Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Sópað og prýtt
ÞEIR gengu rösklega til verks
á lóð Austurbæjarskólans í
Reykjavík þessir ungu verka-
menn. Strákarnir sópuðu og
prýddu skólalóðina og fórst það
allt vel úr hendi í blíðviðrinu.
Enga truflun við
hátíðlega athöfn
LÖGREGLAN bannaði tólf nátt-
úruverndarsamtökum og útivist-
arfélögum og tugum listamanna
að koma saman á Austurvelli og
lesa ættjarðarljóð meðan á þing-
setningu stóð á fimmtudag.
Beiðni hafði komið frá náttúru-
verndarsamtökunum um að setja
upp hátalarakerfi og pall við
styttu Jóns Sigurðssonar frá
klukkan 13-15. Ástæðan fyrir
banninu var einfóld að sögn Jón-
mundar Kjartanssonar yfirlög-
regluþjóns í Reykjavík. „Við lít-
um á alþingissetninguna sjálfa
og gönguna frá Dómkirkjunni yf-
ir í alþingi sem hátíðlega athöfn
og töldum ljóðalestur í hátalara-
kerfi vera truflun á henni. Okkur
þótti þetta einfaldlega ekki fara
saman,“ sagði Jónmundur. Að
sögn Jónmundar báðu náttúru-
verndarsamtökin ekki um að fá
að lesa ættjarðarljóð á öðrum
tímum á fimmtudaginn en milli
klukkan 13 og 15.
FRÉTTIR
Hugsanlegt flóð úr Langjökli
Gæti dregið úr lax- og
silungsveiði næsta sumar
Fjöldi
veiddra laxa
1975
Laxveiði á vatnasvæði
Ölfusár / Hvítár
m
IVeitt
á stöng
] Veitt
i net
1980
1985
1990
1995
11 11 1 Stangveiði í Hvítá
Stangveiði í Öifusá
1975
1980
1985
1990
1995
EF flóð kemur úr Langjökli í kjöl-
far framhlaups Hagafellsjökla, eins
og Helgi Björnsson jöklafræðingur
leiddi líkur að í viðtali við Morgun-
blaðið sl. miðvikudag, gæti aurburð-
urinn dregið úr lax- og silungsveiði
á stöng á vatnasvæði Ölfusár og
Hvítár næsta sumar. Einnig gætu
áhrifin komið fram í minni veiði
næstu ár á eftir.
Magnús Jóhannsson, deildar-
stjóri Veiðimálastofnunar á Suður-
landi, segir að geysilegur aurburður
hafi verið allt sumarið í kjölfar
flóðsins sem varð úr Langjökli árið
1980 og hafi þá mjög dregið úr
stangveiði því fiskurinn hafi ekki
getað séð beituna. Til dæmis veidd-
ust þá aðeins 299 laxar á stöng í
Hvítá miðað við 1.028 sem veiddust
árið áður. I Ölfusá veiddust sex lax-
ar miðað við 103 árið áður. Ahrif-
anna gætti einnig að nokkru leyti
sumarið eftir.
„Ef flóðið verður eitthvað í lík-
ingu við það sem gerðist 1980 er
einnig líklegt að hrogn og seiði
skaðist þannig að veiði verði minni
af þessum völdum að nokkrum ár-
um liðnum," segir Magnús. „Fyrir
1980 voru ekki til mælingar á seið-
um þannig að við vitum ekki ná-
kvæmlega hver áhrifin urðu þá. Nú
höfum við stundað reglulegar mæl-
ingar á seiðabúskapnum allt frá ár-
inu 1985 þannig að það verður auð-
veldara að fylgjast með því.“
Magnús segir að miklu máli skipti
varðandi áhrifin hvenær ársins flóð
verður, ef það kemur meðan fiskur
er ekki að ganga í árnar verði áhrif-
in minni. Magnús bendir á að enn sé
ekkert hlaup komið og ekki vitað
hvenær það komi eða hversu mikið
það verður, því séu vangaveltur um
áhrif í raun ótímabærar á þessu
stigi.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tapar máli vegna sölu á Gelmer-verksmiðjunum
Ekki ólögmæt slit
samningaviðræðna
Ekki gert að greiða stefndu bætur
Eins og sagt var frá í síðustu viku var ekki
fallist á kröfur SH í málaferlum fyrir verslunar-
réttinum í París. Lögmenn fyrirtækisins binda
þó miklar vonir við áfrýjun. Páll Þórhallsson
kynnti sér dóminn.
SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús-
anna (SH) tapaði í síðustu viku
máli sem félagið höfðaði fyrir
verslunarréttinum í París í kjölfar
þess að frönsku Gelmer-verksmiðj-
urnar, með höfuðstöðvar í Bou-
logne sur Mer, gengu félaginu úr
gi'eipum, en SH var tilbúin að
greiða rösklega 500 milljónir ís-
lenskra króna fyrir hlutabréf La-
noy-fjölskyldunnar. SH hafði
haustið 1997 átt í viðræðum við La-
noy-fjölskylduna og fyrirtækið SA
IDIA, eigendur SA Gelmer, um
kaup á verksmiðjunum. Þegar við-
ræðumar voru á lokastigi söðluðu
seljendur um og gengu til samn-
inga við Islenskar sjávarafurðir.
SH taldi að þama hefði réttur ver-
ið brotinn á sér. Viðræðumar
hefðu verið komnar það langt að
ekki yrði aftur snúið, að minnsta
kosti ekki með þeim hætti sem
raun bar vitni. Þannig hafi samn-
ingar verið tilbúnir til undirritunar
eftir strangar viðræður, búið hafí
verið að fastsetja dagsetningu og
tíma undirritunar og ávísanir og
fleiri skjöl sem nauðsynleg vom til
að kaupin gætu farið fram vom til-
búin. En þegar til átti að taka
hefðu seljendur ekki mætt til und-
ii-ritunarinnar og í ljós hefði komið
að þeir vom búnir að söðla um.
Kröfugerð SH byggðist á því ann-
ars vegar að gildur kaupsamningur
hefði í raun verið kominn á en til
vara á því að samningaviðræðum
hefði verið slitið með ólögmætum
hætti.
TiIIit til viðsemjanda
Fyrra sjónarmiðið er vel þekkt í
íslenskum rétti, þ.e.a.s. að þegar
samkomulag hefur náðst um alla
meginþætti kaupsamnings hafi
stofnast gildur og bindandi samn-
ingur og skiptir ekki máli hvort
hann sé skriflegur eða munnlegur.
Síðara sjónarmiðið um bætur fyrir
ólögmæt slit samningaviðræðna er
öllu meira framandi. Víkjum nánar
að þessu. I frönskum rétti eins og
íslenskum er samningsfrelsið meg-
inreglan. Menn geta því að megin-
stefnu shtið samningaviðræðum án
þess að baka sér bótaábyrgð. Hins
vegar geta menn samkvæmt
frönskum rétti ekki hegðað sér al-
veg eins og þeim sýnist að þessu
leyti. Mönnum ber að taka visst til-
lit til hagsmuna viðsemjandans, og
hann kann að eiga bótarétt í und-
antekningartilvikum. Þau atriði
sem mæla með því að bótaréttur
geti verið fyrir hendi eru a) hversu
samningaviðræður eru langt
komnar, b) sveigjanleiki aðilja, ef
til dæmis annar aðilinn hefur fallist
á mismunandi kröfur hins, sem
fellur svo að ástæðulausu frá samn-
ingi þá er um ólögmæt slit samn-
ingaviðræðna að ræða, c) kostnað-
ur sem aðiljar hafa lagt í viðræð-
umar, d) ófyrirleitni, ef annar aðil-
inn svo að segja skellir hurðinni á
hinn, þá styður það bótarétt.
Þótt þessi sjónarmið hafi ekki
verið orðuð í íslenskum rétti er rétt
að geta þess að vissulega getur
framferði manna í samningavið-
ræðum verið það ábyrgðarlaust að
bótaábyrgð kæmi til álita eftir al-
mennum skaðabótareglum, t.d. ef
menn vísvitandi eða af skeytingar-
leysi draga annan út í kostnaðar-
samar viðræður án þess að hugur
fylgi máli.
