Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 204. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Starr afhendir bandarísku fulltrúadeildinni skýrslu sína um Clinton Deilt um hvort skýrslan sé tilefni til málshöfðunar Washington, Oregon, London. Reuters. LÖGREGLUMENN bera 36 kassa með skýrslu Starrs um Clinton Bandaríkjafor- seta inn í þinghúsið í Wash- ington síðdegis í gær. Skýrslan verður geymd í læstri geymslu þar til dómsmálanefnd fulltrúa- deildarinnar hefur tekið ákvörðun um meðferð hennar. SKÝRSLA Kenneths StaiTs, sérskipaðs saksóknara, um rannsókn hans á Bill Clinton Bandaríkjaforseta, var afhent Bandan'kjaþingi í gær. Skýrsl- an er mikil að vöxtum, um 500 síður, auk viðbótarskjala, byggð á átta mánaða rannsókn Starrs á sambandi Clintons við Monicu Lewinsky, starfsstúlku í Hvíta húsinu. Charles Bakaly, talsmaður Starrs, sagði skýrsluna innihalda „ábyggilegar og tráverðugar“ upplýsingar sem kunni að vera grundvöllur málshöfðunar til embættismissis á hendur forsetan- um, en neitaði að öðru leyti að tjá sig um hana. Sagði Bakaly skýrsluna í höndum þingsins sem tæki ákvörðun um næstu skref. David Kendall, lög- maður Clintons, vísaði því hins vegar á bug að efni skýrslunnar gæfi til- efni til slíkrar málshöfðunar. Bandaríkjaforseti baðst enn einu sinni afsök- unar á sambandi sínu við Lewinsky á almennum fundi í Flórída í gær. Tvö eintök af skýrslunni, sem fylla 36 kassa, voru flutt í læsta geymslu í þinginu. Þar verður hún geymd á meðan þing- menn fulltrúadeildar- innar ræða hvernig fjalla eigi um hana. Repúblikaninn Henry Hyde, formaður dóms- málanefndar fulltrúa- deildarinnar, hét því í gær að hann myndi ekki taka þátt í „póli- tískum nornaveiðum" á hendur forsetanum. Þá kvaðst einn nefndar- manna búast við því að greidd yrðu atkvæði innan tveggja sólar- hringa um ályktun þess efnis að hin 500 síðna skýrsla yrði gerð opin- ber. Viðbótargögnin yrðu hins vegar einungis ætluð nefndinni. Leiðtogar demókrata og repúblik- ana í fulltrúadeildinni hétu því í gær að ná samkomulagi um umfjöllun skýrslunnar. A fundi repúblikanans Newt Gingrich, forseta þingsins, og Richards Gephardts, leiðtoga demókrata, var ennfremur ákveðið að hafa samband við skrifstofu StaiTS, til að grennslast fyrir um hvenær von væri á skýrslunni. Nokkrum klukkustundum síðar barst hún þinginu. Lítið hefur lekið út um innihald skýrslunn- ar en ónefndir heimild- armenn í tengslum við rannsókn Starrs hafa sagt að í skýrslunni sé að finna afar nákvæm- ar lýsingar á kynferð- issambandi forsetans við Lewinsky, svo og ásakanir um meinsæri, tilraun til að hindra framgang réttvísinnar og misnotkun forseta- valdsins. Fullyrt er að nú taki við pólitísk barátta hjá Clinton fremur en lagaleg. Forsetanum verði á næstu vikum að takast að sannfæra flokksmenn sína á þingi um að ekki sé ástæða til málshöfðunar. „Get engum um kennt nema sjálfum mér“ Clinton átti í gærmorgun fund með háttsettum demókrötum, þar sem hann baðst afsökunar á fram- ferði sínu. Sagt er að fundarmenn hafi gengið hart að forsetanum og Clinton ítrekar afsök- unarbeiðni sína í gær. Reuters að fundurinn hafi verið tilfinninga- þrunginn. Að honum loknum hvatti David Bonior, einn leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, Clint- on til að ftreka það að hann iðraðist gjörða sinna. Ljóst er að Clinton tók áskorun Boniors til greina, því á fundi í Flórída, til stuðnings einum fram- bjóðanda demókrata, kvaðst Clint- on hafa valdið fjölskyldu sinni og þjóðinni allri vonbrigðum. „Ég er staðráðinn í því að ekkert þessu líkt endurtaki sig,“ sagði forsetinn. „Þetta hafa verið erfiðustu dagar lífs míns en þeir kunna að reynast mér og fjölskyldu minni þeir dýr- mætustu. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér.