Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
' J. Kristín Hall-
I dórsdóttir var
fædd á Dýrastöðum
í Norðurárdal 6.
maí 1948. Hún lést á
heimili sínu 2. sept-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Halldór F.
Klemenzson, f. 9.10.
1910, og Áslaug
Þorsteinsdóttir, f.
12.2. 1919, d. 28.11.
1995. Foreldrar
* Halldórs voru Krist-
ín Þorvarðardóttir
frá Leikskálum í
Haukadal og Klemenz Jónsson
frá Neðri-Hundadal í Miðdölum.
Foreldrar Áslaugar voru Þor-
steinn Ágústsson frá Torfufelli í
Eyjafírði og Guðrún Hermanns-
dóttir frá Fremstu-Húsum í
Dýrafirði. Kristín var elst fjög-
urra alsystkina. Hin eru: Hauk-
ur, f. 26.9. 1950, búsettur í
Reykjavík; Klemenz, f. 12.4.
1953, búsettur á Dýrastöðum;
Guðrún, f. 5.11. 1955, d. 20.5.
1956; og Guðrún, f. 19.7. 1958,
búsett í Reykjavík. Hálfbræður
Kristínar eru Þorsteinn Guð-
' • bergsson, f. 22.9. 1938, búsettur
á Patreksfírði; og Siguijón
Gunnar Guðbergsson, f. 10.4.
1940, búsettur í Reykjavík.
Hinn 19. júlí 1969 giftist
Kristín Guðmundi Lind Egils-
syni, f. 6. maí 1943. Guðmundur
er sonur Egils Pálssonar, f. 6.9.
1912, d. 7.8. 1992, og Jóhönnu
Lind Pálsson, f. 11.9.1916. Börn
þeirra eru: 1) Áslaug Lind, f.
24.6. 1970, maki Arnar Kristins-
son, f. 29.3 1969. Sonur þeirra
4 er Stefán Orri, f. 14.3. 1997. 2)
Halldór Lind, f. 26.5.1971, sam-
býliskona Anna María Malm-
quist, f. 11.11. 1966. Dóttir
þeirra er Kolbrún Lind, f. 21.1.
1998, auk tveggja barna Önnu
Maríu, Snædísar, f. 28. 12. 1990,
og Gunnars Loga, f. 16.7. 1993.
3) Jóhanna Lind f. 16.5. 1978. 4)
Kristinn Lind, f. 5.3. 1980.
Að skyldunámi loknu
stundaði Kristín nám við
Héraðsskólann í Reykholti og
lauk þaðan landsprófí 1964.
Árið 1968 útskrifaðist hún sem
stúdent frá Menntaskólanum á
> Elsku mamma. Nú ertu lögð af
stað í ferðina hinstu sem okkur öll-
um er ætluð í fyllingu tímans. Svo
óvænt, svo óendanlega harkaleg var
fregnin um andlátið þitt. Þú sem
lagðist á koddann þinn til hvíldar að
loknum löngum degi. Þú vaknaðir
ekki aftur. Kallið þitt er komið og
því fær enginn mannlegur máttur
breytt.
Sorgina er ekki hægt að tjá með
orðum. Missirinn er sár og söknuð-
urinn nær óbærilegur. Það er svo
ótal margt ósagt, svo ótal margt
ógert. Ég sit eftir dofin og mátt-
vana.
Mamma, þú sem varst sígefandi
af sjálfri þér. Gjafmildari mann-
J eskju hef ég aldrei þekkt. Ástríki,
umhyggja og fórnfýsi voru þér í
blóð borin. Þú varst svo góð, traust
og gegnheil manneskja. Nú gefst
ekki framar tækifæri til að þakka
og vefja þig örmum. Ég trúi þvi og
treysti að þú þekkir og skiljir mínar
dýpstu hugrenningar.
Það er huggun harmi gegn að þú
áttir yndislegar stundir síðastliðið
ár með litlu barnabörnunum þínum
sem þú hafðir beðið svo lengi eftir.
Þau voru gimsteinamir þínir og þú
hlakkaðir svo til að fá tækifæri til að
sjá þau vaxa úr grasi.
