Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÍSLEIFUR RUNÓLFSSON + ísleifur Runólfs- son fæddist 24. apríl 1927 á Kornsá í Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu. Hann lést í Land- spítalanum að kvöldi 2. september síðastliðins. For- eldrar hans voru Alma Alvilda Anna Jóhannsdóttir Möll- er, f. 1.5. 1890, d. 5.7. ur 19.1. 1887, d. 7.8. 1963. Systkini hans voru: 1) Álfhildur, f. 21.5. 1915, d. 22.11. 1981. 2) Birgir, f. 2.1. 1917, d. 5.5. 1970. 3) Jóhann Ge- org, f. 2.2. 1920, d. 11.1. 1947. 4) Ingunn, f. 7.9. 1921, d. 22.5. 1990. 5) Ásgerður, f. 26 7. 1924, d. 15.1. 1993. 6) Þormóður, f. 9.10. 1931, d. 30.8. 1977. Hálf- systur hans samfeðra eru: Hulda, f. 6.4. 1915, Guðrún Ár- dís, f. 17.5. 1950 og Árdís, f. 21.5. 1947, d. 23.7. 1950. ísleifur kvæntist 10. maí 1952 eftirlifandi konu sinni Ólafíu Sigríði Guðbergsdóttir, f. 4.12. 1931, Börn þeirra eru 1) Steinar Berg, f. 21.7. 1952, maki Ingi- björg Pálsdóttur. Börn þeirra: Páll Arnar, Alma og Dagný. 2) Ólafur, f. 28.8. 1953, fv. maki Sigríður Rósa Finnbogadóttir. Börn þeirra: Sig- valdi Búi Þórarin- son, Finnbogi Már, Ollý Björk og Eydís Björk. Nv. sambýl- iskona Helga Guðrún Eiríksdótt- ir. Barn þeirra: Krislján Theodór Sigurðsson. 3) Alma, f. 21.11. 1954, maki Þór Hreiðars- son. Börn þeirra: Is- leifur Birgir Þór- hallsson, Þór Tjörvi og Davíð (d. 23. maí 1982). 4) Guðberg- ur, f. 11.11. 1960, maki Halla Hauksdóttir. Börn þeirra: Þórunn Ella Pálsdóttir, Ágúst Snorri, Pétur Andri, Tómas Haukur, Þyrí Ásta, María (d. 19.3. 1993) og Markús (d. 23.3. 1993). Isleifur stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútarfirði. Hann starfaði í upphafi starfsævi sinnar við fjölbreytt störf m.a. sem sjómaður. Hann var fram- kvæmdastjóri Vöruflutninga- miðstöðvarinnar hf. árið 1961-1975, átti svo og rak fyrir- tækið Iðnverk hf. til ársins 1989. Seinustu árin starfaði hann sem vaktmaður hjá Pósti og sima. Útför ísleifs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hann pabbi minn er dáinn. Eftir- sjá og harmur hefur hellst yfir huga minn og í hjarta mínu hefur sorgin knúið dyra því ástkært líf hefur glatast. Vitund mín veit samt að engu er hægt að glata, þvi mun brátt rofa til á ný. Sá neisti Guðs sem lýsti upp sálu pabba míns hefur nú samlagast Ijósi heimsins, okkur sjálfum og mun því áfram lifa í hjörtum okkar, fjölskyldu og ást- vina hans. Sjúkrasaga pabba míns er eins og leiftur nú þegar hugsað er til baka. Hann hafði greinst með krabba- mein í þvagblöðru skömmu fyrir 71. afmælisdag sinn í apríl síðastliðnn. Sú greining var þannig að góðar lík- ur voru taldar á að geislameðferð leiddi til bata. Allt virtist ganga vel þar til að hann veiktist skömmu eft- ir að meðferðinni lauk. Þau veikindi ' voru þó talin tímabundin og ekki stafa af meininu heldur með- > ferðinni. Annað kom í ljós. Eins og hamarshögg kom sú frétt að illvígt meinið hafði öllum að óvörum komið sér fyrir í lungum og að enginn mannlegur máttur gæti ráðið við það. Jafnvel þá gat engum dottið í hug að vikurnar sem eftir væru yrðu ekki nema rúmlega þrjár. Þegar ég hugsa tii baka um sam- band mitt við pabba minn á ég ein- göngu góðar minningar. Hann var drengur góður, sem hjálpaði mér þegar ég þurfti á því að halda. Eg minnist t.d. haustdaganna fyrir réttum tuttugu og þrem árum. Ég hafði hafíð útgáfustarfssemi á ís- lenskum hljómplötum og var í nokkru reiðileysi með starfsemina og sjálfan mig. Hann rýmdi til á skrifstofu sinni í Iðnverki hf. og út- vegaði