Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 45
+ Sigurlaug
Magnúsdóttir
fæddist í Hafnar-
nesi við Fáskrúðs-
fjörð 1. nóvember
1908. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
vikur 30. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
María Sigurðardótt-
ir frá Djúpavogi f.
19.11. 1876, d. 1.1.
1954, og Magnús
Guðmundsson,
bóndi í Hafnarnesi,
f. 16.9. 1868, d. 21.4.
1912. Alsystkini Sigurlaugar
voru fimm. Tveir bræður henn-
ar dóu ungir, systur hennar eru
Margrét, verkakona á Akur-
eyri, f. 14.9. 1899, d. 27.9. 1989,
gift Ingólfi Árnasyni, f. 1.3.
1904, d. 21.12. 1995, Jóhanna
Kristín, f. 15.3. 1904, d. 8.2.
1996, gift Guðmundi Stefáns-
syni, f. 2.4. 1895, d. 15.6. 1976,
og Björg Andrea, f. 22.10. 1910,
gift Jens Lúðvíkssyni, f. 29.9.
1910, d. 24.3. 1969. Hálfsystkini
Sigurlaugar sammæðra voru
Þóra Kristín Sigurðardóttir, f.
8.2. 1913, d. 30.6. 1991, gift Júl-
íusi Kemp, f. 5.2. 1913, d. 19.2.
1962; og Jón Ragnar Steinsson,
f. 22.5. 1915, d. 7.12. 1975.
Hinn 15. apríl 1932 giftist
Sigurlaug Kristjáni Stefánssyni,
Elsku amma Sigurlaug, þá
fékkstu hvíldina nær níræð, vonandi
líður þér vel núna. Við vitum að það
verður tekið vel á móti þér því bæði
Anna Kristín systir okkar og hann
afí Kristján eru ánægð að fá þig til
sín. En söknuðurinn er mikill hjá
okkur, svo mikill að orð fá því varla
lýst. Bai’a tilhugsunin að geta ekki
heimsótt þig á Droplaugarstaði, þar
sem þú áttir heima síðasta hálfa ár-
ið, kallar fram tár í augum okkar.
Að hugsa til þess að þú verðir ekki á
jólunum heima hjá mömmu, þar
verður stórt skarð sem ekki er hægt
að fylla í okkar stóra fjölskylduboði.
Amma hefur alltaf verið ein af
okkur. Við systkinin eyddum mikl-
um tíma með henni þar sem hún bjó
á neðri hæðinni á Sæbrautinni og
passaði okkur þegar mamma og
pabbi voru að vinna. Ekki má
gleyma mjólkurgrautnum hennar á
laugardögum í hádeginu og jóla-
grautnum á aðfangadag þar sem
amma passaði ávallt upp á að
mandlan væri komin á einhvern
diskinn.
Þær voru ófáar stundirnar sem
við eyddum með henni ömmu Sigur-
laugu. Þegar við fórum í bæinn var
alltaf komið við í Hattabúð Reykja-
víkur þar sem hún amma vann í
mörg ár. Yndislegri ömmu hefði
ekki verið hægt að hugsa sér og
alltaf vildum við hafa hana með í
öllu og þau voru ófá fjölskylduboðin
þar sem við komum saman og áttum
góðar stundir. Við vorum fjögur
systkinin þar til fyrir tólf árum, þá
lést yngri systir okkar, hún Anna
Kristín, og var það mikið áfall fyrir
ömmu.
Það var alltaf einhver af okkur
systkinunum að kíkja til hennar.
Augasteinninn hennar var nú hann
Kristján bróðir okkar, alltaf boðinn
og búinn fyrir hana ömmu sína,
hvort sem það var nú að heimsækja
hana eða laga fyrir hana sjónvarpið
eða annað. Drífa systir sá um að
hand- og fótsnyrta ömmu reglulega
því enginn gerði það betur að henn-
ar mati og hún Mjöll systir okkar sá
um að hún amma væri alltaf fín um
hárið og það líkaði minni vel.
Síðustu dagar hafa verið erfiðir
fyrir okkur öll, því við vissum að
hún amma ætti ekki marga dagana
eftir. En huggun okkar er að við öll
eigum góðar minningar um ömmu.
Elsku amma Sigurlaug, við kveðj-
um þig með tárum og söknuði.
Hvíl í friði.
Þín
Drífa, Kristján og Mjöll.
sjómanni í Reykja-
vík, f. 1.9. 1908, d.
28.8. 1963. Foreldr-
ar hans voru Anna
Jónsdóttir og Stef-
án Friðriksson. Sig-
urlaug og Kristján
bjuggu á Akureyri
frá 1932 til 1954 er
þau fluttust búferl-
um til Reykjavíkur.
