Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 13

Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 13
Hjarta ísienskrar endurhæfingar spilar svo margt inn í að ég get ekki reiknað dæmið til hlítar og líklega getur það enginn. En fyrst horfir maður á það að dýrari sjúkrastofnanir, þær tækni- væddu, geta betur einbeitt sér að flóknum aðgerðum, t.d. skurðaðgerðum. Þær Ijúka læknisaðgerðinni og geta síðan snúið sér strax að næsta verkefni. En Reykjalundur tekur síðan við fólkinu og skilar því aftur andlega og líkamlega endurhæfðu og þarf yfirleitt lengri tíma til þess. Og það gerum við samt á mettíma og fyrir lágmarks- kostnað, hvort sem þú heldur berð það saman við innlenda eða erlenda aðila. Útlendingar hvá, þegar þeim er sagt hvað rekstrareiningin kostar á Reykja- lundi, enda er það ekki nema von, því að sólar- hringurinn á Reykjalundi kostar ámóta og gisting með morgunverði á þokkalegu hóteli og kostar litlu meira en sólarhringsdvöl á öldrunarstofnun. Þó er á Reykjalundi innifalin í rekstrarkostnaði þjónusta fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga, félagsráð- gjafa og fleiri sérfræðinga. Sérfræðimenntað starfsfólk er á annað hundrað", segir Björn Ólafur Hallgrímsson. Hann segir útlendinga einnig undrast þegar þeir heyra sögu Reykjalundar og SÍBS, um hina fjölmörgu sjálfboðaliða, sem lögðu allt sitt fram til að koma ævintýrinu á fót á sínum tíma, og um framhaldið sem hefur heppnast svo vel. Hver á Reykjalund, Björn? „Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, er eigandi Reykjalundar og rekstraraðli. Félagsmenn deilda SÍBS eru um það bil 6 þúsund talsins og vinna ötult og óeigingjarnt starf í þágu sjúkra. Oft er fólk að ruglast á eignaraðildinni og margir fullyrða að ríkið eigi Reykjalund. Svo er ekki. En ríkið er nánast eini viðskiptavinur sjúkrahússins okkar, það er annað mál. En ríkið greiðir því miður ekki til fulls þá þjónustu, sem það kaupir af okkur. Það finnst okkur mjög ósanngjarnt af hálfu ríkisvaldsins og grafalvarlegt mál", segir Björn. Ýmsum mundi kannski detta í hug að losa sig hreinlega út úr rekstrinum og afhenda ríkinu Reykjalund til eignar og reksturs. Hefur slík hugmynd komið upp innan SÍBS? „Mönnum dettur ýmislegt í hug. En ég held þó að slíkt hafi aldrei hvarflað að sönnum SÍBS-mönnum. Allt starf SÍBS gengur út á það að standa að fram- þróun í þessum efnum og að vernda hagsmuni félaga sinna og annarra sjúklinga, með því að halda uppi öflugu endurhæfingarstarfi. Ég get ekki séð að svona nokkuð komi til greina og vona að við þurfum aldrei að velta því fyrir okkur í neinni alvöru", segir Björn Ólafur. Endurhæfing fyrir útlendinga? „Ég tel að nú sem fyrr viðurkenni menn sjúkra- stofnun eins og Reykjalund, sem er einkarekin og alfarið í eigu SÍBS. í þeim sparnaðarham, sem síðari ríkisstjórnir hafa verið í, er sorfið að okkur og ríkisvaldið hefur því miður ekki tekið eðlilegt tillit til sjónarmiða okkar, þegar það ákvarðar einhliða verðlagningu þjónustu okkar. Þetta eru mínu mati óeðlilegir viðskiptahættir. Þjónusta Reykjalundar er mjög ódýr og það er óverjandi hjá ríkisvaldinu að eyða opinberu fé í dýrari valkosti miðað við sama þjónustustig. Það er dagljóst og margsannað, að við höfum ekki fengið réttlátar greiðslur. Báðir aðilar eiga að ganga sáttir frá borði, og ég tel valdbeitingu gagnvart Reykjalundi óásættanlega. Það getur leitt til þess að rekstrinum verði sjálfhætt og að ríkið verði þá að kosta mun meiru til þjónustunnar á öðrum vettvangi. Nema þá að Reykjalundur semji við aðra viðskiptavini en ríkið. Okkur hafa borist fyrirspurnir að utan og okkar þjónusta er þartalin til fyrirmyndar. Heimurinn er stöðugt að minnka og samskipti þjóða að aukast. Við vitum vel af því að þetta rekstrargjald sem er í gangi hjá okkur þykir lítilræði hjá stofnunum f nágrannalöndum og víðar um heiminn. Við erum yfirleitt ekki að selja innlagnir þar sem fólk liggur í rúmi allan sólarhringinn eða fæst lítillega við afþreyingu og starfsmenn skipta um lín og lök og veita aðra slíka umönnun. Þarna höfum við fullmannað sjúkrahús með fjöldanum öllum af sérfræðingum á öllum sviðum í hörku vinnu. Starfsfólkið er afburða duglegt, ósérhlífið og samhæft. Við vitum því vel að við höfum á hendi úrvals endurhæfingarstofnun, sem er afburða vel rekin. En auðvitað er Reykjalundur byggður af íslendingum fyrir íslendinga og þeim viljum við helst þjóna meðan stætt er. Og biðlistinn er langur og þörfin því Ijós", sagði Björn Ólafur Hallgrímsson að lokum. „SÍBS hefur háð langa og harða baráttu í þágu sjúkra og ætíð notið öflugs stuðnings þjóðarinnar. Nú er stórátaks þörf og við munum leita eftir stuðningi almennings og fyrirtækja með fjársöfnun í byrjun október. Margt smátt gerir eitt stórt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.