Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þórður Kristján
Runólfsson
fæddist í bænum
Efri-Hrepp í
Skorradalshreppi
18. september 1896.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 25.
september sfðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ingibjörg Pét-
ursdóttir, f. 22. júní
1868 á Ytri-Brekku
í Andakílshreppi, d.
6.6. 1950, og Run-
ólfur Arason, f.
13.11. 1863 að
Syðstu-Fossum í Andakíls-
hreppi, d. 3.8. 1940. Systkini
Þórðar eru: 1) Pétur, f. 7.5.
1893, d. 3.5. 1972, 2) Ari, f. 3.12.
1894, d. 22.9. 1986. 3) Ingólfur,
f. 28.9. 1898, d. 5.6. 1970. 4)
Engilbert, f. 8.11. 1899, d. 14.6.
1996. 5) Laufey, f. 9.9. 1901, d.
4.6. 1933. 6) Lára, f. 30.9. 1903,
d. 22.9. 1934. 7) Haraldur, f.
15.3.1906, d. 3.11.1965. 8) Vikt-
oría, f. 18.12. 1908, d. 19.6.
1994. 9) Hörður, f. 7.4.1911.
Barn að aldrei fluttist Þórður
með foreldrum sinum að Háls-
um í Skorradal og ólst þar upp.
Árið 1913 fór hann sem vinnu-
maður að Efstabæ í Skorradal
og var þar í fjögur ár en fór þá
að Fitjum í sömu sveit og var
það önnur fjögur ár og einnig í
vinnumennsku.
Sonarkveðja
Við komum hér og þökkum það sem var.
Sá þungi er leggst á rúmrar aldarbil
er saga manns sem byrðar sínar bar
og brást ei því sem fáir vita á skiL
Við kveðjum öldung, munum mann sem batt
svo mikla tryggð við eigin heimasveit
að aldrei brást Hann sagði öllum satt
um sína tryggð við þennan harða reit.
Sú stund er þekkt að verður orða vant
og við því engin svör sem um er spurt.
I vanda manns er vert að skoða grannt
þá vegleysu sem nú er horfin burt.
Hver minning sígur hægt í djúpan hyl
þess horfna, í okkar breytta samfélag.
Og margt af því sem tíminn hnikar til
fer taumlaust inn í nýjan reynsludag.
Og núna er hér lokið langri ferð
í ljúfum friði eftir dagsins strið.
I striti bóndans bjó að fyrstu gerð
þau býsn er sagan geymir alla tíð.
Ó. Þórðarson.
Þessa kyrru haustdaga skartar
Skorradalurinn sínu fegursta lit-
skrúði. Lyng og runnar birta okk-
ur litróf haustsins sem sjaldan
hefur verið fegurra en einmitt
núna. Þessa fegurð haustsins í
Skorradal hafði bóndinn í Haga
oftar litið augum en samferða-
menn hans. Og meðan laufin falla
til jarðar kveður hinn aldni bóndi
og felur sig móður jörð sem svo
sannarlega hafði brauðfætt hann á
meira en aldarlöngum lífsferli.
Það er tómarúm í huga mínum
þegar hinn aldni vinur minn, Þórð-
ur Runólfsson, kveður þessa jarð-
vist. Tilvist hans hefur verið hluti
af lífinu og því borgfirska um-
hverfi sem hann tilheyrði.
Hinn 1. maí 1920
kvæntist Þórður
Halldóru Guðlaugu
Guðjónsdóttur, f.
8.10. 1891, d. 13.5.
1982. Börn þeirra
eru: 1) Óskar, f. 5.6.
1920, kona hans
Svanfríður Ömólfs-
dóttir. Börn þeirra:
Amþór, f. 19.2.
1947, d. 26.5. 1994,
andvana drengur f.
27.12. 1950, Svandís
Ósk, f. 7.7. 1954, og
Ársæll, f. 26.8.
1960. 2) Dóra, f.
26.4. 1925, hennar maður Teit-
ur Damelsson, f. 12.10. 1924, d.
15.8. 1992. Synir þeirra: Þór-
hallur, f. 7.4. 1949, Daníel, f.
