Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 54

Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Heimskuleg mynd Heimska fjölskyidan (The Stupids) (■amanmyntl >/2 Framleiðsla: Leslie Belzberg. Leik- stjórn: John Landis, Jessica Lundy. Handrit: Brent Forrester. Kvik- myndataka: Manfred Guthe. Tónlist: Christopher Stone. Aðalhlutverk: Tom Arnold, Bug Hall og Alex McKenna. Bandarísk. Sam-mynd- bönd. Leyfð öllum aldurshópum. STUPID-FJÖLSKYLDAN sam- anstendur af fjórum meðlimum sem eru, í stuttu máli sagt, hver öðrum heimskari. Þau eru svo vitlaus að þau fatta einfaldlega ekki neitt og svo hepp- in að sama hvað kemur íyrir þá sleppa þau ekki einu sinni með skrekkinn, því þau átta sig aldrei á hættunni sem að þeim steðjar. Dag einn ákveður Stanley Stupid, höfuð fjölskyldunnar þótt rétt- ara væri að líkja honum við hinn end- ann, að binda enda á langvarandi viku- legan þjófnað á rush fjölskyldunnar. Rannsókn hans leiðir hann á risastóra hauga þar sem hann uppgötvar glæp aldarinnar, víðfeðmt samsæri um að ræna rush allra í heim- inum. Hann biandast fyrir slysni inn í ólögleg vopnaviðskipti hersins og alþjóðlegra hryðju- verkamanna, sem ein- hverra hluta vegna halda að Stanley sé njósnameistari. John Landis á vafa- saman heiðurinn af leikstjórn þessarar myndar. Hann á að baki langan og traustan feril við gam- anmyndaleikstjórn í Hohywood og eft- ir hann liggja margar frábærar myndir eins og ,Animal House“, „Blues Brothers" og „Trading Places“. Hér fatast honum hins vegar gei-samlega flugið og hann sekkur ofan í þann botn- lausa leiðindapytt sem myndin er. Það er varla hægt að brosa að nokkrum sköpuðum hlut sem gerist og á köflum verður myndin neyðarlega léleg. Ein- staka hugmynd er góð í grunninn en eyðilögð með leiðinlegum leik eða heimskulegum útfærslum. Hins vegar stendur myndin vel undir tithnum, þótt ætla mætti að hann vísaði í skapara myndarinnar frekar en persónur. Guðmundur Ásgeirsson Fös. 14. ágúst — lau. 15ágúst. Sýningar hefjast kl. 20. Miðasala sfmi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. í s ú p u n n i fim. 13/8 kl. 20 örfá sœti laus fös. 14/8 kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl. 23.30 aukasýning sun. 16/8 kl. 20 örfá sæti laus fim. 20/8 kl. 20 örfá sæti laus fös. 21/8 kl. 20 UPPSELT fös. 21/8 kl. 23.30 aukasýning TÓNLEIKARÖÐ IÐNÓ Lög eftir Jón Múla í kvöld 11/8 kl. 20.30 Mlðasala opln kl. 12-18 ðsóttar pantanlr seldar daglega Miðasöluslmi: S 30 30 30 afeyilSPdlMfeg Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar fim. 13/8 kl. 21 Lau. 15/8 kl. 21 Miðaverð kr. 110O fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vörðufélagar LÍ fá 30% afslátt Sýnt f íslensku óperunni Miðasölusfmi 551 1475 BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Lethal Weapon 4 -k-kVz Gaman, gaman, hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Borg englanna ★★ Venjuleg ástarsaga og sérstök frá- sögn af englum, blandast ekki vel saman. Armageddon ★★ Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Lethal Weapon 4 ★★1/2 Gaman, gaman, hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Mercury Rising ★★ Spennumynd um hundeltan, ein- hverfan dreng sem telst hættuleg- ur þjóðaröryggi, og alríkislögguna sem tekur hann undir sinn vernd- arvæng. Hefst með látum, heldur dampinum lengst af, en lyppast niður í lokin. Borg englanna ★★ Venjuleg ástarsaga og sérstök frá- sögn af englum, blandast ekld vel saman. Armageddon ★★ Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Sex dagar, sjö nætur 'k'kVz Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Rom- ancing the Stone. Fulltuggið en ekki leiðinlegt. The Man Who Knew Too Little ★ Bill Murray er sá eini með viti í meðvitaðri klisjusúpu sem gengur ekki upp. Anastasia ★★★ Disneyveldið er ekld lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteikni- mynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögn- ina af keisaradótturinni og bylt- ingu öreiganna. Mr. Magoo ★ Ofyndin mynd, 20 árum of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Litla hafmeyjan ★★★ Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrsins blómstra að fullu. HÁSKÓLABÍÓ Mar/a, má ég kynna Frank, Dani- el og Laurence ★★ Ein af myndum bresku nýbylgj- unnar. Þokkaleg gamanmynd en lítið meira. Vinarbragð ★★★ Mögnuð og eftirminnilega vel leik- in, dönsk (-íslensk) mynd um