mér þá aðstöðu sem ég þurfti til að fara í gegnum þessi fyrstu útgáfujól mín. Þessi stuðn- ingur var ómetanlegur og hefur vafalaust ráðið miklu um lífshlaup mitt. Það var með tilhlökkun sem við horfðum til ævikvölds hans. Hann var vel á sig kominn og ljóst að eftir að starfsævinni lauk og um hægðist sköpuðust auknir möguleikar á samvistum og útiveru. Því fór hann oft með okkur bræðrum og tengda- syni í veiðiferðir á síðasta ári og LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 1 é LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. ÍB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 hafði hlakkað mikið til sumarsins og haustsins í ár. En ekki varð af ferðunum þeim og fyrir honum átti eftir að liggja annað og óvæntara ferðalag. Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, hönd þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði, Jesús mér fylgi í friði með fógru englaliði. (Hallgr. Pét.) Það veit enginn nema sá sem reynt hefur hvernig það er að fá úr- skurð um að vera dauðvona. Hann pabbi minn bar sig samt vel, var sáttur við líf sitt og vildi miklu fremur ræða um velferð mömmu og okkar hinna að sér gengnum. Tvö okkar systkyna voru stödd erlendis þegar okkur bárust þær fregnir að hann hefði veikst heiftarlega aðeins nokkrum dögum eftir að hann hafði fengið að fara heim af sjúkrahúsinu. Af einskærum styrk hélt hann í líf- sneistann þar til við komum til baka sólarhring síðar. Þannig gaf hann okkur börnum sínum, mökum okkar og mömmu tækifæri á því að dvelja með sér síðasta kvöldið í lífi sínu. Sú stund mun aldrei líða okkur úr minni. Hún var átakanleg en um leið friðsæl.' Hann gaf upp andann í fullri sátt og vissu um sterk fjöl- skyldubönd, sem hann hafði reynd- ar bundið enn traustari hnútum með hetjulegri baráttu sinni og æðruleysi á ögurstund. Fyrir því er sá maður vitur sem þjáist. Við, fjölskylda mín munum láta þá þjáningarfullu reynslu sem veikindi pabba hafa verið, verða til þess að efla visku okkar. Viska er hvorki orð né spakmæli heldur útsýn á andartaki reynslunnar. Þessi lærdómur reynslunnar mun því styrkja okkur öll. Þannig hefði hann líka viljað hafa það. Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn. Steinar. Kæri pabbi. Ég vil þakka þér fyr- ir samfylgdina í gegnum lífíð. Ég vil þakka þér fyrir að hafa alltaf elskað mig og fyrir að standa alltaf þétt við bak mér. Ég þakka þér íyrir að hafa aldrei brugðist mér, sama hvað á hefur bjátað. Ég vil þakka þér fyrir allar ferð- irnar í Vatnsdalinn og fyrir að hafa kennt mér að elska þennan fallega dal og fallegu ána sem um hann rennur. Ég vil þakka þér fyrir að hafa haldið í höndina á mér þegar við fórum að sofa og fyrir að hafa alltaf verið góður við mig. Ég þakka þér fyrir áhugann og virðinguna sem þú gafst mér og allan skilning- inn sem þú sýndir mér. Ég vil þakka þér fyrir mitt eigið líf og ég þakka þér fyrir börnin mín. Elsku pabbi. Mig langar til að þakka þér fyrir allt og allt. Og þótt sorgin sé þung og eftirsjáin mikil þá vil ég að leiðarlokum þakka þér fyr- ir að gefa mér eilífa minningu um góðan og traustan mann og góðan pabba. Hafðu það fínt, pabbi minn. Bergur. Ég átti því láni að fagna fyrir tuttugu og þremur árum að kynnast ísleifí Runólfssyni, tengdaföður mínum, er ég og AJma dóttir hans hófum sambúð. Vandfundinn er betri tengdafaðir og ekki var hann síðri sem afí, en í því hlutverki hef- ur hann farið á þvílíkum kostum að ekki verður fundinn jafnoki. ísleifur hafði einstakt lag