Morgunblaðið - 01.11.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 01.11.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 B 15, ég vissi að höfðu einhver peninga- ráð, kaupmenn, handverksmenn og ýmsa fleiri, en alstaðar var „Þránd- ur í götu“, svo ekki gat það gengið. Féil mér þetta svo þungt að ég örvinglaðist, því krónur þessar ætl- aði ég að brúka upp í fyrirfram húsaleiguna til P. M. Bjarnasons; en sá nú engin ráð til að enda þau orð mín. Datt mér þá í hug að fyrir- fara sjálfum mér, og í því skyni fór ég til Þorvaldar læknis, og pantaði hjá honum svefnmeðöl, fór síðan með fyrirskriptin (resept) í Lyfja- búðina og keypti þar svefnmeðöl fyrir 2 kr. sem ég átti til í eigu minni. Gekk síðan skyndilega til Benónýs skósmiðs, tók af mér tösku mína ásamt vasaklukku, sem ég var búinn að láta gera við fyrir Kr. Albertsson á Suðureyri, því sýnt var mér um að hver fengi sem hann hjá mér átti. Hélt svo rakleitt niður fyrir „Dokkuna" lagðist niður í flæðarmáli því aðfall var, og ætl- aði að láta flæða yflr mig en taka jafnframt inn svefnmeðölin; saup nú á flöskunni sem sterkara var í og sveif mér þá mjög. Ég mun hafa legið um 2 kl.stundir í fjörunni, en þegar tók að renna undir fætur mér var mér farið að kólna, og kominn í mig skjálfti, var ég þó vel búinn að klæðum, vonaðist þó eptir að verða liðið lík um næsta sólarlag. En þá datt mér í hug, að reyna á ný að biðja B. skósmið um peningalán og stóð því upp og gekk þangað, atvik- aðist síðan svo að ég hætti við hið voðalega áform mitt; fór ég þá inn að Hafrafelli og beiddi Guðmund bónda Oddsson sem var efnamaður, að láta mig fá 13 kr. í innskipt til P., þegar hann vissi hver maðurinn var, vildi hann ekki gjöra það, sagði að hann (Pjetur) mundi heimta út peninga, sem kaupmenn væru ófús- ir að láta. Ég gisti á Hafrafelli um nóttina við beina ágætan.“ Ákæra um nauðgun Árið 1909 fluttust Magnús og Guðrún til Skálavíkur en þar ætlaði Magnús að stunda kennslu. Þar lifðu þau við mikla fátækt og þreng- ingar. Á haustdögum 1910 verða svo miklir örlagaatburðir í lífi Magnúsar. Hinn 27. október kom hann að kvöldi dags til vinafólks síns í Bolungarvík og settist að drykkju sem hann átti ekki vanda til. Um atburði morgundagsins seg- ir hann í dagbók sinni: 28. Föstudagur. Rigning mikil fyrri hlutann, hvessti svo nokkuð á norðan og frysti um kvöldið. Um morguninn kl. 6 fór Guðrún Jónas- dóttir sem ég gisti hjá, upp í barna- skóla og hafði börn sín bæði með sér; var hún ræstunarkona skólans. Eg og Ágústína vórum því bæði eptir og var hún að lesa í lærdóms- bókum sínum. Þegar ég vaknaði var ég ákaflega utan við mig, með ákaf- legum taugaskjálfta og get ég ekki gert mér grein fyrir hvernig ég var. Mér datt nú í hug að fara í rúm til Ágústínu, dró ég niðm* í lampanum og svo upp fyrir stokkinn til hennar; kyssti ég hana. En er ég kom við hana bera missti ég sæðið og varð ekkert af samræði. Hún tók mót- spymulaust á móti mér og eptir á lánaði hún mér bók til að lesa í, en ég fór strax um hæl yfir í rúm það er ég svaf í. Þegar Halldóra dóttir Guðr. Jónasdóttur kom heim varð ég var við að Ágústína sagði henni að ég hefði komið í rúm til sín. Eptir að ég var kominn á fætur beiddi ég „Gústu“ að