Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 4
I
I
I
I
! 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
h
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ný rannsókn á vörslu lögreglunnar í Reykjavík á ffkniefnum
Hálft kiló af amfetamíni
hvarf úr skrifborðsskúffu
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sett Ragnar
H. Hall sem ríkislögreglustjóra til þess að efna til
frekari rannsóknar á því hvað varð um fíkniefni,
sem lagt hafði verið hald á og talið er að týnst hafi
í vörslum lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins beinist rannsóknin
að því hvað varð um 500 grömm af hreinu am-
fetamíni sem hurfu úr skrifborðsskúffu lögreglu-
manns fyrir nokkrum árum.
I maí á síðasta ári lauk rannsókn sem Ragnar
H. Hall vann sem settur ríkislögreglustjóri. I
henni kom í Ijós að ekki fengust skýringar á því
hvað orðið hefði um 3,5 kg af fíkniefnum í vörslum
lögreglustjórans í Reykjavík. Pví máli lauk með
þvi að Böðvari Bragasyni lögreglustjóra var veitt
formleg áminning en hann var talinn bera stjóm-
unarlega ábyrgð á vörslum fíkniefnanna.
Að sögn Bjargar Thorarensen, skrifstofustjóra
í dómsmálaráðuneytinu, hefur ráðuneytið nú
ákveðið að skipa Ragnar settan ríkislögreglu-
stjóra að nýju til þess að rannsaka nýjar upplýs-
ingar sem fram eru komnar og tengjast því sem
til rannsóknar var í fyrri rannsókninni.
Hún vildi ekki tjá sig um það hvers eðlis upp-
lýsingamar væra en samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er um það að ræða að lögreglumaður
hefur nýlega gefíð skýrslu um að hálft kíló af am-
fetamíni, sem geymt var í ólæstri skrifborðs-
skúffu á lögreglustöðinni, hafi horfíð með tOtekn-
um hætti fyrir nokkram árum. Um hafi verið að
ræða óvenjulega hreint amfetamín sem hafi mátt
drýgja allt að því þrefalt fyrir sölu þannig að um
gæti hafa verið að ræða 1,5 kg. í sölu á götunni.
Björg sagði að skýringin á því að skipaður
væri sérstakur ríkislögreglustjóri væri sú að
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefði
um skeið verið varalögreglustjóri í Reykjavík og
því væri hann formlega vanhæfur til að rann-
saka málið. Ragnar hefði verið settur þar sem
verksvið rannsóknarinnar væri hið sama og í
fyrri rannsókninni.
Ragnar H. Hall sagðist í samtali við Morgun-
blaðið í gær vera byrjaður að skoða málið en
rannsókn þess væri ekki hafin. Hann sagðist
áætla að rannsóknin tæki ekki lengri tíma en eina
tO tvær vikur.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sagði
ekki tOefni til þess að hann gæfi út yfirlýsingar
vegna frétta um að rannsóknin nú tengist á ein-
hvem hátt aðför að Böðvari Bragasyni lögreglu-
stjóra. „Þetta er mál sem settur ríkislögreglu-
stjóri er að skoða og það er ekki tilefni til þess að
fjalla um það fremur en önnur mál sem eru tO
skoðunar," sagði dómsmálaráðherra.
Meirihluti bæjarráðs
Hafnaríjarðar
Hætt verði
þátttöku í
Jarðgufu-
félaginu
MEIRIHLUTI bæjarráðs
Hafnarfjarðar hefur samþykkt
að leggja til við bæjarstjóm að
hætt verði þátttöku í Jarð-
gufufélaginu svo fljótt sem
verða má. Iðnaðarráðuneytið
og Reykjavíkurborg standa að
félaginu ásamt Hafnarfjarðar-
bæ og er því ætlað að undirbúa
jarðgufuveitu til iðnaðar við
Straumsvík.
I tillögu meh-ihluta bæjar-
ráðs er gert ráð fyrir að bæj-
arstjóra og bæjarlögmanni
verði falið að slíta samstarfinu.
