Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðgerð á selalauginni í Húsdýragarðinum lokið Selirnir snúa heim í dag SELIRNIR í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum verða fluttir aftur í laugina sína í Laugardalnum í dag eftir rúmlega viku dvöl í stærðar keri í Vogum á Vatns- leysuströnd, þar sem þeir hafa dvalið í góðu yfirlæti og leikið f mynd um seli. Að undanförnu hefur verið unnið að viðgerðum á selalaug- inni í Húsdýragarðinum og því þurfti að flytja selina, þau Snorra, Særúnu, Kobba, Hring og kóp, sem enn hefur ekki feng- ið nafn, þaðan burt um stundar- sakir. I Vogunum reyndist vera hentugt ker fyrir þá frá fiskeldis- stöð sem ekki er lengur starf- rækt. Páll Steingrímsson tók sel- ina í fóstur og myndaði atferli þeirra, en reynt var að líkja eftir náttúrulegu umhverfi sela í ker- inu til þess að allt yrði sem eðli- legast. „Við bjuggum til sjávar- botn og söfnuðum gróðri, gerð- um sandströnd og klettaströnd til þess að þeir gætu sjálfir kosið hvorumegin þeir væru. Þarna skriðu greyin á þurrt og voru f sólbaði þegar þeir voru búnir að fá nægju sína af loðnu og sfld. Þeir voru greinilega hamingju- samir með þetta, því þeir brostu út undir eyru, sem sjást nú reyndar ekki,“ sagði Páll. Morgunblaðið/Porkell SELIRNIR úr Húsdýragarðinum nutu lífsins í kerinu í Vogum á Vatns- leysuströnd og léku meira að segja í kvikmynd hjá Páli Steingríms- syni. Þeir snúa heim í dag í laugina sína í Laugardalnum. Varað við leið- um á Vatnajökli ÞÆR breytingar hafa orðið við Grímsfjall á Vatnajökli að leiðin upp fjallið að austanverðu er nú lokuð af sprungum. Er varað við þessari hættu í nýju fréttabréfí Jöklarannsóknafélags Islands og segir Astvaldur Guðmundsson, sem greinina skrifar, í samtali við Morgunblaðið, að menn geti ekki treyst á fyrri GPS-staðsetningar- punkta sína vegna þessara breyt- inga. I grein Astvaldar segir að helstu leiðir sem menn hafi verið að fara upp á Vatnajökul í sumar séu upp Skálafellsjökul, upp af Háöldu inn af Snæfelli, upp Dyngjujökul vest- anvert við Kistufell og upp Köldu- kvíslarjökul. Segir hann síðast- nefndu leiðina torfarna vegna þess að vegslóðar hafi farið undir Há- göngulón og nýr slóði ekki verið lagður. Um leiðina á Grímsfjall segir Astvaldur að hún hafi lokast að austanverðu þar sem þrjár stórar sprungur hafi opnast neðarlega í brekkunni austan við skálana. „Ef menn eru að fara austur jökulinn eða koma að austan er bent á leið við suðurenda gossprungunnar, norðan við Grímsvötn. Vel er fært suður með Grímsvötnum að vestan og upp á Grímsfjall. Frá Vestari- Svíahnjúki að skálum Jöklarann- sóknafélagsins þarf að fara suður fyrir háhitasvæði sem hefur verið að stækka talsvert að undanfórnu og ná sprungur þar nú nánast fram á brún Grímsfjalls.“ SH selur fyrir Friosur SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur gengið frá samningi við fyrirtækið Friosur SA í Chile um sölu á afurðum þeirra og nokkurra tengdra fyrirtækja í S-Ameríku. Heildarsala Friosur og tengdra aðiia inn á markaðssvæði SH á síð- asta ári nam um 1,2 milljörðum króna. Nokkur samvinna hefur um árabil verið milli fyrirtækisins og nokkurra íslenskra aðila en Grandi hf. keypti 20% hlut í félaginu 1992. Friosui- á og rekur 4 togara og stundar auk þess landvinnslu í Chacabuco í Chile, auk laxaræktar. Fyrirtæki, sem tengjast Friosur og SH tekur að sér sölu fyrir, gera út skip í Chile og Argentínu. I fréttatilkynningu frá SH kem- ur fram að áætlað er að dótturfélag SH í Barcelone muni annast sölu á stærstum hluta þeiiTa afurða sem undir samninginn falla. Friðrik Pálsson, forstjóri SH og Carlos Vial, framkvæmdastjóri Friosur, undirrituðu samninginn. Samningar tókust milli starfsmanna og forsvarsmanna Technopromexport Þriggja daga vinnustöðvun lauk í gærkvöldi SAMNINGAR tókust milli for- svarsmanna rússneska fyrirtækis- ins Technopromexport og fulltrúa Félags jámiðnaðarmanna, Rafiðn- aðarsambands íslands og Verka- lýðsfélagsins Þórs á Selfossi á ní- unda