*■’“ Elsku mamma mín, ég bið þess
að algóður Guð geymi þig og verndi
í mildum faðmi sínum. Ég veit að nú
ert þú tekin til við ný störf á nýjum
og ókunnum vegum.
Missir okkar allra er mikill, en
hugur minn er hjá elsku pabba og
afa sem nú kveðja ástríka eiginkonu
_ }°g dóttur sem var okkur öllum svo
Akureyri. Þaðan lá
leiðin í Kennara-
skóla Islands og
lauk hún kennar-
anámi 1969. Við
kennslu starfaði
hún í nokkur ár en
réð sig síðar til
starfa hjá Mjólkur-
samlagi Borgfirð-
inga þar sem hún
starfaði við bókhald
ásamt öðrum störf-
um í 18 ár. Frá ár-
inu 1995 starfaði
hún við bókhald hjá
Engjaási ehf.
Kristín sinnti ýmsum félags-,
menningar- og mannúðarmál-
um um ævina. Hún var ritari í
stjórn Verkalýðsfélag Borgar-
ness og sat í húsnæðisnefnd
Borgarnesbæjar fyrir það. Þá
sat hún í skólanefnd Grunnskól-
ans í Borgarnesi og var seinna
ráðherraskipaður prófdómari
við skólann til nokkurra ára.
Kristín var fulltrúi Framsókn-
arflokksins í bæjarstjórn Borg-
arnesbæjar eitt kjörtímabil,
1990-1994, þá átti hún jafn-
framt sæti í menningarmála-
nefnd Borgarbyggðar frá 1990
og í stjórn Safnastofnunar
Borgarfjarðar þar sem hún var
formaður um tíma. Frá 1994
átti hún sæti í kjörstjórn Borg-
arbyggðar og var formaður yf-
irkjörsljórnar. Kristín starfaði í
stjórn Tónlistarskóla Borgar-
fjarðar og var formaður
Krabbameinsfélags Borgar-
íjarðar. Hún var fulltrúi starfs-
manna í stjórn Kaupfélags
Borgfirðinga og sat aðalfundi
Kaupfélagsins. Kristín var um
árabil í sóknarnefnd Borgar-
neskirkju, sinnti meðhjálp-
araastörfum í afleysingum og
var í kristniboðsnefnd á vegum
Borgarfjarðarprófastsdæmis.
Ennfremur var hún í stjórn
Rauða krossins í Borgarnesi og
starfaði með Björgunarsveitinni
Brák og Sögufélagi Borgar-
fjarðar. Þá var hún félagi í
Kveldúlfskórnum til margra
ára og formaður um skeið.
títför Kristínar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
óendanlega kær. Megi Guð gefa
okkur styrk í sorginni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Áslaug Lind.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Á dimmri haustnóttu, þegar vind-
urinn gnauðar og grár sjórinn ólgar
í fjörunni okkar, þá sofnar þú, elsku
mamma mín, svefninum langa.
Svefninum sem kom alltof fljótt og
hrifsaði þig til sín í einni svipan. Það
eru engin einustu orð sem fá lýst til-
finningum mínum. Inni í mér breyt-
ist ég í litla stelpu sem grætur og
skilur ekkert í þessum vonda heimi.
Inni í mér ólgar reiðin og sársauk-
inn nístir mig og allur líkaminn lam-
ast í einhvers konar doða. Það er
eins og það hafí verið kippt undan
mér fótunum, ég reyni að taka
skrefin en hníg niður og finn enga
fótfestu. En það er ekki í valdi
mannanna að ráða örlögunum held-
ur eru þau öll fyrirfram ákveðin. Ef
mennii-nir reyndu það myndu þeir
aðeins verða að leiksoppum örlag-
anna. Þér var ætlað eitthvert stæn-a
og meira hlutverk annars staðar. Þú
varst alltof góð fyrir þennan heim
en ég veit að þú munt þó halda
áfram að vaka yfir okkur öllum og
umvefja okkur þínum stóru og hlýju
verndarhöndum áfram.
