Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 15
FRÉTTIR
Bandarfskir fjölmiðlar fylgdust vel með undirbúningnum fyrir ferðalag Keikós
HAFT er eftir Bob Ratclif-
fe, varaforseta Free
Willy Keikó-sjóðsins, í
dagblaðinu The Oregoni-
an, sem gefið er út í borginni
Portland, í gær að yfirvöldum hafi
tekist að hafa upp á íslendingi sem
sent hefur frá sér hótunarbréf þar
sem því er hótað að Keikó verði
drepinn með einum eða öðrum
hætti. Ratcliffe segir í samtali við
blaðið að lögreglan hafi að vísu ekki
enn handsamað manninn en að búið
sé að gefa út handtökuskipun á
hann.
Nokkuð hefur verið fjallað um
brotthvarf Keikós frá Oregon i fjöl-
miðlum þar vestra síðustu dagana
og til að mynda er fréttastöðin
CNN með sérstaka umfjöllun á
heimasíðu sinni. I gær er þar greint
frá síðasta degi Keikós í Oregon Co-
ast-sædýrasafninu en gestum þess
gafst á þriðjudag í síðasta sinn
tækifæri til að skoða hvalinn áður
en hann lagði af stað í langferð sína
til íslands. The Oregonian segir
reyndar í gær að aðsókn að sædýra-
safninu hafi verið heldur dræm um
síðustu helgi, og mun minni en búist
hafði verið við, en nefnir sem skýr-
ingu að foreldrar séu í óðaönn að
búa böm sín undir nýtt skólaár.
Sagt var frá því á heimasíðu
CNN að gert væri ráð fyrir að
Keikó yrði lyft með krana úr búri
sínu, ekið í vöruflutningabfl frá
United Parcel Service til móts við
flutningavéla bandaríska flughers-
ins á flugvellinum í Newport sem
síðan flygi með Keikó til Islands.
„Þegar þangað er komið mun flot-
kví á stærð við fótboltavöll verða
Keikos verður sárt
saknað í Oregon
KEIKÓ í búri sínu í Oregon.
Bandaríski flugherinn um flutning Keikós
Mikilvægt
að kynna
flugvélina
BANDARÍSKI flugherinn á alls 41
C-17 herflutningavél sem daglega
fljúga um allan heim í margskonar
verkefnum. Settur yfirmaður
bandaríska flughersins kom til
Vestmannaeyja í morgun til að vera
viðstaddur komu Keikós, en það er
mjög sjaldgæft að æðsti yfirmaður
flughersins fylgi vélunum í verkefn-
um þeirra.
Að sögn James Sahli, hjá al-
mannatengslum flughersins, ríkir
metnaður í þá átt að kynna almenn-
ingi í Bandaríkjunum kosti þessara
tröllauknu flugvéla og því muni
þeir sæta færis að vekja athygli á
flugferðinni með Keikó þar sem um
sérstaka ferð sé að ræða. Hann
segir að flugáhöfnin sé orðin mjög
reynd, en hafi ekki fengist við flutn-
ing á slíku magni af vatni eins og
hér um ræðir. „Það er nokkur
ögrun fólgin í því að fást við vatns-
flutninga og þar bætist við reynsl-
una í notkun þesara véla,“ segir
James. „C-17 vélarnar eru sérsmíð-
aðar fyrir flutninga með óvenjuleg-
an farm og þetta er frábært tæki-
færi til að fullkomna verkefni okkar
sem felst í því að geta komist hvert
sem er hvar sem er með hvað sem
er. Það þurfum við að geta til að
sanna okkur sem góðan flugher við
upphaf nýrrar aldar.“
F. Whitten Peters" settur yfir-
maður bandaríska flughersins kem-
ur til íslands í tilefni af komu
Keikós og segir James að hann sé
þess meðvitaður að umfjöllun fjöl-
miðla um Keikó og ferðalag hans sé
afar mikilvæg fyrir C-17 vélarnar.
Þar að auki mun Peters eiga sam-
skipti við bandaríska sendiráðs-
starfsmenn og hermenn af Kefla-
víkurflugvelli. Kostnaður við flutn-
ingana nemur um 26 milljónum
króna og er hann greiddur af Frels-
um Willy samtökunum. Samkvæmt
reglum bandaríska vamarmála-
ráðuneytisins um flutning gagna
sem eru ekki á vegum ríkisins
mega einkasamtök á borð við
Frelsum Willy sækja um aðstoð
hersins við ýmis verkefni að upp-
fylltum vissum skilyrðum. Má
nefna að verkefnið þarf að vera í
þágu þjóðarhagsmuna og kostnað-
ur þarf að greiðast af þeim sem
sækir um aðstoð hersins. Þetta er
m.a gert til að koma í veg fyrir að
hver sem er geti fengið flugherinn í
að þjóna sér.
24 starfsmenn vinna
við verkefnið
Alls eru 24 starfsmenn banda-
ríska flughersins í fullri vinnu við
að sinna Keikó verkefninu og þar af
eru um 8 á íslandi. Þeir þiggja eftir
sem áður laun sín frá bandaríska
ríkinu, en Frelsum Willy samtökin
leggja fram fé sem nemur launa-
kostnaði vegna verkefnisins. Það er
þó ljóst að bandaríski herinn kemur
ekki út á sléttu vegna þessa sam-
starfs og segir það sína sögu um
dálæti flughersins á þessu verkefni.
