Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 224. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjamenn og Bretar auka þrýsting á Milosevic Jiígóslavíuforseta Undirbúningur loftárása gegn Serbum á lokastigi Lundúnum. Reuters. Reuters DOW Jones-vísitalan hækkaði lítillega í gær, en sveiflur voru miklar eins og merkja mátti á pati þessara miðlara í Chicago. Lækkun í kauphöll- um Evrópu GENGI hlutabréfa á helztu fjár- málamörkuðum Evrópu lækkaði í gær, og hefur vísitalan í sumum kauphöllum ekki verið lægri frá því í nóvember í fyrra. Astæðan fyrir lækkuninni er sú sama og undan- farna daga; ótti við heimskreppu og lélegar afkomutöiur. Hins vegar má segja að máltækið fóstudagur til fjár hafí átt við um við- skipti í kauphöllinni á Wall Street í gær. Eftir miklar sveiflui- yfir daginn var Dow Jones-visitalan 2% hærri er viðskiptum lauk í gærkvöld en við lokun markaða daginn áður. Þessi hækkun breytir því þó ekki, að þessi vika hefur verið ein sú erfíðasta á Wall Street í ár. Dow Jones-vísitalan lækkaði yfír vikuna um 3%. Hún stóð í 7.784,69 stigum í gærkvöldi. í London lækkaði FTSE-vísitalan um 3,22% og í Frankfurt hélt X- DAX-vísitalan áfram að lækka. Við lok viðskipta í gær hafði hún lækkað um 1,84%, en yfír vikuna um heil 12,5%. Að minnsta kosti 4.300 milljarðar dollara hafa þurrkast út af fjármála- mörkuðum heimsins frá því verð hlutabréfa náði hámarki á Wall Street 17. júlí sl., samkvæmt út- reikningum alþjóðlega verðbréfa- miðlunarfyrirtækisins HSBC. DOMSMALANEFND fuUtrúadeild- ar Bandaríkjaþings gerði í gær opin- berar 4.610 síður til viðbótar af fylgi- gögnum skýrslu Kenneths Starrs, sérlegs saksókn- ara, í tengslum við rannsókn nefndar- innar á því hvort gögnin gefi tilefni til að hefja mál- sókn til embættis- missis gegn Bill Clinton forseta. Meðal þessara gagna eru uppritaðar upptökur af „trúnaðarsamtölum" Monicu Lewin- sky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, og þáverandi vinkonu henn- ar, Lindu Tripp. Upptökurnar skiptast í tvo hluta. í þeim fyrsta eru þær þannig til komnar, að Tripp tók upp símasam- töl þeirra Lewinsky. Hinn hlutinn kom þannig til, að Tripp var með fal- inn hljóðnema á sér frá alríkislög- RÁÐAMENN í Bandaríkjunum og Bretlandi juku í gær til mikilla muna þrýsting á Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, vegna átakanna í Kosovo. Rússar hertu hins vegar andstöðu sína við hugsanlegar hern- aðaraðgerðir gegn Serbum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist vona að Milosevic skildi að Atlantshafsbandalagið (NATO) væri reiðubúið að beita hei’naðarmætti sínum ef hann stöðvar ekki ofbeldið sem öryggissveitir hans beita Kosovo-Alþani. „Við verðum að vera mjög fastir fyrir,“ tjáði Clitnon fréttamönnum. „Við verðum að stöðva ofbeldið, reglunni, FBI. í samtölum hennar við Lewinsky meðan hún bar þennan hljóðnema var hún að reyna að fá Lewinsky til að tala um ákveðin at- riði sem gætu hafa falið í sér eitt- hvert athæfi sem bryti í bága við lög. A einum stað ýtir Tripp Lewinsky út í að lýsa afskiptum forsetans af atvinnuleit hennar, sem og hvenær hún átti fundi með Clinton og vini hans Vemon Jordan og hvenær hún hefði undirritað eiðsvarna yfirlýs- ingu sína vegna Paulu Jones-máls- ins. I þessari yfirlýsingu neitaði Lewinsky að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clinton. koma á friðarsamkomulagi og vinna okkur út úr þessu.“ Meint fjöldamorð á þorpsbúum í Kosovo-héraði, sem serbneskar ör- yggissveitir eru sagðar hafa framið, hafa aukið þrýsting á NATO um að láta til skarar skríða gegn hemaðar- aðgerðum Serba í Kosovo, sem hafa kostað að minnsta kosti átta hund- ruð manns lífið og stökkt um 300.000 manns á flótta frá heimilum sínum. William Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að ef NATO tæki ákvörðun um að gera loftárásir á serbnesk skotmörk myndi verða af þeim innan tveggja vikna. Kjarnahluti rannsóknar Starrs beindist að því hvort einhver tengd- ur forsetanum hefði reynt að telja Lewinsky á að þegja um ástarsam- bandið í skiptum fyrir að henni væri útveguð vinna. Þessar upptökur sýna