Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 44
Jf 44 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
þakkir og samúðarkveðjur frá
Framsóknarfélagi Mýrasýslu.
Missir fjölskyldu Kristínar er
mikill, að sjá á bak eiginkonu, móð-
ur og ömmu sem alltaf átti ráð og
gæsku til að deila með hverjum sem
með þurfti. Við hjónin vottum Hall-
dóri föður Kristínar, Guðmundi,
börnum, barnabörnum svo og
systkinum hennar innilega samúð
okkar og biðjum góðan guð að veita
þeim styrk í sorg sinni.
Helga og Guðmundur
Guðmarsson.
Að morgni miðvikudags 2. sept.
hringdi ég í Borgarnes og í lok þess
samtals komu þessi orð. „Nú er
sorglega fréttin eftir. Hún Ki’istín
Halldórsdóttir dó í nótt.“ „Hvaða
Krístín?“ spurði ég. „Hún Kristín á
Kveldúlfsgötunni." Þegar ég áttaði
mig kom ég ekki upp nokkru orði og
líkami minn dofnaði um stund, þetta
var svo fjarri að ég neitaði með
sjálfum mér að samþykkja þessa
fregn. Síðan hefur hugur minn verið
hjá Kristínu svo ég verð að skrifa
þessar línur.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
fyrir um það bil þremur áratugum
^Sr er við störfuðum bæði sem kennar-
ar við grunnskólann í Borgarnesi.
Þar kynntist ég fyi'st þeirri ein-
stöku geðprýði og hlýju sem Kristín
bar með sér. Síðan höfum við átt
svo margvíslega samvinnu að þar
væri frekar efni í bók en stutta
grein og þar hefur aldrei borið
skugga á. Vil ég hér rifja upp örfáa
þætti sambands okkar. Segja má að
samband hennar við skólann rofnaði
aldrei þó að hún hætti kennslu og
ber þar hæst hennar jákvæða hug-
arfar í öllum hennar störfum sem
tengdust skólanum. Hún var mörg
ár trúnaðarprófgæslumaður í sam-
ræmdum lokaprófum skólans. Eðli-
lega ríkir alltaf spenna meðal nem-
enda á slíkum öriagadögum en það
má segja að Kristín færði með sér
ró og frið í prófsalinn með sinni
ljúfu framkomu sem vafalítið hefur
oftar en ekki lægt hjartslátt hinna
ungu próftaka og hjálpað þeim við
einbeitinguna.
Þáttur hennar sem foreldris var
einnig mjög stór, fyrir utan vh-k af-
skipti í foreldrafélagi skólans voru
v böm hennar mjög kærir nemendur
' skólans sem báru foreldrunum og
heimilinu fagurt vitni.
Við sátum mörg ár saman í sókn-
arnefnd Borgarneskirkju og var
hún þar sem annars staðar góður
liðsmaður. Eg minnist þess hve sér-
staklega ljúflega hún bar fram til-
i lögur eða gagnrýni og notaði þá
gjarnan orðin: „Finnst ykkur ekki
betra að hafa þetta svona?“
Auðvitað hafði hún rétt fyrir sér
enda vom tillögur hennar alltaf vel
hugsaðar og miðuðu að því að bæta
hag sem flestra.
Eitt af því sem tengdi okkur
Kristínu saman var að dætur okkar
urðu mjög góðar vinkonur og
bjuggu saman á námsárum sínum í
Reykjavík. Þar með eignaðist ég
hlutdeild í Áslaugu dóttur Kristínar
jL og Guðmundar og hefur mér alltaf
fundist að hún gengi næst mínum
eigin börnum.
Það er mikill missir að Kristínu,
hún átti svo margt ógert í þessu lífi
öðrum til hamingju og gagns.
Hennar skarð verður ekki fyllt og
söknuðurinn er sár. Eg vil biðja
góðan Guð að styrkja fjölskyldu
hennar og við hjónin sendum hér
okkar innilegustu samúðarkveðjur
til eiginmanns hennar, bama,
tengdabarna og barnabarna.
Vertu sæl, Kristín, Guð geymi þig
alla tíma, minninguna eigum við eft-
W- ir og varðveitum hana.
Guðmundur og Hildur.
