Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 27
ERLENT
Reuters
STÚDENTAR eyðileggja skilti með mynd af B.J. Habibie, forseta
Indónesíu, í borginni Surabaya í gær.
Mótmæli
aukast í
Indónesíu
Surabaya. Reuters.
YFIR 2 þúsund stúdentar og verka-
menn höfðu uppi mótmæli í gær er
forseti Indóncsíu, B.J. Habibie,
heimsótti Surabaya, næst stærstu
borg landsins. Fjölmennt lið hers
og lögreglu varnaði mótmælendum
inngöngu í stjórnsýsluhúsið, þar
sem forsetinn átti viðræður við
héraðsstjóra Austur-Jövu, en ekki
kom til alvarlegra átaka.
Þetta eru ein mestu mótmæli
sem orðið hafa gegn stjórn
Habibies, sem tók við völdum fyrir
þremur mánuðum. Mótmælendurn-
ir kröfðust þess að Habibie segði af
sér ef honum tækist ekki að stöðva
gífurlegar verðhækkanir á nauð-
synjavörum og koma efnahagi
landsins á réttan kjöl. Fylkingar
stúdenta lýstu því yfir í gær að að-
gerðum yrði haldið áfram.
Verð á hrísgrjónum hefur þre-
faldast á undanförnu ári í Indó-
nesíu. Embættismenn skýrðu frá
því að hundruð manna hefðu ráðist
inn í vöruhús í gær og stolið hrís-
grjónum. Flest vöruhúsanna voru í
eigu Kínverja, sem margir hafa
notið efnalegrar velgengni f Indó-
nesíu, og hafa því oft orðið fyrir
barðinu á öfund og ofbeldisverk-
um.
Alþjóðavinnumálastofnunin
varaði nýlega við því að tveir
þriðju hlutar indónesísku þjóðar-
innar, sem telur 200 milljónir
manna, muni lifa undir fátæktar-
mörkum við lok næsta árs, takist
ekki að reisa við efnahag landsins.
Álit Breta á Tony
Blair fer þverrandi
London. Reuters.
Stjarna Tonys Blairs, forsætis-
ráðherra Bretlands, er tekin að
falla, samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar, sem birtist í
enska blaðinu Guardian í dag.
Hveitibrauðsdögum stjórnar Blairs
er í augum þegna hennar lokið og
vonsviknir kjósendur líta í auknum
mæli á hann sem enn einn stjórn-
málamanninn en ekki pólitískt of-
urmenni, að sögn Guardian.
Samkvæmt könnuninni hefur
persónufylgi Blairs farið úr 80% í
60% á rösku ári, sem enn telst þó
hátt. Nánustu samstarfsmenn hans
munu þó hafa meiri áhyggjur af því
hvernig álit almennings á Blair
sem heiðarlegum, skilningsríkum
og sterkum persónuleika hefur
hrunið. f byrjun stjórnartíðar
Blairs taldi 21% kjósenda hann
hrokafullan en það hlutfall hefur
nú aukist í 29%. Nú telja aðeins
42% hann sterkan leiðtoga en 57% í
fyrra. Þá finnst aðeins 48% hann
hafa skilning á hag almennings
samanborið við 65% í fyrra. 40%
færri telja Blair heiðarlegri en
aðra stjórnmálamenn.
í upphafi stjórnartíðar Blairs
fyrir 16 mánuðum töldu 54%
breskra þegna hann heiðarlegri en
aðra stjórnmálamenn, en 40%
þeirra sem svöruðu því til hafa
skipt um skoðun, því nú telja ein-
ungis 34% hann heiðarlegri en aðra
stjórnmálamenn.
Loks hefur þeim fjölgað úr 50% í
51% sem telja að boðskapur og
stefna Blairs séu innihaldslaus.
Ashdown á niðurleið
og Hague sækir lítt á
Könnunin náði einnig til leiðtoga
hinna bresku stjórnmálaflokkanna
tveggja, sem sæti eiga á þingi. Sam-
kvæmt því fellur stjarna Paddys
Ashdowns, leiðtoga Frjálslynda
flokksins, samkvæmt öllum mæli-
kvörðum könnunarinnar. William
Hague, leiðtogi íhaldsflokksins,
virðist ekki hafa náð augum og eyr-
um kjósenda. Þótt hann komi betur
út í ölium þáttum könnunarinnar er
aukningin aðeins 1-5 prósentustig
frá í fyrra. Virðist hann því eiga á
brattann að sækja.
www.mbl.is
NÝR LÚXUSJEPPI
Grand Vitara er alvöru jeppi. Sjálfstæð grindin
og hátt og lágt drif tryggja að hann kemst
þangað sem honum er ætlað að fara.
Hann er byggður á traustum grunni
Suzuki Vitara, bara enn betur útbúinn,
breiðari og glæsilegri.
Svo er hann á sérlega ánægjulegu verði:
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Simi 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SUZUKI
AFLOG
ÖRYGGI
FULL
FRAME
SUZUKl SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 4E2 63 00. Egilsstaðir: Bila- 09 búvélasalan hf„
Miðási 19, slmi 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 55515 50. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavik: BG bílakringlan, Grðfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bflasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.