Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OGNVEKJANDI
UPPLÝSINGAR
ÞÆR upplýsingar sem komu fram í frétt í Morgun-
blaðinu í gær, um stórfellda fjölgun ungra sjúklinga
í meðferð á Vogi eru ógnvekjandi. Samkvæmt upplýs-
ingum úr sjúkraskrám Sjúkrahúss SAA á Vogi fyrir
fyrstu sex mánuði þessa árs er áfram mest fjölgun í
yngstu aldurshópunum sem þangað leita. Fjölgað hefur
um 34% í aldurshópnum 24 ára og yngri á síðustu sex ár-
um og fjöldi þeirra sem eru 19 ára og yngri og þangað
leita eftir meðferð hefur rúmlega tvöfaldast á sex ára
tímabili.
Aðrar og ekki síður skelfilegar upplýsingar eru fólgn-
ar í greiningunni á í hvers konar vímuefnaneytendur
hinir ungu sjúklingar skiptast. Hlutfall stórneytenda
amfetamíns og kannabisefna meðal unga fólksins sem
leitar sér meðferðar er álíka hátt og á síðasta ári, en árið
1996 fjölgaði þeim um helming miðað við sama tíma árið
áður. Fram kemur að hópur stórneytenda kannabisefna
í hópi meðferðarsjúklinga hefur verið um helmingur
þeirra sem eru 24 ára og yngri og stórneytendur amfeta-
míns hafa verið um 40% meðferðarhópsins og eru enn.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að mikil neysla amfetamíns
sé undanfari sprautunotkunar og því sé ljóst að sprautu-
fíklum muni fjölga talsvert næstu tvö til þrjú árin og
þeir verði yngri en áður. í máli Þórarins kom einnig
fram sú skelfilega staðreynd, að 55% unga fólksins sem
kom til meðferðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs höfðu
prófað heróín og það efni ásamt helsælu (ecstasy) og
kókaíni virðist hafa unnið sér sess hérlendis.
Allt eru þetta geigvænlegar upplýsingar. Hér verður
að stórefla forvarna- og fræðslustarf um hvers konar vá
er fyrir dyrum og í þeim efnum verða allir að leggjast á
eitt - foreldrar, skólayfirvöld, heilbrigðisyfii’völd,
lögregla, bindindissamtök, íþrótta- og æskulýðshreyf-
ing. Allir!
SAMKEPPNI
Á GSM-MARKAÐI
ENGINN VAFI er á því, að sú samkeppni, sem hófst
með stofnun og starfsemi farsímafélagsins Tals hf.,
hefur skilað símnotendum hagstæðara verðlagi og auk-
inni og bættri þjónustu. í aðdraganda að stofnun Tals
hf. undirbjó Landssíminn sig fyrir væntanlega sam-
keppni með verðbreytingum og nýrri þjónustu, m.a. var
allt landið gert að einu gjaldsvæði. Einkaréttur Lands-
símans til símaþjónustu féll niður um síðustu áramót.
Tal hf. hóf svo starfsemi sína á sviði farsímaþjónustu í
maíbyrjun.
Tal hf. hefur nú tilkynnt um lækkun á mínútuverði á
símtölum milli tveggja GSM-síma á vegum fyrirtækis-
ins, svo og breytingu á verðflokkum. Frá 15. september
mun gjaldið verða 10 kr. á mínútu, hvenær sem hringt er
sólarhringsins, og verður aðeins einn gjaldflokkur fram-
vegis. Gjaldflokkar eru nú fimm og mínútuverðið á bilinu
10-15 krónur. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Þórólf-
ur Árnason, bendir á, að eftir þessa breytingu verði
mínútuverð helmingi ódýrara en áður þegar hringt er
milli tveggja Tals GSM-síma heldur en þegar hringt er
úr landlínusíma í Tals GSM-síma. Á daginn kostar það
21,90 kr. á mínútu að hringja úr venjulegum heimilis-
síma og 14,60 kr. á kvöldin.
Þórólfur segir, að með þessum breytingum vilji fyrir-
tækið koma til móts við viðskiptavini sína og bjóða jieim
samkeppnishæft verð og þjónustu. Viðskiptavinir Tals
hf. eru nú 6.200 og er það um 10% markaðshlutdeild, en
hún er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu, eða 15-18%. Að
sögn framkvæmdastjórans bætast um 1.500 nýir við-
skiptavinir í hópinn á mánuði. Samkvæmt þessu hefur
fyrirtækið náð umtalsverðum árangri á þeim rúmlega
fimm mánuðum, sem það hefur starfað.