á að ná sambandi við fólk, börn sem fullorðna. Hann gaf barnabörnunum margar óg- leymanlegar stundir með ýmsum fróðleik og ber þar hæst sögurnar af Búkollu og fleiri ævintýrum, sem tóku breytingum í hvert sinn er hann sagði þær. Þar naut kímnigáfa hans sínj því alltaf var stutt í glensið. Isleifur var myndarlegur maður, þrekinn og sterkbyggður og mikið snyrtimenni. Allir hlutir voru í röð og reglu og reikningar ávallt greiddir fyrir gjalddaga. Isleifí var einkar hugleikið allt sem viðkom Vatnsdal. Hann kunni ótal sögur og frásagnir frá þessum fagra dal. Ég naut þess mjög að hlusta á hann segja frá æskuminningum úr daln- um, fannst mér stundum eins og ég hefði búið þar á sama tíma og hann. Þegar við Alma ferðuðumst fyrir norðan og hittum „gamla“ eftir ferðina var alltaf spurt: „Fóruð þið ekki fram í dal?“ Ógleymanlegar eru veiðiferðirnar í gegnum árin með Isleifí, sonum hans og fleiri góðum mönnum. Nú stefnir í sjóbirtingsveiðina og þar verður skarð ísleifs ekki fyllt. Hann hélt öllu í röð og reglu, það óð enginn inn í veiðihús á skítugum skónum nema einu sinni. Hann fór aldrei út í á að veiða nema allt væri tandur- hreint og frágengið í húsinu. „Þið hljótið að sjá það sjálfír strákar hvað það er miklu skemmtilegra að koma í húsið þegar allt er hreint og snyrtilegt.“ Isleifur var ákaflega næmur á íslenska náttúru. Þær voru margar og ógleymanlegar stundirnar sem við áttum á ferðalögum. Elsku Ollý, ég veit að Guð styrkir þig eins og okkur hin í sorginni. Það er aðdáunarvert hvað þú hefur staðið sterk við hlið ísleifs í veikind- um hans og hefur styrkur þinn eflt okkur hin. Guð blessi minningu vin- ar míns og tengdapabba, ísleifs Runólfssonar. Þór. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdapabba míns, Isleifs Runólfssonar, sem við fylgjum nú síðasta spölinn í dag. Það er aðeins ríflega ár síðan ég kom inn í fjöl- skylduna. Alveg frá upphafi tók ís- leifur mér sem dóttur og litlum syni mínum sem viðbót við afabarnahóp- inn. Isleifur var yndislegur maður sem gott var að vera nálægt. Hann var skarpvel gefinn og kunni frá mörgu að segja. Mikið þótti honum gaman þegar við komum úr veiði- ferðum að hlusta á veiðisögurnar og átti þá gjarnan nokkrar sjálfur sem hann rifjaði upp. Hann var listagóð- ur veiðimaður og hafði einmitt ráð- gert að koma með okkur í veiðitúr í kvöld. En Drottinn hefur endanlegt vald yfír öllum okkar ferðum og hann hafði ætlað fsleifí annað ferða- lag. ísleifur var mjög sterkur skák- maður og hafði gaman af að tefla. Honum þótti því ekki ónýtt að heyra að stelpan hefði gert svolítið af því sjálf og mætti eitt kvöldið í heimsókn með taflið í poka. Við tók- um tvær skemmtilegar skákir, sem hann vann að sjálfsögðu báðar, og ákváðum að gera meira af því að hittast til að tefla. Ekkert varð þó úr þeim áformum því fljótlega fór að bera á veikindum þeim sem drógu hann til dauða á svo skömm- um tíma. Ég kveð nú tengdapabba með söknuði, ást og virðingu ásamt miklu þakklæti fyrir þann yndislega tíma sem ég náði að þekkja hann. Öllum ástvinum hans votta ég mína dýpstu samúð. Helga Guðrún Eiríksdóttir. Jæja gamli minn, þá ertu farinn og allt of snemma að mínu mati. Þeir dagar sem liðnir eru frá andláti þínu hafa verið mjög skrýtnir og ég á mjög erfitt með að sætta mig við þetta. Minningar um samveru- stundir okkar hafa reikað um hug minn nánast hverja einustu sekúndu undanfarna daga og þá varð mér enn betur ljóst hversu góður afi þú hefur verið mér og öðr- um barnabörnum þínum. Á