segja ekki frá því að ég hefði farið í rúm til hennar en engu hét hún um það. Um kl. 10 f.hd. fór ég gangandi inn á ísafjörð, mætti þar á sett- um tíma og fór það all vel. Fór ég út í Hnífs- dal um kvöidið og gisti þar við góðan beina að Kjartans í Hrauni og Sigríðar; hitti ég Sigríði niður við sjó og bauð hún mér heim til sín. Þann 26. nóvember hafa mál þróast á þenn- an veg. 26. Laugardagur. Sama veður. Fór ég gangandi út í Bolungai-vík og mætti þar fyrir rétti um kvöldið, því sýslumaður kom úteptir á mótor. Réttarhald þetta ef réttarhald skyldi kalla var hið versta í minn garð. Ágústína hafði sagt svo mikið ósatt mér til handa og laug nú svo miklu á ný fyrir réttinum að ég varð gegnlamaður á sál og líkama að heyra slíkt. Hafði hún meðal annars sagt sýslu- manni að ég hefði haft holdlegt samræði við 10 ára gamla telpu er var hjá mér á Skálavík- urskólanum veturinn fyrir: Telpa þessi mætti nú fyrir réttinum en bar það aðeins: að ég hefði spurt sig svo mikið út úr lærdómi sínum „ÞEGAR ég las dagbækur Magn- úsar fyrst kom mér mest á óvart hve Halldór Laxness hefur stuðst nákvæmlega við þær,“ segir Sig- urður Gylfi Magnússon, sagn- fræðingur, sem liefur búið sýnis- horn dagbókanna til prentunar og ritað ítarlegan inngang að bók- inni, en hún ber nafnið Kraftbirt- ingarhljómur guðdómsins og er önnur bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, sem Sigurður Gylfi og Kári Bjamason ritstýra og gefin er út af Háskóla- útgáfúnni. „Við lestur dag- bókanna varð Heimsljós enn meira lifandi fyrir mér,“ heldur Sigurður Gylfi áfram, „ég vona að fólk lesi Heimsljós aftur eftir að hafa lesið dag- bækurnar. Þær eru ótrú- leg heimild um vinnu- brögð Halldórs. Halldór styðst ekki aðeins ítar- lega við h'fshlaup Magn- úsar, sem var þyrnum stráð, heldur nýtir hann sér ekki síður samtíma- lýsingar lians og tungu- tak. Sums staðar hefur hann tekið upp nánast heilar setningar frá Magnúsi. Þá má finna þessum sérkennilegu nöfnum stað í dagbókun- um sem Halldór notar í Heimsljósi eins og Kongordía Vegmey, Ma- gnína Júna Rósamunda, Iney Friðmey, Mikkalína og Albínus, og á einuin stað talar Magnús um mann nokkurn sem heitir Ólafur Kárason og er þjófur úr Bolung- arvík. Dagbækur Magnúsar vom því Halldóri hrein guilnáma.“ Mörgum finnst Halldór gera Ólaf Kárason að fullmikium aum- ingja í Heimsljósi, ekki síst þeir sem þekktu Magnús. „Mörgum vina hans á Vest- fjörðum fannst Halldór fara mjög illa með Magnús. Halldór hóf að vinna úr dagbókunum stuttu eft- ir lát Magnúsar og margir vina hans og vandamanna á lífi. Þetta var mjög djarft af Halldóri en honum hefur örugglega fundist þetta vera vegsauki fyrir Magnús frekar en hitt.“ Réttlaus undirmálsmaður Hvernig maður var Magnús? „Magnús var maður tvennra tíma. Hann lifði í samfélagi sein var ennþá mjög forneskjulegt og þar hafði hann engan rétt. Hann er hins vegar sérstaklega nú- tímalegur í hugsun og meðvitaðri um stöðu sína í samfélaginu en menn voru almennt. Dagbækur Magnúsar eru mjög tilfinninga- ríkar, sem er ekki algengt um dagbækur frá þessum tima. Hann lýsir sálarástandi sínu nákvæm- lega og því er hann mjög spenn- andi sálfræðilegt fyrirbæri. Hann er sífellt að spyrja sig hver hann sé og hvers