Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Möguleikar Keikós betri
hér en á öðrum stöðum
NOLAN Harvey hefur um-
sjón með flutningi há-
hyrningsins í Vestmanna-
eyjum. Hann sagði að vel
hefði gengið að venja Keikó við að
borða lifandi flska. I raun væri ekki
um það að ræða að verið væri að
æfa hvalinn. Fiski væri hent í laug-
ina til hans án þess að láta hann vita
og ekkert væri gert til að draga at-
hygli hans að bráðinni eins og gert
hefði verið í upphafi þegar þjálfarar
hans notuðu bhstrur til að benda á
hana.
Á tímabili hefði ekki ver-
ið ljóst hvort þjálfa þyrfti
hvalinn til að veiða sér til
matar, en á endanum hefði
þjálfurum hans orðið ljóst
að besta leiðin væri að láta
hann læra það upp á eigin
spýtur.
„Við létum hann þróa í
sér veiðieðlið á sínum eigin
hraða,“ sagði hann. „Við
komumst að þeirri niður-
stöðu að við þyrftum að
treysta á Keikó til að gera
þetta sjálfur og honum
tókst það. Það sem var erf-
iðast fyrir okkur var að
gera okkur grein fyrir því
að við erum ekki lengur að
þjálfa hann, við erum að af-
þjálfa hann. Hann þarf að
læra að gera hlutina sjálfur
því að þannig verður það
verði honum sleppt lausum
í hafið.“
Nolan sagði að vel hefði
gengið að þjálfa hann, hval-
urinn væri orðinn 10 þús-
und pund og vöðvabygg-
ingin góð: „Það er kominn tími til að
senda íþróttamanninn út á leik-
vanginn."
Hann sagði að reyndar hefði
þurft að breyta mataræði hvalsins
upp á síðkastið vegna flutningsins
þannig að hann hefði ekki eingöngu
borðað lifandi fisk. Ástæðan væri sú
að samtökin vildu tryggja að holda-
far hans væri rétt fyrir flutninginn.
Keikó orðinn
ferðavanur
Harvey sagði að ekki væri ástæða
til að ætla að Keikó myndi valda
vandræðum með bægslagangi á
leiðinni. Hann væri orðinn ferða-
vanur eftir að hafa verið fluttur á
land á fslandi, frá íslandi til
Kanada, þaðan til Mexíkó, síðan til
norðvesturstrandar Bandaríkjanna
og nú til íslands.
„En að sjálfsögðu er maður ekki
áhyggjulaus yflr því að vera að
flytja dýr af þessu tagi, að ég tali nú
ekki um yfir hálfan hnöttinn," sagði
hann. „En áhöfnin hefur reynslu og
ég vona að gert hafí verið ráð fyrir
öilu. Þegar ég lít yfír stöðuna núna,
sérstaklega hér í Vestmannaeyjum,
sýnist mér að við séum tilbúin."
Hann sagði að farið hefði verið
yflr öll helstu atriði á þriðjudags-
kvöld og á fundi í gærmorgun hefði
niðurstaðan verið sú að ekkert væri
að vanbúnaði. Flutningur hvalsins
er flókinn og hófst upp úr hádegi í
gær að staðartíma í Newport í
Oregon.
Þá átti að setja hann í litla skoð-
unarlaug við hliðina á stóru laug-
inni, sem hann hefur dvalið í frá þvJ
hann kom tii Newport frá Mexíkó-
borg. Þar var komið fyrir tveimur
hliðum, sem halda vatni, og vatninu
smám saman hleypt úr lauginni.
Síðan var notaður krani og nokk-
urskonar hengirúm sem gert er úr
segldúk látið síga í laugina og hann
síðan látinn synda inn í það. Þar var
hann vigtaður og smurður raka-
kremi. Þaðan var hann fluttur í
flutningagám með vatni og ís, flutt-
ur á flugvöllinn og settur um borð í
flutningavél bandaríska flughersins.
Um borð í vélinni var fullur
vatnstankur, en flutningagámurinn
✓
Nolan Harvey hefur verið á Islandi
frá því í byrjun ágúst að undirbúa
flutning Keikós til Vestmannaeyja. Hann
kvaðst í samtali við Karl Blöndal síst
hafa áhyggjur af því að háhyrningnum
of kalt í Klettsvík, veðrið væri
yrði
hans helsta áhyggjuefni.
