Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 67
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAR
Ólöf Pétursdóttir
þýðandi
fjallar um nýjustu
breiðskífu Céline Dion
„S’il suffisait
d’aimer".
'k'k'k'i
Fágun og fag-
mennska - fransk-
ir konfektmolar
TIL ER tónlist sem knýr
sálina líkt og lækurinn
mylluhjól. Hvaða tónlist?
Það ræðst af smekk og skapgerð
hvers og eins. Hingað til hafa
dægurlagasöngkonur yfirleitt
ekki verið ofarlega á blaði hjá mér
og þar eru helstu undantekning-
arnar þær Siouxsie,
Nina Hagen og Björk.
Ekki datt mér í hug
að Céline Dion ætti
eftir að slæðast í þann
hóp.
Céline Dion heitir
kanadísk söngkona
sem nú er orðin
heimsfræg fyrir dæg-
urlagasöng. Mönnum
er kannski ferskast í
minni titillagið úr Tit-
anic, en afrekaskrá
stúlkunnar er nú þeg-
ar orðin býsna glæsi-
leg. Céline varð fyrst
þekkt austan Atl-
antsála þegar hún
keppti fyrir hönd
Lúxemborgar í Evróvisjón fyrir
um áratug. Sýndist sitt hverjum
um það, að atvinnusöngkona úr
annarri heimsálfu skyldi koma
fram sem fulltrúi evrópsks smá-
ríkis, ekki síst þegar hin unga Cé-
line kom, sá og færði Lúxemborg-
urum sigurinn á silfurfati, ýmsum
tapsárum spiladósum til sárrar
gremju.
Gangi einhver enn með þá
grillu að Evróvisjónsigur sé topp-
urinn á snarbröttum tindi frama í
dægurtónlist nægir að líta á feril
Céline til að sannfærast um að
svo er ekki. Hjá henni var í mesta
lagi um að ræða stökkpall sem
hún hefði þess vegna getað látið
eiga sig að stíga á. Hún naut þá
þegar góðs orðstírs heima fyrir og
annar eins söngfugl og dugnaðar-
forkur hefði slegið í gegn á heims-
vísu hvort sem var. Reyndar
muna kannski fæstir aðdáenda
söngkonunnar eftir framlagi
hennar í Evróvisjón, enda höfðar
sú keppni ekki endilega til sama
markhóps og Céline.
Céline fæddist í Québec,
frönskumælandi hluta Kanada,
fyrir þrjátíu árum. Það sama ár
kom de Gaulle, forseti Frakk-
lands, í opinbera heimsókn og
þótti storka stjórninni í Ottawa
freklega er hann hrópaði til
mannfjöldans: Lifi frjálst Québec!
Tiltækið vakti gífurlega hrifningu
franska minnihlutans og hressti
rækilega upp á hvekkta þjóðern-
iskennd hans. Það er einmitt sá
hópur sem nú er hvað stoltastur
af sigurgöngu Céline og aftur er
þjóðerniskenndinni dillað. Loks-
ins komst Québee á blað, frönsku-
mælandi, kanadísk stúlka er
nefnd í sömu andrá og ekki
ómerkari kerlingar en Barbra
Streisand og Whitney Houston
frá þeim stóru Bandaríkjum. Það
hefur líka fært Céline heimsfrægð
að róa á sömu mið og fyrrnefndar
stórsöngkonur, hún hefur gert út
á tiltölulega fastmótaðan dægur-
lagamarkað, þann sem er rang-
lega kallaður alþjóðlegur.
Diskurinn sem hér er til um-
fjöllunar heitir S’il suffisait d’ai-
mer. Hann er gjörólíkur öllu því
sem ég hef áður heyrt með söng-
konunni. Céline syngur hér lög og
texta eftir hinn kunna, franska
söngvara og lagasmið, Jean-
Jacques Goldman, sem annast
„Afurðin er víðs
fjarri amerískri
fjöldamenningu,
allt önnur deild,
mér liggur við
að segja annað
sólkerfi.“
jafnframt útsetningar. Þetta er
annar diskurinn sem þau Goldm-
an og Dion vinna að saman.