hvernig Tripp reyndi að spila á Lewinsky til að fá hana til að segja sem mest um sambandið við Clinton, sem hægt væri að nota gegn honum. Varpar skýrara ljósi á það sem vitað var en ekki meira Lögfræðingar Hvita hússins sögðu í gær að þessi gögn sýndu að Tripp hefði leikið vafasamt hlutverk sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að heimurinn hætti á að til stórkostlegra mannlegra hörmunga kæmi og að átök breidd- ust út um stærra svæði á Balkanskaga, ef hann sneri baki við þeirri „villimennsku" sem hersveitir Serba hefðu gerzt sekar um í Kosovo. Það væri kominn tími til að Vesturlönd settu Milosevic stólinn fyrir dyrnar, að sögn Blairs. Til að fylgja orðum eftir með gerð- um tilkynntu brezk stjómvöld að þau myndu senda fjórar orrustuflug- vélar til viðbótar til NATO-flugvallar á Italíu þar sem þær yrðu til reiðu ef ákvörðun verður tekin um loftárás á vekti spurningar um hvað hafi vakað fyrir henni. En þessi nýju gögn virtust ekki innihalda neitt sem gæti varpað nýju ljósi á málið eða breytt því sem þegar er vitað svo að neinu nemi. í þeim kemur fram nánar hvað hver vissi og hvenær. Mesta athyglin beindist að upptökunum á samtölum Tripp og Lewinsky, en auk þess er í gögnunum að fínna vitnisburði Vernons Jordans fyrir rannsóknarkviðdómnum, sem og vitnisburð Betty Currie, einkarit> ara Clintons, Bruce Lindsey, vinar og aðstoðarmanns forsetans, Lucianne Goldberg, vinkonu Lindu Tripp, og ýmissa leyniþjónustustarfsmanna. Dómsmálanefndin mun ræða á mánudag hvort hefja beri málsókn á hendur forsetanum. Demókratar sögðust myndu reyna að fá settan ákveðinn frest til að ljúka málinu, en þar sem repúblikanar ráða yfir 21 at- kvæði í nefndinni en demókratar að- eins 16 er Ijóst að vilji repúblikana verður ofan á. Serbíu. Þar eru fjórar brezkar þotur fyrir. Talsmenn Júgóslavíustjómar sögðust þegar hafa orðið við þeirri kröfu sem samþykkt öryggisráðs Sa- meinuðu þjóðanna gekk út á, það er að serbneskar öryggissveitir yfir- gæfu Kosovo-hérað. I gær varaði Belgrad-stjórnin við þvi að Serbar myndu verjast ef á þá yrði ráðizt. Rússar bera blak af Serbum Undirbúningur NATO fyrir loft- árásir er á lokastigi, en stjórnarer- indrekar greindu frá því að Rússar, hinir fornu bandamenn Serba, hefðu hreyft andmælum á fundi með erind- rekum NATO í vikunni. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær harðorða ályktun, þar sem varað er við því sem kallað er „ólögmætum yfir- gangi“ gegn Serbum, sem myndi kalla á alvarlega endurskoðun sam- bands Rússa við NATO. Rússneskir embættismenn voru á meðal fulltrúa stórveldanna sex, sem mynda „tengslahópinn" svokallaða, en þeir áttu vinnufund í Lundúnum í gær þar sem þeir endumýjuðu kröf- una um að Milosevic drægi hersveit- ir sínar til baka frá Kosovo. Nasreen ákaliar heiminn um hjálp París. Reutcrs. RITHÖFUNDURINN Tas- lima Nasreen bað í gær um- heiminn að koma sér til hjálpar, en íslamskir bókstafstrúar- menn í ætt- landi hennar, Bangladesh, hafa hótað henni dauða og stjómvöld hafa skipað fyrir um handtöku hennar. Nasreen er gefið að sök að hafa farið með guðlast í einni bóka sinna og lagt blessun sína yfir kynlíf utan hjónabands í annarri. Rithöfundurinn birti hjálparbeiðni sína í franska dagblaðinu Le Monde, en mál hennar hefur vakið miklu minni athygli en mál rithöfundarins Salmans Rushdies, sem klerka- stjórnin í íran lýsti réttdræpan fyrir meint guðlast. í bréfinu til Le Monde segir Nasreen að hún hafí haldið aft- ur til Bangladesh úr fjögurra ára sjálfskipaðri útlegð til að sinna sjúkri móður sinni, en sagðist nú óttast um öryggi sitt. „Aðstæður mínar eru örvæntingarfullar, móðir mín sjúk, og ég þarfnast hjálpai',“ skrifaði Nasreen í bréfi, sem bar yfirskriftina „Hjálp!“ Reuters ALDRAÐUR Kosovo-Albani situr við grafir fjórtán íbúa þorpsins Galica, sem serbneskar öryggissveitir eru sagðar hafa myrt. Fregnir herma að sum líkanna hafi borið merki um alvarlegar misþyrmingar. Fleiri málsgögn sem tengjast skýrslu Kenneths Starrs gerð opinber Washington. Reuters. Lewinsky sætti þrýstingi Linda Trípp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.