Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Hvalirnir sætir og frægir SEX Eyjapeyjar voru að busla í sjónum þegar pramminn sem flytja á Keikó í sjókvína sigldi framhjá í æfingaferð sinni í gær. „Er nokkuð kalt?“ hrópuðu menn af prammanum. „Nei, nei,“ svöruðu strákarnir kok- hraustir en hríðskjálfandi. Þeir sögðust vera fljótir að venjast kalda vatninu, rétt eins og Keikó verður að gera þegar hann kemur. Ólafur, Gísli og William, sem eru níu ára, og Magnús, Bragi og Ríkarð, átta ára, eru með allt á hreinu varðandi livalinn Keikó og ævisögu hans og hafa séð all- ar Free Willy-myndirnar. Þeir eru hæstánægðir með komu hans til Vestmannaeyja, en eru reyndar orðnir dálítið leiðir á öllum þessum útlensku blaða- mönnum sem eru alltaf að spyrja um eitthvað en enginn skilur þá. Þeir segjast vera algerlega á móti hvalveiðum, að minnsta ef á að éta hvalina. Það væri kannski í lagi ef bara á að sýna þá. En af hveiju má ekki veiða hvalina? „Af því að þeir eru frægir og sætir,“ svara strák- arnir. HELENA Ámadóttir, eig- andi veitingastaðarins Café María, er farin að bjóða upp á amerískan morgunverð handa gestum sínum, beikon og egg, lummur og síróp og annað góðgæti. Hún segir að um 35 manns hafi gætt sér á þessum kræs- ingum í gærmorgun. Starfsfólk er sjálfkrafa farið að ávarpa gesti á ensku og að sögn Helenu er það jafnvel farið að svara hvert öðru með „yes“ og „no“. Bandai-íkjamenn eru mest áber- andi af útlendingunum sem hópast hafa til Vestmannaeyja. í þeim hópi eru fréttamenn ýmissa stærstu fjöl- miðla landsins, til dæmis sjónvarps- stöðvanna ABC og CBS og von var á fólki frá Fox Television og NBC. Einnig eru í Eyjum fjölmargir starfsmenn og stjórnendur Free Willy-Keiko Foundation, einkennis- klæddir fulltrúar bandaríska flug- hersins og einnig bandaríski sendi- herrann á íslandi ásamt sendiráðs- mönnum. í gær fjölgaði verulega í hópi út- lendinganna. Um kvöldmatarleytið var fjöldi þeirra sem höfðu skráð sig í blaðamannamiðstöðinni sem komið hefur verið á fót í húsinu Básum niðri við höfnina orðinn um 165 og stöðugt voru fleiri að hringja og boða komu sína. Bretar, Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn voru í hópi hinna nýkomnu, auk Bandaríkja- manna, en einnig fulltrúar frá fjar- lægari löndum, til dæmis Japan. Einnig hafði frést af fréttamönnum frá Ástralíu og Brasilíu. Fjölmiðlamennimir voru í gær- kvöldi að koma sér fyrir og undirbúa morgundaginn. Sumir þeirra voru örþreyttir eftir langt ferðalag til Vestmannaeyja, en sáu þó fram á 2-3 svefnlitla sólarhringa meðan fylgst væri með komu Keikós. Tókýó, Vestmannaeyjar, Kúveit, Sarajevó Keikó og flutningur hans til Vest- mannaeyja verður sennilega á for- síðu japanska dagblaðsins Asahi Shimbun annað kvöld, en það er hið annað stærsta þar í landi. Toyokazu Kosugi, ljósmyndari og blaðamaður, er að eigin sögn eini fulltrúi jap- anskra fjölmiðla á íslandi sem mættur er til að fylgjast með þess- um atburði, reyndar heldur hann að japönsk sjónvarpsstöð ætli að senda beint út frá Oregon þegar Keikó verður fluttur þaðan. „Mér finnst það merkilegt að ekki skuli fleiri hafa komið, yfirleitt fylgjast fjöl- miðlarnir vel með stórviðburðum sem þessum. Ég er samt ánægður Fjölmiðlar úr flest- um heimshornum fylgjast með Keikó Starfsfólk frá fjölmiðlum um allan heim er komið til Vestmanna- eyja til að fylgjast með heimkomu háhyrningsins