Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 26

Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsókn Swissair-slyssins við Nova Scotia Hitaskemmdir finnast á braki úr stjórnklefa BRAK úr stjómklefa MD 11-þotu svissneska flugfélagsins Swissair, sem fórst við Nova Scotia í síðustu viku, ber merki hitaskemmda. Vic Gerden, sem hefur yfirumsjón með rannsókn slyssins, sagðist í gær ekki vilja geta sér til um ástæður hitaskemmdanna eða hversu víða þær væri að fínna í flugvélinni. Að merki um hitaskemmdir skyldu hafa fundizt á stjómklefa vélarinnar hefur að sögn Gerdens þó aukið mönnum von um að hægt verði að komast til botns í því hvers vegna þéttur reykur umlukti flug- mennina áður en þotan hrapaði í hafið með þeim afleiðingum að allir um borð, 229 manns, fórast. Kafarar em enn að reyna að heimta hljóðrita vélarinnar upp af hafsbotni, sem á að geyma upptöku af samskiptum flugmannanna og fjarskiptum þeirra við flugumferð- arstjóra á jörðu niðri. I fyrradag var birt ítarlegri uppritun á hljóð- ritun þess sem fór í milli flugmann- anna og flugtumsins í Mockton í Nýja Brúnsvíkurríki í Kanada, en flugumferðarstjórarnir þar beindu Swissair-þotunni til lendingar á al- þjóðlega flugvellinum við Halifax á Nova Scotia. Meðal þess, sem kemur fram í skráðum samskiptum flugmanna Swissair-þotunnar við flugumferð- arstjóra skömmu áður en vélin fórst, er að flugmennirnir tilkynntu að þeir settu upp súrefnisgrímur og að þeir yrðu að fljúga vélinni hand- virkt, án aðstoðar sjálfstýringar. Mikill hluti samtalsins fjallaði um að koma þotunni yfír auðan sjó þar sem hægt væri að losa hana við eldsneyti til að létta hana fyrir nauðlendingu í Halifax. Ekki endilega allsherjar rafmagnsleysi Frumskoðun á gögnum af flug- rita þotunnar bendir til þess að bil- anir hafí orðið í rafkerfí hennar. Stöðvaðist starfsemi flugritans er þotan var að lækka sig í um 10.000 feta flughæð. Gerden sagði að þetta þyrfti ekki endilega að þýða, að þotan hefði orðið rafmagnslaus með öllu þvi rafkerfið væri þrefalt og þannig hannað, að brygðist eitt þeirra tæki annað við. Hann sagði að rannsókn á flugritanum benti þó til þess að ýmis kerfí þotunnar hefðu verið farin að starfa óeðli- lega. Reuters Skólaúlpur í Spörtu Norður- Kórea fagnar 50 ára afmaeli NORÐUR-Kóreubúar fögnuðu þvi' í gær að fímmtíu ár voru liðin frá stofnun ríkisins. í höfuðborg- inni Pyongyang fór fram til- komumikil hátíðarathöfn, þar sem þúsundir hermanna gengu fylktu liði í skrúðgöngu til heið- urs Kim Il-sung, forseta landsins frá stofnun þess til dauðadags ár- ið 1994. Fyrir skrúðgöngunni fór prammi með risavaxinni styttu af Kim. Sonur Kim Il-sungs, Kim Jong-il, var síðastliðinn laugar- dag formlega kjörinn leiðtogi landsins. Forsetaembættið var hins vegar lagt niður og Kim II- sung lýstur „forseti að eilífu“. Kaupin á United gætu komið Blair í vanda London. Reuters. KAUP BSkyB, fjölmiðlafyrirtæk- is Ruperts Murdochs, á knatt- spyrnufélaginu Manchester United hafa ekki einungis valdið titringi í bresku knattspyrnu- og viðskiptalífí. Yfírtakan á Manchester United er jafnframt