þeim myndum sem ég á af þér ertu nán- ast undantekningarlaust að leika við okkur krakkana og það er það sem ég virði mest við þig. Þú gafst þér alltaf tíma til þess að leika við okk- ur, spjalla og jafnvel fíflast. Þú ert eini afí sem ég hef átt og þú stóðst þig hreint frábærlega í því hlutverki og vel það. Þá er óhætt að segja að þú hafir sýnt mér hvemig afar eiga að vera og ég er stoltur af að hafa átt þig að afa. Ég veit að þú ert kominn á annan betri stað núna og ert sjálfsagt búinn að segja Davíð, litla bróður mínum, söguna af Búkollu. Ég vil þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og hvíldu í friði elsku afí minn. Þór Tjörvi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauóans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt aó skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja ídauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vaid. Briem.) Takk fyrir allt, elsku afí, þín Ollý Björk. Elsku ísleifur afí. Við eigum eftir að sakna þín sárt. Þótt veikindi þín væru alvarleg og við fengjum okkar tækifæri til að kveðja þig var samt sárt að heyra að þú værir dáinn. Þú átt alltaf eftir að vera hjá okkur. Hjá okkur systrum muntu aldrei gleymast og alltaf varðveitast í hjarta okkar. Sofðu vel, afi, og hvíldu þig hjá Guði. Alma og Dagný. Elskulegi afi minn hefur nú mætt sínu endadægri. Hann hefur fengið hvíld frá veikum líkama og haldið inn á andlegjú svið. Á slíkum stundum virðist allt sem mennirnir sýsla óttalegt prjál. Hið endalausa daglega amstur sem skil- ur ekkert eftir sig en veldur því eigi síður að maður lætur undir höfuð leggjast að greina kjarnann frá hisminu. Kjarnann sem felst í að gefa sér tíma fyrir sína nánustu og rækta við þá sambandið. Ég minnist ótal stunda með Is- leifi afa mínum. Hann var mikill barnamaður, undir sér vel með barnabörnum sínum og naut ég góðs af því. Þegar þau afí og amma áttu heima í Kópavoginum þar sem ég ólst upp dvaldist ég iðulega hjá þeim. Afi átti alltaf tíma aflögu fyrir lítinn gutta, hvort heldur hann vantaði leikfélaga, ráðleggingar eða einhvern til að spyrja spjörunum úr um allt milli himins og jarðar. Þeg- ar ég dvaldist hjá þeim um helgar munaði afa ekki um að rífa sig á fætur á mjög svo ókristilegum tíma til að skutla þessum pjakki á knatt- spyrnuæfingar. Sérstaklega er mér minnisstætt atvik þegar æfíngu var aflýst en afí var lagður af stað heim. Ég tók til fótanna og var kominn heim á undan afa, fór inn bakdyra- megin og kom til dyra þegar afi sneri heim aftur. Honum varð um að sjá mig, hélt ég hefði verið að hrekkja sig og kallaði mig villing. Eftir á hlógum við lengi að þessu og seinna meir rifjuðum við þessa sögu oft upp, okkur til gamans. Afí hafði gajnan af því að segja okkur sögur. í sérstöku uppáhaldi hjá mér var sagan um Búkollu sem hann las alltaf með óskaplega mikl- um tilþrifum. Hann var alltaf til í að fíflast í okkur barnabörnunum og taka þátt í hvers kyns uppátækjum til að gleðja okkur. Hann gaf okkur öllum mikið af sér og kenndi okkur margt gott. Hjá afa lærði ég að reima skóna mína og tefla skák. Hann var réttsýnn með eindæmum og allt óréttlæti fór í taugarnar á honum. Það var honum mikilvægt að við krakkarnir lærðum að þekkja góð gildi og breyta rétt. Þegar við uxum úr grasi fylgdist hann vel með hvað við höfðum fyrir stafni og fátt gladdi hann eins og velgengni barnabarna sinna. Handleiðslu hans lýkur ekki hér við dægurstund held-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.