Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 8

Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Koma Keikós: SJÁÐU bara hvað þeir innfæddu eru vinalegir, Keikó minn. Þeir eru með alveg eins augu og allir heima. Bókun borgarráðs vegna hávaðamengimar frá Reykjavíkurflugvelli Vilja viðræður við flug- málayfirvöld um aðgerðir BORGARRÁÐ Reykjavíkur beinir þeim eindregnu tilmælum til flug- málayfirvalda að þau hrindi í fram- kvæmd hið fyrsta aðgerðum til að draga úr hávaðamengun vegna Reykjavíkurflugvallar og óskar eft- ir sérstökum viðræðum um þau mál. Bókun þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs í gær, en tilefnið var erindi íbúasamtaka Litla-Skerjafjarðar, þar sem mót- mælt er hávaðamengun og ónæði vegna flugumferðar á vellinuro. I bókun borgarráðs er bent á að í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 sé kveðið á um að mark- miðið með Reykjavlkurflugvelli sé að flugvöllurinn verði örugg miðstöð fyrir áætlunarflug innanlands. Þá er minnt á tillögur nefndar samgöng- uráðuneytisins frá 1991 um sambýli flugs og byggðar, þar sem lagt er til að æfinga-, kennslu- og einkaflugi verði beint á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarinnar og að ferju- og millilandaflugi einkaflug- véla verði beint til Keflavíkur. Staðsetning í Skeijafírði þjóðhagslega hagkvæm „Borgaryfirvöld líta á skýrsluna sem stefnumarkandi álit um úrbæt- ur í öryggismálum flugvallarins. í skýrslu Hagfræðistofnunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar til Borgarskipulags og Flugmála- stjórnar frá febrúar 1997 kemur fram að það er þjóðhagslega hag- kvæmt að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Skerjafirði þótt deila megi um ávinning þess fyrir Reyk- víkinga. Það er skoðun borgarráðs að ef sátt á að takast um óbreytta staðsetningu innanlandsflugs frá Reykjavík til frambúðar verði að ráða bót á því ónæði og mengun sem annað flug veldur íbúum í nágrenni flugvallarins og skorar borgarráð á flugmálayfirvöld að sýna í verki vilja til að skapa slíka sátt. Borgarráð óskar eftir sérstök- um viðræðum við flugmálayfirvöld um þessi mál,“ segir ennfremur í bókun borgarráðs. ■stMthu Gardínuefni frá 200 kf. pr. meter Tilbúnir kappar frá 500 kr. pr. meter Lofthá stofuefni frá 750 kf. pr. meter Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur og margt fleira. GARDÍNUBUÐIN Skipholti 35 ■ sími 553 5677 Opið kl. 10-18 Opið laugardaga kl. 10 -14 I Forvarnadagur í Fjölbraut í Garðabæ Fj ölbreytilegar áherslur í forvörnum Sigríður Hulda Jónsdóttir Föstudaginn 11. september verður haldinn sér- stakur forvarnadagur í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sigríður Hulda Jónsdóttir, námsráðgjafi skólans, hefur undanfarið ár unnið að uppbyggingu forvamastarfs á fram- haldsskólastiginu. „Forvarnir tengdar vímuefnum hafa verið of þröngt skilgreindar. Víðtækasta forvörnin er að búa einStaklingnum tilveru sem hann getur blómstrað í og aðstoða hann við að finna heil- brigð viðfangseftii að takast á við.“ Sigríður Hulda segh- að nú fari yfir 90% árgangs í framhaldsskóla og sé þessi hópur um margt ólíkur þeim hópi sem var í framhalds- skólum fyrir 15 árum. „Áður stefndu nær allir nemendur í framhaldsskóla á háskólanám. Stór hópur nemenda í framhalds- skólum stefnir ekki að því mark- miði og margir falla úr námi. Það þarf að vera forgangsverkefni í skólakerfinu að efla úrræði fyrir þennan hóp. Þetta er áhættuhóp- ur. Einnig þarf að efla náms- og starfsfræðslu á grunn- og fram- haldsskólastigi. Marga unglinga skortir raunhæf námsmarkmið. Sá sem ekki hefur markmið get- ur ekki verið mjög metnaðar- gjarn.