Búast má við því, að stjórnendur Landssímans muni
ekki sitja með hendur í skauti heldur mæta þessari nýju
áskorun Tals hf. með lækkun GSM-gjalda og jafnvel nýj-
ungum í þjónustu. Það er leið samkeppninnar.
STUNDUM komum við
okkur upp dagdraumi sem
við vitum innst inni að
aldrei rætist en það getur
líka gerst að við einhend-
um okkur í að gera eitthvað í málinu.
Nanna de Carvalho Söndahl er 83 ára
gömul og átti íslenskan föður,
Magnús Árnason Söndahl. Hann
fluttist átta_ ára gamall með foreldr-
um sínum, Árna Sigfússyni frá Ljóts-
stöðum í Sunnudal í Vopnafírði og
eiginkonu hans, Guðrúnu Halldóru
Magnúsdóttur, til Brasilíu árið 1873.
Árni kenndi sig við heimahagana í
Sunnudal.
Nönnu dreymdi frá barnsaldri um
að heimsækja þetta undarlega eyland
í norðri og afskekkta dalinn sem for-
feður hennar komu frá.
Hún býr í milljónaborginni
Curitiba í sambandsríkinu Paraná en
þar settust Islendingarnir frá Norð-
Austurlandi upphaflega að enda
byggðin á hásléttu og loftslag ekki
eins heitt og viða annars staðar í
landinu. I bréfum sem landnemarnir
sendu heim kom fram að mestu sum-
arhitar í Þingeyjarsýslum hefðu verið
óþægilegri en heitustu dagarnir í
nýja landinu.
Nanna lærði aldrei neitt sem heitið
getur í íslensku en hvaða hugmyndir
gerði hún sér um landið?
„Eg var alltaf að skoða kort af Is-
landi, aflaði mér upplýsinga um það,“
segir hún. „Mér fannst alltaf svo mik-
ið til um það hvað þið leggið mikla
áherslu á mannlega göfgi.
Ég er hreykin af íslensku ætterni
mínUj ekki bara af því að faðir minn
var Islendingur heldur dái ég líka
náttúruna hér, menninguna með
goðsögnum sínum og dulúð. Og sá
sem elskar land eins og Island gerir
það ekki af léttúð, það kostar vinnu!“
Kunni 13 tungumál
Hún ræðir um fóður sinn, Magnús,
sem var miklum gáfum gæddur, lauk
háskólaprófi í verkfræði, lærði alls 13
tungumál og gegndi veigamiklum
embættum í Brasilíu. Einnig var
hann áhugasamur um trúarbrögð,
var fríþenkjari og stofnaði alþjóðleg-
an stjórnmálaflokk er boðaði jafnað-
arstefnu. Börnum sínum gaf hann
ýmis norræn nöfn eins og Baldur,
Guðrún og Óðinn en þar að auki nöfn
á borð við Zarathustra og sérkenni-
leg millinöfn sem hann sagði að væru
í samræmi við eiginleika þeirra.
Ekki er Nanna mikið fyrir að segja
frá sjálfri sér og einkahögum en hún
var starfandi læknir í meira en
fjörutíu ár, aðallega í Curitiba en
einnig í Sao Paulo. Móðir Nönnu,
Maria Estella de Carvalho prófessor,
var sæmd orðu fyrir störf sín árið
1961 og var það þáverandi forseti,
Janio Quadros, sem afhenti hana í
Curitiba. Quadros var ættingi de
Carvalho og barðist hart gegn land-
lægri spillingu í landinu, var kallaður
„Maðurinn með sópinn".
Nanna stofnaði félagið Brasilíu-Ís-
land 1996, 48 manns mættu á fyrsta
fundinn. Þá kom í ljós að sumir sem
mættu voru með þokukenndar hug-
myndir um uppruna sinn. Karlmaður
sem heitir Bardal hafði alltaf verið
viss um að nafnið væri sænskt en
Nanna gat sannað að hann væri af-
komandi fyrsta íslendingsins í
Brasilíu, Jónasar Bárðdals.
