Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 29 LISTIR Kúnstin er að æfa mjög hægt Göran Söllscher. GÖRAN SÖLLSCHER hete leikið víðsvegar um heim og fyrir nokkrum árum kom hann fram á Listahátíð í Reykjavík. Ferill hans hete' verið einkai- glæsilegur en á þessu ári eru liðin 20 ár frá því að hann hlaut alþjóðlega frægð og enn er engan bilbug á honum að tena. Söllscher, sem er fæddur á nýár- snótt árið 1955, kynntist gítamum mjög ungur því faðfr hans kunni svolítið fyrir sér í gítarleik. Atta eða níu ái'a fékk hann sína íyrstu tilsögn á hljóðfærið en eftfr að hafa farið á sumamámskeið hjá prófessor Per- Olof Johnson, þá fjórtán ára gamall, bauð Johnson honum að koma í einkatíma til sín. Faðir Söllshers þurfti að aka með drenginn um 300 km frá Kalmar til Malmö einu sinni í viku um tveggja ára skeið svo að hann gæti notið bestu kennslu sem völ var á. Söllscher tók síðan lokapróf frá Tónlistarháskólanum í Malmö árið 1977 og frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1979 og var Per- Olof Johnson aðalkennai'i hans við báða skólana. Þegai' Johnson lét nýverið af stöðu prófessors við háskól- ann í Malmö tók svo Söllscher við af honum. Söllscher hefur sagt að John- son sé sá sem mest áhrif hafí haft á sig og leitar enn til hans. „Eg var mjög heppinn að geta hafið svo ungur nám hjá Per-Olof Johnson. Styi'kur hans sem kennara er að hann er mjög mikill tónlistaiTnaðm' og leitar ekki auðveldustu leiða í gitarleik heldur stefnfr hann fyrst og fremst að besta hugsanlega árangi-i tónlistarlega séð. í starfi mínu við háskólann mun ég hafa í heiðri þær hefðir sem hann mótaði. Þrátt íyrh' að ég leggi enn höfuðáherslu á eigin feiTl hef ég mikla ánægju af því að kenna og finnst það gefandi,“ segir Göran Söllscher. „Sigurinn breytti lífi mínu“ Árið 1978, þá aðeins 23ja ára gamall, vann Söllscher til fyrstu Sænski gítarleikarinn Göran Söllscher kemur hingað til lands á veg- um Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og spilar á tónleikum í Seltjarnarneskirkju 12. september kl. 17 og heldur námskeið dag- ana 13.-14. september í húsnæði skólans að Engjateigi 1. Rúnar Þórisson ræddi við listamanninn og kynnti sér feril hans. verðlauna í „Concours international de la Guitarre“, alþjóðlegri keppni í klassískum gítarleik í París. Efnileg- ustu gítarleikarar heims taka jafnan þátt í henni. Söllscher kveðst ekki hafa gert sér miklar vonir um vel- gengni í keppninni og því hafi hann ekki átt von á að komast í undanúr- slit. „En eftir að hafa gengið vel að spila þar sá ég að ég átti möguleika og að sjálfsögðu varð ég mjög ánægður þegar úrslitin voru kunn- gerð. Sigurinn bre.ytti lífi mínu svo um munaði.“ Útgáfusamningur og alþjóðlegur ferill í kjölfai' sigursins fylgdi alþjóð- legur ferill og útgáfusamningur við hið virta hljómplötufyrirtæki Deutsche Grammophone, en á veg- um þess hefur hann gert fjölmargar hljóðritanir sem allar hafa fengið góða dóma og selst vel. Má þar nefna hljóðritanfr á einleiksverkum eftir J. S. Baeh og ennft'emur flutning hans ásamt Orpheus Chamber Orchestra á gítarkonsertum spænska tónskáldsins Joaquin Rodrigo, „Concierto de Ai-anjuez" og „Fantasia para un gentilhombre“. Þess má geta að Söllscher var valinn til að flytja „Concierto de Aranjuez" í Madrid árið 1991 á hátíðartónleik- um í tilefni 90 ára afmælis höfundar- ins. Aðrar hljóðritanir sem vakið hafa sérstaka athygli er hljóðritun frá 1993 þar sem hann leikur ásamt fiðluleikaranum Gil Shaham verk eftir