Fyrstu merki haustsins vora farin
að sjást. Skólinn var að hefja starf-
semi sína. Um leið og nemendur
mættu til sinna starfa bárast okkur
þau sorglegu tíðindi til eyma að
Kristín Halldórsdóttir væri látin. Þó
að fyrstu merki þessa hausts væru
byrjuð að gera vart við sig bar ekki á
þeim í lífí Kristínar. Hún var allt of
snemma kölluð til æðri máttarvalda.
Haustið 1969 kom hún til starfa
við Barna- og gagnfræðaskólann í
Borgarnesi, þá 21 árs að aldri. Hún
kenndi hér við skólann í tvo vetur
og sinnti kennslunni af mikilli alúð
og samviskusemi. Á þessum árum
eignaðist hún sín fyrstu böm. Vorið
1971 hætti hún störfum við skólann
en var eftir það viðloðandi skóla-
starfið á ýmsan hátt. Veturinn
1977-78 tók hún að sér stunda-
kennslu við Iðnskólann sem þá var
rekinn í sama húsnæði og undir
sömu stjóm og Barna- og gagn-
fræðaskólinn. Til fjölda ára var hún
trúnaðarmaður menntamálaráðu-
neytisins í samræmdum prófum hér
við skólann. í prófum þessum er
gjarnan mikil spenna og taugatitr-
ingur. Kristín hafði róandi áhrif á
nemendur og kennara með
hæversku sinni. Störf hennar ein-
kenndust af kjörorðinu „aðgát skal
höfð í nærveru sálar“.
Þó að Kristín væri formlega hætt
störfum við skólann var hún einn af
velunnurum hans og ávallt reiðu-
búin að starfa íýrir hans hönd. Hún
sat til margra ára í skólanefnd og
foreldrafélagi skólans. Að leiðarlok-
um vill skólinn þakka fyrir vel unnin
störf að skólamálum í Borgamesi.
Sendum við aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um þeim blessunar.
Fyrir hönd Gmnnskólans í Borg-
arnesi.
Hilmar Már Arason.
Miðvikudaginn 2. september sl.
bárast út þau sorgartíðindi að kær
vinkona mín og samstarfsmaður til
margra ára, Kristín Halldórsdóttir,
hefði látist þá um nóttina. Fréttin
var þvílíkt reiðarslag að hún var
sem högg - kona á besta aldri tekin
burt frá fjölskyldu, ættingjum og
vinum. Kynni okkar Kristínar
spanna yfír tvo áratugi og hófust
þegar Kristín réðst til starfa hjá
Mjólkursamlagi Borgfirðinga á ár-
inu 1978 og störfuðum við þar sam-
an þar til Mjólkursamlagið var lagt
niður í lok árs 1995. Kristín var síð-
an starfsmaður Engjaáss ehf. sem
stofnað var í kjölfar lokunar Mjólk-
ursamlagsins og starfaði þar til
dauðadags.
Kristín lagði mikla alúð í störf sín
en hún sá um bókhald, samskipti við
viðskiptavini, bréfaskriftir og önnur
störf sem til féllu á skrifstofu fyrir-
tækjanna. Mikið öryggi var í því að
hafa Kristínu við hlið sér og geta
leitað til hennar með ýmis mál, stór
og smá, og geta alltaf treyst því að
þau mál sem um var fjallað væru
jafn vel geymd hjá henni og hjá
sjálfum sér. Fáir eru þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga slíkan samstarfs-
mann sem Kristín var og vil ég
þakka það.
Kristín starfaði mikið að félags-
málum m.a. fyrir Framsóknarflokk-
inn og sat í bæjarstjórn á árunum
1990-1994. Einnig sat hún í sóknar-
nefnd um árabil og lagði hún mikla
rækt við starf sitt innan kirkjunnar
og vil ég sem samstarfsmaður henn-
ar þar þakka henni fyrir öll þau
góðu ráð og ábendingar sem hún
lagði inn í umræðu og ákvarðanir
um málefni kirkjunnar.
Kristín var mikill samvinnumaður
og starfaði að málefnum Kaupfélags
Borgfirðinga um áratuga skeið, sem
fulltrúi á aðalfundum, sem fulltrúi
starfsmanna í stjórn félagsins og
sem varamaður í stjóm um árabil.
Kristín starfaði af miklum heilind-
um að málefnum Kaupfélags Borg-
firðinga alla tíð og eftir að hún sagði
af sér öllum trúnaðarstörfum hjá
félaginu í kjölfar mikilla deilna um
málefni Mjólkursamlags Borg-
firðinga og lyktir þess máls kom
best í ljós hæfileiki hennar til að
skilja á milli ágreinings í félagsmál-
um og þess að rækta áfram gott
samstarf við einstaklinga þrátt fyrir
ágreining á hinu félagslega sviði.