“ Undanfarin tvö ár hefur Sigríður Hulda setið í nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem fjallar um framkvæmd for- vama í skólakerfinu. í íyrravetur var hún síðan beðin um að vinna að uppbyggingu forvarnanám- skeiðs fyrir framhaldsskóla um allt land.“ - Lagðir þú til nýjar áherslur á námskeiðunum? „Já, meðal hugmynda sem ég setti fram var að innan hvers framhaldsskóla þyrfti að vera einn forvarnafulltrúi í forsvari fyrir stefnumörkun og fram- kvæmd forvarna. Hann á að stuðla að því að forvarnir í víðtækum skilningi séu hluti af daglegu lífi skólans. Sem dæmi má nefna að skólinn bjóði upp á fjölbreytt og heilbrigt félagslíf án vimuefna og um leið sé hlúð að heilbrigðum lífsstfl nemenda.“ Sigríður Hulda segir mikilvægt að foi-varnir séu fléttaðar inn í all- ar kennslugreinar. „Þannig geta raungreinai- fjallað um áhrif efna á líkamann meðan aðr- ar greinar eins og sam- félagsgreinar geta t.d. fjallað um lífsstíl, jafn- ingjaþrýsting, jákvætt lífsviðhorf, sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi.“ -Eru þessar tillögur komnar til framkvæmda í einhverjum skólum? „Já, flestir skólar eru komnir af stað í einhverri forvarnavinnu. í nokkrum skólum er búið að ráða forvarnafulltrúa, m.a. hér í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Skólastjórnendur hér eni mjög jákvæðir gagnvart uppbyggingu forvama, einnig bæjarfélögin sem að skólanum standa Garðabær og Bessastaðahreppur. Slík jákvæðni er geysilega mikilvæg." Sigríður segir að Elísabet Siemsen forvamafulltrúi hafi sent kynningarbréf til forráðamanna nemenda skólans þar sem starf hennar var kynnt og ►Sigríður Hulda Jónsdóttir er fædd árið 1964 og uppalin í S- Þingeyjarsýslu. Hún lauk námi sem uppeldisfræðingur með kennsluréttindi frá Háskóla Is- lands árið 1989 og lauk námi í námsráðgjöf frá sama skóla árið 1991. Sigríður Hulda hefur starfað sem námsráðgjafi og samfélagsgreinakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ frá árinu 1989 og verið í fræðslunefnd Félags náms- og starfsráðgjafa um skeið. Hún hefur oft farið utan í náms- og kynnisferðir tengdar sínu fagi. Sigríður Hulda hefur sinnt ýmsum störfúm á vegum menntamálaráðuneytisins í sam- bandi við forvarnir og var til- nefnd af menntamálaráðherra í Áfengis og vímuvarnaráð. forráðamönnum nemenda boðið á fræðslufund. „Þá hefur starfsfólki boðist fræðsla og nokkrir kennar- ar eni þegar famir að taka for- vamir inn í námsefnið." -Er forvarnadagurinn í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ ekki nýjung? „Jú, þetta er nýbreytni. Allur undfrbúningur hefur verið unninn af forvarnafulltrúa, for- varnateymi og stjóm nemenda- félags.“ Sigríður Hulda segir að mark- miðið með forvamadeginum sé að efla samstöðu meðal nemenda og kennara um að í skólanum sé heil- brigt starf í námi og leik. „Þetta er einn leikur af mörgum til að staldra við og minna menn á að hafa fjölbreyttar áherslur í skóla- starfinu. Fræðslan ein skilar okk- ur aldrei alla leið í for- vamastarfi, efla þarf lífsleikniþætti, sjálfsvirðingu og hjálpa unglingnum að setja sér markmið og finna sér farveg í tilverunni." - Hvað verður gert í skólanum í tilefni dagsins? „Kennsla fellur niður frá klukk- an 10 og þá verður boðið upp á dagskrá fýrir nemendur og kenn- ara. Nemendur fá fyrirlestur og Bubbi Morthens kemur og verður með tónlistarflutning og ræðir um forvamfr og unglinga. í lok dagsins verðui- grillveisla." Sigríður Hulda segir að boðið verði upp á námskeið í viðtal- stækni og hlustun fyi-ir kennara. Markmiðið er að þeir verði betur í stakk búnir til að mæta nemend- um á persónulegum nótum. Hækkaður sjálfræðisaldur kallar á aukna tengingu kennara við nemendur og heimili. Fræðslan ein skilar okkur aldrei alla leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.