Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBEII1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Menntamálaráðherra á málþingi leikskólakennara — —- 1 — b ; M ; V í. ■ V' | L HggH • .'-v- • P* " Morgunblaðið/Arnaldur FRÁ þingi um menntamál leikskólakennara, sem haldið var í Borgartúni 6 á laugardag. Ekki þurfa allir starfs- menn háskólapróf BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra sagði á málþingi Félags ísienskra ieikskólakennara á laugardag að hann væri ekki þeirrar skoðunar, að allir starfs- menn leikskóia yrðu að hafa lok- ið háskólaprófi. í ályktun um menntun leikskólakennara, sem samþykkt var á málþinginu, er skorað á alia þá sem hlut eiga að máli, að gera stórátak í að íjölga leikskóiakennurum og vinna að lausn þess vanda sem skortur á leikskólakennurum er. Bent er á þann möguleika að gera starfs- fólki með starfsreynslu kleift að afla sér leikskólamenntunar. Menntamálaráðherra sagði m.a. að ræða þyrfti spuminguna um hvort skilyrðislaust ætti að gera kröfu um að allir starfsmenn væru háskólamenntaðir. Sagði hann að fulltrúar ófaglærðra starfsmanna færðu þung rök fyrir sínum hags- munum og benti á að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefði ekki tek- ist að ná samstöðu um ákvæði í réttindalögum kennara, sem næðu til leikskólakennara. Óleystur vandi „Þrátt fyrir mikla viðleitni af minni hálfu og ráðuneytisins tókst ekki að ná samkomulagi um leiðir til þess að sætta sjónar- mið aðila í þessu efni,“ sagði Björn. „Alls ekki er unnt að hafa sjónarmið ófaglærða fólksins að engu. Allir þeir, sem bera hag leikskólanna fyrir brjósti, standa hér frammi fyrir óleystum vanda. Ur honum verður ekki leyst nema með góðum vilja til samstarfs og sátta.“ Björn sagðist heilshugar taka undir þá skoðun félagsins að nauðsynlegt væri að fleiri há- skólamenntaðir starfsmenn réð- ust til starfa enda hefði hann beitt sér fyrir breytingu á námi leikskólakennara með það fyrir augum. Hann væri þó ekki þeirr- ar skoðunar, að allir starfsmenn leikskóla yrðu að vera með há- skólapróf. Vel kæmi til greina að skipa nefnd til að fjalla um það hvernig hægt væri að fjölga menntuðum leikskólakennurum en hann sæi takmarkaðan til- gang í því nema fyrir Iægi með skýrari hætti en komið hefði fram til þessa að í raun væri vilji til að komast að niðurstöðu, sem útilokaði ekki alla án háskóla- prófs frá því að starfa í leikskól- um. Telur leikskól- ann í kreppu í ERINDI, sem Ragnheiður Hall- dórsdóttir, leikskólastjóri í Reykja- vík, hélt á málþingi um menntamál leikskólakennara á laugardag, kom fram að þrátt fyrir mikla uppbygg- ingu leikskóla í landinu síðustu tvo áratugina og mikla fjölgun útski'if- aðra leikskólakennara séu leikskól- arnh' að stórum hluta mannaðh' ófaglærðu starfsfólki. Sagði Ragn- hildur að þótt margt þetta fólk væri framúrskarandi starfsmenn vantaði það faglegan gi'unn og hugsaði sér ekki stai'fið til frambúðar. „Það kallast langur starfstími í leikskóla að vinna í ár,“ sagði Ragn- hildur. ,A-m.k. hér í Reykjavík. Sumh' eru skemur og býðst betur borguð vinna á myndbandaleigum eða á bar og hafa ekki efni á að neita slíku. Suma þarf að láta fara eftir reynslutímann eða þeir átta sig á að það er ekki verið að dilla litlum krúttlegum börnum allan daginn, heldur er þetta vinna.“ Ragnheiður sagði að sífellt meiri tími færi hjá stjómendum í að setja nýtt fólk inn í stai'fið sem leiddi til þess að sá tími sem annars hefði nýst í faglegt starf með börnunum færi forgörðum. Áætlanagerð i leikskól- anum yi'ði þá að sama skapi ákaflega marklaus þegar ekki nema helming- ur starfsfólks þekkti að hausti það sem unnið var að vori. „Fjölmargir starfsmannafundir fara í að kynna fyrir nýju fólki upp- eldismarkmið leikskólans, ýmsar samþykkth- og hvaðeina sem tengist leikskólastai'fmu í heild,“ sagði Ragnheiður. „Ég hef þá skoðun að í dag sé leikskólinn í kreppu. Leik- skólakennarar eru metnaðarfull stétt sem hefrn' þróað leikskólastarf í land- inu þannig að sæmd er að og hefur fullan hug á að halda því áfram.