Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
T7W17~P17Vr
IN-Ik T\ T\ T\ tx
—w--------■SP'-
þ)ÐER Ö/nURLE6r
a& i'eeA i LÆ6&/
kANTI F/T9UKEÐT-
unnar/
. 01998 IKtxna Madia S«vtee«, Inc.
/-/£ AH FVghta RnavM.
Grettir
Tommi og Jenni
Smáfólk
l'VE 0EEH READIN6 TM0MA6
WOLFE'5 "YOU CAN'T 60
MOME A6AIN "
Ég hef verið að lesa bókina
„Þú getur snúið heim á ný“
eftir Thomas Wolf.
Þú ættir kannski að
skrifa eitthvað álíka...
Þú getur snúið heim á ný
ef þú vilt.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Einkavæðing
Frá Arnljóti Bjarka Bergssyni:
MARGIR eru þeir sem skrafað og
skrifað hafa um svokallaða einka-
væðingu ríkisviðskiptabankanna að
undanfömu. Hví
er verið að fjalla
um einkavæðingu
núna á svo alvar-
legan hátt sem
raun ber vitni?
Þegar gripið er
til einkavæðingar
verður að fram-
kvæma hana af
varúð og að vand-
legri íhugun lok-
inni. Ekki má rasa um ráð fram við
einkavæðingu fremur en aðrar
efnahagsstjómunaraðgerðir.
Markmiðin verða að vera skýr.
Einkavæðing einkavæðingarinnar
vegna þjónar varla miklum til-
gangi. Orðið sem slíkt er ekki
töfraorð. Allir hljóta að sjá að land-
ið verður ekki búsældarlegra þó að
einkavæðing eigi sér stað á ein-
staka annnesjum þess.
Vakir það eitt fyrir stjómvöldum
að auka tekjur ríkssjóðs svo fjárlög
ársins fái staðist? Var það þá ekki
fyrirsjáanlegt í vor að fjárlögin
stæðust ekki nema að auknar tekj-
ur kæmu inn og hefði þá ekki verið
réttara að brjóta þau upp þá og
þegar? Ef stefnir í þrot þá er nátt-
úrlega um fátt annað að ræða en að
draga úr útgjöldum.
Er hagræðing helsta forsenda
einkavæðingar? Hagræðing sem
slík er góð og blessuð, því eyðsla
sem hægt er að komast hjá er til
óþurftar. Þar sem þrautþjálfaðir
tölvuspekingar era á mála hjá hinu
opinbera ætti tæpast að þurfa
einkavæðingu til að ná hagræð-
ingu. Nema þeir séu ekki hæfir til
starfans.
Á að neyta á meðan á nefinu
stendur og selja aðilum hliðhollum
stjórnvöldum meðan slíkt er mögu-
legt? Liggur það þá ekki ljóst fyrir
að næsta stjórn mun aðhafast á
líka lund og selja vinum sínum öll
arðvænlegu fyrirtækin sem eftir
verða?
Telja menn einkavæðingu einu
tryggingu þess að misferli í banka-
kerfinu, sem komist hefur upp um
að undanförnu, endurtaki sig ekki?
Vissulega er það ámælisvert að
ráðherra sem neitað er um upplýs-
ingar sem varða kjör bankastjóra
skuli fátt hafa aðhafst til að komast
að hinu sanna í málinu og veita
þeim er neituðu ráðningu fyrir
óhlýðnina. Bankar era ekki góð-
gerðarstofnanir þar sem stjóm-
endum er veitt sjálfdæmi hvað
varðar kaup þeirra og kjör. Bankar
era ekki til fyrir bankastjórana.
Róðarí í rekstri banka er ekki gott
fordæmi fyrir stjómendur t.a.m.
lántakenda hjá bönkunum.
Bankar era sérstakt og vand-
meðfarið efnahagsfyrirbæri. Ekki
er ýkja langt um liðið frá því að
landsmenn hlupu undir bagga með
Landsbankanum með fjárveitingu
sem var öllu stærri en venjulegt
heimilisbókhald fæst við að öllu
jöfnu. Bankamir hafa verið byggð-
ir upp með ærnum tilkostnaði þjóð-
arinnar. Islendingar hljóta því í
það minnsta að hafa forkaupsrétt á
hlutafé í bönkunum. Bönkum sem
era grannurinn að efnahagskerfí
þjóðarinnar. Bönkum sem ætti
ekki fyrr en í fulla hnefana að
bjóða erlendum aðilum á silfurfati.
Bönkum sem við eram stolt af að
hafa reist frá granni.
Fátt er meiri fásinna en að fjár-
festa í því sem maður þegar á.
Hvaða skynsemi er í því að bjóða
eigendum fyritækja fyrirtækin
sem slík til sölu? Því þurfa lands-
menn að leggja fram meiri fjár-
muni en þeir hafa þegar gert til að
tryggja eignarhald sitt á bönkun-
um? Ef sú niðurstaða fæst að
einkavæða eigi bankana eða afmá
með öllu afskipti ríkisins af banka-
rekstri og koma eigi þeirri starf-
semi í hendur einkaaðila er lítið
réttlæti í öðra en að landsmönnum
verði send hlutabréf í ríkisbönkun-
um. Eflaust þykir einhverjum þá
hætt við frekari þenslu í þjóðfélag-
inu með peningaaustri hins opin-
bera þar sem líklegt má telja að
margur hyggi á skjótfenginn gróða
með sölu þessara sömu hlutabréfa
á almennum markaði. En þenslan
verður tæpast meiri en sú að þeir
sem eiga peninga festa þá í hluta-
bréfum sem annars hefðu farið í
eitthvað annað. Það er ekki um
neina nýja eyðslu að ræða, hún
færist bara á milli manna.
ARNLJÓTUR BJARKI
BERGSSON,
formaður Varðar FUS Akureyri.
Arnljdtur Bjarki
Bergsson
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.