Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 37
f
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 37
S
AÐSENDAR GREINAR
Deilan um varð-
veislu sjúkraskráa
FORSÆTISRAÐHERRA lét
lækna heyra það, eins og frægt er
orðið, um slaka varðveislu sjúkra-
skráa síðustu ár og áratugi. Pær
væru á glámbekk út um allt. Skyndi-
könnun landlæknis á
sjúkrahúsum virtist
staðfesta gagnrýni ráð-
herrans og vel það.
Fréttir í fjölmiðlum
bættu svo um betur á
næsta reyfaralegan
hátt. Og viti menn! Guð-
mundur Björnsson, for-
maður Læknafélagsins,
hefur viðurkennt að
geymsla skránna mætti
vera betri (hádegisfrétt-
ir RÚV 27. ág.). Þá bíð-
um við auðvitað í ofvæni
eftir auðmjúklegri af-
sökunarbeiðni stjórnar
Læknafélagsins til sjúk-
linga f.yrir þann afleita
trassaskap.
Sigurður Þór
Guðjónsson
Annars er þetta vægast sagt ein-
kennileg umræða. Sú svakalega
mynd sem forsætisráðherra dró upp
hefur árum saman verið á margra
vitorði. Ég þekki til dæmis ræstinga-
menn sem fyrir nokkrum árum
skemmtu sér í skúringapásum í
stóru skjalageymslunum á Lansan-
um við að lesa krassandi sjúkra-
skýrslur um sjálfa sig og nokkra
ættingja sína og vini. Þeir kunnu nú
ekki beint við að lesa skrámar um
Davíð Oddsson eða önnur spennandi
keis. En þeim var það í lófa lagið því
þarna voru allar „læstar hirslur"
opnai- upp á víða gátt. Um þetta og
ýmsan annan óskunda í varðveislu
sjúkraskráa var ég að skrifa fyrir
heilum áratug í Mogganum. Ég
sagði til dæmis frá því er ég einn
mjög vondan veðurdag gekk fram á
sjúkraski-á eina ofur mikla og þykka
er lá si sona á afgreiðsluborði land-
læknisembættisins stimpluð sem
harðsvírað „trúnaðarmál“. Og hún
tók sig þar alveg einstaklega freist-
andi út. Ég mátti taka á honum stóra
mínum til að stinga ekki á mig hinum
óttalega leyndardómi og ganga með
hann þegjandi og hljóðalaust út á
Laugaveginn. Þá væri landlæknir
enn að spá í hver andskotinn hefði
eiginlega orðið af sjúkraskránni
hennar „Gunnu vitlausu". Þessa
sögu sagði ég í Morgunblaðinu 10.
maí 1988 og það skrifaði ekki yfir sig
hneykslaðan leiðara um málið eins
það gerði vegna könnunar landlækn-
is á varðveislu sjúkraskráa í kjölfarið
á ræðu forsætisráðherra. Þó hafði
verið nokkur umræða um vonda
varðveislu skránna í blaðinu næstu
vikur á undan. Og þá, eins og nú,
vissi Davíð Oddsson, er þá var borg-
arstjóri, um það hirðuleysi eins vel
og ég og ýmsir fleiri. En hann gerði
ekkert í málinu. Það hefði ekki farið
Misræmið tíðkast reyndar víðar ef
gi-annt er skoðað. Hið háa gjald fyrir
veru barna í tómstundaheimilinu, er
ætlað til þess að standa straum af
nærfellt öllum kostnaði við rekstur
þess og þar með töldum launakostn-
aði starfsfólks. Bæjaryfirvöld ætla
því að kosta sem minnstu til þessar-
ar félags- og tómstundastarfsemi
skólabarna. Ef Ingimundur, oddviti
meirihlutans, ætlaði nú að vera sam-
kvæmur sjálfum sér myndi hann vís-
ast einnig hætta að greiða til félags-
starfs unglinga í Garðalundi og eins
yrði hætt að niðurgreiða aðgangs-
eyri sundlaugar. Og þá yrði einnig
tómstundastai-f aldraðra að standa
undir sér og íþróttastarfsemi barna
og unglinga á vegum Stjörnunnar
nyti engra styrkja og áfram mætti
telja.