15.8.1950, Grímar, f. 17.2.1952,
Guðmundur, f. 21.1. 1954, og
Auðunn, f. 6.1. 1957, d. 24.9.
1982.
Þórður og Halldóra byijuðu
búskap á Draghálsi í Svinadal á
vordögum 1921 og voru þar í
eitt ár en fluttu þá að Svanga í
Skorradal (nafni breytt síðar í
Haga), þar bjuggu þau siðan og
Þórður þar einbúi í 14 ár eftir
lát konu sinnar. Annan október
1996 flutti hann á Davlarheimil-
ið í Borgarnesi. Hafði þá búið í
Haga í 74 ár.
Utför Þórðar fer fram frá
Hallgrímskirkju i Saurbæ í dag
og hest athöfnin klukkan 14.
Þórður var þjóðkunnur maður,
enda þótt hann gerði ekki víðreist
um ævina. Hann var einstakur
kjarkmaður sem komst oft í hann
krappann og var þekktur fyrir
harðfylgi og dugnað. Kona hans,
Halldóra Guðjónsdóttir, stóð við
hlið bónda síns í 62 ár. Saman
unnu þau hörðum höndum myrkr-
anna á milli af ótrúlegri þraut-
seigju og nægjusemi á harðbýlli,
óræktaðri kotjörð með litlu hús-
næði. Þau létu ekki baslið buga sig
en héldu ótrauð áfram að rækta
jörðina þótt oft væri á brattann að
sækja. Þau áttu það sameiginlegt
að vera heiðarleg og orðheldin.
Þórður sagði stundum: „Það
stendur sem ég hef sagt.“ Og átti
við að ekki þyrfti sérstaka pappíra
fyrir hlutunum.
Þórður var meðalmaður á hæð,
grannur vexti og afburða léttur í
spori. Hann lét sig ekki muna um
að hlaupa langar bæjarleiðir, jafn-
vel í næstu sveitir þegar þess
gerðist þörf. Enda þótt hann hefði
misst sjón á öðru auga af slysför-
um hafði hann skarpa sjón. Fram-
an af ævi stundaði hann vinnu ut-
an heimilis með búskapnum og var
eftirsóttur fyrir dugnað og ósér-
hlífni. Hann var greindur maður,
stálminnugur og þekktur fyrir frá-
sagnargáfu sína, sem var einstök.
Til dæmis mundi hann viðburði
sem gerðust í byrjun aldarinnar,
eins og þeir hefðu gerst í gær. Til
hinstu stundar hlustaði hann á út-
varp og fylgdist með fréttum.
Hann sagði að það hefði verið
erfitt að búa í Haga og ekki fyrir
hvern sem var. Mestu máli skipti
að hafa góða heilsu, og Þórður var
sannarlega heilsuhraustur. „Það
er dýrmætt að vera laus við allar
pestir,“ sagði hann oft.
Hann stundaði búskap í Haga
samfellt til 100 ára aldurs, lengur
en nokkur annar bóndi í þessu
landi, en brá þá búi, eftir 74 ára bú-
skap, og fluttist á dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness eftir fárra
daga vist, nýlega orðinn 102 ára.
Eg kynntist Þórði fyrst 1962,
þegar við hjónin, ásamt tengdafor-
eldrum mínum, fengum að setja
niður lítið sumarhús í landi hans.
Þá hófust okkar fyrstu kynni og
vinátta, sem aldrei bar skugga á.
Það var notalegt að heimsækja þau
hjónin heim í Haga. Halldóra hellti
upp á könnuna og bauð flatkökur
og kleinur, sem hún gerði öðrum
betri. Þórður sagði fréttir og ræddi
málin, hafði skoðanir á öllu og var
ómyrkur í máli um menn og mál-
efni. Einnig sagði hann sögur og
rifjaði upp liðna tíma. Hann fræddi
okkur um líf og störf fólksins á
fyi-ri tíð og kunni ógrynni af sögum
af samferðafólki. Hann sagði frá
slarksömum ferðum sem hann
hafði lent í. Svo sem lífsháska þeg-
ar hann bjargaðist kaldur og hrak-
inn úr Skorradalsvatni. Þá lenti
hann í húsbnina þar sem hann
bjargaðist á lítt skiljanlegan hátt.