talin hafa pólitísk áhrif og koma Tony Blair forsætisráðherra í erfiða stöðu. Fjölmargir fót- boltaunnendur eru mjög reiðir yfír kaupum Murdochs á félaginu en flestir þeirra eru kjósendur Verkamannaflokksins. Murdoch hefur hins vegar einnig verið hallur undir Blair og Verka- mannaflokkinn á síðustu árum og ekki talið líklegt að stjórnin vilji stefna því sambandi í hættu. Ríkisstjórnin verður á næst- unni að taka afstöðu til þess, hvort leyfa eigi yfírtöku BSkyB, sem Murdoch á 40% hlut í, á þekktasta knattspyrnufélagi Bretlands, Manchester United, sem jafnframt er tekjuhæsta knattspyrnufélag Evrópu. Nokkrir kostir Ríkisstjórnin hefur nokkra kosti í stöðunni. Hún getur samþykkt kaupin án nokkurra athugasemda, hún getur sam- þykkt kaupin en með skilyrðum eða þá vísað málinu til sam- keppnisyfirvalda. Þá yrði gerð ítarleg rannsókn á kaupunum og áhrifum þeirra er væntanlega myndi taka fjóra til fimm mán- uði. Það sem helst þykir mæla gegn því að leyfa kaupin er að BSkyB hefur samið um útsend- ingarétt frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir stjórnmálaskýrendur í Bretlandi eru þeirrar skoðunar að málið komi stjórninni í bobba sama hver niðurstaðan verður á endanum. Verði kaupin sam- þykkt má búast við að andstæð- ingar Murdochs og samkeppnis- aðilar muni saka ríkissljórnina um að ganga erinda fjölmiðla- kóngsins. Verði hins vegar ákveðið að fresta kaupunum eða skilyrða þau má telja líklegt að það hafi slæm áhrif á tengsl Murdochs og Verkamannaflokksins. Stuðning- ur fjölmiðlaveldis Murdochs í síð- ustu kosningum er talinn hafa átt mikinn þátt í sigri Verkamanna- flokksins í síðustu kosningum og þá ekki síst stuðningur síðdegis- blaðsins The Sun. Eftir að Blair tók við sem leið- togi flokksins lagði forysta Verkamannaflokksins mikla áherslu á að bæta tengslin við Murdoch. Er talið að þátttaka Blairs í ráðstefnu á Hayman-eyju við Ástralíu árið 1995, sem hald- in var af fyrirtæki Murdochs, News Corporation, hafí ýtt undir sinnaskipti af hálfu Murdochs. í kosningunum 1997 sneri Sun við blaðinu en önnur dagblöð Mur- dochs, The Times, The Sunday Times og News of the World voru hins vegar tvístígandi í af- stöðu sinni. Blair hefur áfram haldið góð- um tengslum við Murdoch og fyrr á árinu sætti hann gagnrýni eftir að í Ijós kom að hann hefði m.a. talað máli Murdochs í sam- ræðum við Romano Prodi, for- sætisráðherra Italíu. Þá flutti Gordon Brown ræðu á fundi hjá News Corporation í Bandaríkjun- um fyrr á árinu og Tim Allan, einn nánasti ráðgjafí Blairs, hætti um svipað leyti störfum á skrifstofu forsætisráðherrans og gerðist yfirmaður upplýsinga- mála hjá BSkyB. Ekki einhugur Ekki ríkir þó einhugur innan Verkamannaflokksins um ágæti tengslanna við Murdoch. I rit- stjórnargrein í dagblaðinu The Guardian í gær segir Hugo Young að Murdoch hafi hættuleg áhrif á breskt stjórnmálalíf. „Tony Blair ætti að spyija sjálfan sig hvort að það fari ekki að verða vandræðalegt hversu vil- hallur hann er Murdoch," segir Young m.a. Annar dálkahöfund- ur blaðsins sagði að fullyrðingar um að kaupin myndu ekki bitna á