Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ r-i. 50 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MINNINGAR ATLISNÆR JÓNSSON Hannesdóttir og Heiðar Jóhannsson í Borgarnesi. Bróðir Atla er Ólafur Þór, f. 10 mars 1992. Atli Snær fæddist með mjög sjaldgæf- an sjúkdóm og dvaldist á vöku- deild í 3 mánuði og síðan á deild 13 ED á Barnaspítala Hringsins, fyrir ut- an þijár nætur sem hann dvaldi heima. Utför Atla Snæs fer fram frá Borg- ameskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. + Atli Snær Jóns- son fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 12. októ- ber 1996. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 25. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sædís Björk Þórð- ardóttir, f. 6 nóvem- ber 1968 og Jón Heiðarsson, f. 11. nóvember 1961. Foreldrar Sædísar em Ólafía Gests- dóttir og Þórður Á. Þórðarson í Stykkishólmi og foreldrar Jóns em Fanney Bömin fæðast litlum systkinum sínum eins og ijós sé kveikt, eins og fyrstu blóm vorsins vakni einn morgun. Efþaudeyja hverfa þau til guðs, eins og draumur, sem aldrei gleymist. I sorginni mætast foreldrar og böm j* og verða ekki síðan viðskila. Lítill drengur liggur í vöggu sinni og hlær, þegar við grúfum okkur niður í ullarflókann á brjóst hans. Þegar mamma situr með hann í fanginu og gefur honum bijóst, horfum við hugfangin á, hve hann er ömggur og sæll. Svo einn morgun er hann dáinn. (JónúrVör.) j-.í Elsku Atli Snær, lífið án þín er snautt en þessar frábæru minning- ar af hetjuskap þínum og þínu fal- lega brosi, koma til með að fylla það aðeins upp. Þau eru ótal mörg minningarbrotin sem koma upp í huga okkar þessa dagana. Bendingar þínar þegar þig vant- aði eitthvað, þegar þú varst að horfa á Hundalíf og þegar þú gerðir hreyflngar með lögunum á mynd- bandinu með Siggu Beinteins, þeg- ar þú vildir fylla sprautu af vatni til þess að sprauta á alla og þá sérstak- lega ef þú sást Lóu frænku. Þú dansandi með lögunum úr Grease, því þá þótti þér svo gaman að allri tónlist, og þér fannst alveg frábært g* þegar Dr. Oliver kom í heimsókn, og viljum við þakka Peggý fyrir að stytta Atla og Óla Þór stundirnar. Allar þær frábæru stundir sem við áttum saman heima þegar þú fékkst að fara af spítalanum brot úr degi, þegar þú varst hress, þér fannst svo gaman að koma á nýja staði þar sem þú gast skoðað eitt- hvað, og þó þú ættir fjall af leik- föngum þá dugðu þér oft slöngum- ar sem voru í þér og plástursrúll- urnar og var þá ekki ósjaldan sem hjúkkumar þínar létu þig fínna endann á plástrinum, því þú fórst létt með það enda fínhreyfingar þín- ar mjög góðar þegar þú lékst þér við stóra bróður þinn og snerir hon- • um eins og þér einum var iagið í kringum þig eins og þú reyndir við alla og gekk bara vel. Síðustu dagana þína svafstu meira og minna, en kíktir samt oft á okkur og gafst okkur einstaka bros. Þér fannst mjög gott að sofa í fang- inu á okkur og ömmu og afa í Stykkishólmi síðustu dagana, og sýndi sig þá máltækið „Hvergi fer betur um bam en á hnjánum á sof- andi afa“ því þið afi sváfuð stundum vel saman í Lasy Boy stólnum. Og þegar þú sofnaðir svefninum langa „ lástu í fanginu á okkur með ömmur þínar og afa hjá þér. Okkur langar til að þakka öllu því starfsfólki Landspítalans sem tók þátt í hans umönnun, þá sérstaklega Gunnlaugi Sigfússyni lækni og séra Ingileif Malmberg og öllu því fólki og fjöl- skyldum okkar sem hafa stutt okk- ur og staðið við bakið á okkur á » þessum tæpu tveimur erfíðu ámm, en jafnframt mjög lærdómsrík og gefandi fyrir okkur að hafa fengið að hafa þig, sólargeislinn okkar, svona lengi. Þó oft værir þú mjög veikur þá komstu alltaf brosandi aftur. Sterkasta stoðin okkar og þín í þínum veikindum og okkar núna þessa dagana er hann stóri bróðir þinn hann