Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 44
'ÞL4 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi
og langafi,
ÞÓRÐUR YNGVI SIGURÐSSON,
Hátúni 12,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
þriðjudaginn 11. ágúst, kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlegast bent á líknarfélög.
Birna Elín Þórðardóttir, Úifar G. Ásmundsson,
Þorbjörg Ragna Þórðardóttir, Þröstur Tómasson,
Guðlaug Katrín Þórðardóttir, Markús Örn Þórarinsson,
Ágústa Sigríður Þórðardóttir, Sævar H. Pétursson,
Eva Þórðardóttir Buskquist, Sven Buskquist,
Guðmundur Þórðarson,
Pétur Þórðarson, Guðrún Elísa Þorkelsdóttir,
Sigríður Steina Sigfúsdóttir,
Ragnhildur Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
ERNA SÓLRÚN KRISTENSEN
Sölvhólsgötu 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 12. ágúst og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Rudolf Ásgeirsson, Sólborg Marinósdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Hjördís Bergþórsdóttir,
Gunhild Bjarnason,
bamabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
INDRIÐI INDRIÐASON
vélamaður,
Langholtsvegi 14,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn
12. ágúst kl. 13.30.
Steinunn Hákonardóttir,
Ingunn Karítas Indriðadóttir, Jóhann Sæberg Helgason,
Guðný Vigdís Indriðadóttir, Kristgeir Friðgeirsson,
Indriði Indriðason, Anna Árdís Helgadóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við fráfall og útför sambýlismanns míns,
föður nokkar, tengdaföður, afa og langafa,
GESTS KARLS KARLSSONAR,
Eyrargötu 28,
Eyrarbakka.
Sérstakar þakkir til starfsfólks geisla- og
krabbameinsdeildar Landspítalans.
Jónína Kjartansdóttir,
Aðalheiður Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson,
Hafþór Gestsson, Emma G. Eiríksdóttir,
Finnlaugur Pétur Gestsson, Ditte Poulsen,
Marteinn Arnar Heimisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu,
INGUNNAR M. ÞORSTEINSDÓTTUR,
Snorrabraut 56,
áður til heimilis
f Ásenda 16.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga
Karitas.
Þorsteinn Emst Gíslason,
Örn Emst Gíslason,
Gylfi Ernst Gíslason,
Birgir Ernst Gislason,
Ásdís Gíslason,
Þórlaug Daníelsdóttir,
Lilja Valsdóttir,
Þorbjörg Guðjónsdóttir,
Ása Einarsdóttir,
Páll G. Þórhallsson
og barnabörn.
SVANHVÍT
JÓNSDÓTTIR
+ Svanhvít Jónsdóttir fæddist f
Neskaupstað 6. janúar 1968.
Hún lést á Landspítalanum 6.
ágúst síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Ilafnarfjarðar-
kirkju 10. ágúst.
Elsku Svanný mín, mig langar að
senda þér nokkrar línur. Hvað ég
öfundaði þig, þegar þú byrjaðir í
skólanum Hringsjá og sagðir okkur
skólasystkinum þínum frá veikind-
um þínum. Eg tók utan um þig og
þakkaði fyrir hvað þú varst einlæg.
Þegar við fórum á gönguskíði, þú
dast og ég ætlaði að hjálpa þér að
rísa upp. Nei, þú vildir sjálf reyna,
og upp stóðst og brostir. Svona
varst þú með þitt æðruleysi.
Þegar við vorum í World Class,
mættir þú alltaf jákvæð og ákveðin í
að takast á við veikindi þín.
Stundum var ég pirruð út í þig,
vegna þess að þú varst svo glöð og
alltaf yndisleg. Vildir hjálpa öðrum
þó að þín líðan væri ekki góð.
Þegar ég kom með dætur mínar í
heimsókn til þín, tókst þú okkur
opnum örmum og sagðir okkur
hvað þér liði vel í nýju íbúðinni.
Nú ert þú horfín yfír móðuna
miklu, og ég veit að þú hefur fengið
góða heimkomu. Ég bið Guð að
blessa þig og sendi samúðarkveðjur
til fjölskyldu þinnar. Megi Guð
styrkja þau í sorg þeirra.
En minningin um góða Svanný
mun lifa.
Ólöf Jónsdóttir.
GUNNAR ÁGÚST
GÍSLASON
+ Gunnar Ágnst
Gíslason frá
Blómsturvöllum í
Súðavík fæddist að
Kleifarstöðum í
KoIIafirði á Barða-
strönd 27. ágúst
1916. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Isa-
firði 2. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Gísli
Olafsson og Stein-
unn Ólafsdóttir og
áttu þau 5 böm.