fótboltanum og fótboltaunnend- um væru þær hjákátlegustu frá því að Munchen-samkomulaginu var hampað á sínu tíma. Síðdeg- isblaðið The Mirror birti mynd af rauðum, liyrndum Murdoch á forsíðu undir fyrirsögninni „Rauði skrattinn". Þá eru margir þingmenn Verkamannaflokksins ósáttir við mikil áhrif Murdochs. Blair sjálfur er sagður hafa miklar áhyggjur af því að dag- blöð Murdochs skuli áfram halda uppi harðri gagnrýni á áformin um sameiginlegan evrópskan gjaldmiðil. Fyrr á árinu kom upp orðrómur í fjölmiðlum um að Murdoch kynni að láta af and- stöðu sinni gagnvart sameigin- Iega gjaldmiðlinum en stuttu seinna birti Sun mynd af Blair á forsíðu sinni og spurði í fyrir- sögn hvort að þar færi „hættu- legasti maður Bretlands". Var þetta túlkað sem skilaboð til for- sætisráðherrans um að hann gæti ekki gengið að stuðningi Murdochs vísum. Blair er milli tveggja elda í Manchester United-málinu. Hann er sjálfur mikill fótboltaunnandi og stuðningsmaður liðs Newcastle. Nú er hins vegar tal- in hætta á að fótboltaáhugamenn reiðist sljórninni fyrir að leyfa kaupin þar sem að þeir óttast að í stað þess að geta fylgst með þeim án endurgjalds í sjónvarpi verði þeir í framtíðinni að kaupa aðgang að útsendingum í gegn- um fjölmiðlaveldi Murdochs. Malta sækir um á ný Panda vattúlpa (á mynd Þórunn) Litir: Svart, rautt, kongablátt, gult Nr. 2 til 12 Verð 4.990 Úlpa Mountain (á mynd Hilmar og Lárus) Litir: Svart/grátt, rautt/blátt, blátt/ljósblátt Nr. 4 til 14 5.990 Nr. XS-XXL 7.990 ATH. PÓSTSENDUM Lager útsalan heldur áfram SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Valletta. Reuters. Á FYRSTA fundi nýrrar ríkisstjórnar Möltuvar í gær tekin ákvörðun um að endumýja umsókn landsins um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Um- sóknin var fyrst lögð inn í júlí 1991, en ríkisstjóm Alíreds Sants, leiðtoga Verkamannaflokksins á Möltu, lagði hana á hOluna þegar hún komst til valda fyrir tveimur árum. Sant vék fyrir Eddie Fenech Adami, leiðtoga Þjóðern- issinnaflokksins, um síðustu helgi eftir að sigur hins síð- amefnda í þingkosningunum sem þá fóru fram varð ljós. Guido de Marco, utanríkisráðherra, tilkynnti í gær að formlegt bréf með ákvörðun ríkisstjórnarinnar yrði taf- arlaust sent til höfuðstöðva ESB í Brussel. „Við erum pólitískt staðráðnir í að tryggja ESB-aðild Möltu eins fljótt og unnt er, og við munum leggja hart að okkur til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur síðustu tvö árin,“ tjáði de Marco fréttamönnum að loknum ríkisstjórn- arfundinum í Valletta. Árið 1996 hafði Malta fengið vilyrði fyrir að teknar yrðu upp viðræður um ESB-aðild eyjarinnar samtímis því að slíkar viðræður hæfust við þau ríki önnur, sem metin hefðu verið komast næst því að uppfylla pólitísk og efnahagsleg skilyrði að- ildar, en viðræður hófust í marz á þessu ári við Kýpur og sex ríki Mið- og Austur-Evrópu en ekki Möltu. Hin nýja stjórn Þjóðernissinnaflokksins hefur heitið því að væntanlegur samningur um aðild eyjarinnar að sambandinu verði borinn undir þjóðaratkvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.