Morgunblaðið/Kristinn
NOLAN Harvey, þjálfari Keikós, er bjartsýnn á að allt gangi vel.
sjálfur átti aðeins að vera hálffullur
af vatni til þess að koma í veg fyrir
vandamál í flugtaki. Þegar vélin
hafði rétt sig við eftir flugtak var
ætlunin að dæla vatninu úr tankn-
um í gáminn þannig að hvalurinn
væri umlukinn vatni og gæti flotið á
leiðinni til íslands. Hann myndi
hins vegar enn vera í segldúknum
og ætlunin hefði verið að hann
gegndi hlutverki öryggisbeltis á
leiðinni.
Tvisvar á að taka eldsneyti í 30
þúsund feta hæð á leiðinni. Klukku-
stundu fyrir lendingu verður byrjað
að dæla vatni úr hvalagámnum aft-
ur og í vatnstank-
inn þannig að
staðan verði sú
sama og við flug-
tak. Eftir lend-
ingu verði síðan
bætt vatni og ís í
tankinn. Það tek-
ur að sögn Har-
veys um hálftíma
að ferja Keikó frá
flugvellinum í
Vestmannaeyjum
niður á höfnina
þar sem hann
verður settur á pramma og fluttur í
kvína, sem komið hefur verið fyrir í
Klettsvík.
Að sögn Harveys gæti farið svo
að lenda verði í Keflavík. Hann
sagði að það ylti á skyggni, en spáin
væri góð að því leyti. Það gæti hins
vegar tafið komu hvalsins til Eyja
um flmm klukkustundir.
Síst áhyggjur af
hitastigi sjávar
Harvey kvaðst ekki hafa af því
áhyggjur að sjórinn við Vestmanna-
eyjar yrði of kaldur fyrir Keikó.
Hitastigið væri um 10 gráður þar
sem hann væri nú og hitastig sjáv-
arins hér væri svipað. Sjávarhiti við
Eyjar gæti farið niður í 4 gi'áður á
selsíus og það myndi ekki hafa áhrif
á hann því að hann hefði kynnst
slíkum aðstæðum í Oregon.
„Hann myndi þá einfaldlega
þurfa að borða meira og hreyfa sig
meira, en hann hefur nægt spik til
að þola kuldann," sagði Harvey.
dJJ
)> KEIKO
tíll EYJA
„Þegar hann var fluttur frá Mexíkó
hafði hann verið í milli 20 og 25
gráðu heitu vatni og margir höfðu
áhyggjur af því, en það hafði síður
en svo áhrif á heilsu hans. Þannig
að ég hef síst áhyggjur af sjávarhit-
anum.“
Hann kvaðst einna helst hafa
áhyggjur af veðri og vindum í Vest-
mannaeyjum.
Gerir sér far um að skrifa
gegn Keikó-stofnuninni
Grein eftir bandaríska blaða-
manninn John Griffith birtist í
Morgunblaðinu í gær og þar er því
haldið fram að
ástæða sé til að
hafa áhyggjur af
papilloma-
veirunni, sem
valdið hefur húð-
sjúkdómi í Keikó.
Harvey sagði
að papilloma-
veiran hefði ekki
fundist í háhyrn-
ingnum og bætti
við að Griffith
gerði sér far um
að skrifa gegn
Frelsið Willy Keikó-stofnuninni.
„Griffíth hefur af einhverri
ástæðu ákveðið að einhvers staðar í
heiminum sé samsæri og við hljót-
um að vera hluti af því,“ sagði hann.
„Hann hefur rétt á að hafa sínar
skoðanir eins og allir, en yfirdýra-
læknir á íslandi kom til Newport,
skoðaði Keikó, fór yfir læknaskýrsl-
umar, lét okkur gera sérstök próf,
sem voru gerð, hann fékk allar nið-
urstöðurnar í hendur og niðurstað-
an var sú að hann sagði að Keikó
yæri heilbrigður og mætti koma til
íslands. Staðan er því sú að yfír-
dýralæknir, allir okkar dýralæknar
og allir sérfræðingarnir eru sam-
mála um að ekki stafí hætta af
Keikó. Ég er enginn sérfræðingur,
en þegar allir þessir hámenntuðu
menn reynast sammála er erfítt að
vera ósammála. Griffith fær mikið
af sínum upplýsingum frá fólki, sem
hefur verið andvígt Keikó-verkefn-
inu frá upphafí, þannig að hann
skrifar frá hinum herbúðunum.