Stundum kom fyrir að sama sagan
var sögð oftar en einu sinni, en
aldrei skeikaði nákvæmni frásagn-
arinnar, tímasetningar og lýsingar
breyttust ekki þótt endurtekið
væri með nargra ára millibili, þar
var nákvæmnin eins og lesið væri
af bók.
Eg minnist hans við sláttinn,
hann sló með orfi og Ijá, múgamir
hlóðust upp svo undrafljótt í ljáfar-
inu. Og við heyhirðinguna, þegar
hann hnýtti baggana með hross-
hársreipunum sínum og lyfti þeim
léttilega eins og hann hefði fis í
hendi.
Einnig minnist ég margra
stunda er hann kom í bústaðinn til
okkar. Hann var léttstígur þegar
hann koin upp á pallinn við bústað-
inn, lyfti sér á tæmar, en það var
háttur hans, og heilsaði glaðlega.
Oft hafði hann meðferðis eitthvert
góðgæti, svo sem egg í fötu, rjóma-
pelaý sokk eða silung í soðið.
„Ég lifi af því sem landið gefur,“
sagði hann stundum. Það mátti að
vissu leyti til sanns vegar færa.
Hann lagði net í vatnið og veiddi
silung, ræktaði kartöflur, bjó til
skyr og smjör úr mjólkinni. Kjötið
hafði hann af kindum sínum og
hænsnum. Þá spann hann gam úr
ullinni og prjónaði sjálfur eigin
sokka, svo nokkuð sé nefnt. Sem
sannur bóndi taldi hann landbún-
aðarafurðimar allra meina bót.
Háan aldur sinn og góða heilsu
þakkaði hann því að þær vora aðal-
fæða hans.
Á hundrað ára afmæli Þórðar,
18. september 1996, héldu ættingj-
ar og vinir honum veislu í skáta-
skálanum í Skorradal. Á afmælis-
daginn skartaði Skorradalurinn
sínu fegursta í haustlitum sem áttu
engan sinn Hka. Sólin lét heldur
ekki sitt eftir liggja og sendi hlýja
geisla yfir dalinn. Á annað hundrað
manns komu í veisluna. Þórður
mætti á staðinn með bros á vör.
Hann gekk heim að húsinu, beinn í
baki og studdist við stafinn sinn.
Gestimir fógnuðu honum með söng
og lúðrablæstri. Þórður var hress
og erfitt að hugsa sér að þar væri
aldargamall maður að fagna með
vinum sínum.
Þegar Iitið er til baka, að lokn-
um löngum starfsdegi Þórðar í
Haga, minnumst við hins
þrautseiga bónda sem aldrei gafst
upp á hverju sem gekk. Sjálfstæð-
ur vildi hann vera og sem minnst
af öðram þiggja, eins og Bjartur í
Sumarhúsum. Hins vegar stóð
hann ekki einn. Fjölskylda hans
og vinir reyndust honum afburða
vel og best þegar hann var orðinn
einbúi í Haga. Þær vora harðsótt-
ar margar vetrarferðirnar sem
Óskar sonur hans, sonarsynir og
vinir Þórðar lögðu á sig til þess að
flytja gamla bóndanum vistir. Síð-
ustu tvö árin dvaldi Þórður á dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi.
Þar leið honum vel og naut ein-
stakrar umhyggju og velvildar
starfsfólks heimilisins.
Með Þórði í Haga er genginn
einn elsti bóndi þessa lands. Hann
lifði öld mikilla breytinga, án þess
að láta þær hafa of mikil áhrif á líf
sitt, og hélt ótrauður áfram með
sínu lagi, sem reyndist honum vel.
Við Elín og okkar fjölskyldur
höfum átt góða daga í skjóli Þórðar
og Halldóra. Að leiðarlokum þökk-
um við áralanga tryggð og vináttu
og vottum fjölskyldu þeirra inni-
lega samúð.
Við biðjum vini okkar, Þórði í
Haga, allrar blessunar.
„Vertu ævinlega blessaður og
sæll,“ en það vora hans kveðjuorð.
