Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
v36 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
-1
Getur leiði
verið hollur?
Getur verið að ein ástœða þess hve
mörg kjónabönd á Islandi enda með
skilnaði sé sú að þegar eitthvað bjátar
á eða fólki leiðist kunni það hreinlega
ekki almennilega að bregðast við?
M
ARGT merkilegt
og hagnýtt er
hægt að læra í
skólum. Ymislegt
er hins vegar
þess eðlis að erfitt er að kenna
það af bókum; skóli lífsins er
hinn eini sem býður upp á þá
menntun sem krafist er á sum-
um sviðum. Nú orðið lifir fólk
allt af, nema dauðann, að því
haldið hefur verið fram. Fólk
lifir dauðann að minnsta kosti
ekki af líkamlega, - en andlega
getur verið erfitt að lifa ýmis-
legt annað af. Eitt sem kemur
upp í hugann er hjónaskilnaður.
Þeim fjölgar
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
víst ört hér-
lendis sem
ákveða að
rjúfa það heit
sem gefið er
við hjónavígslu, eru satt að
segja uggvænlega margir, og
ástæða til að velta hugsanlegum
orsökum þess lítillega fyrir sér.
Sem leikmaður og áhugamaður
um mannlíf, vel að merkja, ekki
sem fræðimaður.
Eitt það sem ómögulegt hlýt-
ur að vera að læra af bókum,
a.m.k. einum saman, er sú list
að takast á við leiðindi. Ymis-
legt í heimi hér getur verið lam-
andi leiðinlegt og allt of margir
sem eiga ei-fitt með að bregðast
rétt við. Nú til dags er eins og
allir telji til að mynda fátt óholl-
ara bömum en þeim leiðist svo
mikið sem örskamma stund.
„Þeim má ekki einu sinni orðið
leiðast á föstudaginn langa ...“
sagði einn kunningja minna við
mig í sumar. Hér í eina tíð var
föstudagurinn langi opinber
dagur iðjuleysis; ekkert var
leyfilegt nema að fara í kirkju
og ef til vill á skíði. „Nú má
krakki ekki láta það uppi að
honum leiðist án þess að for-
eldrar eða önnur ættmenni
rjúki upp til handa og fóta til
hjálpar; leigi myndbandsspólu
eða útvegi eitthvert annað enn
æðra menningarefni," sagði
þessi sami kunningi minn. Og
ég spurði sjálfan mig að því
hvort þetta gæti verið rétt. Kem
ég svona fram við börnin mín?
Sé svo, er ástæðan auðvitað
væntumþykja og ekkert annað.
En þegar betur er að gáð er
sannleikurinn sá að börn þurfa
auðvitað að læra að takast á við
það vandamál að þeim leiðist,
einsog hvert annað. Sú kunn-
átta verður að vera fyrir hendi
þegar fólk eldist, og líklega er
með þetta einsog annað, að auð-
veldast er að læra það á barns-
aldrí.
Einhvem tíma birti ég hér í
blaðinu hugleiðingu þess efnis
að ungum íþróttamönnum væri
hollt að læra að tapa, ekki síður
en fagna sigri. Iþróttamaður
sigrar ekki í hverri einustu orr-
ustu og verður því að kunna að
bregðast við þegar hann lýtur í
lægra haldi og best af öllu er að
leiðbeinendur í yngi-i flokkum
kenni krökkum þá kúnst nógu
snemma. Ekki má eyðileggja
baráttuandann og keppnisskap-
ið; fólk verður að vera tilbúið að
berjast í veröldinni en krakkar
verða að læra að taka ósigri. Sú
skepna er hluti af lífinu; þó fólk
tapi má það ekki leggjast í vol-
æði heldur koma tvíeflt til
næsta leiks.
Er ekki rökrétt að öllum sé
nauðsynlegt, að sama skapi, að
geta brugðist við á réttan hátt
þegar hann „tapar“ í daglega
lífinu; leiðist, eða mætir annarri
þeirri mótspyrnu sem svo oft er
staðreynd. Getur verið að þetta
sé ein ástæðajiess hve mörg
hjónabönd á Islandi enda með
skilnaði? Að þegar eitthvað
bjátar á kunni fólk hreinlega
ekki almennilega að bregðast
við og því rofni samböndin í
mun fleiri tilfellum en ella hefði
orðið. Að hlaupist sé undan
ábyrgð, án þess að reynt sé í
neinni alvöru að leysa vandann.
