættir
þessara mála hefðu verið til skoð-
unar, en niðurstaða lægi ekki fyrir
ennþá í þeim efnum.
Olíubirgðastöðvar varnarliðsins
eru í Helguvík, en olíubirgðastöðin
í Hvalfírði er varastöð og hafa
geymar stöðvarinnar verið tómir
um árabil.
Skemmdir unnar í einbýlishúsi
Leikföng barnanna
voru eyðilögð
HEIMILISFÓLKIÐ að Strand-
götu 3 í Hnífsdal brá í brún, fyrir
síðustu helgi, við heimkomu eftir
tveggja vikna ferðalag.
Hafði verið brotist inn í húsið og
mikil skemmdarverk unnin en litlu
sem engu hafði verið stolið. Mestar
voru skemmdir í barnaherbergjum
en þar hafði verið stungið með hníf
bæði í rúmföt sem og rúmdínur.
Einnig höfðu leikföng verið
eyðilögð sem og að rótað hafði ver-
ið í öllum hirslum. í húsinu býr
fjögurra manna fjölskylda og
sögðu þau í samtali við Morgun-
blaðið að aðkoman hefði vei'ið
ömurgleg og þá ekki síst fyrir
börnin.
Farið hafði verið inn í húsið með
því að spenna upp bakglugga, lík-
lega helgina fyrir verslunarmanna-
helgi. Engu var stolið utan tölvu-
leikja þó svo að í húsinu væru dýr
heimilistæki svo sem sjónvarp,
hljómflutnings- og myndbandstæki
og telur heimilisfólkið að um ung-
linga eða börn hafi verið að ræða.
Málið kært
til lögreglu
Málið hefur verið kært og er það
til rannsóknar hjá lögreglunni á
Isafirði. Þar fengust þær upplýs-
ingar að ákveðnir aðilar lægju und-
ir gi'un en enn væri verið að vinna
að rannsókn.