Óli Þór. Elsku snáðinn okkar, við eigum eftir að sakna þín um ókomna tíð en komum til með að hugga okkur við minninguna um hugrakkan, dugleg- an og fallegan dreng. Guð veri með þér, elsku ljósið okkar. Mamma og pabbi. Elsku litli ljúfur, litli pabbastúfur og snáðinn okkar mömmu, svo varstu líka ömmu- og afastrákur. Mér, stóra bróður þínum, þótti svo innilega vænt um þig og ég var alltaf svo stoltur af þér og öllum framförum þínum. Ég á svo margar fallegar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Góða nótt og Guð geymi þig, elsku Atli minn. Þinn stóri bróðir, Óli Þór. Morgunstund gefur gull 1 mund. Þessi orð hafa komið í huga okkar margan morguninn á þessu fagra hausti. Fegurðin er slík að við hefð- um fyrir engan mun viljað missa af slíkri fegurð, sem hefur fengið okk- ur til að þakka Guði fyrir að sýna okkur þennan mikilfengleik, þegar sólin er að brjótast fram, stundum í gegnum ský og við fylgjumst með hvort sigrar, sólin eða skýin. Stund- um sigra sólargeislamir, en stund- um skýin. Þó að skýin hafí stundum sigrað að lokum þá getur ekkert ský sigrað og skyggt á minninguna um hinn fagra sólargeisla sem gyllti skýin og vermdi okkur sem fylgd- umst með baráttu litla fallega sólar- geislans. Já, morgunstundin er dýr- mæt á haustdögum, einmitt núna þegar dagarnir styttast dag frá degi. Elsku Atli Snær. Þannig sólar- geisli varst þú. Strax eftir fæðingu þína sáust ský á lofti sem orsökuðu kvíða fyrir að við fengjum ekki að njóta litla sólargeislans okkar nema í rnorgunbyrjun og þú að skína skært. En þú barðist við þinn erfíða sjúkdóm með þolinmæði og þraut- seigju. Þú brostir oft gegnum tárin og uppörvaðir okkur sem í kringum þig voru. Sorgin og gleðin eru syst- ur og þær fylgjast ætíð að, það höf- um við fengið að sjá síðustu tvö ár- in. Okkur sem nærri þér stóðum fannst við vanmáttug á stundum, en vitum að góður Guð bætir okkur það upp og sameinar. Nú á fögrum haustdegi erum við full trega eftir sumarið og sömuleiðis eftir þér, elsku vinur. En við vitum að núna ertu laus við þjáningar og þér líður vel hjá Guði. í þér áttu foreldrar þínir, bróðir, afar og ömmur vonir, óskir og drauma. í sameiningu eigum við minningar og reynslu, já, ríkidæmi sem aldrei verður frá okkur tekið og á eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Þá hjálpaði ennfremur sú mikla hlýja og stuðningur sem vinir og ættingjar sýndu. Og þá ekki síður starfsfólk Bamaspítala Hringsins. Þegar sorgin knýr að dyram, eru börn oft skilin eftir fyrir utan, því það er verið að reyna að hlífa þeim. En Óli Þór, stóri bróðir, var með allan tímann og tók þátt í barátt- unni og stóð sig eins og hetja til síð- ustu stundar. Hann var bróður sín- um, sjálfum sér og okkur öllum mikill styrkur og á eftir að búa að því alla ævi. Þá hafið þið foreldrarn- ir sýnt einstakan viljastyi-k og dugnað. Elsku Sædís, Jón, Óli Þór, Ólafía og Þórður, munum að tárin eru græðandi í viðurvist þeirra sem okkur þykist vænst um. Hjartanu verður ennfremur rórra með tárum. En í lokin finnst okkur eiga vel við orð sálmaskáldsins sr. Matthíasar Jochumssonar, vitandi að Guð er með okkur og nær þeim er við sökn- um, en við höldum. Guð geymi þig, elsku Atli Snær. Þú, Guð mins lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvfli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. 0, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M. Joch.) Afí og amma, Borgarnesi. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (FGÞ.) Elsku Atli Snær, þessi orð passa svo vel nú því þú varst skært ljós í okkar lífi. Hinn 12. október 1996 fæddist lítill drengur, áttunda barnabarn okkar, hin sjö öll heil- brigð og miklir gleðigjafar afa og ömmu. Sömu væntingar voru til litla nýfædda drengsins og fæðing hans vakti okkur öllum mikla gleði. En fljótt breyttist gleðin í hryggð, litli drengurinn var ekki heilbrigður, hann greindist með mjög sjaldgæfan sjúkdóm og strax á öðrum sólarhring lífs síns gekkst hann undir mikla aðgerð og afi og amma biðu hnípin við símann fram eftir nóttu í óvissu um hvort litli drengurinn lifði aðgerðina af. En þarna eins og svo oft síðar sýndi litli drengurinn hve mikil hetja hann var og hve mikinn lífsvilja hann hafði. Nú hófst barátta hetjunnar okkar, fyrst á vökudeildinni í þrjá mánuði, síðan á Barnaspítala Hr- ingsins. Afi og amma áttu margar ferðir til Reykjavíkur til að sjá litla drenginn sinn og kynnast þessari miklu hetju. Atli Snær gat aldrei neytt fæðu á eðlilegan hátt en með hjálp tækni fékk hann næringu, þannig náði hann að braggast örhægt en þyng- ing mældist í grömmum. Þó varð fljótlega ljóst að hann hafði fullkom- lega eðlilega greind og skýra hugs- un. Þannig leið tíminn mánuð eftir mánuð í bið og von um bata, foreldr- ar hetjunnar okkar og Oli Þór, stóri bróðir, önnuðust hann daga og næt- ur og gáfu honum allan sinn tíma og alla sína ástúð þannig að ekki verð- ur betur gert. Um mánaðamótin mars-apríl sl. veiktist Atli Snær mjög mikið, fékk heiftarlega sýkingu, hringt var í afa og ömmu, litla hetjan þeirra var að deyja. En slíkur var lífsvilji og kraftur Atla Snæs að lífið sigraði í þetta sinn þótt aldrei yrði hann samur eftir. Kannske var það annað sem dó í þessum veikindakafla Atla Snæs, en það var vonin sem afi og amma reyndu að halda í. Tíminn leið, líkamleg afturför smátt og smátt, en andleg heil- brigði, skýr hugsun, glaðværð og stutt í stríðni, þannig veitti hann afa og ömmu og öllum öðrum sem kynntust honum mikla gleði. Það leið á sumarið, haustið kom, blómin fölnuðu og lauf trjánna tóku að falla, líf hetjunnar okkar fölnaði smátt og smátt, enn gat hann þó glatt okkur með brosi og tjáð sig á sinn hátt. Síðustu dagana svaf Atli Snær að mestu, honum leið vel. Að nóttu 25. september lá hann í faðmi pabba og mömmu, hann svaf, and- ardrátturinn var erfiður, síðan hætti hann að anda, hetjan okkar var dáin. Við afar og ömmu sátum hjá þeim, það ríkti mikill friður og kyrrð. Við vorum sátt, við áttum ekkert val. Sár er söknuðurinn, margar spurningar vakna, fátt er um svör. Óll sú gleði sem hetjan okkar gaf af sér á stuttri ævi, hjálpar okkur að lifa með sorginni. Ekkert líf er án dauða, enginn dauði án lífs. Hið fyrra er ófrávíkj- anleg staðreynd, hið síðara er trú, trú á góðan Guð og Frelsarann okk- ar sem sagði: „Leyfið bömunum að koma til mín.“ Elsku Atli Snær, litla hetjan okk- ar, far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Amma og afi í Stykkishólmi. Þú litla barn sem ég þráði að faðma umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt og hér sit ég eftir hugsandi um það, sem hefði getað orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum. (Gleym-mér-ei, útg. Barnaspítali Hringsins.) Elsku Sædís, Jón, Óli Þór og aðr- ir ástvinir Atla Snæs. Ég finn svo sárt til með ykkur. Atli Snær. Litla hetjan með fal- legustu augun. Guðs blessun fylgi þér. Anna Einarsdóttir. „Augun hans geisluðu, hárið hans lýsti allt upp og brosið hans bræddi alla.“ Þetta eru minningarnar í hugum okkar foreldra nokkurra barna, sem hafa átt samleið með Atla Snæ hluta spítaladvalar hans. Það er ekki hægt að ímynda sér þó, nema að hluta til, allt álagið sem Atli Snær, Sædís, Jón og Oli hafa þurft að yfirstíga. Éitthvað miklu meira en við fáum með orðum lýst hefur vemdað og fyllt þau öll orku til að takast aftur og aftur á við erfiðu tímana, en góðu stundirnar eru þeim örugglega yfir- sterkari í minningunni. Það er aðdáunarvert hvað Óli, stóri bróðir, er búinn að vera sterk- ur í veikindum Atla Snæs, besti vin- ur hans, sem var alltaf tilbúinn að keyra hann í vagninum eða sitja og spjalla við hann. Það var örugglega ómetanlegt fyrir Sædísi og Jón hversu góður Öli var við Atla sinn. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Atla Snæ og hans fjölskyldu, og vonum að við getum sem vina- hópur stutt ykkur á allan þann hátt sem hægt er á erfíðum stundum. Við vonum að þú sofir rótt elsku Atli Snær, og biðjum Guð að styrkja Sædísi, Jón og Óla og veita þeim frið og ró. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Elva og Pétur, Sigurbjörg og Karl, Una og Pétur, Þórunn og Jóhann, Magnea og Stefán, Emma og Þorgeir, Bryndís og Konráð, Eydís og Hilmar. Elsku litli vinur minn er dáinn. Atli Snær og ég kynntumst á spítalanum í október í fyi'ra, þegar ég fór af vökudeildinni yfír á bama- deildina. Ég bjó í sex mánuði á stofunni við hliðina á Atla Snæ og ein af eftir- minnilegustu stundunum var þegar hann kom í fanginu á pabba sínum eða mömmu á hverju kvöldi og bauð okkur á stofunni góða nótt og skoð- aði óróann í herberginu og allt lit- skrúðugt sem vakti áhuga hans og fór svo að sofa. Þetta vom góðar og eftirminnilegar stundir. Það eru nú ekki allir svona lánsamir að fá heimsókn frá svona sætum litlum herramanni rétt fyrir svefninn. Við urðum góðir vinir. Eftir að ég útskrifaðist af spítal- anum fór mamma með mig af og til í heimsókn til Atla Snæs. Við sátum stundum saman í vagninum hans Atla og brostum hvort til annars og svo auðvitað að myndavélunum, þegar þær vora uppi. Hann átti svo fallegt bros. Hann brosti með öllu andlitinu. Þegar Atli Snær varð veikari tók ég bara utan um hann í vagninum hans og klappaði honum á kollinn. Við skildum hvort annað. Ég veit að mamma heldur minningunni um hann og rifjar upp allar þessar stundir og sýnir mér allar skemmti- legu myndirnar af okkur saman, þegar ég vex úr grasi og skil það betur af hverju litli sæti vinur minn, með löngu fallegu augnhárin og björtu augun, gat ekki haldið áfram sínu lífi. Við eigum núna sameigin- legan dag, Atli minn, og verður hann ávallt sérstakur. Ég mun ávallt sakna þín, elsku vinur, og mamma og pabbi gera það af öllu hjarta líka. Góði Guð, viltu passa Atla vel og styrkja Sædísi mömmu hans, Jón pabba hans og Óla stóra bróður hans á erfiðum stundum. Bless bless, Atli Snær minn, og takk fyrir allar samverustundimar. Þín vinkona Sandra Björt. Elsku Atli Snær okkar. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú átt alltaf stað í hjarta okkar, sem við tökum með inn í framtíðina og umvefjum af hreinum kærleika. Augu þín minntu mann á tvo stóra kristalla og augnhárin sem umvöfðu þín fögm augu, bræddu hverja sál sem á þig leit. Okkur langar að rifja upp eitt atriði sem lýsir þér svo vel þegar þér leið eins vel og hægt var. Við komum til þín og þú varst vakandi. Þú gafst okkur bros þitt, en í þínum augum mátti sjá stríðni sem þér einum var gefið. Þú varst mest allan tímann í fangi föður þíns því þar vildir þú helst vera. Þegar við kvöddum þig biðum við eftir þínum yndislegu fingur- kossum, en nei, þú þvertókst fyrir það. Þegar við erum komin smá spöl frá þér kallar mamma þín til okkar og viti menn, fingurkossinn fengum við. Ég fer að hlæja og sagði hvað þetta væri líkt þér. Það var aldrei langt í stríðnina. En það er sárt þegar veikindin ná yfirhöndinni og augu þín lokast og opnast ekki meir. Hjartað okkar grætur, en minningin um yndisleg- an dreng lifir í hjörtum okkar allra. Við kveðjum þig elsku vinur og biðum Guð að styrkja foreldra þína, bróður og fjölskyldu í þessum mikla missi sem þau urðu fyrir þegar Guð tók þig í sína arma. En við vitum líka öll að þar sem þú ert nú kom- inn, ertu umvafinn kærleik í faðmi skapara þíns. Þú ert ljós kærleikans sem lýsir veg foreldra þinna inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.