Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 53 FRÉTTIR ANNA Björg Aradóttir, verkefnisstjóri Heilsueflingar, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Sigurð- ur Einarsson, forsljóri Kaupþings, og Ellert Schram, forseti ÍSÍ. Kynslóðahlaupið verður árlegur viðburður Fyrirlestur um tákn með tali PRÓFESSOR Irene Johansson heldur fyrirlestur um „tákn með tali“ á vegum Félags áhugafólks um Downs-heilkenni og Landssam- takanna Þroska- hjálpar sunnu- daginn 13. sept- ember kl. 14-17 á Grand Hótel Reykjavík, Sig- túni 38. Þessi opni fyrirlestur er fyrir foreldra, áhugafólk og fagfólk og er þátttaka ókeypis. Irene Johansson, prófessor í mál- fræði og uppeldisfræðum við há- skólann í Karlstad í Svíþjóð, hefur um 20 ára skeið stundað rannsóknir á málþroska og málörvun barna með Downs-heilkenni. Johansson er talin einn af virtustu fræðimönnum á sínu sviði. Hún hefur samhliða rannsóknum sínum stundað kennslu og markvissa málörvun og talþjálf- un fyiár börn með Downs-heilkenni. Johansson er einn af frumkvöðlum í því að nota „tákn með tali“ sem er viðurkennd leið að talmáli og gagn- ast vel börnum með Downs-heil- kenni. I sínum heimabæ rekur hún miðstöð fyrir börn sem nota „tákn með tali“ og er með leiðsögn og stuðning við foreldra allt frá fæð- ingu barnsins til Ioka grunnskólaár- | anna. Áhugasamir um framgang „tákn með tali“ eru eindregið hvattir til að mæta. GRÆNN lífseðill ætlar að standa fyrir Kynslóðahlaupi 20. september nk. kl. 14 og verður það árlegur við- burður. Aðalstyrktaraðili Kynslóða- hlaupsins er Kaupþing hf. Grænn lífseðill er samstarfsverk- efni ÍSÍ og heilbirgðisráðuneytisins með það að markmiði að efla þátt- töku almennings í hreyfingu og ástundun íþrótta. Einnig að gera fólk meðvitaðra um áhrif hreyfingar og fæðuvals á heilsuna og sporna gegn notkun tóbaks, áfengis og ann- arra vímuefna. Framkvæmdaaðilar Græna lífseðilsins eru íþróttir fyrir alla og Heilsuefling. Það er mat stjórnar Græna lífseð- ilsins að íslenskar fjölskyldur hreyfi sig almennt ekki eins mikið og æskilegt er. Til dæmis sjáist alltof sjaldan fjölskyldur þar sem þrjár kynslóðir fara saman í gönguferðir, sund eða taka þátt í íþróttaviðburð- um nema þá í Kvennahlaupinu. Kynslóðahlaupinu er ætlað að brúa þetta bil á milli kynslóða og er markmiðið að gefa stórfjölskyld- unni tækifæri til að tvær, þrjár eða fjórar kynslóðir hreyfí sig saman og hafi gaman af því. „Hvetja þarf fjöl- skyldur til aukinnar hreyfingar og nú geta þær í sameiningu ákveðið að ganga eða skokka tvo eða fjóra kílómetra án þess að um nokkra keppni eða tímatöku sé að ræða,“ segir í frétt frá Grænum lífseðli. Kynslóðahlaupið verður haldið á tíu stöðum um Iandið til að byrja með. Þeir eru: Kópavogur, Aki’anes, Stykkishólmur, ísafjörður, Sauðár- krókur, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, Vík og Reykjanesbær. Irene Johansson Afmælissýning- bólstrara HÚSGÖGN vaxa ekki á trjám er yf- irskrift afmælissýningar Meistara- félags bólstrara (MFB) sem haldin verður í Perlunni næstu helgi, 12.