hann sé megnugur. Ég held að það sé óhætt að segja að Magnús sé mjög sjálfhverfur og því ekki ólíkur okkur nútíma- mönnum. Dagbækurnar eru einnig fullar af mjög mergjuðum lýsingum á samferðamönnum hans. Það má eiginlega segja að dagbókarskrifin hafi gegnt Sannleik- urinn í skáld- skapnum Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Gylfi Magnússon, sagnfræðingur, sem búið hefur sýnishorn dagbóka skáldsins á Þröm til prentunar. tvenns konar hlutverki í lífi Magnúsar. Annars vegar notaði hann hana til að koma einhvers konar skipulagi á líf sitt. Hún var hans haldreipi í öllum þrengingunum. Hins vegar er hann í dagbókinni að tala til komandi kynslóða. Magnús virð- ist alla tíð hafa verið mjög með- vitaður um að dagbókin yrði les- in af öðrum eftir hans dag og það var hans ósk að dagbækurn- ar færu á Landsbókasafnið til varðveislu. Magnúsi var í mun að lýsa lífi sínu umbúðalaust fyr- ir næstu kynslóðir í von um að hann fengi uppreins æru.“ Þráin eftir menntun Er Magnús að þínu mati ein- stakur eða samnefnari fyrir marga á þessum tíma? „Magnús hafði mikla þrá til mennta, sem var skýrt sem leti og ómennska af umhverfinu. Hann var fæddur inní ákveðna stétt og stöðu í samfélagi þar sem engu varð breytt. Þráin eft- ir menntun hefur auðvitað bærst með mörgum sem aldrei höfðu tækifæri til að svala henni og að því leyti er Magnús ekki einstak- ur. Á þessum tíma voru að verða mikil umbrot í samfélaginu, flutningar fólks í þéttbýli og vestur um haf sem liefur hrært uppí mörgum og gert þeim ljóst að þeir höfðu aðra möguleika í lífinu þrátt fyrir allt. Hins vegar er Magnús og hver einstaklingur einstakur, og vegna stöðu sinnar og almennra þrenginga hans í hversdagslífínu verður lífshlaup lians engu öðru líkt. Magnús var mjög sjúkur maður líkamlega og sjálfsagt ekki gengið alveg heill til skógar andlega heldur; í það minnsta má segja að mótlæti og daglegt amstur hafi sett sitt mark á hann. Víða má finna mikinn barlóm í dagbókinni. Þessi miklu veikindi dregur Halldór upp á grátbroslegan hátt í Heimsljósi. Þrátt fyrir þetta virðist sem Magnús hafi verið heillandi persónuleiki. Af lýsingum annarra að dæma hef- ur hann gengið í augun á kven- fólki og verið hrókur alls fagn- aðar.“ Halldór snjallasti sagnfræðingurmn Sigurður Gylfi stundar einsögurannsóknir í sagnfræði en að hans sögn lítur einsögufræð- ingurinn frekar á ein- staka menn og spyr hvað þeir geti sagt um fortíð- ina. Þessar rannsóknir eru því andstæðar hefð- bundinni sagnfræði og lýðfræðinni sem frekar veltir fyrir sér hvernig meðalmaðurinn hafi lifað lífinu. „I þessum rannsóknum ályktum við ekki um alla heildina út frá heimildum okkar heldur tökum fyrir ákveðin fyrirbæri og jafn- vel einstaklinga og rann- sökum glímu þeirra við sitt nánasta umhverfi. Lykilatriði í þessum rann- sóknum er að viðurkenna takmarkanir heimildanna og leita leiða til að lesa í kringum þær; beita að- ferðum sem aðstoða okkur við að lesa tákn og merkingar í atburð- um og lífi fólks frá fyrri tíð.