Hann hefur verið að skrifa gegn
okkur síðan í fyrravor, þannig að
þetta kemur mér ekki á óvart.“
I grein Griffíths segir einnig að í
Bandaríkjunum þurfi að sækja um
leyfi til bandarísku sjávarútvegs-
stofnunarinnar til að sleppa dýri
lausu aftur út í náttúruna og miðað
sé við að dýr hafí verið í haldi í hálft
ár eða ár í mesta lagi. Keikó hefur
verið undir manna höndum í 19 ár.
„Þessar reglur breytast og það
stendur ekkert skrifað um sjávar-
spendýr," sagði Harvey. „Við tökum
þetta mjög alvarlega og við
erum ekki viss um að Keikó
verði sleppt. En við mynd-
um aldrei komast að því ef
hann yrði áfram í lauginni I
Newport í Oregon. Sú laug
gefur ekki sömu möguleika
og víkin hér. En við þurfum
að sjá hvernig Keikó geng-
ur að laga sig að aðstæðum.
Það gæti gengið hratt fyrir
sig, en kannski tekur það
nokkur ár og tekst kannski
aldrei. En þetta er besti
staðurinn fyrir hann eigi
hann að eiga möguleika.“
Harvey sagði augljóst að
fólk skiptist í tvo hópa í
þessu máli, væri ýmist
hlynnt eða andvígt því að
hvalurinn yrði fluttur. „í
mínum huga ber Keikó því
hins vegar vitni að við vit-
um hvað við erum að gera
sem manneskjur,“ sagði
hann. „Við vitum meira um
hafið og umhverfið og við
erum að lofa börnum
heimsins að við viljum gera
eitthvað fyrir þau. Við getum lært
mikið af þessu og nú fylgist allur
heimurinn með Keikó. Okkar mat
var að ein og hálf milljón manna
hafi fylgst með því þegar Keikó var
fluttur frá Mexíkó og það þótti okk-
ur ótrúlegt. Nú eigum við von á því
að einn og hálfur til tveir milljarðar
manna muni fylgjast með því þegar
Keikó kemur til íslands. Og fólk
verður ekki aðeins einhvers vísari
um Keikó heldur einnig um ísland.“
Mikið hefur borið á þeirri gagn-
rýni að Keikó muni bera með sér
sjúkdóma til íslands, en minna fjall-
að um það hvort hann geti tekist á
við veirur Atlantshafsins.
„Við munum fylgjast með því,“
sagði Harvey. „Fyrirbyggjandi
heilsugæsla er hluti af okkar starfi
hér. En Keikó hefur sennilega
aldrei verið heilbrigðari. Onæmis-
kerfi hans er mjög sterkt um þessar
mundir, en þegar hann kom frá
Mexíkó var það í molum þannig að
ég held að honum eigi eftir að
ganga vel, hann þarf bara tíma.“
Hótanir ekki
nýmæli
Nokkrar hótanir hafa borist þar
sem bréfritari hefur sagst ætla að
eitra fyrir háhyrningnum. Hai-vey
sagði að hótanir væru ekkert nýtt
fyrir sér, enda hefði hann annast
sjávarspendýr svo árum skipti.
Hins vegar væri öryggiskerfi til
staðar og gripið hefði verið til ým-
issa ráðstafana í samvinnu við yfir-
völd á staðnum. Klettsvíkinni yrði
lokað með neti eftir að háhyrningn-
um hefði verið komið fyrir, en vita-
skuld yrði ekki hægt að gera það
fyrr þar sem pramminn þyrfti að
komast að kvínni. Oryggismál væra
tekin alvarlega.
Harvey hefur verið á íslandi frá
fyrstu vikunni í ágúst og verður til
1. október. Þá fer hann í mánuð til
Bandaríkjanna, en snýr síðan aftur.