Mörgum fleiri málum lagði
Kristín lið og verður hennar sárt
saknað af þeim fjölmörgu sem nutu
umhyggju hennar og hlýju. Þrátt
fyrir stutta ævi lætur Kilstín eftir
sig mikinn fjársjóð, góð og mann-
vænleg böm sem minna vel á það
sem hún var, og ljúfar minningar
hjá fjölmörgum, bæði úr leik og
starfi. Fyrir hönd samstarfsfólks
Kristínar þakka ég fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman,
bæði í gleði og sorg. Einnig þakka
ég og konan mín fyrir allar þær
ánægjulegu ferðir sem við fórum
saman um héraðið til að njóta tón-
leika og kórsöngs, en Kristín var
mikill unnandi góðrar tónlistar.
Munum við ætíð minnast hennar og
sakna.
Við vottum Guðmundi, börnum
og öðrum nákomnum okkar dýpstu
samúð. Megi guð styrkja ykkur og
leiða.
Indriði Albertsson.
„Líf hvers manns er ævintýri
skráð af fingri Guðs,“ ségir H.C.
Andersen í einni af mörgum sögum
sínum. Oft er lífsins ævintýri allt of
stutt og engar vísbendingar gefnar
um að það sé senn á enda runnið.
Við lífsins gátu eigum við mannanna
börn fá svör og okkur er ekki ætlað
að vita hvað dagurinn ber í skauti
sér. Ekkert benti til að Kristín Hall-
dórsdóttir ætti ekki langt líf fyrir
höndum. Eg hitti hana á fögrum
sólskinsdegi í sumar, glaða og
hressa, og þá eins og ávallt
streymdi frá henni hlýja og jákvæð-
ir straumar.
Hún Kristín var merkileg kona
íyrir margra hluta sakir. Henni
vora gefnar óvenju góðar gáfur í
vöggugjöf. Hún var auk þess góður
skipuleggjari og góð verkmann-
eskja og móðir eins og best verður á
kosið. Það fór ekki framhjá þeim
sem vora í návist þeirra hjóna
Kristínar og Guðmundar að þar
fóru samhent hjón. Hún vakti yfir
velferð sinna nánustu og hæglát og
yfirveguð kom hún meiru í verk en
margur sá er hraðar virðist fara.
Hún var tilfinningamanneskja án
þess að bera það á torg og einlægur
vilji hennar til að koma góðu til leið-
ar einkenndi öll hennar störf og all-
ar hennar athafnir. Aldrei heyrði ég
hana hallmæla nokkrum manni
heldur leita hins jákvæða í fari sam-
ferðamannsins.
Það kom af sjálfu sér að eftir því
var sóst að hún tæki að sér ýmis
trúnaðarstörf. Hún var meðal ann-
ars bæjarfulltrúi fyrir framsóknar-
menn í Borgarnesi um árabil og
hefur setið í ráðum og nefndum fyr-
ir flokkinn. Ég kynntist henni fyrst
á þeim vettvangi en fljótt kom í ljós
við nánari kynni að margt ættfólk
hennar í móðurætt þekkti ég náið
frá bernsku og þau tengsl gerðu það
að verkum að við höfðum um fleira
að spjalla en stjórnmál. Það var gott
að vera í návist hennar og ég er
þakklát fyrir okkar góðu kynni, fyr-
ir hennar mikilvægu störf og þann
einlæga stuðning sem hún veitti
mér.
Sorg og söknuður ríkir yfir Borg-
arbyggð sem hefur misst eina af
sínum bestu dætram. Hin stóra fjöl-
skylda sem að Kristínu stendur hef-
ur misst mikið. Eiginmanni hennar,
börnum og aðstandendum öllum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
góðrar konu.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Nú er skarð fyrir skildi, hún
Kristín Halldórsdóttir er dáin,
löngu fyrir aldur fram.
