Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 39 AÐSENDAR GREINAR Af hæfni kennara MORGUNBLAÐIÐ hefur að undanförnu gert kennaramenntun að umtalsefni og fagnar því nú síð- ast í leiðara sínum, að nýjar áhersl- ur skyldu verða teknar upp varð- andi hana. Hér er átt við, að dregið verði úr vægi uppeldis- og kennslufræða en aukin áhei-sla lögð á sjálfar kennslugreinarnar, þ.e. fagið sem tilvonandi kennari kennir í skóla. Blaðið bendir á, að þriggja ára nám grunn- skólakennara er metið til 90 eininga, en af þessum fjölda hefur kennari, sem velur til dæmis stærðfræði að sérgrein, einungis 12,5 einingar í því -fagi. Þetta er skelfilega lítil- fjörlegt, enda hefur umfjöllunin undanfarna mánuði gengið út á það, að lélegur námsárangur íslenski-a barna í raungi-einum sé að hluta til sökum skorts á hæfum kennurum. Sjálf þyrði ég aldrei að fara að kenna fag sem ég hefði ekki fleiri en 12,5 ein- ingar í, ef ég hefði ekki aflað mér aukaþekkingar annars staðar frá. Eg get þó ekki verið samþykk þeim ályktunum, sem dregnar hafa verið af þessum staðreyndum. Til að fjölga kennurum með meiri sér- þekkingu í sjálfum kennslugreinum hefur ráðuneytið ákveðið að draga úr kröfum þeirra kennarakandídata, sem koma úr háskóla. Þannig þurfa þeir ekki að ljúka fleiri en 15 eining- um eða eins misseris námi í uppeld- is- og kennslufræðum, í staðinn fyr- ir 30 áður. Það er af sem áður var, má ef til vill segja, því ekki eru tíu ár liðin frá því að íhugað var að breyta þessu námi þannig að kenn- arakandídatar yi'ðu að ljúka 60 ein- ingum eða tveggja ára námi í upp- eldis- og kennslufræðum. Svona geta (skóla)pólitískir vindar blásið í mismunandi áttir. Þeir kennarar sem útskrifast úr Kennaraháskóla íslands hafa allvíð- tækt nám í uppeldisfræðum að baki. En á að draga úr því? Það er vert að benda á, að ef kennaranám hér á landi væri jafnlangt og t.d. í Dan- mörku, fjögur ár, þá væri möguleiki á að bæta 30 einingum í sérgreina- nám, þannig áð stærðfræðikennar- inn hefði 42,5 einingar í staðinn fyr- ir 12,5 í sérgrein sinni - án þess að skerða hlut uppeldisfræða. En af hverju er það mikilvægt fyrir tilvonandi kennara að vera vel að sér í uppeldisfræðum? Því er auðsvarað: Vegna þess að kennarastarfíð er meira en bara miðlun þekkingar. Séi'staklega í grunnskóla er það í jafnmiklum mæli uppeldisstarf. Þó að erfðir og heimili barna hafí mest áhrif á sjálfsmynd þeiiTa og þroska getur góður kennari leikið afgerandi hlutverk í lífi margra þeirra. í nútímaþjóðfélagi, þar sem mörg börn á skólaaJdri virðast beinlínis ganga sjálfala á götunum og hafa lítil samskipti við fullorðið fólk, ann- að en kennara sinn, er sú fyrirmynd sem góður kennari veitir ennþá mikilvægari. Áhrifa hans gætir jafn- vel á fullorðinsárum og hann getur gefíð gott veganesti fyrir alla ævi. Að sama skapi getur óhæfur kenn- ari eyðilagt jafnmikið. Þegar grunnskólaböm nútímans eyða löngum stundum fyrir framan sjónvaipið og horfa á ofbeldismynd- ir er enn brýnna, að skólinn og kennarinn séu í stakk búnir að fylla í þessa eyðu sem annars myndast. Obeint geta kennarar haft áhrif á viðhorf barna til lífsins, gildismat þeirra svo og framtíðarvinnubrögð. Með hegðun sinni get- ur kennarinn innprent- að það samsJdpta- munstur hjá nemanda sínum, sem hann telur æskilegt fyrir heil- steyptan einstakling. Þess vegna, þegar við tölum um „hæfan“ kennara, eigum við ekki að tala einungis um hæfan í lagaskiln- ingi, heldur i þeirri merkingu sem fjallað var um hér að framan. Góðum kennara þyk- ir vænt um nemendur Marjatta sína og hlutverk sitt ísberg sem fræðara. Hann leitast sífellt við að auka þekkingu sína og finna nýjar leiðir til að mæta þörfum bamsins og samfélagsins um leið. I erindisbréfi kennara, sem ég Kennarastarfið er mik- ið uppeldisstarf, segir Marjatta fsberg. Því er mikilvægt að kennarar séu vel að sér í uppeld- isfræðum. fékk í hendurnar við útslcrift mína fyrir mýmörgum ámm, var fyrsta málsgrein svohljóðandi: „Kennara ber að vera nemendum sínum til fyrirmyndar." Mér fínnst þessi málsgrein enn hafa fullt gildi, þó að allt umhverfí okkar hafi gjör- breyst á árunum sem liðin era síðan. Þess vegna væri nær, að í staðinn fyrir að draga úr námi í uppeldis- og kennslufræðum yrði öllum væntan- legum kennaranemum skylt að fara í sálfræðilegt hæfnispróf. Enn frem- ur, að öllum kennurum yrði tryggð regluleg framhalds- og endur- menntun á kostnað vinnuveitenda, líkt og er í samningum margi-a ann- arra stétta. Höfundur er kennari og þriggja barna móðir. ara verslunarinnar , Hjörtur Nielsen veitum við 20-45 % afslátt dagana 10.-13. september. liimntud. 10.00-18.00 Foslud. 10.00-18.30 Laugard. 10.00-18.00 Sunnud. 12.00-18.00 Bláu húsin við Faxafcn ♦ Suðurlandsbraut 52 ♦ sími 5536622 Skiptir besta verðið máli? - Þegar bragðgæðin og besta verðið fylgjast að er vaiið engin spurning! 10 góðir saman Bestu kaupin! Á10 góðum stöðum PUTéner jféttUT' i Upplýsingasíða á Internetinu: http://come.to/gilde.info Akureyri, Borgarnes, Egilsstaðir, Eiðistorg, Hannover, Holtagarðar, (safjörður, Mjódd, Seifoss, Stuðlaháls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.