-13. september, en MFB er 70 ára á þessu ári. Á sýningunni verða eingöngu ís- lenskar framleiðsluvörur en íslensk- ur húsgagna- og bólsturiðnaður er í mikilli sókn um þessar mundir. Samtök iðnaðarins standa að þess- ari sýningu ásamt MFB enda er öll áhersla á íslenska framleiðslu og slagorðið „Veljum íslenskt“. Meðal sýningaratriða má m.a. nefna ýmis verðlaunahúsgögn, ráð- herrastól, fyrsta sveinsstykki sem gert var á Islandi, fyrsta náms- samninginn í bólstrun, mikinn fjölda íslenskra húsgagna, gömul og ný vinnubrögð við bólstrun, rókókó- stóla, litabreytingar í tölvu, skóla- húsgögn, rúm í ýmsum stærðum og gerðum, bólstruð bílasæti, leð- urprufur, áklæði, svampa, sjúkra- rúm, húsgagnateikningar, antikhús- göng, skrifstofuhúsgögn, skerm- veggi, tölvumyndir, hráefni til Gróska fundar um verkefni GRÓSKA, samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, heldur opinn félagsfund laugardaginn 12. sept- ember í Rúgbrauðsgerðinni undir yfirskriftinni: Verkefni stjórnar jafnaðarmanna fyrstu 100 dagana. Á dagskrá fundarins verður um- ræða um Opnu bók Grósku, kosning miðstjórnar Grósku, Verkefni nýrr- I ar stjórnar jafnaðarmanna fyrstu 100 dagana, umræða um drög að þeim verkefnum, Jakob Frímann Magnússon heldur erindi um hvern- ig eigi að vinna kosningar, pall- borðsumræða forystumanna félgs- hyggjuflokkanna og að lokum verða bólstrunar, leðurhúðir, springdýn- ur, eggjabakkadýnur o.m.fl. Þá fá allir gestir sýningarinnar afhentan happdrættismiða og er heildarverð- mæti 10 vinninga yfir 300.000 kr. Loks verða ýmsar getraunir í gangi sem gestum gefst kostur á að spreyta sig á. „Yfirskrift sýningarinnar er „Húsgögn vaxa ekki á trjánum" og er þar vísað til þess að stór hluti al- mennings gerir sér oft lita grein fyrir umfangi og þróun síðustu ára í íslenskri húsgagnaframleiðslu. Is- lensk húsgagnaframleiðsla er í mik- illi sókn og sýnileg mjög víða, hvort sem er hjá stórum eða smáum fyrir- tækjum, opinberum stofnunum eða á íslenskum heimilum. Alls sýna 13 aðilar framleiðslu sína og vinnu auk þess sem MFB verður með bás þar sem ýmislegt tengt bólstrun verður til sýnis. Af- mælissýningin er opin á laugardag frá kl. 11-17 og á sunnudag frá kl. 12-17 en kl. 17 verður dregið í happdrætti sýningarinnar, segir í fréttatilkynningu. niðurstöður kynntar um verkefni nýrrar stjórnar jafnaðarmanna fyi-stu 100 dagana við völd. -------♦•♦-♦---- Fyrirlestur um sj*ávarútvegs- sögu Grænlands DANSKI sagnfræðingurinn Vinnie Andersen heldur fyi’irlestur mánu- daginn 14. september nk. í boði Rannsóknaseturs í sjávarútvegs- sögu og Sjóminjasafns Islands. Fyi-irlesturinn, sem nefnist „The interplay of climatic changes and the development of fishing for ex- port in Greenlands, 1900-1940“, verður haldinn í fyrirlestrasal Haf- rannsóknastofnunar á Skúlagötu 4, 1. hæð, og hefst kl. 16. Allir vel- komnir. KOLBRÚN Vala Jónsdóttir fyrir utan verslunina African Gallery. African Gallery opnað OPNUÐ hefur verið verslunin African Gallery á Skólavörðu- stíg 17b. Verslunin er með handunna trévöru, vefnað og skartgripi frá V-Afríku. Eigandi er Kolbrún Vala Jónsdóttir. Verslunin er opin mánudaga, miðvikudaga og fóstudaga kl. 10-18, fimmtu- daga kl. 10-21 og laugardaga kl. 10-16. Markaður fyrir kristniboðið HINN árlegi haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 12. september nk. í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 (gegnt Langholtsskóla) í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14 og rennur ágóðinn til starfsemi Kristniboðs- sambandsins. „Það eru nokkrar konur í hópi kristniboðsvina sem standa fyrir markaðnum. Þarna verður selt ým- iss konar grænmeti, allt eftir því hvað kristniboðsvinir