Paganini. Sú komst á lista yfii' 10 söluhæstu plötumar í Bandaríkj- unum samkvæmt úttekt Billboard Magazine á sölu klassískra platna. I október 1995 kom út geisladiskurinn „Here, there and everywhere" sem inniheldur tónlist Bítlanna, útsetta fyrir einleiksgítar. Diskurinn seldist mjög vel og var lengi meðal tíu sölu- hæstu hljómdiska í Svíþjóð. Sama ár kom einnig út diskur þar sem hann leikur ásamt franska flautuleikaran- um Patrick Gallois tónlist eftir argentíska tangómeist- arann Astor Piazzolla. Tónleikar um allan heini Ar hvert heldur Gör- an Söllscher um 50 tón- leika víðsvegar um heim- inn. „Mér hefur alltaf þótt mjög skemmtilegt að leika á tónleikum. Þeir geta reyndar verið mjög misjafnir, það velt- ur á áheyrendum, salar- kynnum og fleiru. A tón- leikum er oft hægt að taka meiri áhættu en í hljóðveri þar sem maður verður að skipuleggja vinnuna út í ystu æsar.“ Söllscher hefur m.a. leikið á tónleik- um í Bandaríkjunum, Mexíkó, Frakklandi, Þýskalandi, Kína, á Spáni og á Norðurlöndum. Hann fer reglulega til Japans þar sem hann dvelur allt að þremur mánuðum í senn og er undantekningarlaust afar vel tekið. Þai' hefur hann auk ein- leikstónleika haldið tónleika með japanska flautuleikaranum Shigen- ori Kudo og fiðluleikaranum Gil Shaham. Fyrfr fimmtán árum lék Söllscher á Listahátíð í Reykjavík._„Mér þótti mjög gaman að koma til Islands. Eg var þar í viku og það er mér ógleym- anlegt.“ Samvinna við þekkta listamenn Söllscher hefur leikið með fjölda þekktra hljómsveita og tónlistar- manna, m.a. Royal Philharmonic Orchestra, English Chamber Orchestra, Chamber Orchestra of Europe, Camerata Bern og Japan Philharmonic auk þekktra hljómsveita á Norðuriöndum. Hann hefur unnið með hljómsveitarstjómm á borð við Claudio Abbado, Rafael Frubeck de Burgos, Sixten Erling og Esa-Pekka Salonen. Auk þessa vinn- ur Söllscher reglulega með blokk- flautuleikaranum Michala Petri og flautuleikaranum Manuela Wiesler sem er Islendingum að góðu kunn. Með þeim hefur hann haldið fjölda tónleika í Svíþjóð og Þýskalandi. Ný efnisskrá á hverju ári Efnisskrá Söllschers spannar mjög breitt svið, allt frá endurreisn- ai'tónlist til vel þekktra gítar- konserta og samtímaverka. „Ég reyni að læra nýtt prógram á hverju ári. Ég hef spilað fjölda verka í gegnum tíðina og þau læri ég fljótt utanbókar og gleymi þeim ekki svo auðveldlega. Þetta er kannski góð blanda.“ Mörg tónskáld á Norðurlöndum hafa skrifað fyi'fr Söllseher og til- einkað honum verk sín. Má þar nefna Daniel Börtz, Erland von Koch og Ulrik Neuman en þeir tveir síðastnefndu hafa báðir skrifað gít- arkonserta sem Söllscher hefur leik- ið inn á hljómdiska. „Ég hef mikinn áhuga á að spila mefra af nýrri tón- list og þrátt fyrir vissan skort er nú til mikið af áhugaverðu efni fyrir hljóðfærið." Grunnurinn verður að vera lireinn Enginn velkist í vafa um að Söllscher sé meðal bestu gítarleikara heims. Hann náði ungur alþjóðlegi'i athygli og hefur haldið henni síðan. En hver er lykilinn að þessum árangri og leikstíl hans, sem er svo tær að helst minnfr á hreinustu og fegurstu ár íslands? „Ég reyni að æfa eins hreint og tært og mögulegt er alveg frá byi’jun, áður en ég vinn með atriði eins og túlkun og skraut- nótur. Ég verð að byrja á núllpunkti. Kúnstin er að æfa mjög hægt þannig að ég hafi fullkomna stjórn á öllu sem ég geri, fraseringu, tón, túlkun og svo framvegis. Ef ég vinn ekki á þennan hátt verð ég aldrei ánægður með útkomuna. Þetta er eins og með málarann sem byrjar með hvítan striga, ég get ekki byrjað með striga sem þegar hefur verið málað á. Grunnurinn verður að vera hreinn.