Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að velja silfnð Sjjónvarp Sunnudagsleikhúsið Silfur Höfundur: Friðrik Erlingsson. Leik- stjóri: Hjörtur Grétarsson. Leik- mynd: Ólafur Engilbertsson. Tón- list: Pétur Grétarsson. Leikendur: Margrét Ólafsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Árnason. EFNUÐ ekkjufrú þráir sam- band við látna ástvini sína og pantar miðil heim til sín. Þegar miðillinn birtist er strax ljóst að hann er ekki allur þar sem hann er séður þrátt fyrir stimamjúkt látbragðið. Jafnskjótt og hann fellur í trans og látinn eiginmað- urinn kemur í gegn leikur eng- inn vafi á því að miðillinn lýgur og það svo greinilega að erfitt er að skilja (fyrr en síðar) að frúin skuli ekki sjá í gegnum hann. Skyndilega skiptir miðillinn um tón og barn sem aldrei fæddist kemur í gegn og nú verður mið- illinn skyndilega sannfærandi, barnið talar, einlægnin skín úr augunum og áhorfandinn trúir ekki síður en frúin. Hún grætur gamla ákvörðun um fóstureyð- ingu og viðurkennir að hún hafi látið von um fjárhagslega ti’ygga framtíð ráða, fremur en að standa uppi fátæk stúlka með óskilgetið barnið. „Þú valdir silfrið," segir miðillinn og sam- stundis dýpkar þessi einfalda saga, yfir hana bregður boð- skaparslikju og upp rifjast dæmisögur úr kristnum fræðum um veraldlegan og andlegan auð, úlfaldann og nálaraugað og fleira fallegt. Frúnni, sem á skúffur fullar af borðsilfri, hefur orðið svo mikið um miðlunina að hún dregur sig í hlé og segir miðlinum að hann megi hirða það sem hann vilji. Sem hann stendur með borðsilfrið í hönd- unum birtist fasteignasali með ungt par í eftirdragi. Fasteigna- salann grunar þennan óboðna gest strax um græsku og ekki að undra, þarna á enginn að vera, húsið er til sölu, enda var gamla frúin jarðsett fyrir hálfum mán- uði. Býsna góð draugasaga þetta, og vel sögð að auki, ýmsir þræðir teygðir um stund án þess að þeir hnýtist um of í endann, sagan snýst við í lokin og kemur skemmtilega á óvart. Friðriki Erlingssyni tekst ágætlega upp, samtölin eru skemmtilega tví- ræð, hann heldur áhorfandanum við efnið, leggur fyrir hann gildr- ur og snýr svo útúr öllu saman. Ríka frúin er skýrt dregin per- sóna og Margrét Ólafsdóttir und- irstrikaði hvert smáatriði á sér- staklega fallegan hátt. Þessi ein- mana frú með silfurskúffurnar hlýtur að teljast einn viðfelldn- asti draugur sem lengi hefur sést. Bergur Þór Ingólfsson komst á endanum ágætlega frá miðlinum svikula, það sem virtist í byrjun tilhneiging til einföldun- ar reyndist eiga sér viðeigandi skýringar enda féll sagan að lok- um í þann farveg að vangaveltur um svik miðilsins urðu hreint aukaatriði. Falleg og stílhrein leikmynd Ólafs Engilbertssonar ásamt hæfilega áleitinni tónlist Péturs Grétarssonar gæddu myndina þeim örlitla óraunveru- leikablæ sem studdi vel við niður- lagið. Leikstjórinn, Hjörtur Grétar- son, sýnir ágæta kunnáttu í myndrænni útfærslu, upphafsat- riðið var t.a.m. mjög fallega unn- ið. Hjörtur kemur sögunni ágæt- lega til skila en tök hans á leikur- unum virtust heldur lausari og var sem hann reiddi sig á kunn- áttu þeirra og kom svosem ekki að tómum kofunum hjá Margréti Ólafsdóttur og Bergi Þór Ingólfs- syni. Þau reyndust bæði vandan- um vaxin. Það verður hins vegar ekki sagt um Vilhjálm Árnason í hlutverki fasteignasalans og furðuleg ráðstöfun að velja áhugamann í hlutverkið. Hefði mátt ætla að það tímabil væri lið- ið í sögu ríkissjónvarpsins. Atrið- ið varð býsna vandræðalegt fyrir bragðið og setti óþarflega klaufa- legan blæ á lokamínútur annars ágætrar myndar. Hávar Sigurjónsson Ofmetinn söngáhugi? TOIVLIST Norræna húsið EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög eftir Robert Schumann og Hugo Wolf. Bettina Smith mezzos- ópran; Jan Willem Nelleke, píanó. Norræna húsinu, sunnudaginn 18. október kl. 17. EKKI virðist blása byrlega fyrir hljómleikaröð Arsis-hljómdiskaút- gáfunnai’ í Norræna húsinu með til- liti til aðsóknar, hvort sem veldur tímasetning, slælegai’ kynningar