Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 29 NEYTENDUR Lífræn mjólk mætti seljast betur LIFRÆNAR mjólkurvörur frá Mjólkursamsölunni. SALA á lífrænni mjólk hefur ekki gengið eins vel og ýmsir hugðu í upphafi. Einar Matthí- asson hjá Mjólkursamsölunni varð fyrir svörum þegar spurst var fyrir um þetta mál og fleiri sem varða sölu á lífrænum mjólkurvörum. „Sala á lífrænni mjólk hefur kannski ekki geng- ið illa en við hefðum viljað sjá hana seljast betur, því ekki er alveg fullnýtt það magn sem fellur til af lífrænni mjólk,“ sagði Einar í samtali við Morg- unblaðið. Hveijar telur Einar ástæð- urnar fyrir þessari þróun? „Kannski hafa ekki allir áttað sig á hvers eðlis sú mjólk er, sem þarna er um að ræða. Ein af ástæðunum er að lífræn mjólk er lítill liluti af mjólkur- neyslunni og því geta ekki allar verslanir haft hana á boðstól- um. Geymslutími þessarar mjólkur er ekki nema sex dag- ar rétt eins og á hefðbundinni mjólk, verslanirnar eiga því erfiðara með að stýra innkaup- um á lífrænu mjólkinni. Síðan er sjálfsagt önnur ástæða sú að mjólk þessi er ekki fitusprengd og það er hlutur sem neytendur þurfa að venjast. Við vonumst til að þró- unin verði upp á við er tímar líða. Það er erfíðara að vinna þessa mjólk því hún má ekki blandast saman við aðra vinnslu og verðum við því að hafa sérstakan búnað við vinnslu heimar. Að öðru leyti er hún eins í vinnslu og ömiur mjólk - nema hvað hún er ekki fitusprengd. Um 100 þúsund lítrar verða til af lífrænni mjólk hjá framleiðendum - sem er innan við 0,3% af heildarmagni mjólkur. Mjólk- ursamsalan sendir á markað 75% af þeirri lífrænu mjólk sem til fellur frá bændum. I lítrum talið gætu það verið um 70 til 80 þúsund h'trar.“ Mikil eftirspurn eftir lffrænni AB mjólk Hvað með aðrar lífrænar mjólkurvörur? „Við erum einnig með lífræna AB mjólk sem framleidd er á Selfossi og þar er eftirspum meiri en framboðið, en sú vara hefur lengra geymsluþol og því auð- veldara að vera með hana í öllum verslunum. Ekki er áætlað að setja fleiri vörur af þessu tagi á markað meðan framboð á lífrænni mjólk er ekki meiri en raun ber vitni. Ef um þetta ætti að verða að ræða þá þyrftu bændur að breyta framleiðsluháttum sín- um sem er kostnaðarsamt. Fóðrið þarf að vera h'frænt, ekki má nota tilbúinn áburð við ræktun túna og grænmet- is. Loks þarf að vera aðstaða fyrir lausagöngu kúa sem get- ur kallað á breytingu á húsum og annarri aðstöðu.“ Hvernig hoi-fir þetta mál við í öðrum löndum? „Erlendis neyta menn víða lífrænna afurða og vilja með því móti stuðla að meiri sjálf- bærri framleiðslu. Þetta á sérstak- lega við í löndum þar sem er mikið land er notað undir landbúnaðar- framleiðslu, eða álag vegna fram- leiðslunnar er mikið. Erlendis hefur sala á lífrænni mjólk aukist veru- lega á undanfórnum áium, sérstak- lega í Danmörku, en þessi þróun hefur verið hægari í öðrum Norður- löndum sem búa við lík skilyrði og við hér á Islandi. Við horfum já- kvæðum augum á þessa þróun hér á landi og teljum að um áhugaverða nýbreytni geti verið að ræða fyrir ákveðinn hóp neytenda - þ.e. þá sem aðhyllast þessa tegund af fram- leiðslu," sagði Einar Matthíasson að lokum. Áhugi fólks á lífrænum vörum vaxandi Yggdrasill selur lífrænar vörur af ýmsu tagi. Hvernig skyldi sú sala ganga? „Við erum nær ein- göngu með lífrænar vörur og salan gengur vel,“ sagði Hildur Guð- mundsdóttir hjá Yggdrasil. „Við erum nýlega komin með lífræna mjólk og seljum hana ásamt líf- rænni AB mjólk. Salan á þessum mjólkurtegundum hefur gengið nokkuð vel það sem af er. Mest er keypt hjá okkur af kornvörum, hrísgrjónum, sykurlausu kexi, líf- rænt ræktuðu grænmeti og ávöxt- um svo eitthvað sé nefnt. Áhugi fólks á Iífrænum vörum virðist fara vaxandi," sagði Hildur enn fremur. KiUfl Smint myntur á markað NÝLEGA voru settar hér á markað sykurlausar Smint myntur. í frétta- tilkynningu frá Danól, umboðsaðil- anum sem flytur mynturnar inn, segir að þeim sé ætlað að stuðla að betri tannheilsu og hafi fengið við- urkenningar frá samtökum tann- lækna í Finnlandi, Svíþjóð og Nor- egi. Ennfremur segir að það sem gefi Smint sérstöðu sé að í þær sé ein- göngu notað Xylitol sætuefni sem framkalli frískandi áhrif með því að lækka hitastig í munni. Xylitol er náttúrulegt efni sem „hindrar myndun tannsýkla, dregur úr skað- legum sýrum sem valda tannátu og stuðlar að uppbyggingu nauðsyn- legra steinefna í tönnunum," eins og segir í fréttatilkynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.