Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNB LAÐIÐ
■M
Fullveldi Færeyja
Meira fé
til undir-
búnings
Þórshöfn. Morgunblaðið.
LANDSSTJÓRN Færeyja leggur
nú allt kapp á að flýta undirbúningi
fullveldis til handa Færeyjum og til-
heyrandi breytingum á sambandinu
við Danmörku. í þessu skyni hefur
stjórnin lagt til að á þessu ári verði
varið í þennan undirbúning sem
svarar 21 milljón íslenzkra króna til
viðbótar við það sem áður hafði ver-
ið ráðgert.
Það verður nýja „stjarnan“ í fær-
eyskum stjómmálum, Högni Hoy-
dal, sem kemur til með að stýra
þessu starfi, sem hefur verið sldpt
upp í nokkra áfanga.
Meðal meginverkefnanna við und-
irbúning færeysks fullveldis verður
að setja saman tillögu um nýjan
samning um samband Danmerkur
og Færeyja. Því næst á að semja til-
lögu um fjárhagslegt uppgjör í sam-
skiptum Dana og Færeyinga.
Nýi ráðherrann, sem fer með
ráðuneyti sjálfstjórnarmála, á líka
að skipa nefnd, sem á að semja drög
að stjórnarskrá fyrir Færeyjar.
Færeyingar eiga svo að ganga til
þjóðaratkvæðagreiðslu bæði um
stjómarskrána og hinn nýja sjálf-
stjómar-sambandsssamning við
Danmörku.
Fénu, sem landsstjórnin vill að
þingið heimili að verði bætt á fjár-
lög þessa árs, hefur hún ætlað að
verði varið til undirbúningsins upp-
lýsinga- og fræðslustarfs fyrir al-
menning í Færeyjum um hina
væntanlegu nýju stjómarskrá og
sambandssamning við Danmörku.
Háskóli Færeyja - Fróðskaparsetr-
ið - mun hafa framgöngu um þetta
fræðslustarf.
-----------------
Rushdie neit-
að um far
Teheran. Reuters.
BRESKA flugfélagið British Air-
ways mun ekki flytja breska rithöf-
undinn Salman Rushdie með vélum
sínum, að því er framkvæmdastjóri
félagsins í íran tilkynnti á frétta-
mannafundi í Teheran á sunnudag.
British Airways hefur hafið beint
flug á milli London og Teheran, og
er tilkynnt var um það sagði fram-
kvæmdastjórinn, Bob Chaplin, m.a.:
„Þótt það hafi slæm áhrif fyrir okk-
ur í flugmálaiðnaðinum áskiljum við
okkm- rétt til að flytja ekki Salman
Rushdie og við flytjum hann ekki.“
Ayatollah Ruhollah Khomeini,
leiðtogi trúarbyltingarinnar í íran,
birti dauðadóm yfir Rushdie 1989
íyrir að hafa svívirt helgi islamstrú-
ar með skáldsögunni Söngvar
Satans.
Persson vill samstarf við
alla nema Hægriflokkinn
Stuðningur við jafnaðarmenn
eykst hægt og bítandi fyrir
kosningarnar í næsta mánuði
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SAMSTARF allra flokka nema
Hægriflokksins er framtíðarsýn
Görans Perssons, forsætisráðherra
Svía og leiðtoga jafnaðarmanna, en
það er þó einkum samstarf við Mið-
flokkinn, sem hann vonast eftir að
haldist eftir kosningarnar í haust
og tryggi jafnaðarmönnum áfram-
haldandi völd. Stóru flokkamir
hafa ekki lagt fram kosningayfir-
lýsingar sínar, en Jafnaðarmanna-
flokkurinn leggur mesta áherslu á
velferðarmálin meðan Hægriflokk;
urinn hamrar á skattalækkunum. I
nýrri skoðanakönnun Gallup, sem
birt var í Expressen um helgina,
kemur í ljós að stuðningur við jafn-
aðarmenn hefur aukist um 1,6 pró-
sent og er 39,5%. Aðeins dregur úr
stuðningi við hægrimenn, um 0.5%
og er hann nú 26,5%.
Áhersla á samstarf
allra flokka
í sumarræðu sinni nýlega, einni
af hefðunum í sænskum stjórnmál-
um, lagði Persson áherslu á sam-
starf allra flokka, nema hvað
Hægriflokkurinn gæti ekki átt að-
ild að því sökum þess að stefna
hans væri andsnúin velferðarkerf-
inu. Persson benti á að Jafnaðar-
mannaflokknum hefði í minni-
hlutastjórn tekist að vinna með
mismunandi flokkum, allt eftir
málum.