Börn Sigurlaugar
eru: 1) Anna Krist-
jánsdóttir, f. 16.10.
1934, gift Bjarna
Bjarnasyni, börn
þeirra eru Sigur-
Iaug Kristín, Guðrún Bjarney,
Bjarni Guðjón og Anna María 2)
Rafn Kristjánsson, f. 27.8. 1934,
d. 1.6. 1937. 3) Stefán Örn Kri-
stjánsson, f. 22.2. 1936, kvæntur
Kolbrúnu Guðmundsdóttur.
Börn þeirra eru Arna og Krist-
ján. 4) Karen Kristjánsdóttir, f.
24.12. 1940, gift Daníel Stefáns-
syni. Börn þeirra eru Drífa,
Mjöll, Anna Kristín, sem er lát-
in, og Kristján. 5) Friðrik Rafn
Kristjánsson, f. 15.9. 1943,
kvæntur Margréti Brynjólfs-
dóttir, sem er látin. Börn þeirra
eru Brynjar Þór og Bjarney.
Barnabarnabörn Sigurlaugar
eru 14.
Útför Sigurlaugar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku Sigmdaug amma okkar
allra er farin frá okkur. Hún er dá-
in. Sum okkar skilja það, en ekki öll,
það gerir aldurinn á okkur.
En öll eigium við góðar minningar
um hana ömmu okkar, því ávallt
þegar við komum í heimsókn til
hennar tók hún okkur opnum örm-
um. Alltaf átti hún eitthvað gott
handa okkur, hvort sem það var
nammi eða bara kleina og mjólk,
sem var gott að fá í kroppinn.
Elsku amma, við vonum að þú
hafír það betra þar sem þú ert núna
hjá afa og Önnu Kristínu frænku
okkar og litlu englunum. Við mun-
um biðja englana og guð að passa
þig í bænunum okkar.
Hjartkæra amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
(Höf. ók.)
Elsku amma Kæja, við vitum að
þú fínnur til í hjarta þínu núna.
Megi guðs englar vera hjá þér. Við
hugsum til þín.
Sofðu rótt, elsku amma Sigur-
laug.
Anna Kristín, Karen, Iris
Thelma, Danfel og Arnór Dan.
Mig langar að minnast ömmu
minnar, Sigurlaugar Magnúsdóttur,
nokkrum orðum. Hún hefði náð ní-
ræðisaldri nú á þessu ári ef hún
hefði lifað. Vissulega er það ávallt
sárt að horfa á eftir nákomnum yfír
móðuna miklu, jafnvel þó að allir
viti að hverju dregur þegar líður á
ævina. Þó er það svo að samhliða
þessu er líka svolítið þakklæti.
Þakklæti til máttarvaldanna, sem
veita þeim hvíld er þjást og þrá
hvíldina öðru fremur. • Eg er elsta
barnabarn og nafna ömmu minnar.
Afi minn Kristján lést árið 1963.
Amma og afi voru í góðum tengslum
við böm sín sem og bamabörn og
barnabarnaböm. Þegar horft er um
öxl leita margar notalegar minning-
ar á hugann, sem gott er að ylja sér
við. Minningarnar gefa okkur, sem
eftir lifum, tilefni til þess að leitast
við að vera eftirmynd þeirra sem
horfnir em.
Amma og afí, Kristján Stefáns-
son, eignuðust saman fímm börn.
Garðurinn er grösugur, en alls eru
barnabörnin orðin tólf og þeim til
viðbótar eru fjórtán bamabarna-
börn og allt er þetta myndarfólk.
Eg átti því láni að fagna að fá að
hefja búskap minn undir hand-
leiðslu ömmu minnar. Á þeim tíma
bjó hún í Bogahlíðinni og þegar ég
og eiginmaður minn, Þröstur Ey-
vinds, byrjuðum að búa kom ekki
annað til gi-eina en að búskapurinn
hæfíst á heimili ömmu. Hún hafði
bá verið ekkja í allmörg ár og hafði
húsnæði aflögu, sem var vel þegið af
okkur unga fólkinu. Hjá ömmu
bjuggum við í tæp þrjú yndisleg ár.
Þar var gott að búa og ekki spillti
fyrir að geta notið handleiðslu
ömmu fyrstu búskaparárin.
Amma var af þeirri kynslóð sem
þekkti ekki aðgerðarleysi. Aldrei
féll henni verk úr hendi og vann hún
m.a. í Hattabúð Reykjavíkur í mörg
ár. Frístundirnar notaði hún til
hannyrða, sem var hennar helsta
tómstundagaman. Á langri lífsleið
hennar gerði hún meðal annars ótal
ísaumaða púða, klukkustrengi og
myndir, svo ekld sé nú minnst á þá
fjölmörgu stóla og rennibrautir sem
hún saumaði í.