Starfsbróðir hans í Bandaríkjunum
er Jeff Foster og hefur hann haft
yfirumsjón með flutningnum þaðan.
Foster og Harvey munu hafa yfir-
umsjón með Keikó hér. Alls verða
hér 10 manns á vegum Keikó-stofn-
unarinnar vegna hvalsins.
Húsleit
gerð vegna
hótana
LÖGREGLAN á Eskifirði
sagði í gær að húsleit hefði ver-
ið gerð á heimili mannsins, sem
var yfirheyrður á þriðjudag
vegna hótana um að drepa há-
hyrninginn Keikó. Maðurinn
var látinn laus, en málið er enn
í rannsókn. Ekki kom fram hjá
lögreglu hvað hefði fundist við
húsleitina og var sagt að ekki
væri vitað hvort hótanirnar
tengdust sama manninum eða
hópnum eða hvort þær kæmu
hver úr sinni áttinni.
Hótanir sagðar tengjast
Hallur Hallsson, sem starfar
fyrir Keikó-samtökin, sagði
hins vegar á blaðamannafundi,
sem haldinn var í húsi Kiwanis-
samtakanna í Vestmannaeyjum
í gærkvöldi, að talið væri að
hótanirnar tengdust. Hann
sagði einnig að lögreglan fylgd-
ist með ákveðnum einstakling-
um. Hótanirnar eru nú orðnar
fjórar alls og var sú síðasta
póstlögð á mánudag. I henni
sagði að eitthvað ætti að gerast
í dag. Hallur sagði að í bréfmu
hefðu verið ruddaleg ummæli
um Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, Árna Johnsen þingmann
og hann sjálfan.
Aðdráttarafl fyrir
ákveðna jaðarhópa
Diane Hammond, blaðafull-
trúi Keikó-samtakanna, sagði
að þetta væri ekki í fyrsta
skipti, sem hótanir bærust. Það
hefði einnig gerst í Oregon. Há-
hyrningurinn virtist hafa að-
dráttarafl fyrir ákveðna jaðar-
hópa. Öryggisviðbúnaður væri
hins vegar mikill og þau mál í
góðum höndum. I fyrstu þrem-
ur hótunarbréfunum sagði að
reynt yrði að eitra fyrir há-
hyrningnum. Á blaðamanna-
fundinum kom fram að matur
Keikós væri rannsakaður
reglulega hvort eð er til að
kanna næringargildi hans. Þá
væri stefnan að setja upp kví til
að rækta fisk handa Keikó.
Nolan Harvey, sem hefur yfir-
umsjón með flutningi Keikós
hingað til Vestmannaeyja,
kvaðst á fundinum telja að
nægilega vel væri fylgst með
fæðu háhyrningsins.
Ahugi á
heimasíðu
um Keikó
MIKIL aðsókn hefur verið að
heimasíðu sem Nyvidd multi-
media hefur sett upp á Netinu
um Keikó. Fyrirtækið hefur
einkarétt á nafninu
„keiko.com" og fá allir sem slá
inn orðið keiko í leitarvélar síð-
una upp á skjáinn. 96% allra
sem skoða síðuna eru útlend-
ingar og telur Ólafur Ragnars-
son, hjá Nyvidd, að síðan feli í
sér mikla jákvæða auglýsingu
fyrir Island.
Frá því að heimasíða Ny-
viddar var sett upp 1. septem-
ber sl. hafa um 12 þúsund
manns skoðað hana. Svo mikil
aðsókn var að síðunni í gær að
Skíma þurfti að grípa til sér-
stakra ráðstafana til að tryggja
að engir tæknilegir erfiðleikar
yrðu á að skoða hana. Á síðunni
er hægt að fræðast um Keikó
og væntanlegt ferðalag hans til
íslands. Hægt er að fá upplýs-
ingar um veður í Vestmanna-
eyjum, hvenær hann kemur til
landsins, hvaða þýðingu þetta
ferðalag hefur fyrh' hvalinn
o.s.frv. Ólafur sagði að Nyvidd
hefði búið til heimasíðu um
Keikó til að notfæra sér áhuga
á hvalnum til að draga athygli
umheimsins að íslandi sem
ferðamannalandi.