Tími er eitt þeirra fyrirbæra
sem gert geta kraftaverk; „það
mikilvægasta sem við getum
gefið börnum okkar er tími;
okkar eigin tími,“ sagði prestur
við skírnarathöfn sem ég var
viðstaddur í sumar. Þetta eru
mikil sannindi; en því miður
sannindi sem of fáir geta
praktíserað. Sjaldgæft er að ein
fyrirvinna dugi fyrir fjölskyldu,
börn fá þar af leiðandi takmark-
aðan tíma með foreldrunum, en
benda má á að þó tími virðist
stundum ekki mikill er hægt að
nýta hann vel. Eins er það með
hjón; þau verða að gefa sér tíma
til að vera saman. Hittist þau
aðeins við morgunverðarborðið
og síðan aftur seint að kvöldi, er
ekki víst að þetta merkilega
band endist lengi. Mikilvægast
er í því tilfelli, eins og prestur-
inn sagði varðandi börnin, að
gefa tíma; sinn eigin tíma.
Krökkum finnst ekki alltaf
gaman í skóla, en allir vita að
þeim er hollast að takast á við
þau verkefni sem þar er við að
glíma. Það gagnast þeim síðar.
Það er heldur ekki alltaf gaman
hjá krökkum í vinnuskóla; ég
man að eitt af „skemmtilegu"
verkefnunum á þeim bæ i den
tid var að reyta arfa og njóla.
Það þótti heldur ekki alltaf
gaman að moka flórinn í sveit-
inni, a.m.k. ekki fyrstu dagana
að vori, en það varð einfaldlega
ekki umflúið. Og á endanum var
það orðið jafnsjálfsagt og að
fara í gúmmískóna áður en farið
var í fjósið; varð einn af þessum
hversdagslegu hlutum, hvorki
leiðinlegum né skemmtilegum,
sem hespað var af áður en hægt
var að snúa sér að einhverju
vinsælla, einsog að leika við
hundana.
Líf fullorðna fólksins er held-
ur ekki eilífur dans á rósum. Því
leiðist auðvitað stundum í vinnu
og utan hennar, eins og gengur.
Flestum finnst lífíð þó sem bet-
ur fer oftast yndislegt fyrir-
bæri. En fyrirkomulagið á ver-
öldinni er hins vegar þannig, sé
miðað við reynsluna hingað til,
að ekki getur öllum liðið vel
alltaf, alls staðar. En það er
hægt að vinna sig út úr því.
Þegar öllu er á botninn hvolft
getur líklega verið rétt, að öll-
um sé hollt að leiðast pínulítið
annað slagið. Það er örugglega
þroskandi að vinna sig út úr
þeim vanda.
AÐSENDAR GREINAR
Norðlingaöldulón -
áform og rannsóknir
Á ÁRUNUM 1970-
1973 var unnið að áætl-
un um virkjunarkosti
og miðlanir í Efri-
Þjórsá. Var þar gert
ráð fyrir allstóru miðl-
unarlóni sem sökkt
hefði stærstum hluta
Þjórsárvera. Kom strax
fram veruleg gagnrýni
á þessar fyrirætlanir
sem leiddi til þess að á
árinu 1980 var gerð ný
áætlun um virkjanir á
Þjórsár-Tungnaársvæð-
inu. Þar var lagt til að
veita austurkvíslum
Þjórsár og efstu upp-
takakvíslum árinnar til
Þórisvatns um skurði
og vötn, svokallaða Kvíslaveitu, sem
unnið var að á árunum 1981-1985 og
1996-1997. Með því móti reyndist
hægt að nýta Efri-Þjórsá til orku-
framleiðslu með hagkvæmum hætti
án þess að stór hluti Þjórsárvera
færi undir vatn. Með Kvíslaveitu var
talið að miðlunarþörf í Efri-Þjórsá
við Norðlingaöldu mundi minnka það
mikið að aðeins vatnaði inn á neðsta
hluta veranna (581 m y.s.). Sam-
komulag var gert við Náttúruvemd-
arráð um þessa áætlun og einnig var
samið um að Landsvirkjun kostaði
rannsóknir á því hvort slík lóns-
myndun væri framkvæmanleg án
þess að náttúruverndargildi Þjórsár-
vera rýrnaði óhæfilega. I kjölfar
þessa samkomulags voru Þjórsárver
friðlýst með reglugerð árið 1981 og í
auglýsingu menntamálaráðuneytis-
ins um friðlýsingu veranna segir
m.a. um Norðlingaöldulón:
„Ennfremur mun Náttúravernd-
arráð fyrir sitt leyti veita Lands-
virkjun undanþágu frá friðlýsingu
þessari til að gera uppistöðulón með
stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581
m y.s., enda sýni rannsóknir að slík
lónsmyndun sé framkvæmanleg án
þess að náttúruverndargildi Þjórsár-
vera rýi-ni óhæfilega að mati Nátt-
úruverndarráðs.“
Komið var á fót ráðgjafarnefnd
Landsvirkjunar, N áttúruverndar-
ráðs og þeiira sveitarstjórna sem
hagsmuna áttu að gæta á svæðinu til
að annast framangreindar rannsókn-
ir. Gengur þessi nefnd undir nafninu
Þjórsáiveranefnd. Liður í rannsókn-
unum var samningur sem undirritað-
ur var hinn 1. mars 1981 milli Lands-
virkjunar og Líffræðistofnunar Há-
skólans um rannsóknir í Þjórsárver-
um. Markmið þeirra var m.a. að
kanna áhrif vatnsstöðubreytmga á
svæðinu á gróður og jarðveg og
finna leiðir til að draga úr óæskileg-
um áhrifum miðlunarlóns. Þóra El-
len Þórhallsdóttir prófessor annaðist
og stjórnaði þessum rannsóknum
sem stóðu samfellt yfir
á árabilinu 1981-1991.