vin- áttu tveggja ungra Kaupmanna- hafnar-smákrimma, sem lýkur með ósköpum á Islandi. Ovenjuleg mynd um manneskjur og tilfinn- ingar. Blúsbræður 2000 ★★ Heldur óspennandi framhald af góðri kultmynd. Rökkur ★★■/ Paul Newman er alltaf sami töffarinn, þó kominn sé um sjötugt og fer létt með að bera uppi dökka einkaspæjara-film noir-mynd sem líður fyrir það eitt að handritið er míglekt og ein klisja frá fyrstu til síðustu mínútu. Með leikhóp (Hackman, Sarandon, Gamer, Newman), sem einn og sér lyftir myndinni yfir meðallagið. Auk þess er leikstjórn Bentons í sama gæðaflokki. Kvikt hold •k'k'k Almodóvar heimfærir góða breska sakamálasögu uppá blóðhita landa sinna, gráglettinn og bersögull að vanda. Skortir meira taumleysi til að jafna sín bestu verk. Magnaður leikur. Grease ★★★ Það er engin spurning, myndin er algjört „ring a ding a ding“. KRINGLUBÍÓ Lethal Weapon 4 kkVi Gaman, gaman, hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Mereury Rising ★★ Spennumynd um hundeltan, ein- hverfan dreng, sem telst hættu- legur þjóðaröryggi, og alríkislögg- una sem tekur hann undir sinn verndarvæng. Hefst með látum, heldur dampinum lengst af, en lyppast niður í lokin. Armageddon ★★ Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Sex dagar, sjö nætur ★★'/> Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Rom- ancing the Stone. Fulltuggið en ekki leiðinlegt. Litla hafmeyjan ★★★ Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrsins blómstra að fullu. LAUGARÁSBÍÓ Mercury Rising ★★ Spennumynd um hundeltan, ein- hverfan dreng, sem telst hættu- legur þjóðaröryggi, og alríkislögg- una sem tekur hann undir sinn vemdarvæng. Hefst með látum, heldur dampinum lengst af, en lyppast niður í lokin. Skotmarkið ★★★ Húmorinn er einstakur í þessari spennumynd, uppfullri af nýjum hasarbrellum og frumlegri sýn á glæpaheiminn. Mark Wahlberg er frábær í aðalhlutverkinu. Týnd ígeimnum ★★ Byggð á slöppum sjónvarpsþátt- um en tekst að skemmta manni framundir hlé. Þá rennur allt útí geiminn... REGNBOGINN Senseless ★★ Wayans geiflar sig og grettir prýðilega í heldur ónýstárlegri gamanmynd sem stundum er hægt að hlæja að. Mimic ★★ Grámuskuleg hrollvekja, andfúl og kámug en heldur sínum kámuga dampi. The Object of My Affection k-kVz Ljúf og falleg mynd um ást og vin- áttu. Ekki væmin og dýpri en bú- ast mátti við. Titanic kkkVz Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu, virðingar fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástarsaga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikalegasta sjóslyss veraldarsögunnar. Anastasia ★★★ Disney er ekki lengur eitt um hit- una í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keis- aradótturinni og byltingu öreig- anna. STJÖRNUBÍÓ Heift ★ Afspymuléleg tengdamömmuhroll- vekja með ótrúlega bágum Jessicu Lang og Gwyneth Paltrow, leik- stjóm og handriti og handónýtu og dúllulegu karlkyns nýstimi. Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins elnu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu (búðina núna áður en hún losnar og komdu I veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Skráning í síma 511-1600 EIGUUSTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, • 105 Reykjavík Fréttakona Minutes“? LEIKKONAN Candice Bergen, sem lék fréttakonu í sjónvarpsþátt- unum „Murphy Brown“ um árabil, virðist vera efni í raunverulega fréttakonu að mati forráðamanna sjónvarpsstöðvarinnar CBS. Fregn- ir herma að framleiðendur hins virta fréttaskýringaþáttar „60 Minutcs" hugleiði að bjóða leikkon- unni starf sem alvöru fréttamaður. „Nú þegar hún er ekki lengur að leika fréttakonuna Murphy Brown datt mér í hug að hún hefði áhuga á að vinna eina eða tvær frétta- skýringar fyrir okkur," sagði framleiðandinn Don Hewitt í við- tali við tímarit á dögunum. „Þegar við höfum fundið frétt við hennar hæfl þá ætlum við að gefa henni tækifæri og sjá hvemig gengur.“ Sjónvarpsþættirnir um frétta- konuna Murphy Brown höfðu gengið samfleytt í tíu ár þegar framleiðslu þeirra var hætt fyrr á árinu. Þess má geta að Candice Bergen þreytti starfspróf fyrir „60 Minutes" fyrir 25 ámm síðan þegar hún var ungur og upprenn- andi fréttaljósmyndari. „Hún mun ekki taka við af Mike Wallace og hugmynd Dons Hewitt er á frum- stigi,“ sagði talsmaður CBS þegar hann var inntur fregna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.