I greinargerð með tillögunni
segir að árangur af starfi Jarð-
gufufélagsins valdi vonbrigð-
um og að þeim fjármunum,
sem bæjarfélagið leggi til
verkefnisins, sé betur varið
með öðram hætti. Bent er á að
í undirbúningi sé endurskoðun
á orkumálum almennt í bæjar-
félaginu og að við þá endur-
skoðun sé nauðsynlegt að hafa
óbundnar hendur.
Minnihluti bæjarráðs bókaði
að hann stæði ekki að tdlögu
meirihluta enda hafi málið
ekki verið kynnt í bæjarráði.
Jarðgufufélagið var stofnað
árið 1996 og var gert ráð fyrir
að undirbúningskostnaður
væri 18 milljónir það ár sem
skiptist jafnt á milli aðilanna
þriggja en ljóst var að kostn-
aður næstu tveggja ára yrði
200 milljónir.
....
Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson
BJARTMÁFUR meö hvítmáf fyrir aftan sig á sjónum við Laugarnes.
Farfuglarnir að
yfirgefa landið
NÚ ER sá tími kominn þegar
allir farfuglar yfirgefa landið
og halda suður á bóginn til
meginlands Evrópu og Afríku.
Sílamáfurinn er eina máfateg-
undin sem yfirgefur landið en
hins vegar er hann fyrsti far-
fuglinn sem kemur hingað eftir
dvölina í suðlægari löndum og
sést hann yfirleitt fyrst í febrú-
ar. Sílamáfarnir fara til V-Evr-
ópu allt suður til Portúgals, en
í staðinn fyrir silamáíinn kem-
ur hins vegar önnur máfateg-
und til landsins á veturna. Það
er bjartmáfurinn sem ekki
verpir hér á landi. Varpstöðvar
hans eru á Grænlandi og ís-
hafseyjum Kanada. Bjart-
máfarnir eru mjög líkir hvít-
máfum sem verpa hér á landi,
en aðalmunurinn felst í því að
bjartmáfurinn er fínbyggðari
og minni.
UNGUM sflamáfum svipar
mjög til annarra ungra máfa.
FULLORÐINN sflamáfur við
Tjörnina í Reykjavík.
Sjöfaldur pottur í
lottó í fyrsta sinn
Enginn
með fímm
rétta
í FYRSTA sinn í sögu lottós á
Islandi er potturinn sjöfaldur,
en fyrsti vinningur gekk ekki
út um síðustu helgi, þegar
potturinn var sexfaldur.
Að sögn Bolla Valgarðsson-
ar hjá Islenskri getspá átti
það ekki að geta gerst sam-
kvæmt tölfræðilegum útreikn-
ingum að enginn hlyti fyrsta
vinning.
„Miðað við þann fjölda raða
sem keyptur var hefðu tæp-
lega tveir átt að hljóta fyrsta
vinning. „En svona er lottó,
maður veit aldrei hvað gerist,"
segir Bolli.
Fékk stálbita
í höfuðið
MAÐUR var fluttur á slysadeild eft-
ú slys, sem átti sér stað í Vesturvör í
Kópavogi um hádegi í gær. Slysið
vai-ð með þeim hætti að vörubifreið
sem var ekið eftir Vesturvör rakst á
stálbita sem stóð aftur úr húsi kyrr-
stæðrar vörubifreiðar í innkeyrslu í
götunni. Náði bitinn út á götuna og
við höggið þeyttist hann í höfuð öku-
manns kyrrstæðu vörubifreiðarinn-
ar, sem stóð við hana. Við skoðun
kom í ljós að hann hlaut heilahristing
og fékk að fara heim að lokinni að-
hlynningu á slysadeild.
---------------
Játa að hafa
skotið eina álft
HÆGT virðist þokast í rannsókn
sýslumannsembættisins á Hvolsvelli
vegna álftaveiðanna í Þykkvabænum
í haust. Játning liggui- fyrir frá hin-
um grunuðu, sem eru fjórir, um dráp
á einni álft, en á þessu stigi er ekki
Ijóst hvort höfðað verði mál gegn
veiðimönnunum, m.a. vegna skorts á
sönnunargögnum.
Vitni að skothvellum veiðimann-
anna era tvö tfl þrjú að sögn fulltrúa
sýslumanns og búið er að yfirheyra
önnur vitni sem gefið hafa sig fram.
