Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 53 FRÉTTIR ANNA Björg Aradóttir, verkefnisstjóri Heilsueflingar, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Sigurð- ur Einarsson, forsljóri Kaupþings, og Ellert Schram, forseti ÍSÍ. Kynslóðahlaupið verður árlegur viðburður Fyrirlestur um tákn með tali PRÓFESSOR Irene Johansson heldur fyrirlestur um „tákn með tali“ á vegum Félags áhugafólks um Downs-heilkenni og Landssam- takanna Þroska- hjálpar sunnu- daginn 13. sept- ember kl. 14-17 á Grand Hótel Reykjavík, Sig- túni 38. Þessi opni fyrirlestur er fyrir foreldra, áhugafólk og fagfólk og er þátttaka ókeypis. Irene Johansson, prófessor í mál- fræði og uppeldisfræðum við há- skólann í Karlstad í Svíþjóð, hefur um 20 ára skeið stundað rannsóknir á málþroska og málörvun barna með Downs-heilkenni. Johansson er talin einn af virtustu fræðimönnum á sínu sviði. Hún hefur samhliða rannsóknum sínum stundað kennslu og markvissa málörvun og talþjálf- un fyiár börn með Downs-heilkenni. Johansson er einn af frumkvöðlum í því að nota „tákn með tali“ sem er viðurkennd leið að talmáli og gagn- ast vel börnum með Downs-heil- kenni. I sínum heimabæ rekur hún miðstöð fyrir börn sem nota „tákn með tali“ og er með leiðsögn og stuðning við foreldra allt frá fæð- ingu barnsins til Ioka grunnskólaár- | anna. Áhugasamir um framgang „tákn með tali“ eru eindregið hvattir til að mæta. GRÆNN lífseðill ætlar að standa fyrir Kynslóðahlaupi 20. september nk. kl. 14 og verður það árlegur við- burður. Aðalstyrktaraðili Kynslóða- hlaupsins er Kaupþing hf. Grænn lífseðill er samstarfsverk- efni ÍSÍ og heilbirgðisráðuneytisins með það að markmiði að efla þátt- töku almennings í hreyfingu og ástundun íþrótta. Einnig að gera fólk meðvitaðra um áhrif hreyfingar og fæðuvals á heilsuna og sporna gegn notkun tóbaks, áfengis og ann- arra vímuefna. Framkvæmdaaðilar Græna lífseðilsins eru íþróttir fyrir alla og Heilsuefling. Það er mat stjórnar Græna lífseð- ilsins að íslenskar fjölskyldur hreyfi sig almennt ekki eins mikið og æskilegt er. Til dæmis sjáist alltof sjaldan fjölskyldur þar sem þrjár kynslóðir fara saman í gönguferðir, sund eða taka þátt í íþróttaviðburð- um nema þá í Kvennahlaupinu. Kynslóðahlaupinu er ætlað að brúa þetta bil á milli kynslóða og er markmiðið að gefa stórfjölskyld- unni tækifæri til að tvær, þrjár eða fjórar kynslóðir hreyfí sig saman og hafi gaman af því. „Hvetja þarf fjöl- skyldur til aukinnar hreyfingar og nú geta þær í sameiningu ákveðið að ganga eða skokka tvo eða fjóra kílómetra án þess að um nokkra keppni eða tímatöku sé að ræða,“ segir í frétt frá Grænum lífseðli. Kynslóðahlaupið verður haldið á tíu stöðum um Iandið til að byrja með. Þeir eru: Kópavogur, Aki’anes, Stykkishólmur, ísafjörður, Sauðár- krókur, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, Vík og Reykjanesbær. Irene Johansson Afmælissýning- bólstrara HÚSGÖGN vaxa ekki á trjám er yf- irskrift afmælissýningar Meistara- félags bólstrara (MFB) sem haldin verður í Perlunni næstu helgi, 12.