Morgunblaðið - 01.11.1998, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
J«teh
wircnr
tökum upp
nýjar scndingar
daglega.
xfKRISTALL
Kringlunni og Faxafeni
Sérmerktar
HÚFUR OG
HANDKLÆÐI
Afslátturtil
15. nóvember.
Fáið sendan
myndalista.
Myndsaumur
Hellisgata 17 220 Hafnarfjörður
Sími 565 0122
www.if.is/myndsaumur
ART THERAPY
Aðalheiður Elva Jónsdóttir
KONUR
Helgarnámskeið fyrir konur í listmeðferð
NÁMSKEIÐIN ERU HELGARNAR
7.-8. OG 28.-29. NÓVEMBER.
Upplýsingar og innritun i síma
567 8007 eða h.síma 554 5603
Markmiö námskeiösins er að styrkja
sjálfsmynd þátttakenda, auka á
samskiptahæfileika, læra aö
á við nýjar áhættur, hvetja til aukins
frumkvæðis og efla sjálfsmeðvitund.
Þátttakendur þurfa hvorki að
kunna að teikna né máia.
MA í listmeðferðarfræði frá Lesley College, Boston.
TILBOÐSDAGAR
á hreinlætistækjum, stálvöskum,
sturtuklefum, blöndunartækjum o.m.fl.
20—50% afsláttur
VATNS VIRKINN ehf
Ármúla 21, sími 533 2020.
http://www.islandia.is/vavirk
MANNLÍFSSTRAUMAR
IVIATARLISTÆrz/ franskar belgískarf
Mqjon esrneii n ing
í ÞVÍ mikla sælkeralandi sem
Belgía er, tíðkast þó eitt sem í
fljótu bragði hljómar ekki mjög
matarmenningarlega, ef svo má að
orði komast. Belgar borða nefnilega
franskar kartöflur með nánast
hverju sem er, einnig mikið einar
og sér, með vænni slummu af majo-
nesi. Mér leist nú í fyrstu ekki á
þessa hefð, en ég verð að segja að
ég hef breytt um skoðun og er nú
dottin í frönsku kartöflurnar, eða
öllu heldur þær belgísku, því
franskar kartöflur eiga nefnilega
ættir sínar að rekja til Belgíu, en
ekki til Frakklands eins og flestir
halda. Þær kallast alls staðar í Evr-
ópu „frites", sem þýðir: það sem er
djúpsteikt, semsagt stytting á djúp-
steiktir kartöflustrimlar. Eg veit
ekki um nein lönd nema ísland og
Bandaríkin sem eigna Frakklandi
þennan vinsæla kartöflurétt.
eftir Álfheiði Hönnu
Friðriksdóttur
Um daginn borðaði ég hér ljúf-
fengan kræklingarétt, sem er
einn af þjóðarréttum Belga, og
með honum vænan skammt af
frönskum kartöflum. Þetta er
■■■■■■■ samsetning sem
mér hefði aldrei
dottið í hug að
myndi ganga, en
nú get ég varla
hugsað mér kræk-
ling án þess að
hafa með honum
franskar, ja ég
segi það nú
kannski ekki, en þetta bragðaðist
allavega mjög vel. Með krækling
og frönskum er síðan oft borið
fram mjög gott sinnepsmajones.
Þar komum við að öðrum kapít-
ula, majoneskaflanum. Hér er það
sko ekki bara Gunnars og búið, með
fullri virðingu fyrir því ágæta majo-
nesi. Nei, hér er sko hægt að fá
óteljandi tegundir af majonesi, t.d.
með sítrónubragði, léttmajones af
ýmsum gerðum, majones með eggj-
um og með sinnepi svo eitthvað sé
nefnt. Hér er reglulega haldin mikil
majoneskeppni, þar sem keppt er
um hver sé mesti majoneskokkur-
inn. Enda er majonesið hér afar
gómsætt og ég sem yfirleitt borða
varla majones er farin að fá mér
FRANSKUR koss er þó alltaf franskur.
stundum léttmajones með sítrónu-
bragði ofan á brauð.
