Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Minningar-
sjóður um
Guðrúnu
Katrínu
AKVEÐIÐ hefur verið að stofna
minningarsjóð um Guðrúnu
Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú.
Sjóðurinn verður helgaður málefn-
um sem henni voru hugleikin, eink-
um heilbrigði, menntun og listsköp-
un ungs fólks.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Islands, segir í tilkynningu sem
hann sendi fjölmiðlum í gær að ósk-
ir og tilmæli hefðu borist fjölskyldu
Guðrúnar Katrínar um að stofnað-
ur yrði minningarsjóður um hana
og hefði fjölskyldan fallist á það.
Framlög í minningarsjóðinn verði
skráð í sérstaka stofnendaskrá
Minningarsjóðs Guðrúnar Katrínar
Þorbergsdóttur.
Þeim sem vilja minnast Guðrún-
ar Katrínar með framlögum í minn-
ingarsjóð hennar er vinsamlegast
bent á reikningsnúmerið 140800
sem merkt hefur verið sjóðnum í
öllum bönkum og sparisjóðum
landsins.
-------------
Bæjarstjórn
Seltjarnarness
Guðrúnar
Katrínar
minnst
GUÐRÚNAR Katrínar Þorbergs-
dóttur forsetafrúar var minnst á
síðasta fundi bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness. Guðrún Katrín sat í
bæjarstjórninni frá 1978 til 1994.
Það kom í hlut Ernu Nielsen, for-
seta bæjarstjórnar, að hafa orð fyr-
ir bæjarfulltrúum. Hún sagði:
„Guðrún Katrín sat í bæjarstjórn
Seltjarnarness frá 1978 til 1994.
Hún sat í ýmsum nefndum fyrir
bæjarfélagið á þessum árum og var
ötull málsvari flokks síns í bæjar-
málum Seltjarnarness. Bæjarstjóm
minnist Guðrúnar Katrínar með
vinsemd og virðingu og sendir for-
seta íslands, herra Ólafi Ragnari
Grímssyni, og fjölskyldu hans inni-
legrar samúðarkveðjur Seltirninga
og biður góðan Guð að styrkja þau
og styðja á sorgarstund."
Bæjarfulltrúar risu síðan úr sæt-
um til að votta samúð sína og virð-
ingu.
-------------
Fyrsta
loðna haust-
vertíðar
FYRSTA loðna haustvertíðarinnar
veiddist í fyrrinótt þegar Súian EA
og Börkur NK fengu um 400 tonn
hvort skip, um 50 mílur norðaustur
af Langanesi. Að sögn Bjarna
Bjarnasonar, skipstjóra á Súlunni
EA, er talsvert að sjá af loðnu á
svæðinu en ómögulegt að segja til
um hvort meira verði úr veiðinni.
„Það hefur verið slæmt veður á
þessum slóðum og við sjáum ekki
hvernig veiðarnar þróast fyrr en
veðrið gengur niður.“
Auk Súlunnar EA og Barkar NK
var Víkingur AK einnig kominn á
loðnumiðin í gær. Bjarni sagði skip-
in hafa leitað á stóru svæði undan-
farna daga en ekki fundið loðnu í
umtalsverðu magni fyrr en í fyrr-
inótt. „Við köstuðum meðal annars
norður af Horni en þar er loðnan
blönduð og mikið af smælki innan
um. Hér höfum við hinsvegar fengið
góða loðnu og vonandi verður fram-
hald á veiðinni."
Rikisskattstj ori um fyrirspurn skattstjórans 1 Norðurlandskjördæmi eystra
Hlutabréf á undirverði teljast
til staðgreiðsluskyldra tekna
RÍKISSKATTSTJÓRI hefur vegna
fyiirspumar skattstjórans í Norð-
urlandskjördæmi eystra gefíð út
það álit að sala hlutabréfa til starfs-
manna hlutafélags á verði undir
markaðsverði sé eitt form endur-
gjalds fyrir vinnuframlag og beri að
líta á sem skattskyldar launa-
greiðslur sem greiða ber stað-
greiðsluskatta af. Halldór Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbanka
íslands, segir að bankinn telji ekki
að þetta álit eigi við um sölu á hluta-
bréfum bankans til starfsmanna og
hafi bankinn ritað Ríkisskattstjóra
bréf þar sem afstaða hans og lög-
fræðilegra ráðgjafa hans í þessum
efnum sé skýrð.