Bragi Þórðarson.
Góður maður er genginn. Þórð-
ur Runólfsson bóndi í Haga í
Skorradal andaðist 25. sept. síð-
astliðinn, viku eftir 102 ára afmæl-
isdaginn í sjúkrahúsinu á Akra-
nesi. Við sem þessar línur ritum
áttum því láni að fagna að kynnast
þessum öðlingi og eiga með hon-
um mörg ár í dalnum hans fagra.
Þórður var vinmargur og þjóð-
kunnur. I tilefni 100 ára afmælis
hans 1996 kom út bók um hann,
„Þórður í Haga, 100 ára einbúi“,
sem Óskar sonur hans ritaði
ásamt fleirum. Fréttamenn af
báðum sjónvarpsstöðvunum, Rík-
issjónvarpinu og Stöð 2 tóku við
hann mörg viðtöl. Þórður hafði frá
mörgu að segja, og kom þá glögg-
lega fram rík frásagnargáfa og af-
burðagott minni. Þórður sagði oft
sögur allt frá aldamótunum og
framundir það síðasta. Hann
fylgdist vel með fréttum í útvarp-
inu og íslensku efni sem boðið var
upp á hverju sinni. Þegar við
spurðum hann fyrir um ári hvort
hann fylgdist ekki með fréttum í
útvarpinu sagði hann: „Nei, ég er
hættur að hlusta, þetta er orðið
mest frá útlöndum." Á sjónvarpi
hafði Þórður engan áhuga.
Margar góðar minningar eigum
við um Þórð. Löngum stundum
sátum við í baðstofunni í Haga og
hlýddum á sögumanninn, oft kom
hann til okkar í hjólhýsin gang-
andi, kominn undir tírætt, eða
hann hljóp við fót sem oftar var.
Þórður var jákvæður maður.
Hann unni landi sínu og þjóð, og
öllu sem íslenskt er. Hann var
mikill verkmaður og stundaði bú-
störfin af natni, braut land og
breytti koti í dágóða bújörð. Hann
starfaði mikið utan heimilis við
vegagerð, skógrækt og margt
fleira sem til féll, og oft var vinnu-
dagurinn langur. Þórður stóð ekki
einn, hann átti góða konu sem stóð
við hlið hans í blíðu og stríðu. Hún
hét Halldóra Guðlaug Guðjóns-
dóttir mikil búkona, verklagin og
dugleg. Þau eignuðust tvö börn,
Óskar rafvirkja og rithöfund, og
Dóra bónda á Grímarsstöðum í
Andakílshreppi. Halldóra andaðist
1982 og saknaði Þórður hennar
mjög. Hann talaði ávallt um hana
með mikilli hlýju og virðingu.
Það er margs að minnast og
gaman væri að rifja upp ýmislegt
úr frásögnum hans og lífi. Það
verður ekki gert í þessum fáu
minningabrotum. En til þess að
lýsa eljusemi hans langar okkur
þó til að segja frá þegar vatns-
leiðslan frá vatnsbólinu fór í sund-
ur. Þegar þetta gerðist var Þórður
á 94. aldursári. Hann tók sér
skóflu í hönd, og gekk uppfyrir
bæinn og byrjaði að grafa niður á
leiðsluna sem lá í jörð á um eins
metra dýpi. 50 metra gróf hann
áður en bilunin kom í ljós og hægt
var að gera við.
Mikill söknuður er að Þórði
bónda í Haga. í okkar huga hefur
dalurinn breyst og verður aldrei
samur.
Við biðjum algóðan guð að
blessa minningu þessa góða vinar,
og vottum öllum ættingjum hans
samúð.
Steinn og Anna,
Eyjólfur og Svava.
Formáli
minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein-
unum sjálfum.
ÞORÐUR KRISTJAN
RUNÓLFSSON
Nú látinn er eftir langa ævi
Þórður langafi minn í Haga í
Skorradal. í Skorradalnum bjó
hann þangað til fyrir aðeins um
tveimur áram, þegar hann fór á
dvalarheimiii aldraðra í Borgar-
nesi. Hann vildi ekki heyra minnst
á elliheimili iyrr en þá, því honum
fannst eUiheimili vera fyrir gamalt
fólk og hann taldi sig ekki tilheyra
þeim hópi.