Það er líka útbreiddur misskiln-
ingur að majones þurfí að vera
óhollt og mikill heilsuhrellir. ítalskt
majones er t.d. búið einungis til úr
úrvals ólífuolíu og eggjarauðum,
stundum er ögn af sítrónusafa
reyndar bætt út í. Þeim fínnst það
alveg út í hött Itölum að sinnepi sé
bætt út í majonesið, eins og tíðkast
bæði hér í Belgíu og eins í Frakk-
landi, en sinn er siður í hverju landi.
Reyndar er heimatilbúið og ómeng-
að ólífuolíueggjamajones algert lost-
æti, en sinnepið getur átt oft við,
eins og t.d. með hvítvínssoðnum
kræklingum. Hér koma uppskriftir
að þremur afar ljúffengum majo-
nessósum, sem tilvalið er að dýfa
t. d. djúpsteiktum kartöflustrimlum
í, eða hráu grænmeti skomu í
strimla. Til þess að búa til verulega
gott majones fyrir 4-5 manns þarf
ca. 3 eggjarauður, 240 ml af góðri
exstrajómfrúrólífuolíu og salt. Setjið
eggjarauðumar í þykka skál, ekki of
stóra og þeytið þær með trépísk í
u. þ.b. 1 mín. og bætið þá 1 tsk. af
salti út í. Byrjið þá að hella ólífuolí-
unni út í blönduna. Það er afar mik-
ilvægt að hella henni nánast í dropa-
tali og þeyta vel á milli þar til majo-
nesið fer að líta út eins og maður
þekkir það, þykkt og sællegt. Eftir
nokkrar mín. má síðan fara að hella
ólífuolíunni í aðeins stærri skömmt-
um, eða þar til hún rennur í óslitinni
og stöðugri, en mjórri bunu niður í
eggjablönduna. Mjög mikilvægt er
að hræra vel í allan tímann; majo-
nesið á að verða mjög þykkt, með
þykkleika nær á við þykka máln-
ingu, en það verður ekki á þykkt við
það majones sem flestir þekkja:
majonesið sem festist við skeiðina
og maður verður að hrista hana til
að losa það af henni og síðan hlamm-
ar það sér á diskinn með miklum
smelli. Þetta majones er meira eins
og mjög þykk sósa sem nær því ekki
að verða hlaupkennd. Eins og ég
sagði áðan getur maður bætt
nokkrum dropum af sítrónusafa út í
majonesið í lokin, sérstaklega ef
borða skal fisk með því.
Þá er það majonesuppskrift núm-
er tvö. Hér er um að ræða grænt
majones, sem er lagað alveg eins og
ofangreint majones, nema síðan er
bætt út í það hnefafylli af fínsaxaðri
steinselju eða basil, fínsöxuðum
funihnetum og pistasíum.
I næstu majonesuppskrift er nóg
að nota 2 eggjarauður á móti 120 ml
af ólífuolíu og ögn af salti og
sítrónusafa, þetta er ögn þykkara
majones. Sigtið því næst um 60 gr
af túnfíski í olíu og bætið út í majo-
nesið. Þetta túnfiskmajones er frá-
bært meðlæti með allskyns köldum
réttum og sérstaklega ljúffengt með
kjúklingi og harðsoðnum eggjum,
sem viðbit í samlokum. Túnfískma-
jonesfylltir hráir tómatar eru einnig
ljúffengur forréttur.