I bréfí ríkisskattstjóra er vísað til
laga um tekju- og eignaskatt, en þar
er að finna í 7. grein skilgreiningu á
því hvað teljist til launatekna. Þar
sé um að ræða mjög víðtækt ákvæði
sem feli ekki í sér neina tæmandi
upptalningu, en sérstök ástæða sé
til að gefa gaum að orðalaginu „og
aðrar hliðstæðar starfstengdar
greiðslur, fríðindi og hlunnindi, svo
og framlög og gjafir sem sýnilega
eru gefnar sem kaupauki“.
A það er bent að í viðkomandi til-
viki standi það einungis starfs-
mönnum hlutafélagsins til boða að
kaupa hlutabréfín á hinu lága gengi.
Því byggist þetta á ráðningarsam-
bandi viðkomandi launamanns við
fyrirtækið og verði að líta á það sem
eitt form endurgjalds fyrir vinnu-
framlag. „Um frjálst val starfs-
manna er að ræða að nýta sér þetta
tilboð um hlutabréf á undirgengi en
ef þeir kjósa að gera það þá telst
mismunur á því verði sem þeim
stendur til boða og því verði sem al-
menningi stendur til boða til skatt-
skyldra launatekna," segir síðan.
Þá er vísað til 13 gr. reglugerðar
nr. 245/1963, en þar er hlutafjáreign
í hlutafélagi nefnd sem dæmi um
skattskyldar launagreiðslur og að
„laun greidd í hlunnindum skulu
talin til tekna eftir gangverði á
hverjum stað og tíma“. Skattskyld-
an verði því fyrst virk þegar starfs-
mennirnir tilkynni félaginu að þeir
taki tilboði þess.
Það þýði í því tilviki sem um ræð-
ir og varð tilefni þess að skattstjór-
inn í Norðurlandskjördæmi eystra
sneri sér til ríkisskattstjóra, að
starfsmönnum ber að greiða skatt
af mismuninum á genginu 5, sem
þeir gátu keypt bréfin á, og genginu
9 sem almenningi stóð til boða að
kaupa hlutabréfm á., Af þessu leiðir
að greiðslur í þessu formi teljast
einnig til staðgreiðsluskyldra launa-
greiðslna samkvæmt 1. tölul. 5. gr.
laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu
opinberra gjalda, með áorðnum
breytingum," segir síðan.
Þá bendir ríkisskattastjóri á að
söluhagnaður viðkomandi hluta-
bréfa sem keypt hafa verið á undir-
verði teljist einnig skattskyldur og
beri að greiða 10% skatt af honum.
Líta verði svo á að kaupverð hluta-
bréfanna sé sama verð og lagt var til
grundvallar við skattlagningu þeirra
sem launa. í umræddu tilviki sé því
stofnverð bréfanna nífalt nafnverð.
Ekki undirverð ef selt
er á innra virði
Halldór Kristjánsson, bankastjóri
í Landsbanka íslands, sagði að sala
á hlutabréfum í bankanum til
starfsmanna hefði verið ákveðin um
síðustu áramót, en þá hafi verið
ákveðið að selja þeim á gengi sem
miðaðist við innra virði bankans.
Það sé ekki hægt að tala um að
hlutabréf í óskráðu félagi séu seld á
einhvers konar undirverði á meðan
verðið miðist við innra virði eða sé
hærra. „Þannig að við fáum ekki séð
að þessi ákvörðun um að selja
myndi neinn stofn til skattlagning-
ar,“ sagði Halldór.
Hann benti einnig á að ríkissjóð-
ur hefði á undanförnum árum selt
bréf í eigin félögum, eins og Járn-
blendifélaginu, Lyfjaverslun og
Jarðborunum og ávallt selt starfs-
mönnum með sérstökum kjörum,
þ.e.a.s. með því að veita starfs-
mönnum vaxtalaus lán til kaupanna
í allt að þrjú ár. Aldrei hefði komið
upp umræða um skattskyldu í því
sambandi, þ.e. að skattleggja mun-
inn á vaxtalausum lánum og lánum
með markaðsvöxtum. „Það að fara
að skattleggja þetta form á ívilnun
til starfsmanna í tengslum við
einkavæðingu virðist við fyrstu sýn
vera brot á hinni almennu jafnræð-
isreglu í samfélaginu,“ sagði Hall-
dór.