Fjölskylda okkar er og hefur
alltaf verið sérstaklega samheldin
og þar var amma svo sannarlega
enginn eftirbátur. Hún var alltaf
boðin og búin að hjálpa til ef eitt-
hvað þurfti að gera. Áfmælisveisl-
ur og aðrar uppákomur voru henni
kærkomið viðfangsefni og þar lét
hún ekki sitt eftir liggja og bakaði
svo um munaði. Á meðan amma
hafði heilsu til hafði hún yndi af
því að fara í gönguferðir. Þrátt
fyrir að hún væri orðin nokkuð
fullorðin lét hún sig ekki muna um
að fara daglega í bæinn með stræt-
isvagni þar sem hún labbaði
Laugaveginn ýmist upp eða niður.
Þetta lét hún eftir sér allt til 87
ára aldurs, en þá fór heilsunni
heldur að hraka og hún treysti sér
ekki í þessar ferðir.
Kynslóð ömmu minnar var og er
lítið fyrir það að láta snúast í kring-
um sig eða hafa fyrir sér á nokkurn
hátt og þar var amma engin undan-
tekning. Henni fannst hún alltaf
vera að stela tíma frá okkur barna-
börnunum ef við vildum Iétta undir
með henni.
Þegar tók að halla að ævikvöldi
ömmu bjó hún í Furugerði, á meðal
jafnaldra. Hið síðasta misseri ævi
hennar var svo af henni dregið að
hún fékk að dvelja á Droplaugar-
stöðum. Þar átti hún gott ævikvöld
og naut góðrar umönnunar starfs-
manna sem við eftirlifendur þökk-
um hjartanlega fyrir. Með þá vissu
að ömmu verður vel tekið í nýjum
heimkynnum þar sem fyrir dvelja
sonur hennar og eiginmaður horf-
um við björtum augum yfír myndar-
legan hóp niðja hennar.
Sigurlaug Kristín Bjarnadóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA MAGNEA HELGADÓTTIR,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. september kl. 10.30.
Sigurður Jónsson,
Þóra Kristjánsdóttir,
Þórdís Kristjánsdóttir,
Helgi Kristjánsson Straumfjörð, Sæunn Guðmundsdóttir,
Gunnlaugur Kristjánsson,
Þórólfur Kristjánsson,
Hjördís Hjaltadóttir,
Valborg Stefánsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
SIGURLAUG
MAGNÚSDÓTTIR
+ Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
KRISTÓFER PÁLL GUÐNASON,
lést 30. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Helga Högnadóttir, Guðni Pálsson,
Anna Bentína Hermansen, Gretar Hostert,
Kristinn Vignir Ólafsson, Helga Rut Guðnadóttir, Ellen Elsa, Aldís Ása Guðnadóttir,
Guðný Margrét Guðnadóttir, Sigmundur Árni Guðnason.
+
Faðir minn, bróðir og móðurbróðir,
EIRÍKUR ÞORKELSSON
frá Eskifirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaup-
stað miðvikudaginn 2. september.
Útför hans fer fram frá Eskifjarðarkirkju laug-
ardaginn 12. september kl. 14.00.
Jóhanna Eiríksdóttir,
Ingvar Gunnarsson
og systkini.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Akrakoti,
Álftanesi,
lést mánudaginn 7. september sl.
Erlendur Sveinsson,
Þorgerður Erlendsdóttir,
Júlíana B. Erlendsdóttir,
Sveinn Erlendsson,
Hugborg Erlendsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
ANNA GUÐNÝ ANDRÉSDÓTTIR
Ijósmóðir,
Röðli,
er lést föstudaginn 4. september, verður
jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn
12. september kl. 16.00.
Haukur Pálsson,
Lilja Hauksdóttir og fjölskylda,
Sesselja Hauksdóttir og fjölskylda.
+
Ástkær faðir okkar,
SIGURÐUR HJÖRTUR BENEDIKTSSON,
Frostafold 14,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun,
föstudaginn 11. september, kl. 13.30.
Þorbjörg Erla Sigurðardóttir,
Elín Sigurðardóttir,
Benedikt Sigurðsson,
Eiríkur Sigurðsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
elskulegrar móður minnar, tengdamóður og
ömmu,
HERDÍSAR HLÍFAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
Gyðufelli 4,
Reykjavík.
Jón V. Sigurmundsson, Ingibjörg Huld Þorsteinsdóttir,
Róbert Örn Jónsson,
Þorsteinn Jónsson.