Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 51

Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 51
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTBMBER 1998 51'» FRÉTTIR Ný hár- snyrtistofa í miðbænum HÁRSNYRTISTOFAN Punktur Reykjavík hefur hafið starfsemi sína í Hafnarstræti 5, í sama hús- næði og Snyrtistofan Ágústa. Eig- endur stofunnar eru Arndís Guð- jónsdóttir og Sigurður Þórðarson en þau störfuðu áður á Hársnyrti- stofunni Carter. Á Punkti Reykjavík starfa einnig þau Jan Winken og Laufey Friðriksdóttur. Punktur Reykjavík annast alla almenna hárþjónustu fyrir dömur og herra. Göng'udag’ur GÖNGUDAGUR verður haldinn á Reykjalundi laugardaginn 12. sept- ember milli kl. 11 og 14. Öllum er boðið að koma á Reykjalund og kynnast ýmsum tilbrigðum göng- unnar í fallegu umhverfi, segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: „Ratleikur er tilvalinn fyrir foreldra og böm að vinna saman í einfóldum og skemmtilegum leik. Allir krakkar sem ljúka leiknum fá Legó smá- öskju. Ratleikurinn er opinn frá kl. 11-14. Sögugangan er róleg ganga um nágrenni Reykjalundar fyrir söguþyrsta íslendinga á öllum aldri. Áð verður á ýmsum stöðum þar sem fróðleikskorn fjúka. Sögumaður er í Reykjalundi Bjarki Bjamason. Farið er frá Norðurstofu kl. 11 og 13. Göngupróf er fyrir fólk 20-65 ára sem getur gengið rösklega og er ekki á lyfjum sem hægja á hjartslætti. Gangan er tveir km og í lokin fæst útskrift með þrekniðurstöðu og leiðbeiningum. Athugið að fjöldi þátttakenda í gönguprófinu er takmarkaður. Hoppkastali og risarennibraut fyrir börnin verður á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Göngudagurinn er tileinkaður 60 ára afmæli SIBS og söfnun fyrir byggingu sundlaugar og hópmeð- ferðarsalar á Reykjalundi. FTtdb^r t©lvusk©11 fýrlT stelpur s\rkk& • SkemmtHegt þemanám * Jákvætt námsmat * Skapandi námsumhverfi * Samþætting námsgreina • Persónuleg aðstoð * Raunhæf verkefni Framtíðarbörn er tölvuskóli fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-14 ára þar sem áhersla er lögð á skemmtilegt þemanám. Allir fá tækifæri til að njóta sín í fámennum hópum, sem gerir kennaranum kleift að fylgjast með og aðstoða hvern og einn. Vetrarstarfið okkar er að hefjast. í vetur gerast nemendur okkar Könnuðir Framtíðarbarna sem kanna mörg ólík efni. Má þar nefna tækni, vísindi, iþróttir ofl. Námsefni vetrarins spannar öll helstu tæknisvið tölvu- og upplýsingatækninnar á afar fjölbreyttan hátt. Jnnrjlun sr haf Jn = r\úm Reykjavík Akureyri ísafjörður Vestmannaeyjar Keflavík Selfoss Akranes ; 553 3322 461 3328 I 456 5470 481 1938 421 7102 482 3937 431 3350 Kennsla hefst 14. september. Allir klúbbfélagar í klúbbum Landsbanka íslands fá 20-40% afslátt. 1 2£ M Landsbanki mi íslands ÆæJm b FRAMTÍDARBÖRN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.