Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 23
Ur ýmsum áttum Söfnunin hefst næsta föstudag í sjónvarpinu Ingólfur Garðarsson Ríkissjónvarpið ætlar að ganga til liðs við SÍBS og kynna í beinni útsendingu landssöfnunina fyrir nýju íþróttahúsi og sundlaug á Reykjalundi. Stjórnendur verða Svanhildur Konráðsdóttir og Logi Bergmann, en upptöku- stjóri er Egill Eðvarðsson. Þetta kom fram í spjalli við Ingólf Garðarsson, sem stjórnar átakinu af hálfu SÍBS. - Þáttturinn verður í beinni útsendingu föstudagskvöldið 2. október, sagði Ingólfur, og hefst kl. 20.45 og lýkur 22.45. Þetta verður skemmtiþáttur með alvarlegu ívafi. Söfnunin hefst þetta kvöld, en söfnunin heldur áfram til sunnu- dagskvölds og verður tekið á móti áheitum í síma 800 6060. Þeir sem taka þátt í söfnuninni geta ýmist gefið upp kortanúmer, látið senda sér gíróseðil eða lagt beint inn á sérstakan reikning í Búnaðarbankanum um allt land. Ýmsir þjóðfrægir menn munu koma fram í þættin- um, þar á meðal Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson. - Ég vil hvetja fyrirtæki og stofnanir til að styrkja þetta átak, enda í flestra þágu að hafa öfluga endurhæfingu á Reykjalundi sem oft hefur tekist að skila veiku, eða slösuðu fólki, aftur á vinnumarkaðinn. Styrkurtil Reykjalundar getur verið í margs konar formi, t.a.m. tækjagjafir eða góður afsláttur af við- skiptum. Söfnunin heldur áfram á næsta ári, og jafn- vel lengur, eða á meðan almenningur vill taka þátt. Hringurinn stofnaður til hjálpar berklasjúklingum Fyrstu heiðursfélagar SÍBS voru kjörin þau Sigurður Magnússon, prófessor og Kristín Vídalin Jacobson, sem stóð fyrir stofnun Flringsins árið 1906 í þeim tilgagni að hjálpa berklasjúklingum til heilsu. Þetta sama ár kom Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir, ásamt fleirum á fót félagsskap er lagði grundvöll að berklavarnalöggjöf og byggingu Vífilsstaðahælis sem vartekið í notkun árið 1910 Árið 1926 reisti Flringurinn heilsuhæli í Kópavogi. Flringurinn færði ríkinu hælið að gjöf árið 1939. Kristneshæli tóktil starfa í Eyjafirði árið 1927 Fyrsti sirkusinn á vegum SÍBS SIBS hafði forgöngu um marga merka hluti, og allt sem gert var í nafni samtakanna var með miklum myndarbrag. SÍBS þurfti að safna miklu fé til að kom Vinnuheimilinu á Reykjalundi á fót. Árið 1951 kom hingað í nafni samtakanna Cirkus Zoo frá Svíþjóð. Sirkusinn hafði meðferðis tjald sem tók 2000 manns í sæti og var tjaldinu slegið upp í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Mörg dýr voru í förinni - Ijón, apar, ísbirnir, skógarbirnir og fíll. Flaldnar voru um 50 sýningar og var aðsókn dágóð, alls seldust um 42 þús. aðgöngumiðar. Þá komu á vegum SÍBS kunnur sænskur alþýðu- vísnasöngvari kallaður Snoddas, víðfræg óperu- söngkona, Hjördís Schymbert, Normanns tríóið og söngkonan vinsæla Alice Babs, söngkonan Zarah Leander og tenórsöngvarinn Lars Rosen, og fleira mætti upp telja. Landssöfnun 2.-4. október fyrir endurhæfingu á Reykjalundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.