Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framboðsmál s.íálfstæðismanna á Suðurlandi skýrast síðar í haust Arni Johnsen stefnir á 1. sætið ÁRNI Johnsen alþingismaður ætlar að óska eftir stuðningi sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi við að hann skipi fyrsta sæti listans í kom- andi alþingiskosningum. Drífa Hjartardóttir, sem skipaði 3. sætið síðast, segist tilbúin að halda áfram í pólitík en hefur ekki ákveðið hvaða sæti hún sækist eftir. Ólafur Björnsson lögmaður, sem var í 6. sæti síðast, segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun, en reiknar með að stefna á 1. sætið. Engin ákvörðun var tekin á kjör- dæmisþingi sjálfstæðismanna í Suð- urlandskjördæmi um síðustu helgi um hvernig verður staðið að vali frambjóðenda á lista flokksins í næstu kosningum. Sigurður Einars- son, formaður kjördæmisráðsins, segir að kjördæmisráðið verði kall- að saman fljótlega til að fjalla um málið, en ákveðið hafi verið á fund- inum að fresta umræðu um það. Menn þurfí smátíma til að átta sig á stöðunni, nú þegar fyrir liggi að Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, verði ekki í kjön. Ami Johnsen alþingismaður sæk- ist eftir fyrsta sætinu. Hann var fyrst kjörinn á þing 1983 og hefur í þrennum kosningum setið í öðru sætí listans. „Eg hef alltaf sóst eftir öðru sæti listans. Við breyttar aðstæður tel ég að ég hafí þá reynslu og þekkingu sem geti nýst mér til að leiða list- ann. Eg gjörþekki kjördæmið enda hef ég lagt mig fram um að vinna í öllu kjördæminu. Það hefur komið fram í skoðanakönnunum að Sunn- lendingar telja mig í bestu sam- bandi við fólkið í kjördæminu af þingmönnum Suðurlandskjördæm- is. Eg hef mikla reynslu af þjóðmál- um almennt, ekki síst í gegnum störf mín í fjárlaganefnd, þar sem ég hef setið í 12 ár. Ég hef tekið þar þátt í afgreiðslu um 50 þúsund mála,“ sagði Árni. Aðrir að hugsa málið Drífa Hjartardóttir sagðist ákveðin í að gefa kost á sér áfram. Hún sagðist ekki hafa ákveðið í hvaða sæti, en margir hefðu hvatt sig til að stefna á fyrsta sætið. Arnar Sigurmundsson, sem var í fjórða sæti listans síðast, sagðist enga ákvörðun hafa tekið um hvort hann gæfí kost á sér, hvorki til eða frá. Menn þyrftu nokkurn tíma til að átta sig á stöðunni þegar slíkur yfirburðamaður sem Þorsteinn hætti í stjómmálum. Ólafur Bjömsson, lögfræðingur á Selfossi, sagðist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun, en reiknaði fastlega með að gefa kost á sér í fyrsta sæti listans. Kjartan Ólafsson, formaður Sam- bands íslenski-a garðyrkjubænda, sagði aðspurður að hann hefði enga ákvörðun tekið um framboð. Frá 1983 hefur Sjálfstæðisflokk- urinn á Suðurlandi alltaf viðhaft prófkjör við val á frambjóðendum, nema árið 1987 þegar kjördæmis- ráðið valdi á listann. Viðmælendur blaðsins sögðust vera opnir fyrir báðum aðferðunum. í síðustu kosningum fékk Sjálf- stæðisflokkurinn tvo menn kjöma á Suðurlandi. Eggert Haukdal, fyrr- verandi þingmaður flokksins, bauð hins vegar fram sérstakan lista en náði ekki kjöri. Þórunn Svein- björnsdóttir á Alþingi ÞÓRUNN H. Sveinbjömsdóttir, annar varamaður á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík, tók í gær sæti á Alþingi í fjarveru Magnúsar Árna Magnússonar. Þórunn hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og bar því að undirrita drengskapai'heit að stjórnar- skránni. Að því búnu bauð forseti Alþingis hana vel- komna til starfa. Við fráfall Ástu B. Þorsteinsdóttur alþingismanns tók Magnús Árni Magnússon sæti hennar á Alþingi. Er hann 15. þingmaður Reykvík- inga. Hann er hins vegar staddur er- lendis þar sem hann stundar hag- fræðinám og mun því ekki koma til þings fyiT en í desember. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyi'sti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, tók einnig sæti á Al- þingi í gær í fjarveru Sturlu Böðvarssonar næstu tvær vikumar. Guðlaugur hefur einu sinni áður tek- ið sæti á Alþingi. ----------------- Fyrirspurn um upplýst sam- þykki sjúklinga TÓMAS Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hyggst á næstu dögum leggja fram á Alþingi skrif- lega fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra um það hvort upplýsingar frá sjúkrastofnunum fari inn á krabba- meinsskrá Ki'abbameinsfélagsins án þess að upplýsts samþykkis sé krafist. Ennfremur hyggst hann spyrja ráðherra að því hvort upp- lýsingar frá sjúkrastofnunum á krabbameinsskránni séu notaðar til annarra rannsókna en upphaflega var ráðgert með söfnun þeirra. Tómas Ingi segir að með fyrir- spurninni sé hann að vekja athygli á því að með kröfunni um að upplýs- ingar fari ekki inn í miðlægan gagnagrann nema með upplýstu samþykki sjúklinga sé hugsanlega verið að skaða það