eða hvort tveggja. Fyrir tæpum mánuði kváðu innan við 30 manns hafa mætt á tónleika Wouts Oosterkamps og J.W. Nellekes, og á tónleikum þem-a Bettinu Smith á sunnudaginn var hafði áheyrendafjöldinn hi'apað niður í 15, að undirrituðum meðtöldum. Það var synd að horfa upp á slíkt, því að viðfangsefnin og flutningurinn verðskulduðu mun betri aðsókn. Farið var nokkuð varlega af stað með Kerner ljóðin tólf Op. 35 eftir Schumann og Die Sennin, Requiem og Singet nicht in Trauertönen eftir sama höfund, sem voru flutt af yfir- vegun og nokkurri gætni. Það kom snemma í ljós, að hin norska Bettina Smith er afar vel skóluð söngkona með alla nauðsynlega tækni á valdi sínu, jafnt í raddbeitingu og texta- túlkun, og eins mátti segja um hol- lenzka píanistann, að hér fór einstak- lega vandaður undirleikari, en þrátt fyrir yfirvegaða túlkun var eins og vantaði einhvern aukaneista í öllu ör- yggi fyrri hlutans. Fjölmennari áheyrendahópur hefði þar kannski getað hjálpað upp á með tilheyrandi einbeittara andrúmslofti, því flest blæbrigði voru á fínlegri nótum. Meira fjör færðist í tuskurnar með Wolf-lögunum eftir hlé, sem stóðu söngkonunni að því leyti nær að vera sungin utan að, enda var Bettina Smith hér gi-einilega í essi sínu. Fyi’st voru 5 ljóð úr „Wilhelm Meister" eftir Goethe, og loks 3 úr bálki hans „West-östlicher Divan“. Nú var ástríðum gefið í botn, og glæsileg mezzosópranröddin fékk víða að gjalla með klingjandi sem minnt gat á dökkleita Edith Mathis eða Dorothea Röschmann á góðri stund. Tilþrifin í So lasst mich scheinen voru glæsileg en fáguð, og litlu síðri í næsta lagi, hinu kankvísa Singet nicht in Trauertönen (meist- ari Goethe tónsettur í tvígang á sama ljóðakvöldi af Schumann og Wolf), bæði hjá söngvara og pí- anista, sem lék jafnvel í höndum syngjandi spilamennska og fjaður- mögnuð hrynvísi í frábærlega vel samstilltri túlkun. Sama mátti segja um austrænu lögin hennar Suleimu í lokin, hið fagnandi Hoch beglúckt in deiner Liebe, hið dreymandi Als ich auf dem Euphrat schiffte og hið ólg- andi Nimmer will ich dich verlieren, þar sem tjáning beggja spannaði heila veröld frá trylltri sælu til ang- urværrar blíðu. Flytjendur sýndu sanna atvinnu- mennsku með því að slá hvergi slöku við, þótt tónleikagestir væru teljandi á fingrum þriggja handa. Því miður var aðsóknin á þessum ágætu tón- leikum varla til að auka orðspor land- ans fyrir söngáhuga, og er óhætt að segja - og ekki í fyrsta sinn - að hér misstu margir af miklu. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar bækur Ljóðaúrval Silju Aðalsteinsdóttur • PERLUR, úr ljóðum ís- lenskra kvenna, hefur að geyma 142 ljóð er Silja Að- alsteinsdóttir valdi. I kynningu segir að ljóð- in í þessu úrvali myndi eins konar Ijóðsögu. Þau byrja á ljóðum um að vera barn, sem síðar vex upp, verður unglingsstúlka, kona. Ljóð geta sagt hið ósegjanlega, það sem ekki er hægt að segja og það sem ekki má segja. Konum sem yrkja er ekkert mannlegt óviðkomandi og eitt af einkennum ljóða þeirra er einmitt dulin saga sem oft liggur að baki ljóðanna. Þetta ljóðaúrval Silju Aðalsteinsdóttur er nýstárlegt. Síðasta bók Silju var Skáldið sem sólin kyssti - ævisaga Guðmundar Böðvarssonar - og hlaut hún Islensku bókmennta- verðlaunin. Silja skrifar um íslenska ljóðagerð í 3. bindi íslenskrar bók- menntasögu. Utgefandi er Hörpuút- gáfan á Akranesi. Bókin er 142 bls. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði kápu og titilsíðu. Prentvinnsla í Odda hf. Verð: 2.180 kr. Silja AOalst einsiióttir Ljóðað í Garðabæ TONLIST KirkjuhvolI LJÓÐATÓNLEIKAR Rannveig Fríða Bragadóttir og Ger- rit Schuil fluttu ljóðasöngva eftir Schumann, Jón Ásgeirsson, Debussy og Brahms. Laugardag 17.10. kl. 17. ÞAÐ er ætíð tilhlökkunarefni að fara á tónleika í Garðabænum, svo vel hefur tekist þar til með tónleika- hald á síðustu ái-um. Þai’ hefur list- rænn metnaður verið í ö'ndvegi undir listrænni stjóm Gerrits Schuil, og með tónleikunum í Garðabæ er hann orðinn að stórveldi íslensku