“ Ahyggjur í Evrópu Leiðtogar margra Evrópuríkja hafa af því áhyggjur að vandræði Clintons heima fyrir hafi veikt stöðu hans á alþjóðavettvangi. Háttsettir heimildarmenn í nokkrum Evrópu- ríkjum segja stjórnvöld þar einkum óttast að verði höfðað mál á hendur Clinton, muni það koma í veg fyrir að hann takist á við brýn vandamál, svo sem í Kosovo og Mið-Austur- löndum. Margt bendi raunar til þess að það hafi þegar gerst, svo hafi að minnsta kosti virst í nýlegri för hans til Moskvu og Norður-Ir- lands. Kommúnistar bjóðast til að axla ábyrgð og mynda ríkisstjórn í Rússlandi Jeltsín lætur ekkert uppi Moskvu. Reuters. Reuters UNGUR Moskvubúi horfir löng- unaraugum á sætabrauð í bak- arísglugga í gær. Farið er að bera á matvælaskorti víða í Rússlandi. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lét í gær ekkert uppi um hvern hann myndi tilnefna sem forsætisráð- herraefni sitt fyrir þriðju atkvæða- greiðslu dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, um málið. Búist hafði verið við þvi að Jeltsín til- kynnti um ákvörðun sína í gær en hann lét sér nægja að funda með starfandi forsætisráðherra, Viktor Tsjernomyrdín, og Jevgení Príma- kov utanríkisráðherra, á sveitasetri sínu fyrir utan Moskvu. Ráðgjafar Jeltsíns og öryggisráð forsetans kynntu í gær neyðaráætlun til að takast á við efnahagsvandann í land- inu. Virðist áætlunin ekki tengjast drögum að efnahagsáætlun sem Tsjernómyrdín hefur lagt fram. Dúman beið þess í allan gærdag að Jeltsín tilkynnti um frambjóð- anda sinn en hún hefur í tvígang hafnað Tsjernomyrdín. Kommúnist- ar, sem hafa tögl og hagldir í dúmunni hafa sagst myndu sætta sig við nokkra aðra frambjóðendur, m.a. Prímakov og Júrí Lúshkov, borgar- stjóra í Moskvu, en sá síðai'nefndi sagðist í gær telja að Jeltsín myndi tilnefna Tsjemomyi'dín þriðja sinni. Þá er ónefndur Júrí Masljúkov, kommúnisti og viðskipta- og iðnaðar- ráðherra síðustu ríkisstjómar. Hann hefur átt viðræður við Tsjernomyrd- ín en hefur ekki verið boðið embætti forsætisráðheiTa. Ekki hvatt til uppreisnar Þrýstingurinn á Jeltsín jókst enn er kommúnistar tilkynntu í gær að þeir væru reiðubúnir að „axla ábyrgð“ til að takast á við efnahags- vandann. Stjórnmálasérfræðingar sögðust þó telja að kommúnistar gerðu sér engar grillur um mögu- leika sína á því að mynda stjórn og Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únista, lagði á það áherslu í gær að hann hygðist ekki hvetja til upp- reisnar gegn Jeltsín. Neyðaráætlun ráðgjafa Jeltsíns sem kynnt var í gær þykir laus í reipunum og óljós. í henni er eig- endum bankareikninga þar sem innistæður hafa verið frystar, heitið úrbótum, lofað að vísitölubinda laun og ellilífeyri, og fjárstuðningi við einkafyrirtæki heitið. Lebed bíður átekta Alexander Lebed, héraðsstjóri í Krasnojarsk í Síberíu, hefur útilok- að að hann taki við forsætisráð- herrastólnum. Hann ýjaði hins veg- ar að því í gær að hann stefndi hærra; kvaðst myndu axla ábyrgð ef ástandið versnaði enn og sagði að Jeltsín ætti að láta af völdum. Þá varaði Lebed við því að drægist stjórnarkreppan á langinn, myndi það leiða til ólgu og uppþota. Ef allsherjarverkfall, sem boðað hefur verið 7. október, skylli á, myndu stjórnvöld missa alla stjórn á ástandinu. Matvæla- skortur í Kinshasa Kinshasa. Reuters. í KINSHASA, höfuðborg Lýð- veldisins Kongó, era birgðir matvæla og lyfja á þrotum. Ekki hefur verið hægt að fljúga með neyðaraðstoð til borgai-innar vegna ótta við að flutningavélar verði skotnar niður, en erlendir stjórnarerindi'ekai' reyna nú að fá yfirvöld til þess að tryggja ör- yggi flugs með brýnustu nauð- þurftir. Talsmaður Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna telur að matvæli og lyf muni endast borgarbúum, sem eru fimm milljónir talsins, út vikuna. Aðalfiutningaleiðin frá hafn- arborginni Matadi til Kinshasa hefur verið lokuð vegna átak- anna á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Lyfjabirgðir á sjúkrahúsum hafa einnig skemmst vegna rafmagnsleysis en mörg bóluefni þarf að geyma í kæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.