rannsóknarstarf sem nú þegar fer fram hjá stofnun- um eins og Krabbameinsfélaginu. Slíkar stofnanir stundi mjög athygl- isverðar rannsóknir. „Það þarf að skoða þessi mál vandlega til þess að ekki sé verið að sníða þessum rann- sóknum of þröngan stakk,“ segir hann. Samþykkt fyrir 160 þúsund rúmmetra grjótnámi í Geldinganesi Morgunblaðið/RAX UNNIÐ að gijótnámi ( Geldinganesi. Sjálfstæðismenn hafa lagt til í borgarstjórn að Iandnotkun verði breytt og Geldinganes tekið fyrir íbúðabyggð eingöngu en engin hafnarmannvirki. Tillögu sjálfstæðis- manna um breytt aðal skipulag vísað frá VÍSAÐ var frá í borgarstjórn Reykjavíkur síðastliðinn fímmtu- dag tillögu borgarfulltrúa sjálf- stæðismanna þess efnis að fyrir- hugaðri landnotkun á Geldinga- nesi verði breytt þannig að nesið verði allt tekið undir íbúðabyggð. í tillögunni var einnig lagt til að fram færi ítarleg athugun á fram- tíðarþörfum Reykjavíkurhafnar fyrir athafnasvæði og staðsetn- ingu nýs hafnarsvæðis. I bókun borgarfulltrúa R-list- ans segir að rangt sé að halda því fram að sýnt hafí verið fram á að unnt sé að byggja nýtt hafnar- svæði í Kollafirði sem væri hag- kvæmt eða skynsamlegt. Vísað er í umsögn hafnarstjóra sem telji að ekki sé unnt að fjalla um ýmsar tæknilegar forsendur fyrir hafn- argerð án rannsókna og bent á að þær rannsóknir liggi ekki fyrir. Greint er frá því að skipulags- stjóri og hafnarstjóri hafi ekki enn lokið umsögn um tillögu sjálf- stæðismanna frá því í vor um að hætta við hafnaráform í Eiðsvík. í lok bókunarinnar segir: „Á þessu stigi málsins eru því ekki forsendur til að breyta aðalskipu- lagi Reykjavíkur hvað varðar landnotkun í Geldinganesi, tillaga sjálfstæðismanna þar að lútandi er ótímabær og henni því vísað frá.“ Að undanförnu hefur verið unnið við gijótnám í Geldinganesi og er þegar búið að vinna um 120 þús. rúmmetra. Þar af hafa um 100 þúsund rúminetrar farið í lengingu Eyjargarðs um 250 metra, þar sem verið er að byggja bryggju fyrir millilandaskip í ol- íuflutningum. Vinnsla á efninu er langt komin en gert er ráð fyrir að verkinu ljúki um áramót. Þá var samþykkt í hafnarstjórn að leyfa að 60 þúsund rúmmetrar verði teknir úr Geldinganesi til fyllingar vegna skolpræsistöðvar við Skarfaklett út af Laugarnesi en samkvæmt umhverfismati er heimilt að vinna um milljón rúmmetra í Geldinganesi. Alþýðubandalagið á Yestfjörðum Fjöldi úrsagna og eitt flokksfélag lagt niður Alþýðubandalagsfélagið í Bolungar- vík hefur verið leyst upp og flestir félagsmanna sagt sig úr flokknum. Á Hólmavík hefur 21 af um 30 fé- lagsmönnum gengið úr félaginu þar og skrifstofú Aiþýðubandalagsins í Reykjavík hafa borist úrsagnir 26 af 30 félögum í Alþýðubandalagsfélag- inu á Patreksfirði. Einnig hefur Lilja R. Magnúsdóttir, varaþing- maður Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum, sagt sig úr flokknum. Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Bolungarvík var haldinn á föstu- dagskvöld. Jóhann Hákonarson, sem var formaður félagsins, segir að 12-14 af um 20 félagsmönnum hafi verið mættir og að samþykkt hafi verið einróma að leysa upp fé- lagýð. „I beinu framhaldi af því sendum við bréf til Alþýðubandalagsins þar sem við óskuðum eftir því að nöfn okkar yrðu tekin af félagaskrá," segir Jóhann. „Undirskriftalisti hafði ekki verið látinn ganga til þeirra sem ekki voru á fundinum, en ég býst að flestir sem voru í fé- iaginu muni fara sömu leið.“ V eiðiley fagj aldið landsbyggðarskattur Jóhann segir að félagsmennimir muni fylgja Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni að málum, og sama segir Már Olafsson, fyiTverandi for- maður Alþýðubandalagsfélagsins á Hólmavík. Á fundi sem haldinn var á Hólmavík á föstudagskvöld ákváðu allir fundarmenn og nokkrir félagsmenn tii, samtals 21, að segja sig úr félaginu og Alþýðubandalag- inu. Már segir að enn séu eftir 8-9 manns í félaginu. Aðspurður um ástæður úrsagnanna bendir Már á þá gagnrýni sem Kristinn hefur beint að samfylkingu félagshyggju- flokkanna. Lilja segir að óánægja með það hvernig viðræður félagshyggju- flokkanna hafi þróast valdi úrsögn sinni. „Það sem stendur upp úr, þótt það sé ekki eitt og sér aðalatriðjð, er umræðan um veiðileyfagjald. Ég held að það muni koma mjög illa niður á landsbyggðinni ef sett verð- ur á veiðileyfagjald en fiskveiði- stjórnunarkerfið verður óbreytt. Þetta verður fyrst og fremst lands- byggðarskattur ofan á óréttlátt kerfi.“ Lilja segist hafa áhuga á að vinna með því fólki sem stefnir að stofnun nýs flokks á vinstri væng stjórnmál- anna. Hún segir nokkuð hafa verið um úrsagnir úr Alþýðubandalagsfé- laginu í Isafjarðarbæ en ekki sé orðið ljóst hversu margar þær verði að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.