“ íslenzkir aðalverktakar á Grænlandi Nýr flugvöllur vígður í Aasiaat Aasiaat. Morgnnblaðið. MIKIÐ var um dýrðir í bænum Aasiaat á vesturströnd Grænlands um helgina er vígður var nýr flug- völlur sem Islenzkir aðalverktakar hafa byggt. Framkvæmdirnar hófust sumarið 1996 og skiluðu verktakamir verkinu sl. miðviku- dag. Heildarkostnaðurinn við flug- brautina var 43,7 milljónir danskra króna eða nálægt 480 milljónum kr. Þá var einnig opnuð ný flugstöð, um 750 fermetra mannvirki sem kostaði 130 milljónir. Heildarkostnaður er hins vegar talinn vera nálægt 1,2 milljörðum kr. Talið er að um eða yfir 2.000 manns hafi verið á flugvellinum þegar 50 sæta DASH 7-flugvél lenti með helztu íyrinnennum þjóðarinn- ar með Jonathan Mosfeldt formann grænlenzku landsstjórnarinnar og Daniel Skifte fjármálaráðherra og Peter Gronvold Samuelsson sam- gönguráðherra í broddi fylkingar. í Aasiaat búa um 3.200 manns og er bærinn mjög afskekktur. Þangað hefur flogið þyrla fjóra daga í viku og yfir sumartímann gengur ferjan meðfram ströndinni. Hins vegar er bærinn það norðarlega að flóann leggur venjulega í nóvember og opnast siglingaleiðin ekki á ný fyrr en í apríllok eða byrjun maí. Þyrlu- flugið var og er mjög dýrt og lækk- ar flugverðið um helming með nýja vellinum. I bænum ríkir sannkölluð hátíðarstemmning og mikið er um veizluhöld og uppákomur. Auðséð er að þetta er einn stærsti viðburð- ur í byggðarlaginu í marga áratugi. Rannsókn fari fram á einelti í grunnskólum BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra sagði í ræðu sem hann flutti síðastliðinn laugardag á málþingi umboðsmanns barna um einelti að hann hefði undirrit- að samning við Rannsóknarstofn- un uppeldis- og menntamála um framkvæmd rannsóknar á eðli og umfangi á einelti í grunnskólum landsins. Sagði hann að þessi ákvörðun hefði verið tekin eftir að umboðsmaður barna óskaði samvinnu við sig um öflun upp- lýsinga um málið, en meginá- hersla verður lögð á söfnun gagna í einum árgangi á miðstigi grunnskóla og fer rannsóknin fram á árunum 1998 og 1999. í ræðu sinni sagði Björn að kannanir bentu til þess að einelti sé vandi margra ungmenna á Is- landi ekki síður en jafnaldra þeirra erlendis. Hann sagði að skólar og foreldrar hefðu vaxandi áhyggjur af þessum málum og hefðu kallað á aðgerðir til úrbóta. Hér á landi hefði þó ekki verið gerð rannsókn sem varpi Ijósi á heildarumfang og eðli eineltis í skólum, en hins vegar hefðu verið gerðar kannanir á tíðni eineltis innan tiltekinna skóla og svæða. I máli Bjöms kom fram að er- lendar rannsóknir hefðu leitt í Ijós að einelti væri víða vandamál með- al barna og ungmenna og ítarleg rannsókn sem gerð hefði verið í Noregi á 9. áratugnum hefði leitt í Ijós að 3% nemenda í grunnskól- um landsins hefðu verið tekin fyrir í skólunum einu sinni í viku eða oftar og alls hefðu um 15% grunn- skólanemenda talist tengjast ein- elti á einhvem hátt, annaðhvort sem gerendur eða þolendur. Þekkingin notuð til að meta bestu forvarnarúrræðin Bjöm sagði að vinna við fræði- lega undirstöðu rannsóknarinnar sem ákveðin hefði verið væri þegar hafin og unnið væri að gerð spurningalista sem lagður yrði fyrir böm og unglinga í rannsókninni. Sagði hann að lokaskýrsla um niðurstöðu myndi liggja fyrir í september 1999. „Ætlunin er að þekkingin sem aflað verður með rannsókninni nýtist til að meta bestu for- vamarúrræðin gegn einelti og hvernig þeim verður hmndið í framkvæmd. Án þekkingar á eðli eineltis hér á landi er ekki hægt að