Þetta fékk Svenska Dagbladet
til að álykta sem svo á leiðarasíðu
að með þessu ræki Persson þá
kjósendur, sem breytingar vildu,
beint í faðm Hægriflokksins þar
sem sá flokkur væri greinilega eina
örugga tryggingin íyrir að ekki
væri óbeint verið að kjósa jafnað-
armenn. Persson er einnig býsna
óljós í orðum um stefnumál flokks-
ins en leggur aðaláherslu á að ekki
komi til skattalækkana nema
tekjuafgangur verði, eins og stefnt
er að á næstu árum.
Um síðustu helgi bauð Persson
Lennart Dahléus, nýkjörnum for-
manni Miðflokksins, í kvöldmat á
Harpsund, sumardvalarstað
sænska forsætisráðherraembættis-
ins. Fundurinn var talinn enn eitt
dæmi um hve mikla áherslu Pers-
son leggur á að tengja Miðflokkinn
betur Jafnaðarmannaflokknum.
Dahléus vill ekkd taka undir að
flokkamir tveir standi nær hvor
öðrum en áður og segist ekki vilja
ræða væntanlegt stjómarsamstarf
eða hver sé með hverjum. Það ráð-
ist af kosninunum.
Hægriflokkurinn leggur aðalá-
herslu á skattalækkanir. Skoðana-
könnun bendir þó til að aðaláhuga-
efni kjósenda séu aukin atvinna og
velferðarmálin, þar sem um og
undir fimmtán prósent kjósenda
álitu þessi mál mikilvægust. Tæp-
lega fímm prósent nefndu skatta-
lækkanir sem mikilvægasta málið.
Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins,
bendir hins vegar á að skattalækk-
anir og aukin atvinna séu tvær
hliðar á sama hlut, þar sem skatta-
lækkanir ýti undir atvinnusköpun.
Bildt hefur leynt og ljóst reynt að
undirstrika að borgaralegu flokk-
amir fjórir, sem sátu saman í
stjóm 1991-1994, þar með talinn
Miðflokkurinn, eigi enn ljósa sam-
leið.
Styrkur Alþýðusambandsins
í brennidepli
Vinstriflokkurinn hefur kynnt
stefnuskrá sína sem þykir taka
mjög mið af kröfum Álþýðusam-
bandsins um að félagsbætur verði
hækkaðar í fyrra horf. Um leið
undirstrika forystumenn flokksins
að mun eðlilegra sé fyrir meðlimi
Alþýðusambandsins að kjósa
Vinstriflokkinn en Jafhaðarmanna-
flokkinn, sem ekki hafi sinnt kröf-
um sambandsins. Jafnframt hefur
Vinstriflokkurinn gagnrýnt kosn-
ingastuðning sámbandsins við
Jafnaðarmannaflokkinn, sem sam-
svarar því að hver meðlimur sam-
bandsins greiði um 60 krónur ís-
lenskar til kosningabaráttu flokks-
ins.
Gudrun Schyman, formaður
Vinstriflokksins, vonast til að
flokkurinn fái um tíu prósenta fylgi
og verði þar með þriðji stærsti
flokkurinn á eftir Jafnaðarmanna-
flokknum og Hægriflokknum.
Samkvæmt skoðanakönnun SIFO
styðja 53,5 prósent meðlima sam-
bandsins jafnaðarmenn, en Vinstri-
flokkurinn og Hægriflokkurinn
njóta hvor um sig stuðnings fimmt-
án prósenta meðlimanna. Eftir
þingkosningamar 1994 var Jafnað-
armannaflokkurinn með flesta
þingmenn, en síðan kom Hægri-
flokkurinn, Miðflokkurinn, Þjóðar-
Reuters
Persson telur stefnu Hægriflokksins andsnúna velferðarkerfinu.
flokkurinn, Vinstriflokkurinn, Um-
hverfisflokkurinn og Kristilegir
demókratar, en skoðanakannanir
benda til að síðastnefndi flokkurinn
jaðri nú við að fá ekki þingmann
kjörinn.
I kosningasjóði Jafnaðarmanna-
flokksins em 43 milljónir sænskra
króna, Hægriflokkurinn hefur 25
milljónir til umráða, Miðflokkur-
inn 15-20 milljónir, Þjóðarflokk-
urinn 11 milljónir, Umhverfis-
flokkurinn 6,8 milljónir, Vinstri-
flokkurinn 6,4 milljónir og Kristi-
legi demókrataflokkurinn 3-4
milljónir.
Nú bjóðast þessar
mögnuðu amerísku
glæsibifreiðir á
óviðjafnanlegu verði.
Gríptu tækifærið og láttu
ameríska drauminn rætast.
Ath! Takmarkað magn af
bílum á þessu lága verði.
IÖFUR ' NÝBÝLAVEGI 2 • KÓPAVOGI • SÍ»I