Þær eru um margt skrýtnar
ákvarðanirnar sem teknar hafa verið
í Garðabænum á þessu nýbyrjaða
kjörtímabili. Ég hvet foreldra
grunnskólabarna 1 Garðabæ til að
halda vöku sinni og reyna af öllum
mætti að fá hina fjóra fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins til að afnema síðustu
gjöminga sína í skólamálum.
framhjá neinum ef hann hefði lyft
litla fingri, ég tala nú ekki um ef
hann hefði fórnað báðum höndum. A
þeim tíma var réttur sjúklinga til að
sjúkraskýrslur þeirra væru ekki á
glámbekk honum og
ritstjórum Morgun-
blaðsins ekki svo hjart-
fólginn að þeim þætti
ástæða til að æsa sig
upp úr öllu valdi. Þeim
var svo sem sama. Þótt
það sé fjarri mér að
ætla fólki „annarlegar
hvatir“ eða sérstakan
óheiðarleika þegar deilt
er um hitamál eins og
gagnagrunninn á heil-
brigðissviði með þeim
vopnum sem talin eru
duga liggur það í aug-
um uppi að áhugi for-
sætisráðherrans og
Morgunblaðsins
einmitt núna á öruggri
sjúkraskráa vitnar ekki
varðveislu
um sérlega virkan og vakandi áhuga
á réttindum sjúklinga sem sjálfstæð-
um mannréttindum. Hér liggur allt
annað undir steini. Það hentar mjög
vel um þessar mundir að taka upp
þessa gagnrýni, ekki síst vegna þess
að hún er svo skrambi sönn, tU að
skerpa front í átakamáli gegn öðrum
íronti þar sem tekist er á um allt
aðra hagsmuni en þessi tilteknu rétt-
indi sjúklinga. Þessari hernaðarlist
er ætlað að þyngja rökin fyrir nauð-
syn miðlægs gagnagrunns á heil-
brigðissviði og gera þau meira sann-
færandi, en veikja að sama skapi
andstöðu gegn honum, en hún hefur
aðallega komið fi’á læknum. Gera þá
jafnvel dáh'tið tortryggilega. Og þeir
liggja að mörgu leyti vel við höggi,
enda er það árátta þeirra að beita
„rétti sjúklinga“ sí og æ fyrir sig
sem vopni til að styrkja völd sín og
áhrif. Auðvitað er valdabarátta í
læknaheiminum hluti af deilunum
um gagnagrunninn. Ekki tjóir að
neita því. En vitanlega eru það ekki
þungvæg rök fyrir mikilvægi gagna-
grunns, þótt varðveislu sjúkraskráa
sé ábótavant, þó ekki væri nema
þess vegna að þær skýrslur sem um
er rætt verða áfram í notkun í upp-
runalegri mynd, þótt upplýsingar úr
þeim verði settar í grunninn.
Sorgarsagan í málinu er hins veg-
ar sú hve réttur sjúklinga hefur ver-
ið og er enn léttvægur fundinn á eig-
in forsendum, án tengsla við stór-
kostlega og margháttaða aðra hags-
muni. Uppákoman vegna ræðu Da-
víðs Oddssonar ber því glöggt vitni.
Og ekki má gleyma því að „réttindi
sjúklinga" eru ekki réttindi einhvers
Sorgarsagan í málinu
er hins vegar sú, segir
Sigurður Þór Guðjóns-
son, hve réttur sjúk-
linga hefur verið og er
enn léttvægur fundinn
á eigin forsendum.
fámenns og afmarkaðs hóps manna.
Þvert á móti eru þau almenn mann-
réttindi hvers þjóðfélagsþegns frá
vöggu til grafar þegar hann ratar í
sérstakar aðstæður í lífinu. Áhuga-
leysið um mikilvægi þessara réttinda
á eigin forsendum sýnir því jafn-
framt sinnuleysi um verðmæti
mannréttinda yfirleitt. Það er verst
af öllu. En ekkert af þessu breytir
því að hugmyndin um gagnagrunn-
inn er einhver mesta og flóknasta
áskorun sem upp hefur komið til að
íhuga mannréttindi og mannhelgi á
Islandi.
Höfundur er rithöfundur.
LANCOME
fíouge
Haust- og vetrarlitirnir ’98 - ’99
Komið, sjáið og prófið...
....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Allt er fáanlegt
og allt er leyfilegt.Tískan verður rauð, meira logandi,
frjálsari og kvenlegri en áður.
Kynning fimmtudag,
föstudag og laugardag.
Viðskiptavinir fá
óvaentan glaðning.
www.lancome.com
T
HY@IA
Kringlunni, s. 5334533
Laugavegi 23, s. 511 4533
Austurstrseti 16, s. 511 4511
Það lendír
a morgim
♦ ♦ ♦ ♦
Höfundur er bæjnrfulltrúi fyrir
Framsóknarflokkinn í Garðabæ.