Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Miklir eldar kvikna við olíuleiðslu í Nígeríu
Yfir 500 manns létu
lífið í eldsvoðanum
Warri. Reuters.
YFIR 500 manns eru látnir eftir að
miklir eldar kviknuðu við olíuleiðslu í
þorpinu Apawor í suðurhluta Nígeríu
ó sunnudag, og getur verið að þeir
verði fleiri. Talið er að sprenging hafí
orðið þegar gat var gert á leiðsluna í
þeim tilgangi að stela olíu. Leiðtogi
Nígeríu, herforinginn Abdulsalami
Abubakar, skoðaði slysstaðinn í gær.
Mikill fjöldi manna hafði komið á
staðinn til að reyna að ná upp olíu
sem lak úr leiðslunni, að sögn sjónar-
votta. Skyndilega varð sprenging og
eldur breiddist hratt út í þorpinu.
Talið er að yfir tvö hundruð manns
hafi látist samstundis, en mörg hund-
ruð voru flutt á sjúkrahús og líklegt
er að tala látinna fari enn hækkandi.
Aðkoman að slysstaðnum var
hræðileg, að sögn fréttamanna.
Brunnin lík lágu hvarvetna og reykj-
arstrókar liðuðust upp frá bálinu,
sem slökkviliðsmenn börðust enn við
í gær. Hermt er að fjöldi fólks hafi
verið fastur í skurði, þar sem mikið
magn olíu hafði safnast fyrir, og orð-
ið eldinum að bráð. Margir hinna
látnu voru konur og böm, sem höfðu
reynt að skófla upp olíu með könnum
og fötum, að sögn hjúkrunarkonu við
sjúkrahúsið í olíuvinnslubænum
Warri, skammt frá slysstaðnum.
Embættismaður skýrði frá því að
fólkið hefði verið þakið olíu, og að við
slíkar aðstæður hefði ekki þurft
meira en neista úr útblástursröri bif-
hjóls til að valda sprengingu.
Ófriður um olíuna
Þrjú svipuð atvik hafa átt sér
stað í Nígeríu á síðustu 18 mánuð-
um, þar sem alls 22 menn létust, að
sögn embættismanna. Algengt er
að unnin séu skemmdarverk á olíu-
leiðslum í landinu, ýmist til að
vekja athygli á kröfum um fjár-
stuðning frá stjórnvöldum og alþjóð-
legum olíufyrirtækjum, eða til að
stela olíu.
í Nígeríu er viðvarandi olíuskort-
ur, þrátt fyrir að í landinu séu gríð-
armiklar olíulindir, þar sem stærstur
hluti framleiðslunnar er fluttm- úr
landi. Vinnslustöðvum er illa haldið
við og þær eru því ekki færar um að
anna eftirspum innanlands.
Ungmenni af ættbálki Ijawa hafa
undanfarnar vikur ráðist á olíu-
vinnslustöðvar í eigu erlendra aðila
og hindrað rennsli tveggja milljóna
tunna af olíu á dag, til að knýja á
um aukin pólitísk áhrif ættbálksins,
sem er sá fjórði stærsti í Nígeríu.
OLIUSLYS I NIGERIU
Að minnsta kosti 500 manns hafa
látið iffið eftir að mikill eldur
kviknaði við brotna olíuleiðslu í
þorpinu Apawor, nálægt
olíuvinnslubænum Warri í
suðurhluta Nígeríu á sunnudag
Þrátt tyrir miklar olíulindir er viðvarandi
skortur á olíu í Nígeríu, þar sem vinnslu-
stöðvar anna ekki eftirspurn
,;P innanlands
Leiðtogafundur landa Iberíuskagans og Rómönsku Ameríku
Reuters
CARLOS Menem, forseti Argentínu, Eduardo Frei, forseti Chile, og José Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar,
veifa til blaðamanna í gær en fundur þjóða á Pýreneaskaga og í Rómönsku Ameríku fór fram á sunnudag.
Lagt að
iðnríkjum
að verjast
kreppu
Oporto. Reuters.
LEIÐTOGAR Spánar, Portúgals
og landa Rómönsku Ameríku
fóru um helgina fram á það við
helstu iðnríki heimsins að þau
tækju forystuna í baráttunni
gegn efnahagsvanda sem óttast
er að geti orðið að heiinskreppu.