tímanum í gærkvöldi. Samningurinn felur m.a. í sér að fjöldi vinnustunda starfsmanna fyr- irtækisins fari ekki undir ákveðið lágmark, þannig að ekki verði hægt að láta starfsmennina hætta fyrir- varalaust eins og oft vildi verða, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins. Þá var tryggt að aðbúnaður starfs- manna fyrirtækisins yrði bættur, til dæmis varðandi mat, en mötuneyti fyrirtækisins á Selfossi var lokað öðra sinni í gærmorgun. í samn- ingnum er einnig lögð áhersla á fagréttindi rafiðnaðarmanna hjá fyrirtækinu og að sögn Ingibjargar Sigtryggsdóttur, formanns Verka- lýðsfélagsins Þórs, féllu yfnmenn Technopromexport frá hugsanlegri skaðabótakröfu á hendur starfs- mönnum fyrirtækisins vegna vinnu- stöðvunarinnar. Samningurinn var borinn undir íslenska starfsmenn fyrirtækisins um klukkan hálfníu í gærkvöldi og var hann samþykktur samhljóða, að sögn Ingibjargar. St- arfsmennirnir munu því mæta til vinnu í dag eftir að hafa iagt niður vinnu í þrjá daga. Samningaviðræður milli forsvars- manna fyrirtækisins og fulltrúa ís- lenskra starfsmanna þess hófust í gærmorgun og um hádegisbil í gær sagði Nikolai Rudometkin fram- kvæmdastjóri rússneska fyrirtækis- ins að málið væri því sem næst í höfn og að fyrirtækið myndi sam- þykkja flestar kröfur íslensku verkalýðsfélaganna. Hann tók jafn- framt fram að launakjör rússnesku starfsmannanna væru þau sömu og þeirra íslensku. Fulltrúa Techno- promexport og JÁ Verktaka, undir- GUÐMUNDUR Gunnarsson og Örn Friðriksson ganga af samningafundi um hádegisbil í gær. Morgunblaðið/Jim Smart NIKOLAI Rudometkin framkvæmdastjóri rússneska fyrirtækisins, tii hægri, ásamt rússneskum túlki. verktaka þeirra, greindi hins vegar á um ákveðin atriði á fundunum í gær og því var ekki gengið frá end- anlegum samningi fyrr en í gær- kvöldi. ASÍ mótmælir Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands (ASÍ) lýsti í gær fullri ábyi-gð á hendur íslenskum stjómvöldum og verkkaupum vegna þeirrar stöðu sem upp væri komin gagn- vart rússneska fyrirtækinu og sagði m.a. í ályktun sinni að yfir- völdum vinnumála bæri að sjá til þess að ekki væri verið að brjóta réttindi á innlendu og erlendu starfsfólki. hvers sé ætlast af fyrirtækinu í út- boðsgögnunum og síðan í samn- ingnum. Aðspurður segir Þorsteinn að Technopromexport hafi ekki verið með verkefni á íslandi áður, en ít- rekar að samningar sem Lands- virkjun geri við fyrirtæki séu ekki gerðir nema eftir miklar viðræður og kannanir á viðkomandi fyrirtæki. „Technopromexport hefur lagt tugi þúsunda kílómetra af háspennulín- um víða um heim. Þannig að þetta er verulega stór aðili. Þeir hafa hins vegar mest lagt línu í þeim löndum sem tilheyrðu Sovétríkjunum fyrr- verandi, en hafa ekki mikla reynslu í Vestur-Evrópu.“ Landsvirkjun undirritaði samn- ing við Technopromexport um framleiðslu og uppsetningu mastra og leiðara fyrir Búrfellslínu 3A í lok febrúar sl. og segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að rússneska fyrir- tækið hafi bæði verið með lægsta og hagstæðasta tilboðið í verkið. „Fyr- irtækið uppfyllti þau skilyrði og aðrar kröfur sem voru gerðar í út- boðsgögnum og lögðu fram viðeig- andi tryggingar," segir hann og get- ur þess einnig að í útboðsgögnunum séu skýr ákvæði um að fyrirtækið þurfi m.a. að fara að íslenskum lög- um og samningum við verkalýðsfé- lög. Það liggi því alveg fyrir til Sérblöð í dag www.mbl.is 12SÍDUR viDsiapn MVINNUIÍF RÁÐNINGAR Reykur- inn út Fékk 10% launahækkun/C4 HLUTABRÉF Trygginga- miðstöðin Fyrsta trygginga- félagið á þing/C6 MEÐ MORGUNBLAÐINU í dag fylgir átta síðna auglýsingablað fyrir G&G veitingar á Hótel Loftleiðum „Haust sin- fónía“. Blaðinu er dreift í Reykjavík og nágrannabæjum, Suð- urnesjum, Hveragerði, Selfossi, Akranesi og Borgarnesi. ; Ríkharður Daðason dýrasti ; leikmaður í sögu Viking / B1 t •••••••••••••••••••••••••••• ; Mark McGwire sló 37 ára ; met Rogers Maris / B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.