Ung fjölskylda flytur í Borgar-
nes til að starfa við tónlistarskólann
í bænum. Fljótlega kemur til tals
að stofna kór og leitað er til nýju
tónlistarkennaranna. Kórinn er
stofnaður af áhugasömu fólki og
með hjálp verkalýðsfélagsins í bæn-
um. Fáir höfðu nokkra reynslu af
kórsöng og söngstjórinn litla sem
enga reynslu af kórstjórn. Fljótlega
kom í ljós að ýmsu þarf að huga og
valin er stjórn fyrir kórinn. For-
maðurinn er kosin Kristín Hall-
dórsdóttir og kemur þá strax í ljós
að hún er enginn nýgræðingur í
félagsmálum, hún leiðir söngfélagið
áfram styrkri hendi og er þessum
nýja kór leiðarljós þótt ekki beri
mikið á því hve mikið hún vinnur
fyrir hann. Kórinn fær síðar nafnið
Kveldúlfskórinn. Þegar kórinn fer
að kljást við fjölbreytt viðfangsefni
á ýmsum tungumálum reynum við
að kafa í Ijóðin og skilja innihald
þeirra svo að við séum þess verð að
flytja og túlka efnivið hinnar dýra
listar. Þá kemur í ljós að Kristín
Halldórsdóttir getur skýrt hvert
orð og efni hvers kvæðis, frá Eddu-
kvæðum til latneskra messutexta.
Hún kann íslenskar ljóðabók-
menntir frá upphafi, er mjög víðles-
in og fróð um laust mál og bundið
hvar sem gripið er niður. Hún gef-
ur okkur með sér það sem hún á af
örlátu hjarta, af miklum skilningi
og ást á því sem gott er og fallegt.
Það er okkur öllum í kórnum óg-
leymanlegt atvik, sem þó er aðeins
ein dæmisaga um hæfileika hennar
á þessu sviði að við vorum eitt sinn
fyrir löngu í upptöku í Reykjavík.
Eftir langan og strangan vinnudag
borðum við saman á veitingahúsi.
Galsi kemur í söngfólkið og einn
kastar fram vísu og skorar á hvert
borð að gera það sama. Kristín hef-
ur orð fyi'ir sínum sessunautum og
flytur okkur Smávinir fagrir úr
Hulduljóðum Jónasar Hallgríms-
sonar, öll erindin, utanað og óundir-
búið. Þetta kvæði var henni mjög
kært, því hún unni landinu og
gróðri jarðar. Sá sem ferðaðist með
Kristínu fékk líka að njóta þess
með henni hve vel hún þekkti land-
ið, og hvernig hún fagnaði og
þekkti grösin og blómin við hvert
fótmál.
Eftir því sem ég kynntist
Kristínu betur skildist mér smátt
og smátt að hún hafði kosið að helga
starfskrafta sína fyrst og fremst
fjölskyldu sinni og bömum, þó að
hún hefði eflaust getað valið sér
hvaða starfsgrein sem var, slíkir
sem hæfileikar hennar og gáfur
voru. Börnin voru augljóslega alin
upp við mikið ástríki foreldranna,
vel ræktuð og studd til góðra verka
með ráðum og dáð. Ég veit núna að
verðugra verkefni er ekki til og
missir eiginmanns, barna og barna-
barna er þungur og illbærilegur. En
Kristín var skær stjarna sam-
ferðamönnum sínum á lífsleiðinni
og við megum ekki gleyma því að
hún lýsir okkur enn þó að sorgin sé
sár.
Fyrir nokkrum áram féll frá
löngu fyrir aldur fram söngfélagi
okkur úr Kveldúlfskómum, Friðjón
Sveinbjörnsson og varð öllum mikill
harmdauði. Kórinn flutti Sálumessu
eftir franska tónskáldið Gabriel
Fauré í minningu hans. Kristín
Halldórsdóttir þýddi textann úr
latínu til að prenta í efnisskránni og
langar mig að enda þessi fátæklegu
orð á þýðingu hennar á sjöunda og
síðasta kafla sálumessunnar:
Leiði þig englar Guðs inn í Paradís.
Hinir útvöldu taki á móti þér,
er þú kemur þangað,
og fylgi þér inn í helga Jerúsalemborg.
Englakórinn fagni þér,
að þú megir öðlast þar eilífðarfrið
ásamt Lasarusi,
sem áður var snauðastur allra.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Mér fannst eins og dimmdi í lofti
á annars fallegum og hlýjum haust-
morgni hinn 2. september þegar ég
frétti að mín góða vinkona og sam-
starfskona í 17 ár væri skyndilega
horfin frá okkur. Það er margs að
minnast frá þessum góðu árum í
samstarfi okkar Kristínar Halldórs-
dóttur, bæði í starfi og leik, því við
starfsfélagarnir áttum margar góð-
ar samverustundir utan vinnutíma,
og fórum þá í ýmsar ferðir saman.
