Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ SOCO færibandakerfið hefur endalausa möguleika í samsetningu og útfærslu. Einfalt og fljótlegt i uppsetningu og verðið or frábært. - Hafðu samband - vogir cm: úkkai: fag - Síðumúla 13. Sími 588 2122 BLTAK HPP - w&fetm úkkarjííg; - t Kassalimbandsvél með ehi og neðri Iímingu • Dönsk gæðavara • Auðveid í stillingu • Frábært verð #ELTAKH' - vogjr cmaltkinrfng; I Fyrir kör og bretti • Vatnsþéttar IP-67 i Hagstættverð 9 af hverjum 10 á íslandi! LTAK MgJu <mr oUkarjhg Færibandakerfi VOGIR ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalvíkur, Árskógsstrandar og Svarfaðardals V ímu varnaáætl- un samþykkt BÆJARSTJÓRN sameinaðs sveit- arfélags Dalvíkur, Árskógsstrandar og Svarfaðardals samþykkti á fundi sínum í vikunni vímuvarnaáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 1998-2002. Vinna við gerð áætlunarinnar hófst með því að bæjarstjóm Dal- víkur skipaði starfshóp í október í fyrra sem hafði það verkefni að gera tillögu að áætlun þar sem m.a. átti að leggja áherslu á markvisst for- vamastarf, aukið samstarf og skipu- legra samstarf milli þeima sem að málum koma og bætta /ræðslu ung- linga og fullorðinna. Áætlunin var afgreidd í bæjarstjórn Dalvíkur í iok mars, en við sameiningu sveitarfé- laganna var hún endurskoðuð og hefur nú verið samþykkt fyrir hið sameinaða sveitarfélag. Vímuvarnaáætluninni verður dreift til íbúa um leið og hún kemur úr prentun en einnig verður hægt að nálgast hana á skrifstofum sveit- arfélagsins. Innan fárra daga verð- ur þana einnig að fínna á Netinu. I áætluninni er lýst markmiðum vímuvarna ásamt markmiðum og framkvæmdaáætlun einstakra stofnana og félaga sem hún snertir, en hún tekur m.a. til grunnskóla, foreldrafélags og nemendaráðs grunnskólans, íþrótta- æskulýðs- og menningarráðs, vinnuskóla, heilsu- gæslustöðvar, lögreglu og félaga- samtaka. Markmið að draga úr neyslu ,J\Ieð áætluninni lýsir bæjarstjóm vilja sínum til að leggja áherslu á að unn- ið verði að forvamastarfi í vímuvömum barna og unglinga í sveitarfélaginu og taka þátt í verkefninu ísland án eitrn- lyíja," segir í inngangi vímuvamaáætl- unaiinnar. Bent er á að vímuvamir tengjast öllum málum er varða böm og ungmenni, fjölskyldm’, líf og starf íbú- anna, innan heimilis og utan. Markmið áætlunarinnar er að draga úr neyslu ungmenna á hvers kyns vímuefnum, tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum, að auka mark- visst forvarnastarf og samstarf, að vímuvamir verði fastur þáttur í starfsemi félaga, fyrirtækja og stofn- ana sem hafa með málefni barna og unglinga í sveitarfélaginu að gera og þá er það markmið einnig sett að áætlunin verði að lokum óþörf. Landsbanki Islands og Kaupfólag Eyfírðinga Samningur um skuldabréfaútboð LANDSBANKI íslands og Kaupfé- lag Eyfirðinga haf náð samkomulagi um að Landsbankinn hafí umsjón með skuldabréfaúboði Kaupfélags Eyfírðinga að fjárhæð 300 milljónir króna. Skuldabréfin eru í 5 milljóna króna einingum og eru til fimm ára og bera 6% flata vexti og eru verð- tryggð miðað við vísitölu neyslu- verðs. Skuldabréfin verða seld á ávöxtunarkröfunni 6,10 til að byrja með og verður sótt um skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþingi Is- lands. Kaupfélag Eyfirðinga mun verja andvirðinu til endurfjármögnunar sem felst í að draga úr vægi skamm- tímaskulda en einnig verða eldri og óhagstæðari lán greidd upp. Auk þess verður andvirðið notað vegna fjárfestinga félagsins í verslunar- rekstri í Reykajvík. Viðskiptastofa Landsbanka Is- lands á Akureyri sér um skulda- bréfaútboðið og var myndin tekin þegar samningar voru undirritaðir. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri, t.v., og Sigurður Sigurgeirs- son, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, takast í hendur efth' und- irritunina en fyrir aftan þá standa Ámi Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, KEA og Stefán B. Gunnlaugsson, Viðskiptastofu Landsbankans á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Samkeppni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar Verkefnið „Nýja barn- * ið“ framlag Islands ÞRÓUNARVERKEFNIÐ „Nýja barnið - aukin fjölskylduvemd og bætt samskipti" sem unnið var á Heilsugæslustöðinni á Akureyri hefur af heilbrigðisráðuneyti verið valið sem framlag íslands í sam- keppni Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, WHO, sem efnt er til í tengslum við 50 ára afmæli stofn- unarinnar í ár. Hvert land hefur tilnefnt eina rannsókn til þátttöku og verður ein þeirra síðar valin til verðlauna. Hugað að áhættuþáttum Verkefnið Nýja barnið stóð í 5 ár og lauk formlega um síðustu áramót en nú er verið að vinna lokaskýrslu og útbúa handbók. Verkefnisstjórar eru þau Karólína Stefánsdóttir fjölskylduráðgjafi og Hjálmar Freysteinsson læknir en handleiðslu veittu Sigmundur Sig- fússon geðlæknir og Hulda Guð- mundsdóttir félagsráðgjafi. Verkefnið Nýja barnið fjallar um mæðra- og ungbarnavemd og var markmið þess að skapa heilsu- vernd sem félli sem best að mis- munandi þörfum neytenda og tók það mið af því að góð tilfinninga- tengsl væru undirstaða góðrar heilsu. Hugað var að sálrænum og félagslegum áhættuþáttum ekki síður en líkamlegum. Tíð og reglu- bundin samskipti í mæðra- og ung- barnavemd vom nýtt til að greina og skilja félagslega og tilfinninga- lega áhættuþætti og ná samvinnu við fjölskyldurnar um úrræði, en á þessu mótunarskeiði fjölskyldunn- ar er oft auðveldara en ella að ná samstarfi um úrbætur. Með til- tölulega einföldum aðgerðum býð- ur þetta tímabil upp á hagstæða möguleika til að fyrirbyggja til- finningalega og félagslega erfið- leika og stuðla að heilbrigðri tengslamyndun. Betra er að taka á málum í tíma, vinna fyrirbyggj- andi starf áður en í óefni er komið, en fái foreldrar styrk og stuðning til að vinna úr erfðum málum sem upp hafa komið geti það komið í veg fyrir erfiðleika á síðari stigum í uppvexti barna. Aðrar áherslur í heilsuvernd „Við höfum verið að þróa aðrar áherslur en áður í heilsuvemd. Þar leggjum við áherslu á tilfinninga- leg tengsl, tilfinningalega líðan móður og barns og við reynum að styðja við verðandi og nýorðna for- eldra. Sérstaklega þá sem era að glíma við áhættuþætti, eins og óunnar kreppur, vanlíðan í sam- böndum eða eitthvað slíkt sem get- ur haft mikil áhrif á heilsuna, ekki síst hjá hvítvoðungum sem eru mjög næmir,“ sagði Karólína en hún bætti við að forsvarsmenn verkefnisins væra afar ánægðir með að það hefði verið valið til þátttöku í samkeppninni fyrir Is- lands hönd. AKSJÓN Miðvikudagur 9. september 12.00^-Skjáf réttir 18.15^-Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19,15, 19.45, 20.15,20.45 21 .OO^-Bæjarsjónvarp Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari snarar upp portretti eins og honum einum er lagið. Leikfélag Akureyrar Fjórar umsóknir um stöðu leikhús- stjóra FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu leikhússtjóra Leik- félags Akureyrar. Ráðið verður í stöðuna frá næstu áramótum en þá lætur Trausti Ólafsson, núverandi leikhússtjóri, af störfum. Allir umsækjendurnir fjór- ir hafa starfað hjá Leikfélagi Akureyrar en þeir era; Andrés Sigurvinsson, leikari og leikstjóri, Saga Jónsdóttir leikari, Sigurður Hróarsson, kennari og fyrrverandi leik- hússtjóri, og Valgeir Skag- fjörð, leikari, leikstjóri og leikritaskáld. Sigurður Hróarsson, sem nú er búsettur í Slóveníu, var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar á árunum 1989-1991 en þá tók hann við stöðu leikhússtjóra í Borgar- leikhúsinu í Reykjavík. Hinir umsækjendurnir þrír hafa starfað hjá LA sem leikarar og leikstjórar. Valgerður Hrólfsdóttir, for- maður Leikfélags Akureyrar, var ánægð með þær umsóknir sem bárast um stöðuna en nöfn umsækjenda vora kynnt á fundi leikhúsráðs í gær. Val- gerður sagði stefnt að þvi að ræða við alla umsækjendur og hún vonast til að búið verði að ráða í stöðuna í kringum næstu mánaðamót. nn * lresmiöir Óskum eftir að ráða trésmið við innréttingasmíði. Helst vanan vélavinnu. Upplýsingar í síma 462 1390. Furuvöllum 9, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.