“ í inngangi að dagbókum Magn- úsar líkir þú skáldsögu Halldórs Laxness við sagnfræði. „Innan sagnfræðinnar hefur sannleikshugtakið verið í mikl- um metum. Eg held hins vegar að það sé viss blekking að segja að við séum að lýsa sannleikan- um þegar við lýsum fortíðinni út frá þeim heimildum sem við höf- um um hana. Ég held að sagn- fræðingar og skáld eins og Hall- dór Laxness vinni ekki með ólíkt sannleikshugtak, þó svo að að- ferðirnar kunni að vera ólíkar. Að mínu mati er Halldór fyrsti einsögufræðingurinn og kannski snjallasti sagnfræðingurinn okk- ar.“ Þú segir einnig að lýsing Hall- dórs og efnistök séu sannari en dagbækurnar sjálfar? „Margt í dagbókunum er mjög hversdagslegt, allt að því lítil- fjörlegt, og Magnús er ekki bein- li'nis að taka saman lieiidstæða mynd af lífi sínu með dagbókar- skrifunum. Hann hleður þess í stað inn í dagbókina ótal smáat- riðum tengdum lífi sínu. I með- förurn Halldórs myndar sagan eina heild og hann setur líf Magnúsar í víðara samhengi. Að því leyti er skáldsagan sannari innan sinnar eigin heildar; hún gefur mynd af einstaklingi sem átti sér sögu. Ég verð þó að við- urkenna að ég varpa þessu meira fram sem hugmynd í inn- gangskaflanum til að fá lesendur til að huga að þessu samblandi skáldskapar og veruleika í sagn- fræðinni." Hún er í fjósinu, svaraði stúlkan. En eldri systkinin? Þau eru farin að gera fénu. Svo var stutt þögn og Ólafur Kárason hélt áfram að nötra og stúlkan hélt áfram að læra kristin- dóminn.“ I kjölfar þessa spunnust umræð- ur milli Jasínu og Ólafs um getu -i' hennar til náms og hvatti Ólafur hana til dáða: „Jú Jasína mín, sagði hann. Þú verður fermd. Hvenær hef ég sagt að þú sért tossi. Ég segi að þú sért góð stúlka. Ef eitthvað er í kverinu þínu sem þú skilur ekki þá skal ég reyna að útskýra það fyrir þér. Núna? spurði hún. Ef þú vilt, sagði hann. Ég kann ekki að spyrja, sagði hún. Ég skal sýna þér, sagði hann. Hann sté frammúr rúminu, dró niður í lampanum svo það var hér- umbil myrkur, fór uppfyrir stokk- inn og undir sængina til hennar, tók af henni Barnalærdómskverið og kysti hana. Hún vissi fyrst ekki hvað þetta var, svo opnaði hún munninn. Hún var í vondu prjóna- haldi og leyfði honum að slíta það frá sér einsog ekkert væri eðlilegra, gerði yflrleitt ekki tilraun til að hindra hann í neinu, tók við honum án allrar mótspymu, kveinkaði sér aðeins andartak og beit á vörina einsog við snöggan og tiltölulega meinlausan kveisustíng sem er lið- inn hjá áður en tóm væri til að reka upp hljóð. Hún lagði únga sterka arma sína um herðar skáldinu. Eftir nokkrar mínútur sté hann aftur frammúr rúmi hennar og skrúfaði upp í lampanum. Hann sagði ekki neitt, en hún sagði: Hvað gerðirðu við kverið mitt?“ Þessum kafla í frásögn Halldórs lýkur með því að Ólafur heldur leið- ar sinnar eins og ekkert hafi í skorist og heimilisfólkið var „þakk- látt hamíngjunni fyrir slíka gest- komu“, eins og Halldór kemst að orði. Tukthúslimur ' Þó Magnús hafi játað sig sekan fyrir rétti leit hann jafnan svo á að hann hafi verið saklaus af þessu ódæði, en hann var dæmdur til árs fangavistar í fangahúsinu við Skóla- vörðustíg. Hér er brot úr dagbók hans úr fangavistinni. 