Kröfugerðin
Málið var höfðað gegn eigendum
SA Gelmer og kaupandanum, Is-
lenskum sjávarafurðum. Þess var
krafist aðallega að a) viðurkennt
yrði að gildur samningur hefði
stofnast hinn 13. október 1997 milli
SH og eigenda hlutabréfanna í Gel-
mer um kaup á bréfunum fyrir
43.925.000 FF, b) að ógild yrði sala
á greindum hlutabréfum til ís-
lenskra sjávarafurða, c) lagt yi'ði
fyrir stefndu eigendur hlutabréf-
anna að undirrita sölusamninga til
stefnanda á hlutabréfunum að við-
lögum dagsektum 100.000 FF á
dag, d) að stefndu yrði gert að
greiða bætur að fjárhæð 1.000.000
FF fyrir hvem mánuð fram yfir 14.
október 1997 sem tafist hefði að
efna samninginn. Til vara í því til-
viki að ókleift væri að efna kaup-
samninginn krafðist stefnandi þess
a) að seljendur hlutabréfanna
greiddu 3.102.250 FF í bætur fyrir
kostnað við undirbúning samnings-
ins, b) bætur sem næmu mun um-
samins kaupverðs til Islenskra sjáv-
arafurða og verðsins sem sam-
komulag hafði tekist um milli stefn-
anda og seljenda vegna þess hagn-
aðar sem Lanoy-fjölskyldan leysti
út með sinnaskiptum sínum, c)
3.000.000 FF í miskabætur og d)
10.000.000 FF í bætur vegna ágóða-
missis fyrir að verða af kaupunum.
Til þrautavara krafðist stefnandi
þess að viðurkennt yrði að stefndu,
seljendur bréfanna, hefðu með ein-
hliða og ólögmætum hætti slitið
samningaviðræðum. Bæri þeim að
greiða sömu bætur og greint var í
varakröfu.
títilokunarsamningur
runninn út
í dómi verslunarréttar Parísar
sem féll 22. september síðastliðinn
er aðal- og varakröfu hafnað með
þeim rökum að stefnandi hafi ekki
sýnt fram á að fullkominn sölu-
samningur hafi stofnast milli aðilja
að kvöldi hins 13. október 1997.
Þau símbréf og skjöl sem gengu á
milli aðilja eða lögmanna þeirra feli
ekki í sér frágenginn samning með
þeim hætti að eining hafi náðst um
alla þætti kaupanna.
Þrautavarakröfu er hafnað með
þeim orðum að samkomulag sem
aðilar hafi gengist undir um útilok-
un annarra viðsemjenda hinn 4.
september 1997 hafi runnið út 3.
október 1997. Ekki hafi verið sýnt
fram á að seljendur hafi rofið þenn-
an einkaréttarsamning fyrir þann
tíma. Þótt í augum stefnanda kunni
slit samningaviðræðnanna og það
hve seint Francis Lanoy lét vita að
hann kæmi ekki til undirritunarinn-
ar kl. 16 hinn 14. október að sýnast
skyndileg og jafnvel ófyrirleitin þá
verði sú háttsemi ekki álitin ólög-
mæt. Ekki hafi verið lögð fyrir rétt-
inn nein gögn sem sýndu að um ná-
kvæma og óvefengjanlega skuld-
bindingu af hálfu F. Lanoy hafi ver-
ið að ræða að fylgja samningavið-
ræðunum eftir innan tiltekins tíma.
Stefnandi var dæmdur til að
greiða málskostnað, 50.000 FF til
handa SA IDIA, 100.000 FF til
handa Lanoy-fjölskyldunni og
65.000 FF til handa íslenskum
sjávarafurðum. Ekki er hins vegar
rétt að SH hafi verið dæmt til að
greiða stefndu bætur eins og
fregnir hermdu í síðustu viku.
Áfrýjun
Fram hefur komið að SH hyggst
áfrýja dómnum. Tvö dómstig eru
fyrir ofan verslunarréttinn, áfrýj-
unardómstóll Parísar og síðar Co-
ur de Cassation. Franskir lögmenn
SH segjast binda miklar vonir við
áfrýjun enda sýni nýleg dómafram-
kvæmd Cour de Cassation að
strangar kröfur séu gerðar til þess
að menn slíti ekki samningavið-
ræðum á ófyrirleitinn hátt. Þá und-
irstrika þeir að í verslunarréttinum
sitji leikmenn, þ.e.a.s. menn af við-
skiptasviðinu, en ekki löglærðir
dómarar. Lögmaður ÍS í Frakk-
landi vísaði þessu sjónarmiði á bug
í samtali við Morgunblaðið. Það
væri ómaklegt að gera lítið úr
verslunarréttinum með þessum
hætti, tölur sýndu að dómar hans
væru ekkert frekar endurskoðaðir
af æðri dómstólum en dómar lög-
lærðra, auk þess væri það alþekkt
víða um lönd að leikmenn kvæðu
upp dóma, án þess að nokkur héldi
því fram að réttlætinu væri þar síð-
ur fullnægt.