“ Nýjar hljómplötur Tuttug’u lög eftir Arna Gunnlaugsson ÞÚ fagra vor er heiti á hljómplötu og tónsnældu sem á eru tuttugu lög eftir Ái-na Gunnlaugsson frá Hafn- arfirði. Flytjendur eru Elín Osk Óskarsdóttir, Alda Ingibergsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Jóhanna Linpet, Guðmundur Þór Gíslason, Arni Gunnlaugsson, Kamma Karlsson og Atli Guðlaugsson, Kór Bústaða- kirkju, Carl Möller, Hrönn Geir- laugsdóttir, Guðni Þ. Guðmunds- son, Lúðrasveit og Léttsveit Akur- eyrar. Á hljómplötunni eru ýmis lög, allt frá einsöngslögum, sálmalögum, kórlögum, lúðrasveitartónlist og léttsveitartónlist, segir í fréttatil- kynningu. Hljómplötuna helgar Ái'ni ald- arminningu móður sinnar, Snjþlaugar G. Árnadóttur. Árni Gunnlaugsson stendur sjálf- ur að útgáfu og sölu hljómplötunn- ai'. Kynningarverð er 1.500 kr. Hljóðvinnslu og samsetningu annaðist Halldór Víkingsson en Gunnar Þór Halldórsson sá um hönnun bæklings. Hljómplatan er framleidd í Salzburg, Austurríki, en tónsnældan hjá Hljóðrita, Reykja- vík. Filmuvinnsla var í Prisma Prentbæ. Kápumynd gerði Bjarni Jónsson listmálarí. Systur á tónleikum á Ísafírði SYSTURNAR Rannveig Sif Sig- urðardóttir sópransöngkona og Hólmfríður Sigurðardóttir, píanó- leikari, halda tónleika í sal Grunn- skóla Isafsjarðar, í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög eftir ýmis eldri tónskáld, s.s. Purcell, Fauré og de Falla, en einnig eftir ísfirsku tónskáldin Hjálmar Ragnarsson, Jónas Tómas- son og Ragnar H. Ragnar. Tónleik- arnir eru sérstaklega tileinkaðir minningu Ragnars, en 28. septem- ber eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Rannveig Sif og Hólmfríður eru fæddar og uppaldar á ísafirði og hófu báðar tónhstarferil sinn við Tónlistasrskóla Isafjarðar. Rann- veig Sif býr nú í Hollandi og syngur þar og víðar í Evrópu með litlum sönghópum og barokkhljómsveit- um, en hún hefur lagt sérstaka stund á tónlist þessa tíma. Hólm- fríður hefur víða komið fram sem einleikari og meðleikari, en á und- anförnum árum hefur hún aðallega leikið með söngvurum og starfað við Söngskólann í Reykjavík. Tónleikarnir eru á vegum Tón- listarfélags ísafjarðar. ---------------- Verk úr ís- lenskri náttúru í Lóuhreiðri NÚ stendur yfir sýning í Lóu- hreiðri, Laugavegi 59, á skreyting- um úr þurrkuðum trjáberki og fleiru úr íslenskru náttúru. Verkin ei'u eftir Báru Ingvarsdóttur. Á hverja skreytingu er ritaður máls- háttur. Verð í lausasölu 499 kr. álft Lífið sjálft Áskrift og dreifing í síma 544 8070. Erfitt að velja??? Veldu...lífið sj 3. tbl. tímaritsins er Tímaritið fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins, í völdum verslunum Olís, Nýkaupa og Hagkaups og víðar. Áskriftartilboðið stendur enn! Árs áskrift (6 blöð) og bók að eigin vali — aðeins kr. 2.000. komið út. Merkilegt forsíðuviðtal við Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra. Gnægtarhorn grænmetisgarðsins. Kynferðisleg áreitni kvenna. Upplýsingar og hjálpargögn um vistvæna byggð. Ofvirkni og magakveisur. Þorgrímur Þráinsson skrifar. Húna seiðmenning. Friðarsamtök WPPS. Ananda Tara Shan á íslandi. Notaðu heilann til tilbreytingar. Steinar Berg lítur inná við. Tantra yogaæfingar. Dagleg stjörnuspá fyrir september og október. ...vítamín, yogastaðan, kristallar, dæmisagan, myndasaga og margt margt fleira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.