tónlist- ariífi. Það er athyglisvert, að það er bæjarfélagið sjálft sem stendur að tónleikunum, milliliðalaust, og sýnir þannig í verki vilja sinn að gera menningunni hátt undir höfði. A tónleikunum á laugardaginn var Rannveig Fríða Bragadóttir mezzó- sópran gestur Gerrits Schuil, og á efnisskrá voru Söngvar Maríu Stú- art eftir Robert Schumann, Níu lög Jóns Asgeirssonar við Ijóð Halldórs Laxness, Chansons de Bilitis eftir Claude Debussy og tíu ljóðasöngvar eftir Jóhannes Brahms. Lögin fímm sem Schumann samdi við ljóð sem eignuð eru Maríu Stúart Skotadrottningu era átakamikil og dramatísk. Fyrsta lagið er kveðja til Frakklands; María kveðm- Frakkland með trega, en horfir stefnufóstum augum til framtíðar sinnar sem drottning Skota - og hugsanlega Engla líka. Strax í fyrsta laginu er undirtónn yfn-vofandi harms Maríu undirstrikaður í þungum hljómi undir lok lagsins; - þetta verður ekki heilla- ferð. Vonarbirta og einlæg trú era tjáð í ljóðinu um fæðingu sonar Mar- íu. í bréfi hennar til Elísabetar fyrstu kennir uggs og ótta; - María veit að völdum í Englandi verður ekki náð nema með því að koma Elísabetu fyr- ir og er nú gripin óöryggi og efa- semdum. Kveðja til heimsins er sterkt ljóð, - María gerir sér grein fyrir örlögum sínum, - biður ekki lengur vægðar, - heldur aðeins um frið og sálarró. Ljóðafiokknum lýkur á bæn Maríu um sáluhjálp. Þessir söngvar era með því allra besta sem Schumann samdi; - lýsa mannlegum tilfínningum, - ákefð, von, angri og harmi af mikilli og einlægri dýpt. Schumann reynir ekki að fegra Maríu Stúart, - en dregur upp dramatíska mynd af konu sem þráði völd og frama, og var tilbúin til að beita illu til að ná sínu fram, en átti þó einnig sitt auðmjúka innra sjálf. Rannveig Fríða og Gerrit Schuil fluttu þessi lög af mikilli snilld; - önnur orð verða vart höfð um túlkun þehra. Hvert orð, hver lína, hver hending mótuð og meitluð af því músíkalska innsæi sem báðum er eiginlegt. Lög Jóns Asgeirssonar við ljóð Halldórs Laxness hafa áunnið sér sess meðal ástsælustu sönglaga þjóðarinnar. Þau eiga uppruna sinn í leikhúsinu, og eru sterk og grípandi, - með laglínur sem syngja sig fljótt inn í sálina. Þessi lög era af ýmsum gerðum; - Maístjarnan kannski sér á parti, en hin ýmist ljóðrænar nátt- úrustemmningar eins og Hjá lygnri móðu, gamansöngvar eins og Haldið- ún Gróa hafi skó, eða lög í dægur- lagastíl, eins og Þú kyssth’ mína hönd og Vor hinsti dagur er hniginn. Þau Rannveig Fríða og Gerrit Schuil fóru undur vel með þessi lög, gerðu þau sem ný; - jafnvel hina marg- sungnu Maístjörnu, þar sem píanó- leikur Gerrits var hreint frábær. Ef söngvari telur sig þurfa nótur að styðjast við á ljóðatónleikum, þá er það jafnan vísbending um að frekar ætti að geyma þau lög til næstu tónleika. Það var líka raunin með lög Debussys, Chansons de Bilitis. Ofugt við allt það sem á und- an fór, náðu þessir mögnuðu ástar- söngvar ekki að lifna í flutningi Rannveigar Fríðu og Gerrits Schuil. Það er ekki bara truflun fyrir augað að nótnapúltinu; sambandið milli söngvara og hlustanda á ljóðatón- leikum verður að vera óhindrað, persónulegt og beint til að það virki. Ljóðasöngvar Brahms era digur sjóðui’ og dýr, og spanna allt frá ein- fóldum þjóðlagaútsetningum til margslunginna gegnsaminna laga. Úrvalið hér var vel valið, og vora flest lögin ákaflegá fallega flutt, með sterkri tilfinningu fyrir tengslum orðs og tóna. Það dró úr heildarsvipnum á flutningnum, að lögunum Der Gang zum Liebchen og Wir wandelten var valið of hægt tempó, og í laginu Feld- einsamkeit var tempóið órólegt. Það sem uppúr stóð hins vegar vai’ frábær flutningur á lögunum Da unten im Tale, með sterki-i túlkun á vonbrigð- um óendui’goldinnar ástar, Meine Liebe ist Grún, þar sem ólgandi óþreyja ungrar ástar lék í höndum Gerrits Schuils, Von ewiger Liebe, sem var flutt með magnaðri stígandi, og Liebestreu, sem var hreint út sagt frábært í flutningi þessara miklu listamanna. Bergþóra Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.