Þarna fær Céline Dion að sýna á
sér nýja og óvænta hlið og lyfta
sér upp á æðra plan. Afurðin er
víðs fjarri amerískri fjöldamenn-
ingu, allt önnur deild, mér liggur
við að segja annað sólkerfi. Hér
minnir Céline hvorki á Streisand
né Houston - hvaða grýlur eru
það og hvað vilja þær upp á
dekk? - heldur miklu fremur á
Arethu Franklin og rennir það
enn stoðum undir þann saman-
burð hvað tónlist Goldmans er
ríkulega blús- og gospelskotin.
Súrsæt röddin svífur yfir nost-
urslegum en fremur lágstemmd-
um útsetningum, hún rís og hníg-
ur í heillandi og þéttum laglínum
og leikur þvílíka loftfimleika á
köflum að manni þykir nærri því
nóg um. Líkt og Aretha virðist
Céline geta sungið hvað sem er
átakalaust og raddir þeirra eru
ekki ósvipaðar, báðar hafa þenn-
an skæra og ferska, ögn hvella
tón, báðar virðast alveg þindar-
lausar. Céline skortir að vísu
hlýju og sprengikraft Arethu en
hún bætir það upp með eigin per-
sónueinkennum, fjarlægri og dá-
lítið kuldalegri fágun. Textar
Goldmans eru ljóðrænir og
ljúfsárir og skila sér vel í flutn-
ingi Céline.
Diskurinn S’il suffisait d’aimer
er vel heppnað samvinnuverkefni
þar sem summa tveggja lista-
manna verður að margfeldi, óður
til fagmennsku og fullkomnunar.
CÉLINE Dion og Jean-Jacques Goldman.
c
MYNDBÖNP
Tilvistar-
vandi 10
ára drengs
Glaðvakandi
(Wide Awake)_______
Fjölskyldumynd
kk
Leikstjöri og handritshöfundur: M.
Night Shyamalan. Aðalhlutverk: Jos-
eph Cross, Rosie O’Donnell, Dana
Delany og Denis Leary. (93 mín.)
Bandarísk. Skífan, september 1998.
Öllum leyfð.
HINN 10 ára gamli Joshua er
skarpur og heimspekilega þenkjandi
drengur sem á erfitt með að sætta sig
við fráfall afa síns.
Hann gengur í
kaþólskan
drengjaskóla og
veltir þar fyrir sér
lífsins gátum og
leitar sannleikans
um tilvist Guðs.
Glaðvakandi er
nokkuð innihalds-
rík af bandarískri
barnamynd að vera. Unnið er með
ýmsar heimspekilegar spumingar og
persónuleg mál sem böm og fullorðn-
ir geta þurft að glíma við. Um leið er
myndin viðburðarík, skemmtilega
sposk og almennt ágætlega leikin. Að-
alleikarinn, Joseph Cross, er hins veg-
ar (líkt og 90% bandarískra bama-
stjama) hálfgert gerpi, sem verður
verulega pirrandi á köflum. Hann
veldur hlutverki sínu reyndar vel og
er góður sögumaður, en ofleikur herfi-
lega í tilfinningahlöðnum atriðum.
Þetta verður til þess að væmnin fer
töluvert yfir strikið, en burtséð frá því
er hér um ágætismynd að ræða.
Heiða Jóhannsdóttir
Hljómsveitin Saga Klassl
■
Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með
hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu
Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni
Ladcli og félagar
fara á kostum í ferðabrausanum
GLEDI.SONCUR OG FULLT
AF GRÍNIISÚLNASAL
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.6. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egiisslaðir: Bila og Búvélasaian, s: 471 2011
HOIMDA
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
Verð á götuna: 1.435.000.-
Sjálfskipting kostar 1 00.000,-
HONDA
Sími: 520 1100
1400cc 16 venlla vél með tölvustýrðri innsprautun4
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4
Rafdrifnar rúður og speglart
ABS bremsukerfil
Samlæsingar 4
14" dekk4
Honda teppasett4
Ryðvörn og skráning 4
Útvarp og kassettutæki4