Hann bjó einn eftir að amma dó
árið 1982 og naut hann aðstoðar
margra góðra manna. Afa fannst
Skorradalurinn fegursti staður á
landinu og alltaf fannst honum
besta veðrið þar, jafnvel þótt
rigndi dögum saman, en þegar
loksins stytti upp þá hrósaði hann
veðurblíðunni í dalnum. Margar
minningar á ég úr Skorradalnum.
Einnig hef ég heyrt þaðan margar
sögur, einkum frá pabba mínum
sem dvaldi þar í góðu yfirlæti hjá
afa og ömmu löngum stundum og
öll sumur frá þriggja ára aldri.
Hann var þeirra elsta barnabarn
og tóku þau honum eins og sínum
eigin syni, dekruðu við hann og
létu hann komast upp með ótrú-
lega hluti. Það sýndi sig best þegar
hann fór að fullorðnast hvað hann
bar sterkar tilfinningar til þeirra.
Hann bar alltaf hag þeirra fyrir
brjósti og hugur hans var ávallt
hjá þeim. Öll sumur dvaldi ég og
fjölskylda mín mikið í Skorradaln-
um. Þegar við voram komin í okk-
ar eigin sumarbústað kom afi yfir-
leitt labbandi á morgnana um kl.
átta til að vekja fólkið úr Reykja-
vík, því það þurfti jú að sinna bú-
störfunum.
Eitt sinn man ég eftir því að við
fjölskyldan fóram í tjaldferðalag
og við krakkarnir vorum mjög
spenntir að fara í tjald en sælan
stóð ekki lengi. Pabbi hafði fylgst
með veðurfréttunum og spáð var
þurrki í Skorradalnum og máttum
við taka saman tjaldið og halda
áleiðis í Skorradalinn og bjarga
„verðmætum" eins og svo oft var
sagt. Afi kom eitt sinn og heimsótti
okkur og gisti yfir nótt þegar við
bjuggum í Stykkishólmi í stuttan
tíma. Hvað hann skemmti sér vel í
samræðum við fólkið, því gaman
þótti honum að spjalla og segja
sögur. Minnugur var hann mjög,
og átti hann inni nokkurra áratuga
heimboð á Snæfellsnes sem hann
lét verða af að þiggja í þessari ferð.
Voram við nú hrædd um að maður-
inn sem bauð honum væri látinn en
eftir eftirgrennslan um það héldu
þeir afi og pabbi í heimsóknina og
skemmti afi sér mjög vel. Þegar við
vöknuðum um morguninn fóram
við að athuga með afa og hafði þá
sá gamli bragðið sér út á „hlað“ til
að kasta af sér vatni, svona rétt
eins og hann var vanur í sveitinni.
Ekki kom afi oft til Reykjavíkur
en síðast kom hann árið 1994 til að
vera við jarðarför pabba, það var
mikið áfall fyrir afa að missa Addó
sinn. Sagðist hann þá hafa misst
sinn besta vin. Allir sem til hans
þekktu vissu um þrjósku hans og
ákveðni og erfitt var að hagga því
sem hann hafði ákveðið. Hann var
mikil félagsvera og gaman fannst
honum að fá heimsóknir. Gaman
fannst honum að gantast við bömin
mín. Oft þegar við voram að kveðja
hann eftir dvöl í bústaðnum okkar
spurði hann þau hvort þau vildu
verða eftir hjá sér í sveitinni, vit-
andi hvert svar þeirra yrði og svo
hló hann við.
Hann naut aðstoðar margra
góðra manna og má þar að öðram
ólöstuðum nefna fjölskylduvininn
Mása. Reyndist hann honum mjög
vel alveg fram á síðasta dag. Afí
hefur án efa fengið góðar móttökur
á himninum þar sem pabbi og Hall-
dóra amma biðu hans.
Hvíl í friði, afi minn.
Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar,
mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar þú hefiir náð ævitindinum,
þá fyrst munt þú hefja Qallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.
(K. Gibran.)
Dagný og fjölskylda.