Talið er að fólk af ættinni Söndahl
sé um eitt hundrað í Brasilíu. Giska
má á að afkomendur íslensku land-
nemanna í Curitiba, sem voru nokkuð
á fjórða tug, skipti nú hundruðum eða
jafnvel þúsundum. Er þá átt við fólk
með eitthvert íslenskt blóð í ættum.
„Þekktum hann strax
af ættarsvipnum"
Nanna reyndi árum saman að ná
sambandi við ættingja hér og það
tókst loksins fyrh- tveim árum.
Sveinn Gústavsson býr í Kópavogi en
er frá Siglufírði og á ættir að rekja til
fóðurbróður Magnúsar Söndahls,
Vigfúsar Sigfússonar á Akureyi-i.
Sveinn og Einar bróðir hans, sem býr
og staríar í New York, höfðu í
bamæsku oft heyrt talað um fólkið
sem fór til Brasilíu frá Vopnafirði og
ákváðu að kanna hvort þeir gætu
leitað uppi ættingja þar. Svo fór að
Nanna varð á undan, hún hringdi í
Svein og hittu þeir Einar dr. Maro
Söndahl, sonarson Magnúsar, í New
York til að skipuleggja ferðina
hingað.
VIÐ afleggjarann upp í Sunnudal, fagnaðaróp heyrðust í rútunni þegar skiltið birtist. Frá vinstri eru Halldór Vilhjálmsson menntaskólakennari, fjarskyldur ættingi Söndahla er
slóst í hópinn á Vopnafirði, næst er Sveinn, þá Nanna, Magnelit, Olbir, Derek, Einar, Maro, Beatriz, Izolina, Clemencia, Elynice, Árni, Sylvia og Bromilda. Bókstafurinn ö er ekki
notaður í portúgölsku og ættarnafnið bera þau fram Svendal, oft er það ritað Sondahl.
NANNA er staðráðin í því að treysta tengslin milli landanna tveggja, þótt 16 þúsund
kílómetrar séu á milli. Hún tók með sér mold frá Sunnudal til að geta ræktað jurtir í ís-
lenskum jarðvegi í Brasilíu.
Að snerta j örð
forfeðranna
s
Nokkrir afkomendur Islendinganna er tóku sig upp á öldinni
sem leið og fluttust til Brasilíu eru nú hér á landi í heimsókn.
Kristján Jónsson og Árni Sæberg slógust í för með fólkinu á slóðir
forfeðranna í Vopnafirði.
NANNA með ættingja, Björgu
Einarsdóttur, á minjasafninu á
Bustarfelli.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SKÁLAÐ í kampavíni (og ausandi rigningu) fyrir forfeðrunum
í húsarústum á Ljótsstöðum.
Árni Sigfússon
Söndal
Guðrún Halldóra
Söndal
Magnús Á. Zarathustra
Söndahl Söndahl
„Við þekktum hann strax af ættar-
svipnum þegar við renndum að hótel-
inu, hann stóð fyrir utan og við vorum
ekki í vafa,“ segir Einar.
í janúar á þessu ári var svo ákveðið
að hópur fólks, sjö afkomendur
Magnúsar og flmm manns að auki,
þar af tvær aldraðar vinkonur
Nönnu, færi hingað í eins konar píla-
grímsferð. Nanna hafði verið veik um
skeið en náði sér og vildi nú grípa
tækifærið áður en ellin yrði henni að
fótaskorti.
Rigning og rústir í Sunnudal
Ferðalangarnir brasilísku eru 12.
Með Nönnu, sem er 83 ára, eru dætur
hennar tvær, Elynice Söndahl lög-
fræðingur og fyiTverandi dómari, 49
ára, og Magnelit sem er húsmóðir og
46 ára gömul. Maro Söndahl land-
búnaðarverkfræðingur, sem er 55 ára
og rekur eigið fyrirtæki í Brasilíu og
Bandaríkjunum, er sonur Zarat-
hustra Söndahls, en faðir hans var
Magnús Söndahl.
Olbir Söndahl er 44 ára gamall
verkfræðingur hjá símafyrirtækinu
Telebras, sonur hans er Derek, sem
varð fimmtán ára á mánudag, og
bróðir Olbirs er Arni eða Árni
Söndahl, sem er 55 ára gamall og
fyri'verandi fulltrúi hjá alríkislögregl-
unni í Brasilíu. Hann var lengi einn
um nafnið Arni í Brasilíu en á nú ung-
an son með sama nafni og annan sem
skírður var Arnisson að fornafni. Olb-
ir og Árni eru synir Baldurs Magnús-
sonar Söndahls.
