Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 11
crar endurhæfingar Hin daglega ganga sjúklinganna á Reykjalundi eflir þor og gleður andann. Þessi hópur var að leggja í göngu- ferð á Helgafell einn sólfagran septemberdag. líkamlega, heldur komi menn út með aðra lífssýn. Menn kunna betur að lifa lífinu eftir dvöl hjá okkur, halda sér við, læra að búa við sínar hömlur ef einhverjar eru, og lifa heilbrigðara iífi en fyrr. Það má segja að þarna rætist mottóið okkar, við erum að styðja sjúka til sjálfsbjargar." Björn segir að sundlaug og æfingalaug á Reykjalundi geti að mati fróðra manna um endurhæfingu stytt meðaltalsþjálfunartíma hvers sjúklings um nokkra daga, menn tala um tvo og allt upp í fimm til sex daga. Björn Ólafur segir að slíkur árangur með bættri þjálfunaraðstöðu og vatnsmeðferð, sem nú er í miklum metum í endurhæfingu, yrði stórkostlegur og mjög eftirsóknarverður. „Þetta myndi leiða til stórfellds sparnaðar fyrir þjóðfélagið auk þess sem unnt væri að sinna þörfum stórs hóps fólks, sem í dag er á biðlista eftir plássi á Reykjalundi. Þann hala mætti stytta auk þess sem menn kæmust fyrr út i sitt daglega líf en nú er." Nokkrir óvissuþættir eru enn óleystir varðandi uppbygginguna sem fyrirhuguð er á Reykjalundi. Björn Ólafur segist ekki þora að spá fyrir um hvenær nýja aðstaðan verðurtekin í notkun. Hönnunarvinna fer á fullt skrið þegar búið er að leysa öll mál við byggingayfirvöld og eldvarnaeftirlit. Framkvæmdir muni vonandi hefjast fljótlega, og verða teknar í einu stökki, frekar en í áföngum. Það ræðst þó af því hvert framkvæmdaféð verður. Við viljum þó gjarnan að verkinu Ijúki ekki síðar en á árinu 2000. Dæmið sem aldrei verður reiknað Við ræðum um Reykjalund sem verðmætaskapandi fyrirbæri. í viku hverri kveðja sjúklingar Reykjalund með þakklæti í huga. Endurhæfing í nokkrar vikur getur gert kraftaverk. Menn koma á sjúkrahúsið oft nokkuð bágir eftir skurðaðgerðir og sjúkralegur. Endurhæfingin breytir lífinu og fyrr en varir er fólkið farið að vinna og lifa eðlilegu lífi í þjóð- félaginu. í stað örorku kemur atorka. En Reykja- lundur er eins og aðrar sjúkrastofnanir, reikningsdæmi sem aldrei verður hægt að reikna til enda í krónum og aurum. „Auðvitað eru það gríðarlegir fjármunir sem þjóðfélaginu sparast hér á Reykjalundi. En það Landssöfnun 2.-4. október fyrir endurhæfingu á Reykjalundi V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.