Ég get glaðst yfir því hversu
samband okkar styrktist þessi síð-
urstu ár og sérstaklega núna
síðasta árið. Ég var síhringjandi í
þig síðasta vetur þegar ég var fyrir
norðan. Best af öllu var þó að koma
heim og hvíla í fangi þér og þá var
eins og ekkert illt í heiminum gæti
hent mig. Við gátum talað um nán-
ast allt. Þú varst farin að treysta
mér fyrir þínum leyndarmálum og
tilfinningum, sem þurfti samt
stundum að kafa djúpt niður til að
ná í. Ég sagði þér mína leyndustu
drauma, þær væntingar sem ég
gerði til lífsins. Hvað ég leit alltaf
upp til þín og þú komst mér sífellt á
óvart, eins og síðustu jól þegar þú
þuldir fyrir mig Gunnarshólmann
utanbókar. Mér finnst ég hafa átt
bestu, umhyggjúsömustu og
greindustu mömmuna í öllum heim-
inum. Þú varst einn stór visku-
brunnur. Mér fannst þú næstum
hafa svör við öllum lífsins gátum en
samt gafstu þér ailtaf tíma til að
hlusta á mínar hugsjónir og þær
skoðanir sem ég hafði á hlutunum
og virtir þær líka. Þú sagðir alltaf:
Gerðu eins og þér finnst réttast.
Reyndir aldrei að ráðskast með mig
en ofdekraðir mig heldur ekki.
Ég á eftir að sakna þess að bömin
mín sjái ekki yndislegustu ömmuna í
öllum heiminum, hana ömmu Stínu,
sem myndi prjóna falleg og velgerð
klæði á þau. Ommuna sem læsi fyrir
þau á kvöldin sögur sem leiddu þau
inn í draumalandið. Hana ömmu
Stínu sem myndi alltaf rétta út-
breiddan faðminn á móti þeim og
þau myndu finna þaðan streyma alla
ástúð og góðvild heimsins. Faðminn
stóra og hlýja sem reyndi að rúma
svo miklu meira en komst fyrir í
honum. Þú vildir öllum svo vel. Lést
alla finna fyrir því að þeir væru mik-
ils virði og rejmdir að láta alla trúa á
það góða í sjálfum sér. Þegar ég var
lítil var ekki nóg að þú prjónaðir
bara peysu handa mér heldur
prjónaðirðu eins peysur á þrjár
bestu vinkonur mínar Iíka.
Ég er svo rík að hafa átt þig,
mamma, og ég á heilan fjársjóð af
fallegum og yndislega góðum minn-
ingum sem ég ætla að varðveita vel
í hjarta mínu og segja börnunum
mínum frá. Ég kveð þig með trega,
elsku móðir mín, og vona að þú sofir
vært og rótt.
Þín
Jóhanna Lind.
Elsku mamma. Nú ert þú farin
frá mér en ég veit að þú verður ætíð
hjá mér í anda. Þú verður alltaf í
huga mínum. Það verður skrýtið að
hafa þig ekki þegar mann vantar
hjálp.
Nú kveð ég þig, elsku mamma
mín. Hafðu það nú gott á þínum
nýja stað.
Kristinn Lind.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf,
ojg festi á hann streng og rauðan skúf.
Ur furutré, sem fann ég út viö sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjöm,
og sumir verða alltaf lítil böm.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar Guðs í Paradís.
(DaviðStef.)
Sofðu rótt, elsku besta amma.
Guð geymi þig og umvefji á himn-
um.
Þín elskandi barnabörn,
Stefán Orri, Kolbrún Lind,
Snædís og Gunnar Logi.
Smávinir fagrir, foldar skart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
alls staðar fyllir þarfir manns.
Faðir og vinur alls, sem er
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
VesaUngs Sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig,
- hægur er dúr á daggarnótt, -
dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
(Jónas Hallgr.)
Elsku Stína. Hjartans þakkir fyr-
ir allt sem þú varst mér, Ásu og
Ernu. Allt það sem þú varst pabba
og okkur öllum sem vorum svo
lánsöm að fá að vera þér samferða
um lengri eða skemmri tíma.