-13. september, en MFB er 70 ára á þessu ári. Á sýningunni verða eingöngu ís- lenskar framleiðsluvörur en íslensk- ur húsgagna- og bólsturiðnaður er í mikilli sókn um þessar mundir. Samtök iðnaðarins standa að þess- ari sýningu ásamt MFB enda er öll áhersla á íslenska framleiðslu og slagorðið „Veljum íslenskt“. Meðal sýningaratriða má m.a. nefna ýmis verðlaunahúsgögn, ráð- herrastól, fyrsta sveinsstykki sem gert var á Islandi, fyrsta náms- samninginn í bólstrun, mikinn fjölda íslenskra húsgagna, gömul og ný vinnubrögð við bólstrun, rókókó- stóla, litabreytingar í tölvu, skóla- húsgögn, rúm í ýmsum stærðum og gerðum, bólstruð bílasæti, leð- urprufur, áklæði, svampa, sjúkra- rúm, húsgagnateikningar, antikhús- göng, skrifstofuhúsgögn, skerm- veggi, tölvumyndir, hráefni til Gróska fundar um verkefni GRÓSKA, samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, heldur opinn félagsfund laugardaginn 12. sept- ember í Rúgbrauðsgerðinni undir yfirskriftinni: Verkefni stjórnar jafnaðarmanna fyrstu 100 dagana. Á dagskrá fundarins verður um- ræða um Opnu bók Grósku, kosning miðstjórnar Grósku, Verkefni nýrr- I ar stjórnar jafnaðarmanna fyrstu 100 dagana, umræða um drög að þeim verkefnum, Jakob Frímann Magnússon heldur erindi um hvern- ig eigi að vinna kosningar, pall- borðsumræða forystumanna félgs- hyggjuflokkanna og að lokum verða bólstrunar, leðurhúðir, springdýn- ur, eggjabakkadýnur o.m.fl. Þá fá allir gestir sýningarinnar afhentan happdrættismiða og er heildarverð- mæti 10 vinninga yfir 300.000 kr. Loks verða ýmsar getraunir í gangi sem gestum gefst kostur á að spreyta sig á. „Yfirskrift sýningarinnar er „Húsgögn vaxa ekki á trjánum" og er þar vísað til þess að stór hluti al- mennings gerir sér oft lita grein fyrir umfangi og þróun síðustu ára í íslenskri húsgagnaframleiðslu. Is- lensk húsgagnaframleiðsla er í mik- illi sókn og sýnileg mjög víða, hvort sem er hjá stórum eða smáum fyrir- tækjum, opinberum stofnunum eða á íslenskum heimilum. Alls sýna 13 aðilar framleiðslu sína og vinnu auk þess sem MFB verður með bás þar sem ýmislegt tengt bólstrun verður til sýnis. Af- mælissýningin er opin á laugardag frá kl. 11-17 og á sunnudag frá kl. 12-17 en kl. 17 verður dregið í happdrætti sýningarinnar, segir í fréttatilkynningu. niðurstöður kynntar um verkefni nýrrar stjórnar jafnaðarmanna fyi-stu 100 dagana við völd. -------♦•♦-♦---- Fyrirlestur um sj*ávarútvegs- sögu Grænlands DANSKI sagnfræðingurinn Vinnie Andersen heldur fyi’irlestur mánu- daginn 14. september nk. í boði Rannsóknaseturs í sjávarútvegs- sögu og Sjóminjasafns Islands. Fyi-irlesturinn, sem nefnist „The interplay of climatic changes and the development of fishing for ex- port in Greenlands, 1900-1940“, verður haldinn í fyrirlestrasal Haf- rannsóknastofnunar á Skúlagötu 4, 1. hæð, og hefst kl. 16. Allir vel- komnir. KOLBRÚN Vala Jónsdóttir fyrir utan verslunina African Gallery. African Gallery opnað OPNUÐ hefur verið verslunin African Gallery á Skólavörðu- stíg 17b. Verslunin er með handunna trévöru, vefnað og skartgripi frá V-Afríku. Eigandi er Kolbrún Vala Jónsdóttir. Verslunin er opin mánudaga, miðvikudaga og fóstudaga kl. 10-18, fimmtu- daga kl. 10-21 og laugardaga kl. 10-16. Markaður fyrir kristniboðið HINN árlegi haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 12. september nk. í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 (gegnt Langholtsskóla) í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14 og rennur ágóðinn til starfsemi Kristniboðs- sambandsins. „Það eru nokkrar konur í hópi kristniboðsvina sem standa fyrir markaðnum. Þarna verður selt ým- iss konar grænmeti, allt eftir því hvað