Móðir Maros og ekkja Zarat-
hustra, Izolina, og eiginkonur Maros
og Árna, þær Clemencia og
Bromilda, eru einnig í hópnum. Loks
eru það Beatriz Paciornik og Sylvia
Taborda Leal, vinkonur og gamlir
skólafélagar Nönnu sem báðar eru
rúmlega áttræðar en hundsa Elli
kerlingu eins og hún.
„Heyrðu!" var fyrsta íslenska orðið
sem hópurinn náði fullum tökum á og
það er notað í tíma og ótíma, stund-
um höstuglega til að reka á eftir og
minna á að ekki megi drolla allt of
lengi á hverjum áfangastað.
Nanna er ákafamanneskja sem víl-
ar fátt fyrir sér, hún er létt í spori og
hrópar öðru hverju af fögnuði yfir því
sem fyrir ber. Kætin er henni alltaf
nærtæk, þegar ekið var í suddanum
niður í Vopnafjörð og fátt var að sjá í
fyrstu annað en grámann lét hún
engan bilbug á sér finna. „Belo
horizonte!" sagði hún sem útleggst
„Fallegt útsýni". Samferðamennirnir
umgangast hana eins og ættmóður og
af mikilli virðingu og ástúð.
Matnum á Hótel Tanga á
Vopnafirði eru gerð góð skil og eink-
um vekur súpan hrifningu, þau vilja
fá uppskriftina. Einar uppfræðir þau
einnig, hann finnur þurrkaðan þorsk-
haus og sýnir þeim að saltfiskurinn,
baccalao, sem þau þekkja vel, fæðist
með haus eins og aðrir fiskar.
Brasilíumenn eru vanir brakandi
þerri mikinn hluta ársins og ekki
verra fyrir pílagrímana að sjá hvað
bændur þurfa að kljást við hér á
landi. Islensk náttúra brást ekki,
þegar farið var frá þorpinu á mánu-
dag til að skoða gamla ættaróðalið í
Sunnudal var dumbungur og síðan
fór að hellirigna.
„Við ættum eiginlega að breyta
ættarnafninu, kalla okkur Regndal,“
sögðu ferðalangarnir hlæjandi er
búið var að útskýra fyrir þeim að
orðið sunna merkti sól. Heimsóknina
í dalinn bar upp á afmælisdag yngsta
Söndahlsins í hópnum, Dereks, sem
Stækkað svæðf
Brasilia• J
Belo Horízoníe
Sao Paítiö
Parana
Curitiba
lohtevideo
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda, færði gestunum frá Brasi-
líu gjöf á ættarmóti á Hótel Sögu, íslendingasögurnar í enskri þýðingu.
Buenos Aires
Rio de Janeiro
500 km
varð 15 ára. Var hann heiðraður með
glæsilegri tertu og afmælissöng á
hótelinu undir fána Brasilíu áður en
lagt var upp.
Mánudagurinn var einnig þjóð-
hátíðardagur Brasilíumanna sem
varð tilefni til að syngja þjóðsönginn í
rútunni. Ágústa Þorkelsdóttir frá
Refsstað var leiðsögumaður upp í
Sunnudal og vann það þrekvirki að
syngja Ó Guð vors lands án þess að
misþyrma laginu.
Sunnudalur er ekki lengur í byggð
en yfirleitt hægt að aka þangað á bíl
þótt stundum geti vatnsveður rofið
hann. Nanna lét ekki bleytuna á
áfangastaðnum á sig fá, hún var
hæstánægð og sá aðeins takmarkið
sem hún hafði stefnt að frá því hún
var 12 ára.
Hvaða tilfinningar bærðust með
henni þegar hún stóð við rústirnar af
bænum?
„Þessi heimsókn hingað snertir
mig mikið. Ég geri mér núna svo vel
grein fyrir því hvernig lífið hefur ver-
ið hér í Sunnudal, aðstæðurnar erfið-
ar til búskapar, mikið af grjóti og
brattlendi. Þetta var hörð barátta
fyrir lífinu.
