Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 18

Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Aðalfundur Eyþings 1998 haldinn á Húsavík Miklar umræður um skipulag skólamála HÉR er verið að ganga frá uppsetningu nýja tölvukerfisins á Bæjar- og héraðsbókasafninu á ísafirði. Frá vinstri: Björn Davíðsson, kerfis- stjóri hjá Snerpu á Isafirði, Andrea Jóhannsdóttir, umboðsmaður norska fyrirtækisins Mikromarc, Jens Christian Strandás frá Mikro- marc og Jóhann Hinriksson, bókavörður á Isafirði. Bókasöfn á Vestfjörðum fara á Vefinn Húsavík - Aðalfundur Eyþings 1998, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, var haldinn á Hótel Húsavík fyrir skömmu. Sigríður Þorsteinsdóttir, formað- ur samtakanna, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Þar kom fram að mörg voru viðfangsefnin á síðasta ári, sum voru fullkomlega leyst en önnur eru í vinnslu og nokkur liggja nú fyrir fundinum til afgreiðslu. Heilbrigðiseftirlit í Norðurlands- kjördæmi eystra og tillaga að sam- starfssamningi og erindisbréf heil- brigðisnefndar var fyrsta málið, sem á dagskrá var. Það var mikið rætt og endanlega afgreitt þannig að drög að lögum, sem stjómin lagði fyrir þingið, voru samþykkt með nokki-um breytingum. Skiptar skoðanir voru um grein- argerð starfshóps um endurskoðun á stofnsamningi Skólaþjónustu Ey- þings. Fyrir lá löng og greinargóð skýrsla starfshóps, sem skipaður var á síðasta þingi. Bragi Guð- mundsson, Háskólanum á Akureyri, skýrði frá athugun sem háskólinn hafði gert á starfi og gildi skóla- þjónustu að áliti þeirra, sem hennar njóta. Niðurstaða háskólans var sú að rétt mundi vera að skólaþjónust- an starfaði áfram í svipuðu formi næstu tvö árin, en þá væri rétt að athuga málið frekar. Miklar um- ræður urðu um skýrsluna og skóla- málin almennt. Tillaga kom fram um að leggja skólaþjónustu Ey- þings niður frá og með 1. ágúst næsta ár og að hvert sveitarfélag taki við þeim verkefnum, sem henni eru ætluð samkvæmt stofnsamn- ingi. Um þetta urðu miklar umræð- ur, sem enduðu með því að sam- þykkt var að með tilliti til þess að bæjarstjóm Akureyrar áformar að breyta fyrirkomulagi sinnar skóla- þjónustu yi'ði Eyþing að endur- skoða sín mál þegar þar að kæmi. Síðari fundardagurinn hófst með erindi Valgerðar Magnúsdóttur um starf landshlutanefndar um yfir- færslu á málefnum fatlaðra til sveit- arfélaga. Góð reynsla af samstarfi um málefni fatlaðra Soffía Gísladóttir, félagsmála- stjóri á Húsavík, sagði frá Félags- málaþjónustu Þingeyinga og mál- efnum fatlaðra, en sú þjónusta sem fyrst náði aðeins til Húsavíkur hef- ur nú verið sameinuð fyrir báðar Þingeyjarsýslumar og taldi Soffía að þar hefði verið stigið skref í rétta átt. Valgerður Sverrisdóttir alþingis- maður skýrði fundarmönnum í fróð- legu erindi frá þeim undirbúningi sem átt hefur sér stað að breyttri kjördæmaskipan og breyttum kosn- ingalögum. Hún skýrði þær hug- myndir sem fram hefðu komið þar um starfandi nefnd og á hvern hátt væri hugsað að ná meira jafnvægi atkvæða að baki hvers þingmanns. Hún gat þess að í kjördæmi Norð- urlands eystra væri gott jafnvægi. Þar væri kjördæmið með 10% at- kvæða og um 10% þingmanna. Reikningar fyi'ir liðið ár voru samþykktir. Þeir sýndu 38,5 millj. kr. tekjur, en 36,2 millj. kr. gjöld. Einnig var fjárhagsáætlun íyrir yf- irstandandi ár samþykkt. Ný stjórn var kosin, en hana skipa: Kristján Þór Júlíusson, Akureyri, form., Guðný Sverrisdótt- ir, Grenivík, Gunnlaugur Júlíusson, Raufarhöfn, Kristján Olafsson, Dal- vík, og Skarphéðinn Sigurðsson, Bárðardal. Alls höfðu 46 fulltrúar rétt til fundarsetu. Nokkrir gestir sátu einnig fundinn, þar á meðal Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaðm' og ráðherrarnir Halldór Blöndal og Guðmundur Bjarnason. Akveðið var að næsti aðalfundur yrði haldinn í Grímsey. ísafirði - Á Bæjar- og héraðsbóka- safninu á ísafirði hefur verið tekin í notkun tölvuskráning í tengslum við Netið, þannig að nú getur hver sem er flett upp í skrám safnsins á Vefn- um og séð hvaða bækur eru til. Búnaður þessi er frá norska fyrir- tækinu Milö'omarc og er þetta nýj- ung hjá almenningsbókasafni hér á landi. Miklu fljótlegra og auðveldara er fyrir fólk að leita að bókum á þennan hátt en með gömlu aðferð- inni, að sögn Jóhanns Hinrikssonar, bókavkrðar á ísafirði, sem beitti sér fyrir þessari nýjung. Síðan er hægt að panta bækur í netpósti eða á