Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 20
hér vinnum höfum litið svo á að okkur beri ekki
aðeins að reka hér læknisfræðilega, félagslega og
atvinnulega endurhæfingarstarfsemi, heldur beri
okkur líka að gera það með sem bestum og
virkustum hætti. Annað væri ekki í anda
frumherjanna sem stóðu að byggingu Reykjalundar
í upphafi. Hér höfum við tækin og tólin, umhverfið
og aðstöðuna. Nú er brýnt að nýta þetta að fullu, til
þess erum við ráðin hér," sagði Björn.
Á fyrstu árum í starfi fyrir Reykjalund kynntist Björn
nokkrum frumherjanna, til dæmis þeim Oddi
Ólafssyni, Árna Einarssyni, Júlíusi Baldvinssyni,
Kjartani Guðnasyni og Þórði Benediktssyni. Björn
segir það minnisstætt þegar Þórður Ben. sté í pontu
á þingum SÍBS og brýndi menn óspart að láta
aldrei deigan síga. Útvarpsávörp hans til þjóðar-
innar í tengslum við berklavarnadaginn og
merkjasölu voru eftirminnileg. Oddur hringdi oft
eða kom í morgunkaffi til að frétta hvað væri að
gerast á Reykjalundi en hann var formaður stjórnar
Reykjalundar og reyndar SÍBS síðustu árin.
„Hvernig er það Björn minn, er ekki allt í lagi hjá
okkur?", sagði hann gjarnan. Á Reykjalundi voru
líka margir af gömlu berklasjúklingunum vistmenn
fyrstu ár Björns á staðnum. „Hér minnti margt á
upprunann, staðurinn var þessu fólki heilagt mál.
Sumir þeirra töldu hina læknisfræðilegu endur-
hæfingu sem við vorum að taka upp óttalegt pjatt.
Þeirra atvinnulega endurhæfing við störf í iðnaðar-
deildum Reykjalundar hafði verið allt annars eðlis."
Landssamtök hjartasjúklinga
eru deild í SÍBS með rúmlega 3 þúsund félagsmenn
innan sinnan vébanda.
Samtökin reka skrifstofu að Suðurgötu 10, SÍBS
húsinu. Samtökin eiga íbúð að Lokastíg 16 og er
íbúðinni ráðstafað í samvinnu við hjartadeild
Landspítalans.
Styrktarsjóður hjartasjúklinga selur minningarkort um
allt land. Samtökin gefa út blaðið Velferð sem er
innifalið í félagsgjaldi.
Safnanir á vegum samtakanna hafa skilað miklum
árangri og eiga sinn þátt í góðri stöðu hjartalækninga
á íslandi.
Allir geta gerst félagsmenn - sameinuð erum við sterk!
Landssamtök hjartasjúklinga - sími 552 5744