Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 49

Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 49 FRÁ versluninni Morgan. Morgunblaðið/Halldór Verslunin Morgan opnuð í Kringlunni Yogameistari heldur fyrirlestur Heilsa, jafnvægi og velgengni YOGAMEISTARINN Shanti Desai heldur fyrirlestur um Heilsu, jafn- vægi og velgengni í Yoga-Studio, Auðbrekku 14, Kópavogi í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20. Shanti Desai mun í fyrirlestri sínum fjalla um Hatha-Yoga sem leið til heilsu, jafn- vægis og vel- gengni og mun einnig sýna nokkr- ar af erfiðari stöð- um Hatha-Yoga. Shanti er yogameistari með yfir 45 ára reynslu og er einn fremsti yogameistari, sem nú er uppi, segir í frétt frá Yoga-Studio. Þar segir einnig að Shanti sé efna- og nær- ingafræðingur að mennt frá band- arískum háskóla og að hann sé þekktur fyrir glaðlyndi og laus við öfgar. Hann er höfundur fjögurra bóka um yoga. Þetta er í fjórða skipti á skömm- um tíma sem Shanti heimsækir Is- land en hann hefur staðið að þjálfun hóps yogakennara hérlendis í sam- vinnu við Ásmund Gunnlaugsson. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum er 1.000 krónur. Auk fyrirlestursins verður hægt að fá einkaviðtöl hjá Shanti meðan á dvöl hans stendur hér næstu daga. Tímapantanur og nánari upplýsingar eru veittar í Yoga-Studio, Auðbrekku 14. Fyrirlestur um áhrif erfða- mengis- rannsókna DR. MICHAEL Fortun flytur fimmtudaginn 10. september fyrir- lestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn ber heitið „Erfðafræði í fimmta gír: Líf- fræði, hagfræði, tungumálið og mannerfðatækni á tíunda áratugn- OPNUÐ hefur verið kvenfata- verslun í Kringlunni 4-6 er ber heitið Morgan. Þetta er þekkt verslunarkeðja sem starfrækt er víða um heim og selur tiskufatnað fyi-ir konur á öllum aldri eins og segir í fréttatilkynningu. Á boðstólum er sportlegur fatnaður sem og fínni fatnaður. um“ og verður hann í Odda, stofu 101, og hefst kl. 20. Dr. Fortun mun lýsa breytingum og vandamálum sem fylgja í kjölfarið á erfðamengis- rannsóknum og kortlagningu erfða- mengis manna. „Nýstárleg erfðatækni á sviði flokkunar, sjúkdómsgi’einingar og meðhöndlunar hefur séð dagsins ljós, líka flókin vandamál varðandi friðhelgi einkalífs, valkosti og réttlæti. Alþjóðleg lyfjafyrirtæki, ný erfðamengisfyrirtæki og síaukin hagnaðarsjónarmið í líffræði og á sviði heilbrigðismála hafa endur- metið hvað sé líf og dauði, heilbrigði og mannlegt eðli. Þetta gerist svo hratt að löggjafarvald, stjómmála- flokkar og æðri menntastofnanir virðast iðulega bregðast við hjálpar- laus. í hraða og snerpu mannlegs máls leynist tækni til þess að spyrna við fótum og ná áttum þegar talið berst að erfðamengistækni,“ segir í frétt frá Félagi áhugamanna um heimspeki. Dr. Michael Fortun stýrir Skór og fylgihlutir eins og töskur, úr, skartgripir eru einnig fáan- legir í Morgan. Nýjar vörur eru teknar upp í versluninni í hverri viku. Eigendur Morgan verslun- arinnar eru Svava Johansen og Ásgeir Bolli Kristinsson. Verslun- arstjórai’ eru Inga Rut Logadóttir og Eydís Sæmundsdóttir. Institute for Science and Interdisciplinary Studies við Hampshire College, Amherst, Mass. Hann lauk doktorsprófi í vís- indasögu árið 1993 frá Harvard University, Cambridge Mass. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er hann opinn öllu áhugafólki um heimspeki og vísindi. Fyrirlestur um lystarstol Á FRÆÐSLUFUNDI læknaráðs Landspítalans í Eirbergi, föstudag- inn 11. september nk. kl. 13 verður haldinn fyrirlestur sem opinn er öll- um heilbrigðisstéttum og nefnist „Stepping From Sagas to Girl Power or Challenges of eating dis- orders". Fyrirlesari er dr. Janet Treasure frá Institute of Psychiatry í London. Dr. Treasure er í hópi þekktustu fræðimanna um átrösk- Yogi Shanti Desai un. Eftir hana liggja fjölmargar vís- inda- og fræðigreinar um efnið og hún er virtur og eftirsóttur fyrirles- ari um átröskun, bæði lystarstol og lotugræðgi. Hún er nú stödd hér á landi vegna þátttöku í Evrópusam- starfsverkefni um meðferð áttrufl- ana innan COST-áætlunarinnar. Dr. Treasure er varaformaður þess verkefnis en formaður þess er dr. Hans Kordy frá Forschungsstelle fúr Psychotherapie í Stuttgart, sem einnig er staddur hér vegna verk- efnisins. COST - „European Cooperation in the field of Scientific and Technical researsch" er almennur rammi á sviði vísinda og tækni- rannsókna. Innan COST-áætlunar- innar er unnið að samræmingu verkefna á tilteknum sviðum, en snýst ekki um beina samvinnu um einstök rannsóknaverkefni. COST- verkefnið er fyrst og fremst ætlað til að auðvelda evrópskum vísinda- stofnunum að byggja upp sam- starfsnet á ákveðnum rannsóknar- sviðum. Rannsóknarráð íslands hefur umsjón með þátttöku íslands, en fulltrúi íslands í COST („National Coordinator“) er dr. Kristján Krist- jánsson, forstöðumaður vísinda- sviðs, sem jafnframt er fulltrúi Is- lands í stjórn COST ásamt Eiríki Baldurssyni, vísindafulltrúa Islands í Brussel. AUÐUR Kristinsdóttir, ritstjóri Pijónablaðsins Yrar, ásamt Grími Kolbeinssyni framleiðstjóra með nýjasta eintak blaðsins. LEIÐRÉTT Engin dagskrá með Tuuri í BLAÐINU í gær var getið vænt- anlegrar dagskrár í Norræna hús- inu á sunnudag með finnska rit- höfundinum Antti Tuuri. Af óviðráðanlegum orsökum fellur dagskráin niður að þessu sinni. Skólaár Þorsteins Helgasonar í CAFÉ Mílanó stendur yfir mál- verkasýning Þorsteins Helgasonar arkitekts. I frétt í blaðinu í gær voru skólaár hans ekki rétt, en hann var í Myndlistarskólanum í Reykja- vík árin 1993-96 og gestanemandi í MHÍ árið 1996-97. Þórkötlustaðarétt I réttalistanum sem birtist í blaðinu á dögunum misritaðist réttardagur í Þórkötlustaðarétt í Grindavík. Hið rétta er að þar verður réttað laug- ardaginn 19. september og verður féð rekið í rétt kl. 14. Prjónablaðið Yr 10 ára PRJÓNABLAÐIÐ Ýr en nú kom- ið út í 20. sinn en nú í haust held- ur blaðið upp á 10 ára afmæli sitt. Frá upphafi hefur ritstjóri þess verið Auður Kristinsdóttir sem rekur Tinnu í Hafnarfirði og henni til aðstoðar hafa Katrín Markúsdóttir og Hanna Marinós- dóttir séð um þýðingar og prófarkalestur. Þá hefur fjöldi hönnuða, bæði frá Noregi og ís- landi, lagt blaðinu lið og má þar sérstaklega nefna Höllu Einars- dóttur frá Akureyri en peysur frá henni eru þegar orðnar landsþekktar. Prjónablaðið Ýr er prentað hjá Odda hf. í Reykjavík en það kem- ur út í 6.000 eintökum. Hradi - bagstætt uerd og aldrei á tali nternetforritin tölnund þinu Komdu með tölvuna þína til okkar í nýja Þjónustuverið Grensásvegi 3 og þú færó hana daginn eftir með öltum internetforritum uppsettum. Sbrédij þig í símaHlHES 1 ” % 'Á K ÉæÉÁ li! W*' d*> Clio heillar alla. Hann er traustur, Ijúfur og lipur og með línurnar í lagi. Clio hefur alla kosti smábíls, en þægindi og öryggi stærri bfla. Helstu öryggisþættir: RENAULT Ánrujli 13 - ABS bremsukerfi - Fjórir loftpúðar - Fjarstýrð hljómtæki úr stýri BðHfyoqet Sími söludeild 575 1210 Skipdborð 575 1200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.