kristniboðsvinir og aðrir vel- unnarar vilja leggja fram af upp- skeru sumarsins. Hvers kyns græn- meti er vel þegið, kál, kartöflur, gul- rætur, ber, sultur, o.s.frv., einnig ávextir, blóm og' kökur og enda hvað sem er matarkyns. Þessu er veitt viðtaka í KFUM-húsinu fóstu- daginn 11. september kl. 17-19,“ segir í fréttatilkynningu. Boðið í sund á Akranesi SUNDFÉLAG Akraness fagnar nú 50 ára afmæli auk þess sem íþrótta- miðstöðin á Jaðarsbökkum á Akra- nesi er 10 ára á þessu ári. Af þessu tilefni hefur Sundfélagið skipulagt fjölbreytta dagskrá við Iþróttmið- stöðina laugardaginn 12. september og sunnudagínn 13. september. Meðal þess sem verður á dag- skránni er ljósmyndasýning þar sem sögu Sundfélagsins eru gerð skil. Efnt verðui- til Aki-anessunds þar sem Akurnesingar og nærsveit- armenn eru hvattir til að synda sér til heilsbótar og veittur er bron- speningur fyrir 200 m, silfurpen- ingur fyrir 500 m og gullpeningur fyrir 1000 m. Á sunnudag verður dagskránni haldið áfram með boðsundskeppni á milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar, reiptogi og kapp- róðri. Ný rennibraut verður tekin í notkun í Jaðarsbakkalaug og af- mælishátíð verður haldin í sal íþróttmiðstöðvarinnar. Margt fleira verður á dagskrá og verður frítt í sund alla helgina. ------♦♦♦------ Sjóferðir og gönguferðir út í Engey f TILEFNI af degi hafsins fer Hafnargönguhópurinn í sjóferðir og gönguferðir út í Engey laugar- daginn 12. september ef sjóveður leyfir. Mæting í fyrri ferðina er við Hafnarhúsið kl. 6.30, rétt fyrir sól- ris, og gengið um borð í skip með eftirbáti, siglt umhverfis eyjuna og út undir Engeyjartagl og þátttak- éndur fluttir í land á eftirbátnum. Gengið verður með strönd austur- hluta eyjunnar. Að því loknu er far- ið um borð í skipið og til lands. Mæting í seinni ferðina er kl. 18 við Hafnarhúsið fyrir sólarlag og sami háttu hafður á og í fyrri ferð- inni utan að landtaka verður við Austurvör og gengið með strönd vesturhluta eyjunnar. í fréttatilkynningu segir að Eng- ey sé náttúru- og mannvistarminja- perla sem náttúran sjálf hafi séð um að mestu frá að síðustu ábúend- urnir fóru í land. Að þessu sinni verði ekki um leiðsögn að ræða heldur sé ætlast til að þátttakendur njóti ferðarinnar hver á sinn hátt og taki gjarnan með sér nesti. Stað- kunnugur maður vísar leiðina. -------------------- Vísindasagn- fræðingur heldur fyrirlestur BANDARÍSKI vísindasagnfræð- ingurinn Michael Fortun heldur fyrirlestur á vegum Siðfræðistofn- unar Háskóla íslands og Siðaráðs landlæknis mánudaginn 14. sept- ember kl. 17 í hátíðarsal Háskólans. Dr. Michael Fortun lauk dokt- orsprófi í vísindasögu árið 1993 frá Harvard University, Cambridge, Mass. í Bandaríkjunum. „Vísindarannsóknir og viðskipti á sviði mannerfðafræði hafa verið í örum vexti á undanfornum árum. Það hefur leitt af sér nýja vitneskju á sviði líffræði, fyrirheit á sviði lækninga og erfið þjóðfélagsleg og siðfræðileg vandamál. Ný svör og nýjar spumingar um sjúkdóma, friðhelgi einkalífs, lýðræði, réttlæti og hver við séum fela í sér gríðar- stór úrlausnarefni. Vísindamenn, læknar, siðfræðingar, stjórnmála- menn og almenningur þurfa að finna nýjar leiðir til að hugsa um, og spyrja viðeigandi spurninga um þessi mál og móta um þau sameig- inlega stefnu,“ segir í frétt frá fundarboðendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.