Árlegpir fundur þjóðanna á
Pýreneaskaga og í Rómönsku
Ameríku fór fram í Oporto í
Portúgal á sunnudag en í Ioka-
samþykkt fundarins var hvatt til
þess að Bandarfkin, Japan og
Evrópusambandið lækkuðu vexti
enn frekar og reyndu áfram að
leita leiða til að opna markaði
sína.
Tuttugu og ein þjóð sendi full-
trúa á fundinn en margar þeirra
hafa átt við mikinn efnahags-
vanda að stríða að undanförnu.
Fór fundurinn fram á það við
iðnríkin sjö að þær gripu þegar
til ráðstafana þannig að hægt
væri að koma í veg fyrir
heimskreppu, auk þess sem lagt
var að auðugri þjóðum heimsins
að þær legðu til umtalsvert fé í
sérstakan neyðarsjóð handa van-
þróuðu löndunum.
Yrði þessum sjóði, sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
hefði umsjón með, ætlað að
tryggja að þjóðir, sem standa
tæpt efnahagslega, verði ekki
efnahagsöngþveiti að bráð eins
og því sem hófst í Asíu á síðasta
ári, breiddist út til Rússlands og
ógnar nú öllum ríkjum sem háð
eru erlendum íjárfestingum en
hafa að undanförnu reynt að feta
stíginn til aukins hagvaxtar.
WHO
kynnir
átak gegn
útbreiðslu
krabba-
meins
London. Reuters.
ALÞJÓÐA heilbrigðisstofnun-
in, WHO, kynnti í gær alþjóð-
legt átak gegn fjölgun krabba-
meinstilfella en áætlað er að ár-
ið 2020 muni þau verða tuttugu
milljónir á ári.
Sögðu fulltrúar WHO, sem
kynntu átakið á alþjóðlegri ráð-
stefnu sérfræðinga á sviði
krabbameinslækninga sem
haldin er í London, markmið
sitt vera að fækka tilfellum um
fjórðung frá því sem áætlað er
árið 2020 og að lækka tölu lát-
inna vegna krabbameins úr tíu
milljónum manns á ári í sex
milljónir.
Er lögð áhersla á að reynt sé
að koma í veg fyrir krabbamein
með fræðslu í mataræði og um
notkun tóbaks, að krabbamein
sé greint á frumstigi, að hinn
veiki hljóti árangursríka með-
ferð og að þjáningar þeirra sem
ekld hljóta lækningu séu linaðar.
70% nýrra tilfella koma upp
í vanþróuðulöndunum
„Það er fræðilega mögulegt
að koma í veg fyrir fjórðung
krabbameinstilfella með því
einu að gjörnýta þá þekkingu
sem nú þegar er til staðar,“
sagði Karol Sikora, sem stýrir
krabbameinsdeild WHO. Lagði
hann einnig áherslu á aukna
samvinnu einkafyrirtækja,
stjórnvalda og þeirra sem
starfa í heilbrigðisgeiranum.
Hyggst WHO beita sér fyrir
skilvirkum áætlunum í barátt-
unni gegn krabbameini í öllum
aðildairíkjum Sameinuðu þjóð-
anna og er ætlunin sú að laga
áætlanirnar að aðstæðum á
hverjum stað en sérfræðingar
spá því nú að árið 2020 muni
um 70% nýrra krabbameinstil-
fella koma upp í vanþróuðu
löndunum sem í sameiningu
búa einungis yfir um 5% þess
fjármagns sem notað er í heim-
inum til að hefta útbreiðslu
krabbameins.
Schröder missir óskaráðherraefni sitt í efnahagsmálum
Viðræður um fjölgun aðildarríkja ESB
Stollmann hættur við
Stollmann Miiller
Bonn. Reuters.
GERHARD Schröder,
verðandi kanzlari
Þýzkalands, varð fyrir
pólitísku áfalli í gær,
þegar maðurinn sem
hann ætlaði að fela
efnahagsmálaráðherra-
embættið hafnaði boð-
inu.
í stjómarmyndunar-
viðræðunum í Þýzka-
landi hefur verið ákveð-
ið að færa sumt af þeim
málefnum sem heyrt
hafa undir efnahagsmálaráðuneytið
til fjármálaráðuneytisins, en því
mun Oskar Lafontaine, flokksfor-
maður Jafnaðarmannaflokksins
SPD, stjóma. Óskaráðherraefni
Schröders, Jost Stollmann, sem
rekur blómlegt tölvuþjónustufyrir-
tæki og er ekki flokksbundinn í
SPD, þurfti að láta í minni pokann í
togstreitu við hinn áhrifamikla
Lafontaine um að efnahagsmála-
ráðuneytið héldi öllum þeim mála-
flokkum sem hingað til hafa heyrt
undir það og ákvað að þiggja ekki
ráðherraembætti sem þannig hefði
rýrnað að áhrifamætti.
