Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 29
Ur ýmsum áttum Neysluhæfingarhópur lungnasjúklinga Hérsjáum viö neysluhæfingarhóp lungnasjúklinga á Reykjalundi en þeir þurfa að gæta aö mataræði í tengslum viö sinn sjúkdóm. Þessi hópur hittist einu sinni í viku, eldar mat saman og borðar saman. Jafnframt ræöa þau um næringu og samsetningu fæðunnar. Þetta fólk dvelur á Reykjalundi í 6-8 vikur aö jafnaði. Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Erna Þorsteinsdóttir, Anna Magnea Valdimarsdóttir, Haukur Þorbjörnsson, Bára Pétursdóttir, Sonja Rán Hafsteinsdóttir og Sigríður Baldursdóttir. Verslun og samkomusalur í Suðurgötu SÍBS á helming af þessu húsi, Suðurgötu 8, og hefur neðri hæðin ekki verið í notkun um hríð. Margrét Ragnars og kraftmiklar vinkonur hennar úr Neistanum, ásamt fleirum velunnurum átaksins, ákváðu að hreinsa til á hæðinni og gera þarna vistlega aðstöðu. Þær stöllur vonast til að þarna fáist leyfi til að reka verslun með notaða og nýja muni. Jafnframt hafa þær í huga að fólk sem vilji spjalla og leita ráða geti litið inn þegar því hentar. En meira um þetta síðar - hugsanlegur ágóði á að renna til byggingarátaksins á Reykjalundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.