Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 15
sérstaklega byggingarátakið /Wif MS-félag íslands var stofnað 1968. Markmið félagsins er að styðja MS-sjúklinga og aðstandendur þeirra með rekstri dagvistar og stuðla að rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Aðsetur félagsins er að Sléttuvegi 5, en þar er dagvist og sjúkraþjálfun, opið 10-15, sími 568 8620. Framkvæmdastjóri er Gyða Ólafsdóttir. Parkinsonsamtökin á íslandi voru stofnuð 1983. Á Akureyri er sérstök deild. Markmið samtakanna er m.a. að aðstoða Parkinsonsjúklinga og aðstandendur þeirra við að leysa þann vanda sem sjúkdómnum fylgir. Félagsmenn eru um 200 en mun fleiri glíma við þennan sjúkdóm. Skrifstofa félagsins er að Laugavegi 26, opin 17-19 á miðvikudögum, sími 552 4440. Formaður er Nína Hjaltadóttir. Samtök lungnasjúklinga voru stofnuð 1996. Félagið hefur enn ekki skrifstofu, en heldur fundi í félagsmiðstöð Flallgrímskirkju. Aðalmarkmið félagsins er að kynna fyrir félagsmönnum réttindi þeirra og hvert þeir eigi að leita lækningar. Formaður er Jóhannes Kr. Guðmundsson, heimasími 586 1088. Félagsmenn eru hátt á fjórða hundraðið. Samtök sykursjúkra voru stofnuð árið 1971. Tllgangur samtakanna er að tryggja velferð sykursjúkra og veita upplýsingar um það helsta sem varðar sjúkdóminn. Félagsmenn eru um 700. Skrifstofa samtakanna er að Laugavegi 26, gengið inn frá Grettisgötu. Hún er opin á miðvikudögum frá 17-19. Formaður félagsins er Sigurður Viggósson. SEM samtökin voru stofnuð árið 1980. Tllgangur samtakanna er að efla samhjálp mænuskaddaðra og vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Félagsmenn eru 56. Skrifstofa samtakanna er að Sléttuvegi 3, sími 588 7470, og er hún opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13-15. Formaður samtakanna er Guðný Guðnadóttir. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra var stofnað 1959. Markmið samtakanna er m.a. að stuðla að jafnrétti hreyfihamlaðra á öllum sviðum þjóðfélagsins. Aðildarfélög Sjálfsbjargar eru 16talsins. Skrifstofur sambandsins eru að Hátúni 12, en þar er einnig rekið Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, sundlaug, sjúkraþjálfunarstöð og dagvist. Á Akureyri er rekin endurhæfingarstöðin Bjarg. Framkvæmdastjóri er Sigurður Einarsson. Sími 552 9133. Styrktarfélag vangefinna var stofnað 1958. Markmið félagsins er m.a. að gæta hagsmuna vangefins fólks og koma á fót heimilum, stofnunum og vinnustöðum fyrir þennan hóp. Félagið rekur Dagheimilið Lyngás, hæfingarstöðina Bjarkarás, þjálfunarstöðina Lækjarás, vinnustofuna Ás, sjö sambýli og tvær skammtímavistanir. Starfsfólk félagsins hefur umsjón og eftirlit með um tuttugu íbúðum þar sem fatlaðir búa. Aðsetur félagsins er að Skipholti 50C, sími 551 5941. Framkvæmdastjóri er Kristján Sigurmundsson. Landssöfnun 2.-4. október fyrir endurhæfingu á Reykjalundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.