Á blaðamannafundi í Bonn í gær
sagði Schröder að Stollmann væri
ósáttur við þær breytingar sem ætti
að gera á ráðuneytinu og að hann
hefði jafnframt allmikla fyrirvara
gagnvart stjómarsáttmála SPD og
Græningja.
Schröder tilkynnti að Werner
Muller, fyrrverandi forstjóri í orku-
fyrirtækinu Veba sem heldur er
ekki flokksbundinn, hefði samþykkt
að taka við efnahagsmálaráðherra-
embættinu.
Schröder sagði að þær breytingar
sem ákveðið hefði verið að gera á
umræddum ráðuneytum miðuðu að-
allega að því að gera þýzka fjár-
málaráðuneytið sambærilegt hvað
ábyrgðarsvið varðar
við fjármálaráðu-
neytin í Bretlandi,
Frakklandi og
Bandaríkjunum.
Talsmaður Kristi-
legra demókrata í
efnahagsmálum,
Mathias Wissmann,
gagnrýndi brott-
hvarf Stollmanns
hins vegar harka-
lega, þar sem SPD
hefði teflt honum
fram í kosningabaráttunni til að
lokka frjálslynt miðstéttarfólk til að
greiða SPD atkvæði í þingkosning-
unum í síðasta mánuði.
Sljórnarsáttmálinn
undirritaður í dag
Áformað var að leiðtogar SPD
og Græningja undirrituðu hinn
nýja stjórnarsáttmála í dag, þriðju-
dag. Þá mun hann verða tekinn til
umfjöllunar á sérstökum flokks-
þingum beggja flokka um helgina.
Gert er ráð fyrir að Schröder verði
formlega kjörinn kanzlari á þing-
fundi eftir viku, þriðjudaginn 27.
október.
Seinkun til 2006
ekki á borðinu
Prag, Brusscl. Reuters.
NIKOLAUS van der Pas, sem stýrir
viðræðum um aðild fimm ríkja í Mið-
og Austur-Evrópu auk Kýpur að
Evrópusambandinu
fyrir hönd fram-
kvæmdastjórnar
þess, sagði í gær
að enginn hefði
lagt til að fjölgun
aðildarríkja sam-
bandsins yrði
seinkað til ársins 2006. Hin væntan-
legu nýju aðildarríki myndu ganga í
sambandið þegar þau yrðu tilbúin til
þess.
Van der Pas tjáði þátttakendum í
ráðstefnu um stækkun ESB í Prag
að ýmsar dagsetningar hefðu verið
nefndar um það hvenær af inngöngu
þessara ríkja í ESB gæti orðið. „En
hugmyndin um að seinka stækkun
[sambandsins] til ársins 2006 hefur
aldrei verið lögð fram - eftir því sem
ég veit bezt - af neinum opinberum
fulltrúa ESB eða framkvæmda-
stjórnarinnar," sagði hann.
Viðræður um aðild Tékklands,
Póllands, Ungverjalands, Eistlands,
Slóveníu og Kýpur eiga að hefjast
fyrir alvöru hinn 10. nóvember
næstkomandi.
Van der Pas sagði að umsóknarrík-
in hefðu sett sér ár-
talið 2002 eða 2003
sem takmark, en
það væri háð þeim
árangri sem þau
sýndu hvert fyrir
sig í því að uppfylla
þau pólitísku, stofn-
analegu og efnahagslegu skilyrði sem
sett eru fyrir ESB-aðildinni.
Á ráðstefnu í Brussel um áhrif
fjölgunar aðildarríkja ESB á við-
skipti á heimsmarkaðnum með þátt-
töku viðskiptaráðherra allra þeirra
tólf ríkja sem sækjast eftir inngöngu
í ESB, sagði Sir Leon Brittan, sem
fer með viðskiptamál í framkvæmda-
stjórn ESB, að stækkað Evrópusam-
band ætti að vera framsýnt og hann
hvatti núverandi og tilvonandi aðild-
arríki til að stilla betur saman strengi
í viðskiptamálum.
Brittan sagði það mjög brýnt, að
ESB og umsóknarríkin sameinuðust
um stefnu í alþjóðlegum viðskipta-
málum.
.^★★★jl.
EVRÓPA*