ÞfODLIFSÞANKARÆr ekki verðugt verkefnifyrir ís-
lenskar konur að styðja stríðshrjáðar kynsystur sínar í Bosntuf
Hjálp til sjálfshjálpar
KONUR eru nú um 65% íbúa í Bosníu, þær búa margar hverjar við vatns-
skort í hálfhrundum húsum eftir loftárársir og þurfa einar að sjá fyrir fjöl-
skyldum sínum eftir missi eiginmanns. Ungar konur sem urðu fórnarlömb í
skipulegum fjöldanauðgunum hafa alltof margar orðið að bera harm sinn í
hljóði. Sumar konur hafa séð sig tilneyddar að gefa börn sem urðu til við
hörmulegar aðstæður en aðrar reyna að búa börnum sínum og sjálfum sér
einhverja frarntíð í þessu stríðshrjáða umhverfí, sem aldrei virðist ætla að
verða vettvangur friðar, hamingju og gleði. Hvað kemur okkur þetta við og
hvað getum við svo sem gert? - kann einhver að spyrja. Svarið er að eng-
inn hefur bréf upp á að hörmungar kunni ekki að berja að dyrum hans og
þá fínnur sá hinn sami hve hjálp í neyð er mikils virði. Slík hjálp getur til
dæmis verið í formi þess að styrkja hjálparstarf sem fram fer á styrjaldar-
svæðinu. Fyrir skömmu var ég viðstödd fyrirlestur sem Kvenréttindafélag
íslands, Bandalag kvenfélaga í Reykjavík og Kvenfélagasambandið stóðu
fyrir um hjálparstarf sem Þýskalandsdeild bosníska kvenfélagsins BISAR
hefur með höndum í Sarajevo og víðar. íslensk kona á sæti í stjórn um-
rædds félags, sem hefur nú snúið sér til íslenskra kvenfélaga með beiðni
um aðstoð vegna athvarfs sem verið er að byggja upp fyrir illa staddar
konur í Bosníu.
Samhjálp er mikilsverð - ekki síst
þegar um líf og framtíð barna er
að tefla. Það er ekkert spaug að
standa í þeim sporum sem fátækai-
mæður í Bosníu gera nú. Þær búa að
auki við mikið öryggisleysi og eiga í
fá hús að venda. Þess vegna er mik-
ils vert að konur, sem búa við þær
aðstæður sem norrænar konur eru
svo lánsamar að njóta allflestar, rétti
hinum lítils megandi kynsystrum
sínum hjálparhönd í neyð þeirra.
Kvenfélagið BISAR var stofnað 1992
J
eftír Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
i Bosníu, fyrst
frjálsra kvenfélaga.
Þýskalandsdeild
þessa ágæta félags
hefur nú keypt hús
í Sarajevo til þess
að geta hýst þar
aðstoðarstarf af
ýmsu tagi við bág-
staddar konur þar-
lendar. Athvarf þetta er nú að taka
til starfa og fá konur þar kennslu,
áfallahjálp, lögfræðiaðstoð, læknis-
hjálp og sitthvað fleira sem þær eru
sárlega þurfandi fyrir. Óskað hefur
verið eftir stuðningi íslenskra
kvennasamtaka í þessu máli. íslensk
kvenfélög hafa verið mjög dugleg að
styrkja ýmiss konar starfsemi hér á
landi sem lýtur að bættum hag
kvenna hér. Þau vandamál sem ís-
lenskar konm- eiga við að stríða eru
sem betur fer oftast næsta auðleyst
miðað við það sem bosnískar konur
stríða nú við. Ekki aðeins eru úrræði
hér miklu fleiri en þar heldur hafa
konur í Bosníu margar hverjar lak-
ari menntun og minna sjálfstraust en
norrænar konur. Það er því rnjög
margt sem hægt er að gera þeim til
hjálpar en forsendan er að hafa at-
hvarf þar sem hjálparstarfíð getur
farið fram. Markmiðið er að hjálpa
þessum illa stöddu konum til þess að
hjálpa sér sjálfar. Hjálpa þeim til
þess að öðlast trú á eigin getu og
andlegan styrk til að standa af sér
þær hörmungar sem yfir þær hafa
dunið. Þetta hjálparstarf er verðugt
verkefni fyrir samtök íslenskra
kvenna til að styðja. I hverfulum
heimi er mikilvægt að hver hjálpi
öðrum eftir því sem geta og aðstæð-
ur leyfa. Hjálp til sjálfshjálpar er oft
sú aðstoð sem ber hvað ríkulegastan
ávöxt.