Systir mín elskuleg. Guð gefi þér
góða nótt og sofðu rótt.
Þín
Guðrún (Gunna).
Á erfiðustu stundum lífsins
virðist fjarlægt að sorgin muni með
tíð og tíma víkja fyrir þakklæti og
dýrmætum minningum. Það er þó
vonin um það sem hvetur okkur til
að setja nokkur fátækleg orð á blað
sem þakklætisvott frá fjölskyldu
okkar hjóna við skyndilegt og
ótímabært andlát Kristínar Hall-
dórsdóttur.
Stína mágkona var sú manneskja
sem litið var til jafnt í okkar litlu
fjölskyldu sem í stórfjölskyldu Egils
og Jóhönnu Lind með virðingu og
stolti. Virðingu fyrir dugnaði, hæfi-
leikum, ræktarsemi og kærleika
hennar og stolti yfir að eiga fjöl-
skylduvináttu Stínu og Mumma, þar
sem hamingjan og barnalánið héld-
ust í hendur. Við vitum það öll að
ekki fæst áorkað í lífinu án fyrir-
hafnar og sannarlega átti það við
um Stínu. Hún uppskar líka ríku-
lega en spurningin situr eftir hvort
hún hafi gengið of nærri heilsu sinni
í annarra þágu.
Þegar við bjuggum á Vífilsmýr-
um komu þær tengdamæðgur,
Stína og Jóhanna Lind, eitt sinn
saman í heimsókn og var Kristinn,
yngsta bamið, einn með, þá fjög-
urra til fimm ára gamall. Þetta var
rigningarsumar þótt Jóhanna Lind
kæmi annars alltaf með sólskinið
með sér. En Kristinn litli grét og
var óhuggandi vegna þess að hann
vantaði pabba sinn. Þetta varð að
ólíkindasögu í fjölskyldunni. Besta
mamma í heimi og amma að auki
dugði ekki - það vantaði pabba. En
bak við ólíkindasöguna og þver-
sögnina liggur það ósagða um kær-
leikann og ástina sem hver skilur
sínum skilningi sem þekkir.
Elst sinna systkina tók Stína
snemma mikla ábyrgð í veikindum
móður sinnar. Það einkenndi líf
hennar æ síðan að ábyrgðarkenndin
var sterk. Skilningur hennar á
aðstæðum á sveitaheimili þar sem
verkaskipting, ábyrgð og fjölskyld-
uþarfir eru mikilvægustu þættirnir
urðu grundvöllur skilnings og
vináttu hennar og okkar hjóna.
Alvara lífsbaráttunnar byrgði
henni þó ekki sýn á hinar björtu
hliðar lífsins og hún gladdist með
glöðum í okkar sameiginlegu stór-
fjölskyldu. Þannig var hún hluti af
hamingju stórrar fjölskyldu og líka
stoð og stytta þegar erfiðleikar og
sorg steðjuðu að. Hér er sérstök
ástæða til að þakka þann stuðning
og gleði sem þær höfðu hver af
annarri þær tengdamæðgur hún og
Jóhanna Lind og einnig umhyggju
hennar fyrir velferð Egils á
ævikvöldi hans en nú eru sex ár
liðin síðan hann lést. Við hugsum
einnig til Halldórs, aldraðs föður,
því hans missir er mikill.
Sorgin er sár en minningarnar
Ijúfar. Að horfa til framtíðar er
erfitt á þessari stundu fýrir ykkur
sem mest hafið misst. Megið þið
með guðs hjálp styrkja hvert annað
í sorginni og auðga framtíð ykkar
allra með flekklausri minningu og
fordæmi Kristínar Halldórsdóttur.
Faðir og vinur alls sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings Sóley, sérðu mig?
sofðu nú vært og byrgðu þig,
- hægur er dúr á daggarnótt, -
dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
(Jónas Hallgr.)
Sigrún Lind og Magnús.
Dáinn, horfinn - harmafregn -.