Þetta var góður tími, sem aldrei
kemur aftur því eftir að mjólkur-
samlagið hætti starfsemi kom los á
þennan samhenta hóp, ýmsir hættu
og miklar breytingar urðu.
Eitt það minnisstæðasta, sem við
Kristín gerðum saman, var að fara til
Reykjavíkur og fá áheym hjá land-
búnaðarráðherra, í framhaldi af mót-
mælaaðgerðum okkar starfsfólksins.
Þetta var tilraun til að reyna að halda
í mjólkursamlagið, sem því miðm'
mistókst. Kristín var mikil starfs-
kona og einhvem veginn varð það
svo, að hún var sú sem flestir leituðu
til, ef fá þurfti góð ráð eða hjálp við
einhver verkefni. Hún var svo traust,
heilsteypt og hjartahlý og mér fannst
alltaf best að ræða við hana ef ein-
hver vafamál komu upp.
Kristín var líka mikið í félagsmál-
um, og tók virkan þátt í starfi
verkalýðsfélagsins, var um tíma í
bæjarstjóm, kórstarfi, sóknamefnd
o.m.fl. Kristín átti miklu fjölskyldu-
láni að fagna og átti fallegt heimili,
sem bar vitni um handbragð hennar,
því hún var líka mikil handavinnu-
kona. Hún eignaðist fjögur einkar
myndarleg og mannvænleg börn,
sem nú ásamt eiginmanni syrgja
sárt sína góðu móður og eiginkonu,
en nú tala ég sem amma, því sárast
tekur mig til litlu bamabamanna
hennar Kristínar, sem hún var svo
stolt af og hamingjusöm að eignast.
Að hún skyldi ekki fá að njóta þess
að sjá þau vaxa og þroskast, og þau
að missa sína góðu ömmu svona ung.
Þetta era fátækleg orð, en efst í
huga mér er þakklæti fyrir að hafa
átt því láni að fagna að kynnast
þessari konu og starfa með henni í
öll þessi ár, og sorg, að hún skuli
vera horfin frá okkur, svona langt
um aldur fram. Ég bið góðan guð að
vera með ástvinum hennar, gefa
þeim styrk í sorginni og hjálpa þeim
að hugga sig við allar góðu minning-
arnar sem við eigum öll sem þekkt-
um hana Kristínu.
Vertu svo guði falin, góða vin-
kona.
Sigurbjörg Viggósdóttir.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast Kristínar Halldórsdóttur.
Ég hef þekkt Kristínu frá því ég
man eftir mér, mér finnst hún alltaf
hafa átt heima á Kveldúlfsgötunni.
Þó kynntist ég henni ekki vel fyrr
en nú á seinni árum er ég fór að
starfa í Borgarnesi að námi loknu.
Kristín söng með í Kveldúlf-
skórnum og í Noregsferð kórsins
1989 vorum við saman í herbergi
fjórar, Kristín, Guðný Erla, mamma
og ég. Þetta var einstaklega vel
heppnuð ferð og oft var mikið hlegið
þegar komið var í kojur á kvöldin.
Kristín tók oft svo skemmtilega til
orða og saman voru þær vinkonurn-
ar óborganlega skemmtilegar.
Kristín starfaði í skólanefnd Tón-
listarskóla Borgarfjarðar fyrstu ár-
in mín sem skólastjóri þar og fannst
mér mikill stuðningur að henni.
Mér fannst gott að vera í návist
hennar og ég man hvað mér fannst
hún ótrúlega minnug.
Kristín hefur alltaf sýnt mér og
fjölskyldu minni einstaka hlýju og
góðvild. Þegar dætur okkar fædd-
ust kom hún t.d. með heklaða kjóla
handa þeim. Og síðast nú í ágúst
heimsótti hún mig 1 tilefni af afmæli
minu og kom færandi hendi.
Ég vil þakka Kristínu fyrir allar
góðu samverustundirnar og hlýjuna
í okkar garð. Ég mun minnast
hennar sem sérstaklega elskulegrar
og góðrar konu.
Ég og fjölskylda mín vottum
Guðmundi, fjölskyldu hans, Hall-
dóri föður Kristínar og ástvinum
öllum okkar innilegustu samúð.
Theodóra Þorsteinsdóttir.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.