Líffræðistofnun skilaði
lokaskýrslu _um rann-
sóknirnar „Áhrif miðl-
unarlóns á gróður og
jarðveg í Þjórsárver-
um“ í maí 1994.
I niðurstöðum skýrsl-
unnar er fjallað um um-
hverfisáhrif miðlunar-
lóns, þ.á m. áhrif á
sífrera veranna og jarð-
vatnsstöðu, strand-
myndun og hugsanleg-
an uppblástur úr lóni.
Einnig er þar fjallað um
aðgerðir sem gætu
dregið úr óæskilegum
áhrifum lónsins og
gerðar tillögur um frekari rannsókn-
ir vegna fyrirhugaðs miðlunarlóns.
Loks eru gerðar tillögur að rann-
sóknum eftir myndun hugsanlegs
miðlunarlóns við Norðlingaöldu.
í grein Elínar Pálmadóttur blaða-
Rannsóknir Lands-
virkjunar hafa beinst
að því, segir Halldór
Jónatansson, að finna
leið til að nýta orku-
lindir þjóðarinnar á
Þjórsársvæðinu á sem
hagkvæmastan hátt og
í sem mestri sátt við
umhverfið.
manns í Morgunblaðinu 2. septem-
ber sl. gætir þess misskilnings að
miðlunarlón við Norðlingaöldu hafi
ekki verið hluti af samkomulagi
Náttúruverndarráðs og Landsvirkj-
unar frá 1981 þó svo að ákveðnir fyr-
irvarar hafi verið settir í friðlýsing-
arákvæðin eins og að ofan greinir.
Hið rétta er að meginhluti rann-
sókna Líffræðistofnunar beindist,
eins og Þjórsárveranefnd ætlaðist
til, að því hvort verndargildi veranna
væri í hasttu af völdum Norðlinga-
öldulóns. í skýrslu Þóru Ellenar er
hvergi staðhæft að verndargildi ver-
anna rýrni óhæfilega með tilkomu
lónsins. Jafnframt bendir hún á
margvísleg atriði sem kunna að hafa
ýmist neikvæð eða jákvæð áhrif á líf-
ríki Þjórsárvera. Einnig setur hún
fram tilgátur um hættu á uppblæstri
við strandlínu lónsins og öldurofi
sem þurfi að skoða nánar.
Frá því að skýrsla Líffræðistofn-
unar kom út hefur Landsvirkjun
unnið að rannsóknum á þessum þátt-
um og fjölmörgu öðru er snertir um-
hverfisáhrif Norðlingaöldulóns. Með
gildistöku laga um mat á umhverfis-
áhrifum árið 1994 varð ljóst að fram
þyrfti að fara mat á umhverfisáhrif-
um lónsins. Rannsóknir og skýrsla
Líffræðistofnunar er vitaskuld einn
veigamesti gi’unnurinn að slíku mati.
Að auki hafa 20-25 sérfræðingar
unnið að rannsóknum og greinar-
gerðum vegna matsins og er þess að
vænta að frummat á umhverfisáhrif-
um Norðlingaölduveitu verði lagt
fram um næstu áramót.
I viðtali við Gísla Má Gíslason,
prófessor og formann Þjórsái’vera-
nefndar, í Morgunblaðinu 29. júlí sl.
voru höfð eftir honum eftirfarandi
ummæli um þetta rannsóknarstarf
Landsvirkjunar. „Mér finnst það
dónaskapur hjá Landsvirkjun að eft-
ir að hafa kostað tíu ára rannsóknir
sem þeir véfengja ekki eru þeir samt
að leita til fólks, oft á tíðum með
miklu minni menntun en Þóra, til að
reyna að fá fram annað álit. Þetta
sýnir að mörgu leyti hvernig þeir
starfa." Staðreyndin er sú að Lands-
virkjun hefur ekki sýnt Þóru Ellen
meiri dónaskap en það að taka alvar-
lega tilgátur hennar um hættu á
öldurofi og uppblæstri og þess vegna
hafið rannsóknir á því hvort þær
standist og hvernig best sé að fyiir-
byggja slíka hugsanlega röskun af
völdum lónsins. Með þeim viðbótar-
rannsóknum sem Gísli vísar hér til
er því síður en svo verið að leitast við
að hnekkja niðurstöðum Þóru Ellen-
ar, hvað þá að kasta rýrð á rann-
sóknir hennar, heldur að auka þekk-
ingarforðann til að öðlast skýi-ari
heildarmynd.