Þannig andvarpaði í erfiljóði ljúfl-
ingurinn og listaskáldið góða, Jónas
Hallgrímsson, er hann spurði óvænt
lát náins, kærs vinar. Og annar,
okkur öllum kær, með Hallgríms
nafn, sömu ættar og Jónas - er mér
sagt - tjáði sig þannig: „ ... á
snöggu augabragði/ af skorið verð-
ur fljóttý lit og blöð niður lagði, -/
líf mannlegt endar skjótt.“ Þetta
þaut um huga minn, er frændinn
minn góði, Klemenz bóndi á
Dýrastöðum í Norðurárdal, hringdi
til mín að morgni 2. þ.m. og tjáði
mér lát, þá um nóttina, Kristínar
systur sinnar, dóttur systur minnar
Áslaugar (d. 28.11. 1995) og eigin-
manns hennar, Halldórs Kfemenz-
sonar fyirverandi bónda á
Dýrastöðum.
Á liðnu vori, 6. maí, fyllti Kristín,
hress og glöð, 50. aldursárið með
fjölskyldu sinni og eiginmanni, Guð-
mundi Egilssyni, en þau hjónin áttu
sama afmælisdag og höfðu í nær
þrjá áratugi átt farsæla samleið og
eignast 4 mannvænleg börn; Ás-
laugu, Halldór, Jóhönnu og Kristin.
I júnímánuði sl. hafði hún með
þremur frænkum sínum staðið fyrir
frábærlega vel undirbúnu móti
niðja foreldra minna, Guðránar og
Þorsteins, sem haldið var í Reyk-
holti í Borgarfirði, að viðstöddum
um 100 niðjum yngri og eldri, ásamt
mökum. Kristín hafði verið sú, er
mest og best vann að vönduðu
niðjatali, sem dreift var á mótinu og
mun gagnast vel og lengi. Þótt
þarna vantaði um 50 úr hópnum á
þessu fyrsta niðjamóti okkar, var
þarna gleðilegt og blessunarríkt að
blanda geði við frænkur og frændur
og maka þeirra, þ.ám. frænkuna
mína kæru frá Dýrastöðum,
Kristínu, sem nú hefur svo fljótt og
óvænt verið burt kölluð. - Ég hafði
þarna á mótinu sagt nokkuð frá
ömmu mini í móðurætt, Guðbjörgu
Torfadóttur frá Fremstuhúsum í
Dýrafirði, og getið þess hvernig hún
umvafði mig frá barnæsku og nefnt
mig „fallegan sinn“, og gert eldri
systur mínar dálítið afbrýðisamar,
því þær fengu víst ekki sams konar
atlæti hjá henni. - Undir lok móts-
ins í Reykholti kom Ki-istín til mín
með gullfallegan ársgamlan son Ás-
laugar dóttur sinnar, Stefán Orra,
og sagði: „Heyi'ðu, frændi minn, nú
mun ég amman áreiðanlega nefna
hann þennan „fallega minn“. Ég
fann hlýjan straum fara um mig,
eins og forðum í faðmi ömmu minn-
ar, er þessi nýja og góða amma lét
þessi orð falla. Ég trúi og bið að
hlýja og kærleikur ömmunnar góðu
fylgi þessum unga frænda mínum -
og frændsystkinum hans - með
þeim hætti sem ég hefi notið. -
Þarna kvöddumst við Kristín með
kærleikum, en fyrir mér endur-
speglaði hún með margvíslegum
hætti blítt viðmót móður sinnar og
minnar kæru systur, Áslaugar. - I
sumar barst mér svo frá Kristíriu
skemmtilegt skjal. Ættarmót-Út-
tekt, sem aðrir þátttakendur móts-
ins munu einnig hafa fengið. Þarna
er góðan fróðleik, ábendingar og til-
mæli að finna. Þar er í lokin tilfærð
næsta ættarmótsnefnd og fjölgað úr
4 í 5 og ég nú settur þar inn fyrir
„hvíta stofninn“ (silfurhærur?), en
hinir fyrir gulu, rauðu, grænu og
bláu greinar ættarinnar. Ég skrif-
aði frænku minni langt bréf til baka
og þakkaði henni og frænkuráðinu
enn og aftur þetta meiriháttar mót,
KRISTIN
HALLDÓRSDÓTTIR