Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 8
225 milljón krói Bygging sem bætir úr brýnni þörf í endurhæfingarstarfinu Vífill Oddsson er staöarverkfræöingur á Reykjalundi. Hann er hagvanur á þeim slóöum, ólst þar upp og fylgdist ungur meö uppbyggingu staðarins, sem faðir hans stóð fyrir ásamt ýmsum ágætum mönnum. Síðar nam Vífill bygginga- verkfræði og starfar hjá Teiknistofunni Óðinstorgi. Arkitektar nýbygginganna eru Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson. Byggingarnar á Reykja- lundi hannaði Gunnlaugur heitinn Halldórsson arkitekt á sínum tíma. Þegar hann hætti störfum fékk hann þá Hilmar Þór og Finn til að taka við arkitektateikningum á staðnum, en Vífill hefur annast um verkfræðiteikningarnar. „Það hefur lengi staðið endurhæfingarstarfinu fyrir þrifum að íþróttaaðstaða er lítil. Einnig er sundlaugin allt of lítil og ófullkomin. Þarna er að öðru leyti afar góð aðstaða og gott fólk sem vinnur við endurhæfingu sjúklinga. Góður árangur hefur náðst, en gæti án efa orðið enn betri. Þessar breytingar tel ég lífsspursmál fyrir Reykjalund, þannig að hann fái haldið sinni stöðu sem endur- hæfingarstöð á heimsmælikvarða," segir Vífill. í vetur er ætlunin að hafist verði handa með jarðvinnu fyrir viðbyggingar á Reykjalundi. Þetta íþrótta- og þjálfunarhús ásamt sundlaug á að verða tæpir 2.000 fermetrar að stærð og að hluta til á tveim hæðum. Á efri hæð verður 200 fermetra tækjasalur. Á neðri hæð verða búningsherbergi og íþróttasalur 10x33 m. Þá verður samtengt þessu þjálfunarlaug 7.5x7.5 m og svo stærri æfingarlaug 10x15 m að stærð með léttu þaki sem hægt verður að opna á góðviðrisdögum. Við þá laug verða heitir pottar. Sundlaugin kemur milli sjúkraþjálfunar- aðstöðunnar og svokallaðrar lengju. Vífill Oddsson segir að framkvæmdaáætlunin geri ráð fyrir að kostnaðurinn geti orðið 225 milljónir króna. Byggingatími er áætlaður eitt og hálft ár. Þegar þessi aðstaða verður fyrir hendi á Reykja- lundur að geta tekið á móti mun fleiri sjúklingum til endurhæfingar. Tilskilin leyfi fyrir byggingunum liggja enn ekki fyrir. Teikningar verða senn lagðar fyrir opinbera aðila, byggingayfirvöld í Mosfellsbæ. Brunamálayfirvöld hafa ekki neitt við það að athuga að þarna verði byggt í þá veru sem áætlað er. Þá verður leitað eftir samþykki heilbrigðisyfirvalda. Almenningur byggði Reykjaiund á sínum tíma SÍBS og 15 önnur félög innan Öryrkjabandalagsins standa fyrir landssöfnuninni 2.-4 . október. „Ég hef fylgst grannt með því hvernig almenningur á íslandi hefur alla tíð stutt vel við bakið á SÍBS og Reykjalundi. Því hef ég fulla trú á því að það verði ekki erfitt að fjármagna nýbygginguna. Almenn- ingur byggði Reykjalund á sínum tíma, og ég er viss um að almenningur í dag styður við áframhaldandi uppbyggingu á staðnum, sem Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu þessa blaðs Alþýðusamband íslands, Reykjavík Alþýöusamband Suðurlands, Selfossi Alþýðusamband Vestfjarða, ísafirði Axel Sveinbjörnsson, Akranesi Brunamálastofnun íslands Bændasamtök íslands Fiskanes hf„ Grindavík Haraldur Böðvarsson hf„ Akranesi Herjólfur hf„ Vestmannaeyjum Húsavíkurkaupstaður Hvalur hf„ Hafnarfirði íslenskir Aðalverktakar S. Árnason & co„ Reykjavík Síldarvinnslan Neskaupstað Hafnarsamlag Norðurlands, Akureyri Starfsmannafélagið Sókn Valtýr Þorsteinsson hf„ Akureyri Vélastjórafélag íslands Verslunarmannafélag Suðumesja Þorbjörn hf„ Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.