Gunnar kvæntist
15. júní 1950 Ingibjörgu Egils-
dóttur, f. 26. desember 1929, og
bjuggu þau lengstum á Blómst-
urvöllum í Súðavík.
Gunnar átti einn
son fyrir, Ásgeir, f.
9. desember 1941,
sem lést 20. október
1995, en börn
Gunnars og Ingi-
bjargar em: Frosti,
f. 9. maí 1950,
Eyrún Steinunn, f.
24. september 1953,
Fjalar, f. 1. október
1959, Kolbrún, f. 6.
nóvember 1961,
Hulda, f. 20. júlí
1963 og Dagný
Hrund, f. 2. janúar 1968.
Útför Gunnars fór fram frá
Súðavíkurkirkju 8. ágúst.
Hljóttu yndi, hæsta gengi,
hræðstu ei vindana,
eltu kindur ennþá lengi,
upp á tindana.
Osjálfrátt koma þessi vfsuorð
sem Auðunn Bragi Sveinsson orti
til Gunnars Gíslasonar á 60 afmæli
hans upp í hugann þegar ég fékk
fréttina um að bjargvættur minn
frá barnæsku væri látinn, hartnær
82 ára gamall. Sjálfsagt býr enn í
undirmeðvitundinni rölt lítils
þriggja eða fjögurra ára snáða yf-
ir snævi þakta jörðina á eftir fjár-
bóndanum sem var að reka fé sitt
heim að húsum. Gunnar eða
Gunnsi Gísla eins og hann var
venjulega kallaður varð litið til
baka og sá að snáðinn var horfínn,
brást skjótt við og hljóp til baka
og sá þar hvar drengurinn var að
hverfa undir í skurði er hann hafði
fallið niður í er snjóþekjan brast.
Það er eins og þetta minningar-
brot frá því áður en ég féll niður
um snjóþekjuna af manninum er
gekk í hægðum sínum yfír snævi
% w
Þegar andlát
ber að höndum
Utfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
þakta jörðina á eftir kindunum
með pípuna í hendinni hafí á ein-
hvern hátt meitlast inn í vitund
mína og alltaf ef minnst hefur ver-
ið á Gunnsa Gísla hefur þetta
augnablik, þessi frysta mynd úr
ævi minni, skotið upp kollinum og
það er ekki laust við það að ég
finni ilminn af tóbakinu hans þeg-
ar ég hugsa til hans.
Vísuorðin hans Auðuns Braga
hafa að líkindum einnig styrkt
þessa ímynd sem ég hef haft af
þessum dagfarslega hæglynda
manni sem átti þó svo ríkt skop-
skyn og oftar en ekki sagði frá
með þeim hætti að ekki gleymist.
Djúp vinátta er ekki eitthvað
sem verður til á augnabliki. Hún
þróast, vex og dýpkar og þannig
upplifði ég samband pabba og
Gunnsa. Það var ekki eitthvað sem
höfð voru mörg orð um, reyndar
held ég að ég hafi yfir höfuð aldrei
heyrt á það minnst en mér fannst
eins og ég gæti næstum þreifað á
því. Það auðgar þann sem slíkt
skynjar og á tímum hraða og tíma-
skorts er gott að rifja upp þær
stundir sem lifa í minningunni
sem endurspegla djúpa og ein-
læga virðingu einstaklinga hvers
fyrir öðrum.
I sjálfu sér eru öll orð um
mannlegt eðli eins og við þekkjum
það best næsta fátækleg og þessar
línur til að minnast manns sem
sóttist ekki eftir gæðum þessa
heims en mat einlægni og dreng-
skap meir, frekar léttvægar en
mér líður samt betur að hafa látið
þær frá mér en ef ég hefði þeim
sleppt.
Eg kveð Gunnsa Gísla um leið
og ég votta eiginkonu hans, börn-
um, barnabörnum og öðrum að-
standendum mínar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Hálfdán Kristjánsson.
www.mbl.is
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis-
verður. Samverustund foreldra
ungra bama kl. 14-16.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Seltjarnarneskirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12
Vídalínskirkja. Opið hús íyrir eldri
borgara í Kirkjuhvoli kl. 13-16 alla
þriðjudaga í sumar.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvem einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, Á-4, miðað við meðal-
línubil og hæfílega línulengd, -
eða 2200 slög (um 25
dálksentimetrar í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skímamöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Frágangur og
móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að disk-
lingur fýlgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textamenferð
og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfí - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfínu,
ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að
birtast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur
sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstu-
dag. I miðvikudags-, fimmtu-
dags-, fóstudags- og laugar-
dagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrir birtingardag.
Þar sem pláss er takmarkað,
getur þurft að fresta birtingu
minningargreina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna
skilafrests. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útfór hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.