Sé litið þannig á hlutina telur flug-
herinn sig fá nokkuð fyrir sinn snúð
í formi kynningar á C-17 vélinni og
aukinni reynslu í að fljúga með
óvenjulegan farm. „Bandaríska
þjóðin veit ekki hversu mikið C-17
vélin er notuð, nema í undantekn-
ingartilfellum og hún veit ekki að
hún á risastóra flugvél sem getur
flutt hluti á borð við hvali, þannig
að nú gefst okkur tækifæri til að
koma þeim upplýsingum á fram-
færi.“
Er hann ekki
stærri en þetta?
SÚ SKOÐUN hefur heyrst að
með öllu tilstandinu f kringum
Keikó sé verið að gera úlfalda úr
mýflugu. Það eru kannski skila-
boðin sem hann vildi senda
hrekkjalómurinn sem festi þessa
smækkuðu útgáfu af langfræg-
asta sjávarspendýri jarðarinnar
neðan í kranabómuna í Vest-
mannaeyjum.
hið nýja heimili hans þangað til
menn telja óhætt að sleppa hvalnum
lausum.“
Segir þar jafnframt að flutning-
urinn til Islands eigi sér stað þrátt
fyrir að sérfræðingar deili hart um
það hvort Keikó sé fær um að
bjarga sér sjálfur eftir sautján ár í
umsjón manna.
í dagblaðinu Albany Democrat-
Herald, sem gefið er út í borginni
Albany í Oregon, er viðtal við vöru-
flutningabflstjórann Vann Beckner,
sem hafði það verkefni við flutning-
inn á Keikó frá sædýrasafninu til
flugvallarins í Newport að vera til
staðar með risavaxinn flutningabíl
„ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis“.
Jafnframt beið Beckner með bifreið
sína á flugvellinum í Newport uns
tvær klukkustundir voru liðnar frá
brottför flugvélarinnar, því ef vart
yrði við einhver vandamál innan
þess tíma myndi flugvélinni verða
snúið til Newport á nýjan leik. Ef
einhverjir erfiðleikar kæmu upp
eftir þann tíma myndi vélinni hins
vegar lent í Kanada í stað þess að
halda aftur til Oregon.
Beckner segist sjaldan hafa haft
undarlegri starfa með höndum, „en
ég er stoltur af því að taka þátt í
þessum atburði“, sagði hann í sam-
tali við Albany Democrat-Herald.
Erfitt að fylla í tómarúm
Blaðamaður The Oregonian segir
í grein í gær að erfitt muni reynast
að fylla það tómarúm sem myndast
við brottfór Keikós, slíkar hafi vin-
sældir hvalsins verið. Segir blaða-
maðurinn, Romel Hernandez, að
menn annaðhvort botni í Keikó-æð-
inu eða ekki, þar sé enginn milliveg-
ur. Talin eru upp dæmi um nokkra
þá sem algerlega hafa heillast af
hvalnum, t.d. Keikó E. Taniguchi,
sem eyddi mörgum klukkustundum
á mánudag fyrir framan búr Keikós
og horfði á hvalinn, íklædd svörtu
og hvítu í tilefni dagsins. Taniguchi
heldur því fram að hún sé í sam-
bandi við hvalinn og ákvað að ferð-
ast nú til Oregon frá Suður-Kar-
ólínu þar sem hún er búsett til að
leggja sjálf mat á hvernig Keikó liði.
Og ef eitthvað er að marka Tanig-
uchi er Keikó hæstánægður með að
fara nú til Islands. En hún segir
reyndar að hvalurinn eigi sér leynd-
armál því hann sé staðráðinn í að
flýja og njóta frelsis á opnu hafinu
um leið og hann er kominn til norð-
urslóða. „Ég veit að hann ætlar að
flýja þegar hann er kominn til ís-
lands, ég get fundið það,“ sagði
Tanaguchi.
Sue Finlayson, 61 árs hjúkrunar-
kona á eftirlaunum, er öllu jarð-
bundnari í ást sinni á Keikó en segir
þó að hún komi til með að sakna
hans mjög er hann verður á bak og
burt úr sædýrasafninu í Oregon. En
ef Island er heimili hans þá verður
svo að vera, segir Finlayson.
Newport hefur notið góðs
af Keikó-æðinu
í samtali við The Oregonian seg-
ist veitingahúsaeigandinn Mark Jo-
nes örugglega munu sakna Keikós.
Fyrsta árið sem hvalurinn var í
Oregon var frábært, segir Jones,
enda jukust viðskipti hjá honum um
30%. Mörg veitingahúsanna tóku
upp á því að auglýsa staði sína með
orðunum „Keikó borðar hér“ þegar
frægð Keikós stóð sem hæst.
Og þótt Keikó-æðið hafi dvínað
síðan þá telur Jones að Newport
muni áfram njóta góðs af. „Við höf-
um fengið auglýsingu í fjölmiðlun-
um sem aldrei hefði verið mögulegt
að fá öðruvísi. Þegar æðið hefur
runnið sitt skeið á enda þá verður
þetta bara góð minning sem við öll
eigum. En lífið heldur áfram.“
Phyllis Bell, eigandi sædýrasafns-
ins í Oregon tekur í sama streng.
Þakkar hún það Keikó að fólk þekki
nú sædýrasafnið og störf þess.
„Keikó kom okkur á kortið og það
gufar alls ekkert upp á svipstundu."
Hún segir algeran óþarfa að hafa
áhyggjur af framtíð sædýrasafnsins.
„Auðvitað munum við sakna Keikós
en við lítum samt sem áður björtum
augum til framtíðarinnar.“