Rannsókn verður haldið áfram.
------♦“♦“♦----
Reykur
í íbúðarhúsi
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
kallað út vegna mikils reyks í íbúðar-
húsi við Hverfisgötu 106 á fimmta
tímanum í gær. Þar hafði framleng-
ingarsnúra brunnið vegna of mikfls
álags og reykurinn myndast vegna
þess. Engan sakaði og engar
skemmdir hlutust af, en slökkviliðið
reykræsti húsið.
|
Islenska járnblendifélagið hf. á Grundartanga
Lokun vegna orkuskorts
frestað til 1. névember
Búnaðarbanki veiti
aðgang' að minnisbókum
BÁDIR bræðsluofnar íslenska
járnblendifélagsins hf. verða í
rekstri út október þar sem Lands-
virkjun hefur frestað áður boðaðri
skerðingu á afgangsorku gagnvart
félaginu frá 20. október til 1. nóv-
ember. Að óbreyttu verður því
slökkt á báðum ofnunum frá og með
næstu mánaðamótum, að sögn
Bjarna Bjarnasonar, framkvæmda-
stjóra Jámblendifélagsins.
I fréttatilkynningu frá Lands-
virkjun kemur fram að fyrirtækið
hefur endurskoðað áður ákveðna
skerðingu á afgangsorku til stór-
iðju með hliðsjón af nokkrum bata
sem átt hefur sér stað í vatnsbú-
skapnum. Ástæðurnar eru aðallegá
þær að meiri úrkoma hefur verið
að undanförnu og minna álag frá
almenningsrafveitunum og Norð-
uráli en fyrri áætlanir gerðu ráð
fyrir.
Jafnframt hefur Landsvirkjun
ákveðið að draga á svipaðan hátt úr
skerðingu á afgangsorku til ISAL
og Áburðarverksmiðjunnar hf. á
þessu ári.
Enn ekki skerðing á orku til
almenningsrafveitna
„Enn hefur ekki reynst nauðsyn-
legt að láta koma til skerðingar á
ótryggðu raímagni til almenningsraf-
veitna, enda hefur verðið á slíku raf-
magni verið hækkað í samræmi við
gildandi gjaldskrá, sem hefur dregið
úr eftirspum," segir í fréttatilkynn-
ingunni frá Landsvirkjun.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
staðfesti í gær fyrri úrskurð úr-
skurðarnefndar um upplýsingamál
þar sem Búnaðarbanka íslands hf.
er gert skylt að veita Hauki Hólm,
fréttamanni Stöðvar 2, aðgang að
minnisbókum sem hafa að geyma
upplýsingar um þá sem hafa haft af-
not af íbúð Búnaðarbankans í Lund-
únum, til og með 31. desember 1997.
Búnaðarbanki íslands óskaði eftir
ógildingu úrskurðar nefndarinnar,
þar sem bankanum er gert skylt að
veita Hauki aðgang að minnisbókun-
um. Héraðsdómur hafnaði ósk Bún-
aðai'bankans á þeim forsendum að
með lögum nr. 50/1996 hafi almenn-
ingi verið veittur aðgangur að gögn-
um sem stafa frá stjórnsýslu ríkis og
sveitarfélaga og einnig þeim einkaað-
ilum sem hefur verið falið opinbert
vald tfl að taka ákvarðanir um rétt
eða skyldu manna sbr. 1. gr. laganna.
Dómurinn segir yfírstjórn Búnaðar-
bankans í höndum viðskiptaráðherra j
og bankaráðs. Þar með fellur bank- p
inn undir stjórnsýslu ríkisins og upp-
lýsingalögin, að mati dómsins.
Dómurinn telur minnisbækurnar
sem um ræðir falla undir ákvæði 3.
greinar upplýsingalaga og fellst því
ekki á ósk Búnaðarbankans um að
þær falli undir lög nr. 121/1989 um
meðferð og skráningu persónuupp-
lýsinga. Ekki er fallist á þá kröfu
Búnaðarbankans að aðgangur að
upplýsingunum skuli vera takmark-
aður samkvæmt 5. gr. upplýsinga-
laga, þar sem um sé að ræða afnot af
íbúð á hendi opinbers aðila.