Keikós. Ahersl- ur í umfjöllun fjölmiðlanna eru mjög mismunandi. .. Morgunblaðið/Kristinn BORNIN í Hamarsskóla fengu boli með mynd af Keikó og voru livött til að klæðast þeim utan yfir úlpurnar þegar Keikó kemur. Fjölmiðlafólk fylgdist grannt með. með að sitja einn að fréttinni hér á Islandi,“ segir Toyokazu. Toyokazu segir að skýringin á takmörkuðum áhuga japanskra fjöl- miðla sé hugsanlega sú að umhverf- isvitund í heimalandi hans er ekki mikil. „Free Willy-myndirnar voru mjög vinsælar í Japan en það eru fá- ir sem þekkja hvalinn Keikó og sögu hans.“ Hugmyndin um að senda Toyokazu til Islands kom upp með litlum fyrirvara. Senda átti hann til Kúveit og Sarajevo og einum myndaritstjóra blaðsins þótti tilvalið að hann kæmi við á Islandi, „úr því hann væri hvort eð er í Evrópu." Toyokazu kynnti sér málið stuttlega á alnetinu og lagði svo af stað. Svíar áhugasamir um nashyrn- inga, hvali og önnur dýr Toyokazu telur ólíklegt að Keikó muni nokkurn tíma geta spjarað sig án aðstoðar manna. „Flutningur hans er samt mikilvægur atburður því hann dregur athygi manna að mikilvægi lífríkisins og umhverfisins og verður til þess að fólk myndar sér skoðun á þessum málum.“ Blaðamaður og ljósmyndari síð- degisblaðsins Expressen eru einu fulltrúar sænskra fjölmiðla á Is- landi. Ulrika Hággroth blaðamaður segir að blaðið hafi náð frumkvæði í upphafi umfjöllunarinnar um Keikó og haldið henni síðan. „Ég held að Sviar vilji fylgjast með Keikó vegna áhuga á dýrum. Veikindi nashyi’n- ings sem fæddist með heilaskemmd- ir fyrir um tveimur árum vakti með- al annars svo mikla athygli að við íylgdumst stöðugt með honum í viku og hann rataði meira að segja inn á síður virðulegustu morgunblaða. Svona fréttir eru tilbreyting frá venjulegum fréttaflutningi af ýmis konar hörmungum." Að vísu fór svo, segir Ulrika, að nashyrningurinn dó, og börnin sem tekið höfðu ástfóstri við hann grétu af sorg. Ulriku finnst sjálfri að umstangið í kringum Keikó sé að nokkru leyti fáránlegt. „En samkvæmt rann- sóknum fjölmiðlafræðinga er auð- veldara að vekja áhuga fólks á dýr- um heldur en hungruðum börnum í útlöndum." Draumasýning Bandaríkja- manna og gagnrýnir Þjóðverjar Kvikmyndagerðarmennirnir og hjónin Sigurður Grímsson og Ang- elika Andrees eru í Vestmannaeyj- um þessa dagana á vegum þýsku sjónvai-psstöðvarinnar ARD, sem er í raun bandalag fjölmargra svæðis- bundinna stöðva. Þau hjónin hafa í sumar verið að vinna að ítarlegri umfjöllun um Keikó og Vestmanna- eyjar sem verður sýndur í hálftíma fréttaþætti hjá ARD í nóvember. Fyrir viku var einnig sýnd sex mín- útna umfjöllun frá þeim um sama efni. Angelika segir að áhugi Þjóðverja á málinu sé minni og töluvert öðru- vísi heldur en Bandaríkjamanna enda séu þeir fyn-nefndu mjög með- vitaðir umhverfisverndarsinnar. Sigurður lýsir því þannig að Banda- ríkjamenn hafi sett upp einhvers konar „draumasýningu" í kringum hvalinn, en afstaða Þjóðverja sé gagnrýnni. Einkum eigi það þó við um opinberu sjónvarpsstöðina ARD, en einkareknu stöðvarnar í Þýska- landi séu líkari þeim bandarísku. ARD ráðgerir að vera með fjórar fréttasendingar um Keikó í dag, en mun nota til þess myndefni frá Rík- issjónvarpinu sem unnið verður af þýskum sjónvarpsmanni í Reykja- vík. Hann ætlaði þó, ef hægt væri, að vera búinn að skreppa til Vest- mannaeyja og kynna sér aðstæður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.