Hópur fólks fór héðan, hluti hans
fór til Akureyrar, hinir til Brasilíu.
Mér þykir vænt um að sjá að þeir
sem fóru til Akureyrar spjöruðu sig
líka mjög vel, ég áttaði mig á þvi þeg-
ar við skoðuðum okkur um í bænum.
Þegar Sunnudalsfólkið kom til
Brasilíu þurfti það að hefja harða
baráttu á ný, þar var líka margt sem
gerði kröfur til fólksins.
En íslendingamir tóku sér víking-
ana til fyrirmyndar, börðust af mikilli
einbeitni en í anda friðarins og nutu
þess að þeir trúðu á æðri mátt, skap-
arann og frið milli allra manna. Þeir
vildu kljást við vandann en ekki
annað fólk,“ sagði Nanna.
„Vitum hvaðan við komum"
Slagviðrið kom í veg fyrir að hægt
væri að skoða ættaróðalið eins vand-
lega og til stóð en enginn kvartaði
þótt orðið „kalt“ heyrðist hvíslað á
nokkrum tungumálum. Þrátt fyrir
kátínu og fjörugar samræður leyndi
sér ekki að stundin í Sunnudal var
hátíðleg, hún var hápunktur ferðar-
innar og tilfinningarnar fengu útrás.
Dr. Maro Söndahl var aðaltúlkur
ferðamannanna sem yfirleitt eru lítt
mælandi á ensku og athyglisvert er
að enginn Söndahlanna hafði áður
komið til Evrópu. Maro er doktor í
plöntuerfðafræði og hjá fyrirtæki
hans, Bionova, eru m.a. stundaðar
rannsóknir á kaffibaunum en kaffi er
mikilyæg útflutningsvara í Brasilíu.
„Þetta hefur verið miklu betra en
við nokkurn tíma áttum von á,“ segir
Maro. „Okkur langaði til að sjá
staðinn sem forfeður okkar yfirgáfu,
snerta jörðina, anda að okkur loftinu
þar. En það er ekki alveg nóg að
skoða landslag, við vildum líka hitta
einhverja ættingja. Þeir hafa tekið
okkur frábærlega, með svo mikilli
hlýju að það er engu líkt.
Álls konar tilfinningar vakna þegar
við sjáum gömlu húsarústirnar og allt
hefur þetta verið stórkostlegt ævin-
týri. Við sjáum rætur okkar hér, það
er nauðsynleg reynsla í lífinu til að
njóta þess. Nú vitum við nákvæmlega
hvaðan við komum.
Við getum í nokkra daga deilt með
forfeðrum okkar því sem þeir trúðu á,
kynnst því hvað þeir borðuðu, hvaða
siði þeir tömdu sér. Auk þessa er
gaman að geta hitt fólkið hér og geta
velt fyrir okkur hvort skyldleiki sjáist
í svipnum!“
íslandstorg í Curitiba?
Maro Söndahl segir að fljótlega
verði rætt við borgarstjórann í
Curitiba og kannað hvort ekki sé
hægt að heiðra ísland með því að
nefna torg eftir landinu.
„Við viljum koma upp litlu húsi þar
sem hægt er að varðeita ýmsa sögu-
lega muni frá íslandi og gamlar ljós-
myndir sem tengjast fólksflutningun-
um. Þarna gæti orðið samkomustaður
allra af íslenskum ættum í Brasilíu og
hægt að bjóða þangað öðrum
Brasilíumönnum sem geta þar kynnst
sögu okkar, hlustað á íslenska tónlist
og borðað íslenskan mat.
Við stefnum að því að þessi áform
verði að veruleika árið 2000 og ætlum
þá að bjóða fulltrúum, vonandi hátt-
settum, frá íslandi í heimsókn. Mark-
miðið með þessu öllu er að byggja
brú milli menningarinnar í löndunum
báðum og auðvelda um leið samskipti
í viðskiptum og á fleiri sviðum.
Island er einstakt land, hér er
auðugt menningarlíf og mikilvæg
gildi eins og friður í hávegum höfð.
Við sáum engan lögreglumann, engan
mann í einkennisbúningi þegar við
heimsóttum forsetann á Bessastöðum
og það var eftirminnilegt. Vonandi
tekst ykkur að halda í þessa friðsam-
legu arfleifð og verða fordæmi fyrir
aðra.“