12. Sunnudagur. Ég dauðveikur. En mér fannst andi minn lifa æ hinn sami og vildi ég gjarnan senda hann yfir hauður og haf, yfir allar kvalir, torfærur, yfir allt stríð og baráttu, þangað sem hann mætti njóta sín, í ríki kærleikans og sæl- unnar, þar sem öllum er víst gott að vera. Og mælti ég þessi hendinga orð: w Yfir dauða og yfir gröf andleg þar sem frelsistöf ljómar í lífsins gengi, þar er yndi hins þjáða manns þar í ríki kærleikans, sælt er að svífa lengi. að hún hefði ekki getað svarað mér, en ég hefði aldrei minnst á „neitt ljótt“ við sig. Framburður Olgeirínu svo hét telpan varð því eigi til að fella mig. En Ágústína lét sig ekki, og var sem sýslumaður neytti þess, lét við mig sem óður maður og sagði t.d. „Það lítur út fyrir að ég hafi sleppt yður nógu fljótt." Úrskurðaði hann mig í gæzluvarðhald á ný. Var svo rétti slitið, en nú lenti sýslumaður í öldrykkju með Pétri kaupm. Oddssyni og gekk svo fram á miðnætti og varð ég allan þann tíma að gnöltra aðhlynningarlaus í kring um verzlunarbúð P. Oddssonar, og var Gísli Jósefsson andvígismaður minn í málinu settur til að gæta mín! Skúli Einarsson var formaður á mótor þeim er sýslumaður fór á úteptir, leiddist honum að bíða og var hann í sífellu að blása í lúður fyrir framan landið. Loks kom sýslumaður og var þá svo ölvaður að hann gat varla staðið. Um nóttina var afar kalt; vildi mér það til lífs að Oddur kaupmaður Guð- mundsson lánaði mér sjótreyju til að vera í inneptir. Ekki var fangahúsið hitað og varð ég að fara í það þannig. Nauðgunin í Heimsljósi Frásögn af nauðguninni má finna í Heims- ljósi. Hér er gripið niður í frásögnina þegar Olafur Kárason vaknar af löngum svefni og bíður námsmey sinni góðan dag: „En Jasína Gottfreðlína kunni ekki að bjóða góðan dag. Og svo undarlega brá við að þegar Ólafur Kárason hafði legið fyrir enn um stund fór hann að finna til undarlegs ókenni- leiks í taugum, síðar líkti hann því við að vera festur upp á þráð; hann var gripinn einkenni- legum titríngi sem byrjaði í nárunum og læsti sig síðan um allan líkamann og varð að óslitn- um skjálfta, og lá við andköfum. Hann reis til hálfs upp í rúminu í von um að geta hrist þetta af sér, tók andann á lofti og spurði: Hvar er konan? Númer 9 b: Bók þessi, sem er 188 blaðsíður, er sltrifuð í betrunarhúsinu í Reykjavík, frá í september 1911 til 31. marz 1912. Mildll hluti hennar er skrifaður með kvölum þollausum þjáningum. Marga blaðsíðuna skrifaði ég út- afliggjandi með stunum, sveittur af tilkenningu og skjálfandi af tauga- veiklun. En löngun min til að skrifa, var óstöðvandi. Löngun til að at- huga og fræða aðra var mér snemma í brjóst lagin. Það er þessari með- fæddu íþrótt að þakka að ýms rit mín (dag- bækur) eru til orðin. Ég hef viljað gefa eptir- tíðinni hugmynd um nútíðina. Og það er þetta, er vakað hefir fyrir mér við skrifstörf mín og vakir enn. Þess vegna hefi ég leitast við að skýra sem réttast frá þessu og þessu atriðinu og vona ég að einhverjum auðnist að sjá og kannast við þessa viðleitni mína, og meðfædda löngun, til að segja sannleikann. Reykjavík, 31. marz 1912 Magnús Hj. Magnússon. Dauði og uppboð Síðustu tvö æviár sín bjó Magnús ásamt Guðrúnu Önnu og tveimur börnum þeirra á Þröm. Hann lést 30. desember 1916 þá 43 ára. I ágúst 1917 voru eignir þeirra boðnar upp, þar á meðal dagbækur hans. Það fór því svo að lokum að hreppurinn fékk greidda skuld Magnúsar að fullu. <t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.