ann- an hátt. Nú er verið að vinna að lokafrágangi kerfisins, þannig að það vinni að öllu leyti á íslensku. í umræddri skrá á Vefnum eru meðal annars allar bækur 1 útlánadeild bókasafnsins á Isafirði, einnig allt bókasafn Grunnskólans á Isafirði og allur bókakostur Skólaskrifstofu Vestfjarða, en það kemur sér afar vel fyrir skólana í fjórðungnum. Líka eru þarna inni flest söfn gömlu lestrarfélaganna í Isáfjarðarsýslum, svo sem á Snæfjallaströnd, í Reykjanesi, í Súðavík, á Suðureyri, á Flateyri og í Holti. Sama skrán- ingarkerfi hefur verið tekið upp í bókasafninu í Bolungai-vík og aðeins er spuming um ákvörðun og svolitla peninga að bækurnar þar komist einnig á Vefinn. Hins vegar er bóka- safn Framhaldsskóla Vestfjarða ekki þama með, enn sem komið er að minnsta kosti. AIIs eru 60 þúsund bindi skráð Um 60.000 bindi munu vera skráð með þessum hætti í tölvu Bæjar- og héraðsbókasafnsins og þar mun vera hægt að finna því sem næst all- ar bækur sem hafa komið út á Is- landi síðastliðin tíu ár og margar miklu lengi'a aftur í tímann. Og ekki eru aðeins bækur í skránni, heldur einnig myndbönd, hljómplötur og tölvuforrit. Síðan er ætlunin er að skrá þar allt héraðs- skjalasafnið, svo og einkaskjalasöfn, sem Jóna Símonía Bjarnadóttir skjalavörður er tekin til við að skrá. Loks er ráðgert að verk í eigu Listasafns ísafjarðar komi þar inn með tímanum, svo og ljósmynda- safn. Morgimblaðið/Silli FRA aðalfundi Eyþings 1998 á Hótel Húsavík. Næsti aðalfundur verður haldinn í Grímsey. SBOBHHBBKI mmmmmmma ___________________________Starfsmenn: Sverrir Kristinsson Iðgg. fasteignasali, sölustiórt, Þorleifur St.Guðmundsson.B.Sc., sðlum., Guömundur Sigurjónsson löafr. og Iðgg.fasteignasali. skjalagerö. Stefán Hrafn Stefánsson Iðgfr,; sðlum., Magnea S. Sverrisdóttir, Iðgg. msteignasali, sölumaður, Stefán Arnl Auðólfsson, sðlumaöur, Jóhanna Valdimarsdóttir, auglysingar, gialdkeri, Inga Hannesdóttir. slmavarsla og ritari, Olöf Steinarsdóttir, ðflun skjala og gagna, Ragnheiður D. Agnarsdóttir.skrifstofustórf. íl Sími 588 0090 • Fax 588 9095 • SÍOiinmla 2 I Þjónustuíbúð við Hrafnistu Reykjavík IGIæsileg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi fyrir eldri borgara. Glæsileg sameign, samkomusalur o.fl. Verð tilboð. 8143 VANTAR - VANTAR Höfum ákveðna kaupendur að eftirtöldum eignum. Sterkar greiðslur í boði fyrir rétta eign, jafnvel staðgreiðsla. Einb. í Þingholtum, vesturborginni eða miöbænum (allt að 30 millj.) Einbýli, parhús eða raðhús í Fossvogi. Einbýli, parhús eða raðhús á Seltjarnarnesi. Sérbýli í vesturborginni um 150 fm. Sérbýli í Smáíbúðahverfi. 90-140 fm íbúð (Leitum, vesturbæ eða Seltjarnarnesi. Hæö og ris í vesturborginni, 130-160 fm. - Hæð í vesturbæ, Hltðum eða austurbæ. , 4ra-5 herb. íbúð I Háaleitishverfi. Höfum kaupendur að íbúðum í Smára- og Lindahverfi. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Vegna mikíllar sötu á atvinnuhúsnæði undanfarið vantar okkur nú flestar gerðir af atvinnuhúsnæði. I sumum tilvikum er um fjárfesta að ræða sem eru tilbúnir að kaupa eign er má kosta allt að kr. 500 millj. Staðgreiðsla kemur til greína. Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞINGFLOKKUR og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins í steingarðinum við Vagninn á Flateyri. Framsókn í hjartalaga garði Flateyri - Þingflokkur og fram- kvæmdastjórn Framsóknar- fiokksins var nýverið á ferð um Vestfirði. Tilgangur fararinnar var vegna landsfundar framsókn- armanna á Isafirði. Á milli þingstarfa notuðu fund- armenn tækifærið og heimsóttu firðina. Sól og blíða var þegar framsóknarmenn renndu í hlað á Flateyri og tóku hús á vertinum á Vagninum og þáðu hádegismat. Að afloknum hádegisverði brugðu menn sér út í blíðuna bakatil í nýjum steinlögðum bak- garði Vagnsins og hlýddu á fyrir- lestur um sögu Flateyrar. Að því loknu var stefnan tekin á Þing- eyri. Garður þessi sem er nýtilkom- inn hefur vakið mikla eftirtekt fyrir útlit sitt, en hann er eins og hjarta í iaginu og er efnið í stein- gólfið og steinvegginn sótt víða um Vestfírði. Hönnun garðsins var í höndum Björns G. Björns- sonar hönnuðar og Afrek ehf á Flateyri sá um vinnuna við garð- inn. Menn hafa haft það í flimt- ingum að loks sé kominn kjörinn staður til að falla á „skeljarnar" fyrir framan sína heittelskuðu og bera upp hina eilífu spurningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.