og aðrir vel- unnarar vilja leggja fram af upp- skeru sumarsins. Hvers kyns græn- meti er vel þegið, kál, kartöflur, gul- rætur, ber, sultur, o.s.frv., einnig ávextir, blóm og' kökur og enda hvað sem er matarkyns. Þessu er veitt viðtaka í KFUM-húsinu fóstu- daginn 11. september kl. 17-19,“ segir í fréttatilkynningu. Boðið í sund á Akranesi SUNDFÉLAG Akraness fagnar nú 50 ára afmæli auk þess sem íþrótta- miðstöðin á Jaðarsbökkum á Akra- nesi er 10 ára á þessu ári. Af þessu tilefni hefur Sundfélagið skipulagt fjölbreytta dagskrá við Iþróttmið- stöðina laugardaginn 12. september og sunnudagínn 13. september. Meðal þess sem verður á dag- skránni er ljósmyndasýning þar sem sögu Sundfélagsins eru gerð skil. Efnt verðui- til Aki-anessunds þar sem Akurnesingar og nærsveit- armenn eru hvattir til að synda sér til heilsbótar og veittur er bron- speningur fyrir 200 m, silfurpen- ingur fyrir 500 m og gullpeningur fyrir 1000 m. Á sunnudag verður dagskránni haldið áfram með boðsundskeppni á milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar, reiptogi og kapp- róðri. Ný rennibraut verður tekin í notkun í Jaðarsbakkalaug og af- mælishátíð verður haldin í sal íþróttmiðstöðvarinnar. Margt fleira verður á dagskrá og verður frítt í sund alla helgina. ------♦♦♦------ Sjóferðir og gönguferðir út í Engey f TILEFNI af degi hafsins fer Hafnargönguhópurinn í sjóferðir og gönguferðir út í Engey laugar- daginn 12. september ef sjóveður leyfir. Mæting í fyrri ferðina er við Hafnarhúsið kl. 6.30, rétt fyrir sól- ris, og gengið um borð í skip með eftirbáti, siglt umhverfis eyjuna og út undir Engeyjartagl og þátttak- éndur fluttir í land á eftirbátnum. Gengið verður með strönd austur- hluta eyjunnar. Að því loknu er far- ið um borð í skipið og til lands. Mæting í seinni ferðina er kl. 18 við Hafnarhúsið fyrir sólarlag og sami háttu hafður á og í fyrri ferð- inni utan að landtaka verður við Austurvör og gengið með strönd vesturhluta eyjunnar. í fréttatilkynningu segir að Eng- ey sé náttúru- og mannvistarminja- perla sem náttúran sjálf hafi séð um að mestu frá að síðustu ábúend- urnir fóru í land. Að þessu sinni verði ekki um leiðsögn að ræða heldur sé ætlast til að þátttakendur njóti ferðarinnar hver á sinn hátt og taki gjarnan með sér nesti. Stað- kunnugur maður vísar leiðina. -------------------- Vísindasagn- fræðingur heldur fyrirlestur BANDARÍSKI vísindasagnfræð- ingurinn Michael Fortun heldur fyrirlestur á vegum Siðfræðistofn- unar Háskóla íslands og Siðaráðs landlæknis mánudaginn 14. sept- ember kl. 17 í hátíðarsal Háskólans. Dr. Michael Fortun lauk dokt- orsprófi í vísindasögu árið 1993 frá Harvard University, Cambridge, Mass. í Bandaríkjunum. „Vísindarannsóknir og viðskipti á sviði mannerfðafræði hafa verið í örum vexti á undanfornum árum. Það hefur leitt af sér nýja vitneskju á sviði líffræði, fyrirheit á sviði lækninga og erfið þjóðfélagsleg og siðfræðileg vandamál. Ný svör og nýjar spumingar um sjúkdóma, friðhelgi einkalífs, lýðræði, réttlæti og hver við séum fela í sér gríðar- stór úrlausnarefni. Vísindamenn, læknar, siðfræðingar, stjórnmála- menn og almenningur þurfa að finna nýjar leiðir til að hugsa um, og spyrja viðeigandi spurninga um þessi mál og móta um þau sameig- inlega stefnu,“ segir í frétt frá fundarboðendum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.