Að lokum ber að leiðrétta þann
misskilning Elínai’ Pálmadóttur að
Norðlingaöldumiðlun tengist beinlín-
is byggingu Vatnsfellsvirkjunar.
Norðlingaöldumiðlun hefur allt frá
1981 verið hugsuð sem sjálfstæð
miðlun fyrii’ virkjun í Efri-Þjórsá en
Vatnsfellsvirkjun var upphaflega
hönnuð fyrir núverandi rennsli um
Þórisvatn. Á árinu 1994 var hætt við
sérstaka virkjun í farvegi Efri-Þjórs-
ái- enda bæði hagkvæmara og um-
hverfisvænna að miðla úr Norðlinga-
öldulóni til Þórisvatns. Með því móti
nýtist vatnið frá Norðlingaöldulóni
ekki aðeins Vatnsfellsvirkjun heldur
einnig öllum öðrum virkjunum í
Þjórsá og Tungnaá.
Eins og sjá má af framangreindu
hafa rannsóknir Landsvh’kjunar á
undanförnum áratugum beinst að
því að finna leið til að nýta orkulindir
þjóðaiúnnar á Þjórsársvæðinu á sem
hagkvæmastan hátt og í sem mestri
sátt við umhverfið.
Höfundur er forstjóri Lands-
virkjunar.
Halldór
Jónatansson
Vísir að skóla-
gjöldum í Garðabæ
MIKLAR breytingar
era að verða á ytri um-
gjörð skólastarfs, eftir
að sveitarfélögin tóku
við rekstri grannskól-
ans. Þessar breytingar
eru m.a. fólgnar í ein-
setningu, lengingu
skóladags í áfóngum og
tilraunum til tengingar
skóla og tómstunda-
starfs barnanna. Allt er
þetta liður í því að koma
til móts við samfélags-
gerð nútímans með því
að „vinnutími“ barna og
unglinga í skólum falli
sem næst vinnutíma for-
eldranna, ásamt kröf-
unni um aukna menntun
á grannskólastigi. Bæjarstjóm
Garðabæjar hefm’ samþykkt starf-
rækslu tómstundaheimilis í tengslum
við gi-unnskóla á yngra stigi í bænum.
Þar er boðið upp á leik og starf gegn
gjaldi frá því að skóla lýkur um kl. 14
til kl. 17. Það grunngjald
sem innheimt verður
fyrir alla þrjá tímana,
fimm daga vikunnar
verður 9.900 krónur á
mánuði. Gjaldið hækkar
eftir því hvað nemendur
taka þátt í mörgum
námskeiðum sem í boði
era s.s. íþróttum, dansi
og skák svo eitthvað sé
nefnt.
Einn er sá liður í
starfi tómstundaheimil-
isins sem ónefndur er,
en það er aðstoð kenn-
ara við heimanám sem
börnunum stendur til
boða. Þar verða foreldr-
ar rukkaðir um 200
krónur fyrir hverja klukkustund.
Fari svo að nemandi læri „heima“
undir handleiðslu kennara þrisvar í
viku kostar það foreldrana um
17.000 krónur allt skólaárið.
I eðli sínu er ekki mikill munur á
Einar
Sveinbjörnsson
aðstoð kennara við lausn heimaverk-
efna í tómstundaheimilinu og venju-
legri kennslu. Því má með sanni
segja að foreldrar séu í raun að
kaupa viðbótarkennslu fyi’h’ börn
sín. Þessi braut, sem nú hefur verið
vörðuð af Ingimundi Sigurpálssyni
bæjarstjóra og hans liðsmönnum í
Sjálfstæðisflokknum, er að mínu
mati brot á almennri jafnræðisreglu.
Möguleikar til náms eiga að vera
Því má með sanni halda
fram, segir Einar
Sveinbjörnsson, að for-
eldrar séu í raun að
kaupa viðbótarkennslu
fyrir börn sín.
sem jafnastir, m.a. óháðir fjárhags-
getu foreldra.
I Garðaskóla, sem starfar á ung-
lingastigi (7.-10. bekkur), hefur
heimanám undir handleiðslu kenn-
ara lengi verið hluti skólahalds og
það vitanlega án þess að sérstök
greiðsla komi fyrir. Því er einnig
verið að innleiða misræmi eftir
skólastigum í Garðabæ.