Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 19

Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 19
jalundar hindra ekki uppbygginguna Reykjalundur í dag - fallegur staður og gróðursæll. kodda ef svo má segja, rúmar 9 þúsund krónur á dag. Það þýðir að hér verður að halda fullum dampi allan ársins hring, og það getur reynst erfitt að útvega fagfólk til sumarafleysinga. Þetta ástand leggst mjög þungt á okkur. Við getum ekki lokað deildum eins og hin sjúkrahúsin, sem eru á föstum fjárveitingum. Önnur sjúkrahús bera við sparnaði á hverju vori þegar blaðamenn hringja og spyrja um sumarlokanir hjá þeim. Þau hafa möguleika á að spara við sig með lokun heilu deildanna, en hjá okkur er þetta ómögulegt eins og í pottinn er búið," sagði Björn. Reykjalundur einn varð líka útundan þegar ríkissjóður gaf úr pottinum nýlega til allra annarra sjúkrahúsa landsins. Peningamálin eru Birni skiljanlega hugleikin, þegar við ræðum við hann. Það hefur lengi verið hans höfuðverkur að allt gangi upp. Björn segir að það sé afar brýnt að ríkisvaidið skoði málefni Reykjalundar af velvilja og leiðrétti þau. Nýjan þjónustusamning þurfi að gera. Jafnframt verði rekstrarhalli síðustu ára greiddur. Stöðugt byggt á Reykjalundi Björn hefur starfað á Reykjalundi í tæp 25 ár. Hann er lögfræðingur að mennt og réðst í stöðu skrifstofustjóra hjá Árna Einarssyni sem þá var forstjóri Reykjalundar. Fjórum árum síðar tók hann við af Árna. Björn segir það algjöra tilviljun að hann réðist til starfa hjá SÍBS. Forstjórastarfið á Reykjalundi er sérkennilegt, því stjórnunin beinist að víðtækum plastiðnaði annars vegar, en rekstri stórrar sjúkrastofnunar hins vegar. Hvort tveggja flókin úrlausnarefni en starfsemi fyrirtækjanna í rauninni ólík. „Hér hafa orðið gífurlegar breytingar og það má segja að hér hafi verið byggt á hverju ári til að mæta sívaxandi þörfum fyrir þá þjónustu sem hér er veitt. Þegar ég var að alast upp hér í nágrenninu voru hér berir melar allt um kring. Nú er allt frágengið og fallegur gróður allt í kringum okkur. Þetta umhverfi allt hefur því breyst mjög til batnaðar á nokkrum áratugum," sagði Björn. Björn er ekki aldeilis á því að Reykjalundur og SÍBS gefist upp þótt móti blási. „Við erum komnir í þrot með húsnæði. Við þurfum að geta tekið upp göngudeildarþjónustu, forskoðun á sjúklingum fyrir innlögn, og eftirmeðferð svo eitthvað sé nefnt. Allt mun þetta stuðla að bættri og ódýrari þjónustu. Við höfum rekist ofan í allskonar öldudali, fjárhagslega og rekstrarlega, en alltaf skotið upp aftur. Við sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.