Hann sagðist því ekki telja að það
mál sem ríkisskattstjóri hefði gefið
álit sitt á væri fordæmisgefandi fyr-
ir sölu á hlut í Landsbankanum til
starfsmanna og þeir hefðu gert rík-
isskattstjóra grein fyrir því með því
að senda honum rökstutt Iögfræðiá-
lit þar að lútandi. Hins vegar væru
svo margir sem ættu hlut í þessum
efnum og mörg félög sem væru að
fara inn á markaðinn að ef til vill
væri æskilegast að taka af öll tví-
mæli í þessum efnum með lagasetn-
ingu.
Kveðjuat-
höfn í Bessa-
staðakirkju
NÁNUSTU ættingjar frú Guðrún-
ar Katrínar Þorbergsdóttur for-
setafrúar fylgdu kistu hennar frá
Keflavíkurflugvelli til Bessastaða
þar sem fram fór stutt kveðjuat-
höfn í Bessastaðakirkju á laugar-
dag. Níu lögregluþjónar úr Hafn-
arfirði stóðu heiðursvörð á hlað-
inu við kirkjuna er líkfylgdin
kom í hlað. Þeir báru kistuna inn
í Bessastaðakirkju undir orgel-
leik Þorvaldar Björnssonar org-
anista Bessastaðakirkju, sem lék
Sorgarmars eftir Georg
Friedrich Hándel. Séra Hans
Markús Hafsteinsson, sóknar-
prestur Garðaprestakalls, leiddi
inn í upphafsbæn og fór með
signingu og ritningarlestur. Þá
flutti biskup íslands, herra Karl
Sigurbjörnsson, bæn og blessun.
Að athöfninni lokinni var leikið
Intermezzo úr Cavalleria Rust-
icana eftir Mascagni.
Kista frú Guðrúnar Katrínar
mun standa í Bessastaðakirkju
þar til á morgun, miðvikudag, en
þá fer útför forsetafrúarinnar
fram frá Hallgrímskirkju kl. 11.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Utför forsetafrúarinnar gerð frá Hallgrímskirkju á morgun
Norrænir
þjdðhöfð-
ingjar
viðstaddir
ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þor-
bergsdóttur forsetafrúar fer fram
frá Hallgrímskirkju á morgun og
hefst athöfnin kl. 11. Bein útsend-
ing verður frá jarðarförinni í Ríkis-
sjónvarpinu og Stöð tvö. Þjóðhöfð-
ingjar Norðurlandanna verða við-
staddir jarðarfórina.
Meðal þeirra sem verða viðstadd-
ir útfórina eru Margrét II Dana-
drottning, Karl XVI Gústaf Svía-
konungur, Haraldur V Noregskon-
ungur og Martti Ahtisaari forseti
Finnlands.
Stöðugur straumur fólks hefur
legið að Bessastöðum þar sem
minningarbók um Guðrúnu Katrínu
hefur legið frammi síðan á laugar-
dag. Nokkur þúsund manns skráðu
nöfn sín í bókina um helgina og bið-
röð hafði myndast fyrir utan for-
Morgunblaðið/Ásdis
LÖNG röð myndaðist þar sem fólk beið eftir að fá tækifæri til að rita í
minningarbókina.
setabústaðinn í gær þegar hátíðar-
salurinn var opnaður fyrir almenn-
ingi kl. 13. Minningarbókin liggur
frammi í dag milli kl. 13 og 18 í síð-
asta sinn.
Forsætisráðherra hefur ákveðið
að fáni skuli dreginn í hálfa stöng
við opinberar stofnanir á útfarar-
daginn. Samkvæmt fánareglum á
að draga fánann að hún og síðan
fella, svo 1/3 stangarinnar sé fyrir
ofan fánann. Við jarðarfór eða aðra
sorgarathöfn skal draga fána að
hún, þegar henni er lokið og skal
hann blakta þar uns fánatíma lýk-
ur.