skilja hvaða þættir liggja þar að baki og á hvaða hátt er best að takast á við það,“ sagði mennta- málaráðherra í ræðu sinni. Viðhorf fyrirtækja til laga og reglna um umhverfísmál Kostnaður fyrir- tækja fer vaxandi STJÓRNENDUR aðildarfyrirtækja Vinnuveitendasambands Islands og Verslunarráðs íslands telja almennt að stjórnvaldsfyrirmælum á sviði umhverfismála sé að fjölga og jafn- framt að þeim sé framfylgt í auknum mæli. Þetta kemur fram í könnun sem forsætisráðuneytið, Verslunar- ráðs íslands og Vinnuveitendasam- band Islands stóðu fyrir meðal 554 aðildarfyrirtækja. Aukin umræða hefur verið síðustu ár um umfang reglusetningar og op- inbers eftirlits í iðnvæddum n'kjum. Talið er að þessir þættir hafí veruleg áhrif á samkeppnishæfni fyrh'tækja í alþjóðlegu umhverfi. Þrjár kannanir af þessu tagi fóru fram sl. vor og fjölluðu um afmörkuð svið iaga og reglna, þ.e. umhverfis- reglur, skattareglur og reglur á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar úr fyrstu könnuninni um viðhorf ís- lenski'a fyrii’tækja til laga og reglna um umhverfismál og kostnað sem tengdist þeim, voru kynntar í gær. Könnunin er hluti af fjölþjóðakönn- un sem gerð hefur verið í þeim til- gangi að gera alþjóðlegan saman- burð á því reglugerðar- og stjórnun- arumhverfi sem fyrirtæki í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar, OECD, búa við. Svarendur í könnuninni telja að kostnaður fyrirtækja sé að aukast vegna þessarar þróunar-. Stjórnkerf- ið sé á þessu sviði þungt í vöfum, jafnvel ósveigjanlegt, og í mörgum tilvikum sé ekki ljóst til hvaða aðila hjá hinu opinbera eigi að snúa sér. Svo virðist sem upplýsingagjöf stjórnvalda sé ekki nægjanleg á sviði umhverfismála. Sjaldan eða aldrei haft samráð við laga- og reglusmíð Svarhlutfall var um 30% sem er vel yfir því lágmarkshlutfalli sem OECD tiltók og álíka gott eða betra en í hinum aðildarríkjunum. Innan við þriðjungur forsvarsmanna fyi'ir- tækjanna í könnuninni telur að lög og reglur á þessu sviði nái tilgangi sínum á einfaldan hátt. Um tveir þriðju af þeim fyrirtækjastjórnend- um sem taka afstöðu telja að breyt- ingar á umhverfislögum og -reglum séu fyrirsjáanlegar og tæpur helm- ingur þefrra sem taka afstöðu telur erfiðleikum bundið að framfylgja reglunum. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telja fremur en stjórnendur fyi-irtækja á höfuðborg- arsvæðinu að reglurnar stangist á og að erfitt sé að framfylgja þeim. 70% svarenda segja að sjaldan eða aldrei sé haft samráð við þá við laga- og reglusmíð. Tæpur helmingur tel- ur ekki ljóst við hvaða opinbera skrifstofu eigi að hafa samband að því er varðar framkvæmd laga og reglna um umhverfismál. Rúmur þriðjungur telur að upplýsingai' frá opinberum stjórnarskrifstofum séu ófullnægjandi í þessu sambandi. 14% þeiira þátttakenda sem nýlega höfðu leitað úrskurða eða heimilda hjá stjórnvöldum á þessu sviði segja að svör frá opinberum skrifstofum ber- ist innan tímamarka. Af þeim sem tóku afstöðu til sveigjanleika opin- berra aðila töldu um 90% að opinbert kerfi á þessu sviði væri ósveigjanlegt og þungt í vöfum. Spurt var um stjórnunarkostnað fyrirtækjanna við að framfylgja lög- um og reglum á sviði umhverfismála. Almennt töldu fleiri stjórnendur fyr- irtækja þennan kostnað vera lítinn en færri töldu hann vera mikinn. Hins vegar töldu 57% að stjórnunar- kostnaður fyrirtækja þeirra vegna umhverfislaga og -reglna hafði auk- ist frá þvf fyrir tveimur árum. 43% töldu þennan kostnað óbreyttan en enginn taldi hann hafa minnkað. Mánaðarlegur stjórnunarkostnaður, miðað við þá Iiði sem rekstraraðilar voru beðnfr um að meta vegna reglna á þessu sviði, var að meðaltali 48 þúsund kr. á mánuði eða tæplega 600 þúsund kr. á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.